Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 47 fræðinema og Jens Guðjónssonar, menntaskólanema kl. 13. Jón Þorsteins- son. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Gídeonfélagar koma í heimsókn. Pétur Ásgeirsson prédikar. Jón B. Jónsson leikur á gítar. Börn borin til skírnar. Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Org- anisti Natalía Chow. Prestur sr. Þórhallur Heimisson. Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma í safnaðarheimilinu Strandbergi og Hvaleyrarskóla. Tónlistarguðsþjónusta kl. 17. Ragnheiður Sara Grímsdóttir sópr- an og Kristján Helgason baritón syngja tví- söng. Félagar úr Kór Hafnarfjarðarkirkju leiða söng. Organisti Natalía Chow. FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasamkoma kl. 11:00 – Umsjón Edda, Sigríður Kristín, Hera og Örn Arnarson gítarleikari og söngv- ari. Leikir og leikin biblíusaga, brúður koma í heimsókn, léttir söngvar og barnasálmar. Starf fyrir börn á öllum aldri og alla fjöl- skylduna. Hinn árlegi kirkjudagur safnaðar- ins. Guðsþjónusta kl. 13:00. Athugið breyttan messutíma í vetur. Organisti og kórstjóri Þóra V.Guðmundsdóttir. Örn Arn- arson syngur einsöng og leiðir sönginn ásamt kór og organista og spilar jafnframt á gítar. Fjölbreyttur tónlistarflutningur. Hin árlega, glæsilega kaffisala kvenfélags kirkjunnar hefst í safnaðarheimilinu Lin- netstíg 6 strax að lokinni guðsþjónustu. Einar Eyjólfsson KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskólinn í dag laugardag 20. október kl. 11:00, í Stóru- Vogaskóla. Nýtt og skemmtilegt efni. Mæt- um vel. Prestarnir. VÍDALÍNSKIRKJA: Guðsþjónusta sunnu- dag kl. 11:00. Kór kirkjunnar leiðir almenn- an safnaðarsöng. Sunnudagaskóli yngri og eldri deild á sama tíma í kirkjunni. Ferming- arbörn lesa ritningarlestra. Fermingarbörn eru hvött til að mæta vel og helst með for- eldrum sínum. Fermingarbörn munið að hafa með ykkur ,,vegabréfið“ til innfærslu vegna mætinga til guðsþjónustu. Munum 10 skiptin að lágmarki yfir veturinn sem eðlilegan hluta af fermingarfræðslunni. Organisti Jóhann Baldvinsson. Sr. Hans Markús Hafsteinsson þjónar við athöfnina. Prestarnir. GARÐAKIRKJA: Messa með altarisgöngu í Garðakirkju kl. 14:00. Kór kirkjunnar leiðir almennan safnaðarsöng. Fermdar verða tvær stúlkur Gunnur Líf Gunnarsdóttir, Löngumýri 27, Garðabæ og Una Emilsdótt- ir, Kirkjulundi 8, íbúð 210, Garðabæ. Ferm- ingarbörn næsta vors eru velkomin og eru hvött til að mæta vel með foreldrum sínum. Sr. Hans Markús Hafsteinsson og Nanna Guðrún Zoëga djákni þjóna við athöfnina. Rúta fer frá Kirkjulundi kl. 13:30 og frá Hleinum kl. 13:40. Prestarnir. BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskóli í Álftanesskóla kl. 13:00. Nýtt og skemmti- legt efni. Rúta ekur hringinn á undan og eft- ir. Prestarnir. GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Fjölbreytt og skemmtilegt barnaefni. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn- in sín. Sóknarnefndin. ÚTSKÁLAKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 11. Kórar Hvalsness- og Útskálakirkju syngja ásamt barnakór Útskálakirkju. Organisti Pálína Fanney Skúladóttir. Sóknarprestur Björn Sveinn Björnsson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga- skóli kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Sóknarprestur. NJARÐVÍKURKIRKJA: Guðsþjónusta kl. 14. Nemendur úr Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar koma fram. Sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Foreldrar hvattir til að mæta með börnunum. Sóknarprestur. KEFLAVÍKURKIRKJA: Fjölskylduguðsþjón- usta og sunnudagaskóli kl. 11 árd. Altaris- ganga. Undirleikari í sunnudagaskóla Helgi Már Hannesson. Prestur sr. Sigfús Baldvin Ingvason. Kór Keflavíkurkirkju syngur. Org- anisti Hákon Leifsson. Meðhjálpari Björg- vin Skarphéðinsson. SELFOSSKIRKJA: Messa og sunnudaga- skóli kl. 11. Súpa og brauð eftir messu. Morguntíð sungin þriðjudaga til föstudaga kl. 10. Kaffi og brauð að henni lokinni. For- eldrasamvera miðvikudaga kl. 11. Krakka- klúbbarnir hafa verið sameinaðir og verða kl. 16.10–17 á miðvikudögum. Sóknar- prestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Barnaguðsþjón- usta kl. 11. Sóknarprestur. ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Sóknarprestur. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. „Veiði- mannamessa“. Prestur sr. Svavar Stefáns- son. Söngfélag Þorlákshafnar leiðir söng. Organisti Stefán Þorleifsson. Sóknarprest- ur. KOTSTRANDARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Rútuferð frá Hveragerðiskirkju kl. 10.45. HNLFÍ: Guðsþjónusta kl. 11. Sókn- arprestur. ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðsþjón- usta kl. 11. Organisti Nína María Morávek. Kirkjuskóli 6–9 ára barna er í grunnskól- anum á Hellu á fimmtudögum kl. 13.30. Sóknarprestur. KELDNAKIRKJA á Rangárvöllum: Guðs- þjónusta kl. 14. Skírn. Organisti Nína María Morávek. Aðalsafnaðarfundur Keldnasóknar verður haldinn í kirkjunni að athöfn lokinni. Sóknarnefnd Keldnasóknar og sóknarprestur SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa sunnu- dag kl. 11. Sóknarprestur. ÓLAFSVALLAKIRKJA: Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Tvö börn verða færð til skírnar. Sóknarbörn og sér í lagi ferming- arbörn og foreldrar þeirra eru hvött til að koma til helgihaldsins. Sr. Eiríkur í Hruna þjónar fyrir altari og prédikar. ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. GLÆSIBÆJARKIRKJA: Messa sunnudag kl. 14. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknar- prestur. Biblíulestur verður fyrir allt presta- kallið á prestssetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudagskvöldið 22. október kl. 21. Allir hjartanlega velkomnir. Sóknar- prestur. EGILSSTAÐAKIRKJA: Sunnudagaskóli kl. 11. Mánud. 22. okt: Kl. 18 kyrrðarstund og opinn 12 spora fundur til kl. 20. Sóknar- prestur. framfarir í rannsóknum á gena- mengi mannsins og til hvers þær geta leitt. Kl. 11 hefst guðsþjón- usta og barnastarf. Prestur er séra Jón Dalbú Hróbjartsson. Æðruleysismessa Dómkirkjunnar ÆÐRULEYSISMESSA Dómkirkj- unnar tileinkuð fólki í leit að bata eftir 12 spora kerfinu verður í Dómkirkjunni í Reykjavík sunnu- dagskvöldið 21. október kl. 20.30. Þar eru allir velkomnir til til- beiðslu og æðruleysis. Einnig er hægt að mæta hálftíma fyrir messu og fá sér kaffisopa uppi í kirkjuturninum á Dómkirkjunni. Lofgjörðina leiðir söngkonan lífs- glaða Anna Sigríður Helgadóttir við undirleik bræðranna Birgis og Harðar Bragasona. Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur, sr. Karl V. Matthíasson og Bryndís Valbjarnardóttir guðfræðingur þjóna að orðinu og borðinu en alt- arisganga verður í lok messunnar. Jafnframt verður reynslusögu deilt með viðstöddum. Æðruleys- ismessur eru einstakar og helgar stundir þar sem fólk kemur og leitar af heiðarleika og einlægni eftir samfélagi vð Guð og með- bræður sína. Það sem einkennir messurnar er létt sveifla í helgri alvöru. Æðruleysismessur eru 21. aldar messur og það eru allir vel- komnir. Unglingakór í Hjallakirkju SUNNUDAGINN 21. október kemur Unglingakór Selfosskirkju í heimsókn í guðsþjónustu í Hjalla- kirkju í Kópavogi kl. 11. Stjórn- andi kórsins er Margrét Bóasdótt- ir. Kór þessi hefur getið sér gott orð innan kirkjunnar og farið víða. Í guðsþjónustunni mun kór- inn syngja nokkur lög ásamt því að leiða safnaðarsöng með fé- lögum úr kór Hjallakirkju. Síðar þennan sama dag verður tónlist- arstund kl. 17 í kirkjunni þar sem stjórnandi kórsins, Margrét Bóas- dóttir, syngur við orgelundirleik Lenku Mátéová. Allir eru hjartan- lega velkomnir. Kvöldmessa með hressandi tónlist NÆSTKOMANDI sunnudags- kvöld 21. okt. verður haldin kvöld- messa í Seljakirkju og hefst hún kl. 20.30. Sr. Valgeir Ástráðsson prédikar og stýrir messunni ásamt sr. Ágústi Einarssyni. Þor- valdur Halldórsson tónlist- armaður ætlar að spila og syngja með okkur eins og honum einum er lagið. Þessi messa og sú tónlist sem einkennir hana er fyrir alla, börn, konur og karla. Sjáumst á sunnudagskvöldið í hressandi kvöldmessu. Seljakirkja. Neskirkja. Félagsstarf aldraðra kl. 14. Farið verður í skoðunarferð í verslunarmið- stöðina Smáralind. Kaffiveitingar í kaffi- teríu Perlunnar. Sr. Frank M. Halldórsson. Laugarneskirkja. Kl. 9-13.30 sálgæslu- námskeið Teo van der Weele „Hjálpað með blessun“. Hvammstangakirkja. Barnamessa kl. 11. Fíladelfía. Brauðsbrotning kl. 11. Ræðu- maður Ari Guðmundsson. Almenn sam- koma kl. 16.30. Lofgjörðarhópur Marita leiðir söng. Ræðumaður Vörður L. Trausta- son. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf FRÉTTIR AGNAR Erlingsson, aðalræð- ismaður Noregs í Reykjavík og framkvæmdastjóri Norske Veri- tas á Íslandi, hefur af Haraldi Noregskonungi verið útnefndur til riddara hinnar konunglegu norsku heiðursorðu, „Ridder av første klasse av Den kongelige norske fortjenstorden“. Agnar hlaut heiðursmerkið fyrir starf sitt sem aðalræðismaður Noregs á Íslandi og veitti því viðtöku úr hendi sendiherra Noregs, Kjell H. Halvorsen (t.v.), á fundi sem hald- inn var í sendiráðinu nýlega fyrir alla ræðismenn Noregs hér á landi. Sæmdur norskri heiðursorðu Morgunblaðið/Kristinn IB ehf. og Bílasala Suðurlands opna um helgina formlega nýtt húsnæði á Fossnesi 14 á Selfossi. Gestum býðst að skoða húsið og þiggja veitingar. Húsnæðið er í eigu IB ehf. Í húsinu er rekin al- hliða þjónusta fyrir bifreiðaeigend- ur á Suðurlandi. Reksturinn skiptist þannig að IB flytur inn bandarískar bifreiðir, ýmis tæki og varahluti, rekur hjól- barðaverkstæði, smurstöð, vara- hlutaverslun, verkstæði og er þjónustuaðili Toyota á Suðurlandi. Bílasala Suðurlands sem er um- boðsaðili Toyota á Suðurlandi rek- ur bílasölu með sýningarsal og úti- svæði við þjóðveg 1. Boðið verður upp á reynsluakstur á flestum gerðum Toyota bifreiða, þar á meðal 38“ breyttum Landcruiser 70. IB ehf. og Bílasala Suðurlands í nýtt húsnæði IB ehf. og Bílasala Suðurlands opna um helgina formlega nýtt húsnæði á Fossnesi 14 á Selfossi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.