Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp munu íhuga vandlega að höfða mál gegn ríkinu geri Alþingi ekki breyt- ingar á frumvarpi til fjárlaga sem nú er til umræðu í þinginu. Samtökin hafa kynnt álitsgerð sem Ragnar Að- alsteinsson hæstaréttarlögmaður hefur unnið en Ragnar kemst að þeirri niðurstöðu að grundvöllur sé fyrir málssókn, enda tryggi ríkisvald- ið ekki fjármuni til þeirrar þjónustu til handa fötluðum sem því er þó skylt að sinna skv. lögum. Umræður um álitsgerð Ragnars settu mjög svip á aðalfund Þroska- hjálpar sem haldinn var á Hótel Sögu í gær. Sterk undiralda var á fundinum og sagði Halldór Gunnarsson, for- maður Landssamtakanna Þroska- hjálpar, menn langþreytta á stöðunni. „Ef engar aðrar leiðir eru færar þá förum við í mál gegn ríkinu,“ sagði Halldór. „Ríkið hefur ekki sinnt þess- um málaflokki sem skyldi.“ Hann sagði forsvarsmenn Þroska- hjálpar hafa farið að spyrja sig þeirr- ar spurningar hvort Alþingi gæti sett- lög, sem veittu tilteknum hópi rétt sem teldist til mannréttinda, en síðan valið að haga fjárveitingum sínum þannig að þær væru í algeru ósam- ræmi við lögin. Sagði hann að samtökin hefðu á endanum leitað álits Ragnars og var niðurstaða lögmannsins kynnt við setningu aðalfundar Þroskahjálpar á fimmtudag. Páli Péturssyni fé- lagsmálaráðherra var þó gerð grein fyrir efni hennar 4. október sl. Ekki farið eftir áætlunum sem gerðar voru Halldór sagði ekki lengur hægt að sætta sig við þá biðlista sem ein- kenndu alla þjónustu við fatlaða, eink- um skammtímavistun, dagþjónustu og búsetu. Aðspurður sagði hann bið- lista hafa verið að safnast upp allt frá árinu 1992. Fyrstu árin hefðu samtökin eytt mestri orku sinni í að fá ríkisvaldið til að viðurkenna að biðlistar væru raun- verulega til staðar. Það hefði því glatt menn mjög þegar félagsmálaráð- herra skipaði nefnd til að fara yfir málin og búa í framhaldinu til áætlun um hvernig taka skyldi á vandanum. Síðan hefði hins vegar ekki verið farið eftir þeim áætlunum, sem gerðar voru. „Við höfum sýnt mikla biðlund,“ sagði Halldór. „Við höfum alltaf verið til viðræðu og samþykkt fyrirliggj- andi áætlanir, þótt þær gerðu ekki ráð fyrir jafnhraðri uppbyggingu og við hefðum frekast kosið. Við höfum látið okkur það lynda, á meðan það voru til einhverjar áætlanir sem átti að vinna eftir. En þegar menn ætla ekki einu sinni að vinna eftir þeim áætlunum, þá er okkur nóg boðið.“ Sagði hann fjárlagafrumvarp árs- ins 2002 kornið sem fyllti mælinn. Ljóst væri að biðlistar myndu enn lengjast yrði frumvarpið samþykkt óbreytt. Nefndi Halldór sem dæmi að gert væri ráð fyrir að eyða 23 millj- ónum á næsta ári til reksturs nýrra búsetuúrræða handa fötluðum. Þetta þýddi nýja lausn fyrir tólf einstak- linga í alls þrjá mánuði. „Ég bind hins vegar miklar vonir við að Alþingi bregðist við svo að ekki komi til þess að við þurfum fara að standa í kostnaðarsömum málaferl- um,“ sagði Halldór. „Ég veit að við eigum hauka í horni í öllum stjórn- málaflokkanna.“ Í ályktun landsfundarins er skorað á Alþingi að fara eftir lögum þannig að biðlistar eftir þjónustu við fatlaða einstaklinga heyri sögunni til. Í álykt- uninni segir að langir biðlistar eftir búsetu, dagþjónustu og skammtíma- vistun sýni að undanfarin ár hafi ekki verið farið eftir lögum um málefni fatlaðra. Í skýrslu kostnaðarnefndar vegna tilflutnings þjónustu við fatlaða til sveitarfélaga, sem gefin er út af fé- lagsmálaráðuneyti í október 2000 kemur fram það álit að það þurfi 520 milljónir króna í aukið rekstrarfé til að eyða biðlistum eftir þjónustu. Er í skýrslunni lagt til að þeir fjármunir verði greiddir sveitarfélögunum á næstu 3 árum. „Gagnvart fólki með fötlun og aðstandendum þeirra er óverjandi og siðlaust að láta þessar greiðslur til málaflokksins ekki þegar koma til framkvæmda,“ segir í álykt- uninni. Landsþing Þroskahjálpar er haldið annað hvert ár og sækja það kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna, en þau eru 25. Auk álitsgerðar Ragnars Aðal- steinssonar voru ýmis önnur mál rædd, m.a. málefni Greiningar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins, en fram kom á Alþingi í vikunni að bið eftir greiningu hjá stöðinni væri allt að tólf mánuðir. Sagði Halldór þetta grafalvarlegt mál. Það yrði alltaf ljósara og ljósara að því fyrr sem greining á fötlun ætti sér stað, og rétt þjálfun hæfist, því betra væri það fyrir viðkomandi ein- stakling. Raunar gæti það skipt sköp- um upp á framhaldið og ef menn vildu aðeins horfa á peningahliðina þá væri það sennilegast til sparnaðar í kerf- inu. Landsþingið ályktaði einnig um yf- irfærsluna sem ekki varð á málefnum fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Sagði Halldór að það hefði valdið þeim miklum vonbrigðum þegar frumvarp þar að lútandi var afturkall- að á síðasta þingi. Þetta hefði lengi verið eitt þeirra helsta baráttumál enda ljóst að það einfaldaði mjög þjónustu við fatlaða ef hún væri öll á einni hendi, en sveitarfélögin sinna nú þegar hluta hennar. Landssamtökin Þroskahjálp vilja auknar fjárveitingar til þjónustumála fatlaðra Íhuga málsókn gegn ríkinu Morgunblaðið/Árni Sæberg Frá aðalfundi Landssamtakanna Þroskahjálp í gær. ,,SKAPA þarf sátt um fiskveiði- stjórnunarkerfið, sem felur það í sér að skila til baka til þjóðarinnar yfirráðarétti yfir auðlindinni. Þannig yrði snúið við þeirri óeðli- legu eignatilfærslu með tilheyr- andi búseturöskun, sem orðið hef- ur á síðustu áratugum,“ segir í stefnumótun Starfsgreinasam- bandsins (SGS) í atvinnu- og byggðamálum sem samþykkt var samhljóða á ársfundi sambands- ins í gær. Þar segir einnig að ein megin- forsenda fyrir áframhaldandi byggð sé aukin áhersla á full- vinnslu hráefnis og atvinnusköp- un, ,,jafnvel þannig að afnotarétt- ur að auðlindum sé að einhverju leyti skilyrtur. Standa þarf vörð um fjölbreytni í atvinnugreinum,“ segir í stefnumótun SGS. Mikilvægt að nýta orku í arðbærum iðnaði og stóriðju Þar er einnig m.a. lögð áhersla á að auðlindir landsins séu nýttar á skynsamlegan máta. ,,Mikilvægt er að nýta þá orku sem landsmenn búa að til uppbyggingar á sam- keppnishæfum og arðbærum iðn- aði og stóriðju á landsbyggðinni,“ segir í stefnumótunarsamþykkt ársfundar sambandsins. Afnotaréttur af auð- lindum sé skilyrtur ,,HALDI ríkisstjórnin og Seðla- bankinn fast við stefnu sína og að- gerðaleysi í lækkun vaxta og verð- bólgu er einsýnt að verkalýðs- hreyfingin er knúin til þess að segja launalið samningana lausum og beita samtakamætti sínum til þess að sækja kjarabætur fyrir félagsmenn sína,“ segir í kjaramálaályktun sem samþykkt var samhljóða á ársfundi Starfsgreinasambands Íslands í gær. Þríhliða samstarf sett í uppnám Ályktunin var tekin til umræðu og afgreiðslu eftir umfjöllun í málefna- nefnd fundarins um hádegi í gær. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmda- stjóri ASÍ, mælti fyrir tillögunni en í henni segir m.a.: ,,Ársfundur Starfsgreinasam- bands Íslands mótmælir stefnu rík- isstjórnarinnar í ríkisfjármálum og boðuðum aðgerðum í skattamálum og telur hana setja þríhliða samstarf aðila vinnumarkaðar og stjórnvalda í uppnám. Stefna sem gengur einhliða út á að skerða lífskjör launafólks á almennum vinnumarkaði er með öllu óviðunandi. Hún getur ekki verið sá grundvöllur sátta og stöðugleika sem verkalýðshreyfingin vill eiga að- ild að.“ Hvatt er til náins og víðtæks sam- ráðs innan ASÍ við endurskoðun kjarasamninganna í febrúar nk. og lýst er miklum vonbrigðum með efnahagsstefnu ríkisstjórnarinnar í fjárlagafrumvarpinu. Síðan segir: ,,Áframhaldandi aðhaldsleysi í vexti ríkissjóðs og algjört úrræðaleysi í baráttunni við lækkun vaxta og verð- bólgu leiðir til þess að okurvaxta- stefna Seðlabankans mun áfram þrengja að kaupmætti og atvinnu- möguleikum almenns launafólks. Fundurinn krefst því umtalsverðrar lækkunar á vöxtum til þess að al- menningur geti á eðlilegan hátt stað- ið skil á greiðslubyrði íbúðalána. Starfsgreinasambandið mótmælir harðlega boðuðum aðgerðum ríkis- stjórnarinnar í skattamálum. Með þessum aðgerðum er verið að stór- lækka skatta á hátekju- og stór- eignafólki í stað þess að lækka skatta á lágtekjufólki með hækkun al- mennra skattleysismarka. Hækkun tryggingargjaldsins eykur launa- kostnað fyrirtækja, án þess að launa- fólk fái kjarabætur. Með þessu er ríkisstjórnin ekki aðeins að þrengja mjög að möguleikum verkalýðs- hreyfingarinnar til að ná til baka þeirri kjaraskerðingu sem orðið hef- ur undanfarna mánuði við endur- skoðun kjarasamninga í febrúar, heldur auka enn frekar á kjara- skerðinguna. Verkalýðshreyfingin mun ekki sætta sig við að stjórnvöld færi skattbyrði af eignum og fjár- magni yfir á laun og atvinnu.“ Skiptar skoðanir um tillögu um stuðning við sjúkraliða Halldór Björnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, mælti fyrir tillögu um stuðning við kjara- baráttu sjúkraliða á ársfundinum í gær. Hlaut tillagan misjafnar und- irtektir meðal þingfulltrúa. Þórður Ólafsson lýsti miklum efasemdum um tillöguna og hvort væri við hæfi að lýsa yfir slíkum stuðningi þar sem ljóst væri að opinber félög hefðu fengið mun meiri kauphækkanir en samið hefði verið um á almennum vinnumarkaði. Samningar hins opin- bera hefðu verið mikil mistök. Sigurður T. Sigurðsson, formaður Hlífar, tók í sama streng og sagðist ætla að skila auðu þegar tillagan yrði borin undir atkvæði. Sagði hann að Hlíf hefði aldrei fengið stuðning frá sjúkraliðum í kjarabaráttu sinni. Til- lagan var síðan borin undir atkvæði og samþykkt með miklum meirihluta þeirra sem atkvæði greiddu en fjöldi fundarmanna sat hjá við atkvæða- greiðsluna. Harðorð kjaramálaályktun ársþings Starfsgreinasambandsins Knúin til að segja launalið samn- inga upp að óbreyttri stefnu INNLENT ÍSLAND hefur, ásamt 16 öðrum NATO-ríkjum, verið ákært fyrir stríðsglæpi í Júgóslavíu og hefur Mannréttindadómstóll Evrópu fall- ist á að taka málið fyrir. Ákærendur segja sprengiárás NATO á höfuð- stöðvar sjónvarpsstöðvarinnar Rad- io-Television Serbia (RTS) 23. apríl 1999, sem gerð var þegar loftárásir á Júgóslavíu stóðu yfir vegna Kosovo- deilunnar, vera brot á mannréttind- um og stríðsglæp. Þeir sem standa að ákærunni eru allir Júgóslavar, þ.á m. einn sem lifði árásina af en aðrir eru ættingjar þeirra 16 starfsmanna RTS sem lét- ust í árásinni. Ákærendur líta svo á að ríkin 17 beri hvert fyrir sig ábyrgð á árásinni, þó svo hún hafi verið gerð í nafni NATO. Verði ríkin dæmd til ábyrgðar getur í því falist að greiða verði skaðabætur þeim sem lifðu árásina af og ættingjum hinna látnu. Samkvæmt upplýsingum sem fengust frá utanríkisráðuneytinu er málið í skoðun, en verið er að bíða eftir frekari gögnum frá útlöndum vegna ákærunnar. NATO-ríkjum stefnt fyrir Mannrétt- indadómstól ÖKUMAÐUR vélhjóls sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu í fyrri- nótt og stakk lögregluna af, en að- eins í bili. Lögreglan veitti honum athygli á Snorrabraut en aksturslag hans þótti undarlegt og hugðist lögreglan stöðva manninn. Hann sinnti hins vegar ekki stöðvunarmerkjum lög- reglu og jók hraðann. Lögreglan veitti honum eftirför vestur Hring- braut, um Hofsvallagötu, Neshaga og Birkimel en missti af honum þar sem hann ók á öðru hundraðinu aust- ur Hringbrautina. Þetta reyndist þó skammgóður vermir fyrir vélhjólamanninn því lögreglan hafði séð skráningarnúm- er mótorhjólsins. Lögreglan gat því vitjað ökumannsins á heimili hans í Kópavogi nokkru síðar. Hann var fluttur á lögreglustöð þar sem hann játaði að hafa ekið hjólinu, sam- kvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík. Hann verður sviptur ökuleyfi og þarf að greiða háa sekt. Stakk lögreglu af en náðist síðar ÖLLUM vegaslóðum á heiðum í um- dæmi lögreglunnar í Borgarnesi hef- ur verið lokað vegna aurbleytu. Þeir verða væntanlega ekki opnaðir aftur fyrr en jörð frýs. Þórður Sigurðsson, yfirlögreglu- þjónn í Borgarnesi segir að slóðarnir séu einfaldlega svo blautir að þeir þoli ekki umferð. Eins og greint hef- ur verið frá í Morgunblaðinu eru vegaslóðar á heiðum víða stór- skemmdir á köflum en mikil umferð rjúpnaskyttna hefur verið á Vestur- landi síðustu viku. Þá hefur nokkuð borið á gróðurskemmdum þegar ökumenn reyna að krækja fyrir aur- bleytu á vegaslóðum með því að aka út fyrir þá. Lögreglan í Borgarnesi mun fylgj- ast með ástandinu úr lofti um helgina en þannig vill til að tveir lög- reglumenn við embættið hafa at- vinnuflugsmannspróf. Þórður hvetur rjúpnaskyttur til að virða náttúruna. „Það er betra að menn njóti útivistarinnar með því að ganga til rjúpna en sleppi því að keyra til rjúpna,“ segir hann. Vegaslóðum á heiðum lokað ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.