Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ HERNAÐARAÐGERÐIR Banda- ríkjamanna og Breta gegn Afganist- an hafa nú staðið í nær tvær vikur og ef marka má frásagnir liðhlaupa fer baráttuandinn dvínandi meðal talibana. Fréttamenn vestrænna fjölmiðla, sem dvalið hafa í búðum Norður- bandalagsins víðsvegar um norður- hluta Afganistans, hafa náð tali af fjölmörgum liðhlaupum úr her talib- anastjórnarinnar. Frásagnir lið- hlaupanna renna stoðum undir þær fullyrðingar bandamanna að mestur hernaðarmáttur sé úr liði talibana og hafa þær vakið vonir innan Norð- urbandalagsins um að vinna megi sigur á talibönum án verulegra blóðsúthellinga. Leiðtogar Norðurbandalagsins fullyrða að um 5.200 menn úr her talibana hafi svikist undan merkjum og gengið til liðs við bandalagið á síðustu dögum. Talsmenn talibana neita reyndar fregnum um fjöldalið- hlaup og segja andann í liði sínu óbugaðan, en frásagnir liðhlaupa koma þó heim og saman við fullyrð- ingar Norðurbandalagsins. „[Talibanar] segjast fullir bar- áttuanda, en þeir eru það ekki,“ hafði AP-fréttastofan eftir Abdul Ghafur, sem sveikst undan merkjum og gekk til liðs við sveitir Norður- bandalagsins í Mahmoud-e-Raqi fyrr í vikunni. Ghafur sagði að her- menn talibana hefðu næturstað á heimilum óbreyttra borgara, til að forðast loftárásir Bandaríkjahers. Mohammed Ismael, 35 ára félagi hans, kvaðst hafa gerst liðhlaupi vegna óánægju með stefnu talibana, ekki af hræðslu við árásir banda- manna. Erlendir málaliðar líklegastir til að berjast til þrautar Að sögn liðhlaupa, sem blaðamað- ur Newsday tók tali í Jamchi í norð- urhluta Afganistans á fimmtudag, eru það arabar, Pakistanar og aðrir erlendir málaliðar í her talibana sem eru líklegastir til að berjast til þrautar. „Ég giska á að 99%, eða að minnsta kosti 90%, af öðrum her- mönnum talibana vilji gefast upp,“ sagði Khan Mohammed, 30 ára Afg- ani sem flúði herbúðir talibana ásamt níu félögum sínum á mánu- dag. Gol Mohammed, herforingi í liði Norðurbandalagsins, tjáði frétta- manni Newsday að hann hefði verið í viðræðum við þrjár til fjórar her- sveitir talibana, sem væru líklegar til að slást í lið með stjórnarandstöð- unni. „Enginn [í her talibana] er reiðubúinn að berjast. Þeir leggja niður vopn um leið og við nálgumst,“ sagði Mohammed. Hann tók þó í sama streng og nafni hans: „En við munum þurfa að berjast við arabana og Pakistanana. Þeir munu aldrei gerast bandamenn okkar.“ Lítil hollusta Raunar verður ekki sagt að holl- usta hafi einkennt hinar stríðandi fylkingar og liðsmenn þeirra í Afg- anistan á þeim tveimur áratugum sem borgarastríð hefur geisað í landinu. Úrslit átaka hafa ekki síður ráðist af svikráðum og bandalaga- skiptum en sjálfum bardögunum. Margir fullyrða til dæmis að talib- anar hefðu ekki komist til valda nema í krafti þess að þeir beittu mútum í stórum stíl. Liðhlaupinn Khan Mohammed, sem fyrr er nefndur, kveðst ein- göngu hafa gengið til liðs við talib- ana á sínum tíma til að tryggja hag fjölskyldu sinnar, en hann á fjögur börn. Hann segist hafa haft megn- ustu andúð á hugmyndafræðilegum öfgum og harðstjórn talibana. „Ég klippti skegg mitt um leið og ég kom hingað. Það var mjög sítt. Okkur finnst við frjálsir núna, því þegar við vorum [í búðum talibana] vorum við í hættu ef skeggið var ekki nógu sítt.“ Liðhlaupar segja baráttuanda talib- ana fara dvínandi Jamchi og Mahmoud-e-Raqi í Afganistan. AP, The Washington Post. GEORGE W. Bush Bandaríkjafor- seti og Jiang Zemin, forseti Kína, áttu í gær fund í Shanghai, þar sem þeir sækja báðir leiðtogafund APEC, Efnahagssamvinnuráðs As- íu- og Kyrrahafsríkja. Á sameig- inlegum fréttamannafundi að lokn- um viðræðum þeirra sagði Bush að Jiang hefði heitið fullum stuðningi Kínverja við aðgerðir Bandaríkja- manna gegn hryðjuverkum. „Jiang forseti og ríkisstjórn hans standa við hlið Bandaríkja- manna í baráttunni gegn þessum illu öflum,“ sagði Bush á frétta- mannafundinum. „Kínversk stjórn- völd hafa heitið fullri samvinnu við öflun upplýsinga og við að uppræta fjármögnunarnet hryðjuverkasam- taka.“ Vill samráð við Sameinuðu þjóðirnar Jiang Zemin sagði að þrátt fyrir að Bandaríkjamenn og Kínverja greindi á um ákveðna hluti væru báðar þjóðirnar sameinaðar í bar- áttunni gegn hryðjuverkum. Hann lagði þó áherslu á að forða þyrfti mannfalli meðal óbreyttra borgara í Afganistan og hvatti til þess að fullt samráð yrði haft við Samein- uðu þjóðirnar. „[Kínverjar og Bandaríkjamenn] hafa sameiginlegan skilning á hættunni sem stafar af alþjóðleg- um hryðjuverkasamtökum,“ sagði Jiang, en kínversk stjórnvöld hafa áhyggjur af uppgangi íslamskra aðskilnaðarsinna í vesturhéruðum landsins. Bush út fyrir landsteinana í fyrsta sinn eftir árásir Þetta er í fyrsta skipti sem Bush fer út fyrir landsteinana eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum 11. september og jafnframt í fyrsta sinn sem hann hittir Jiang Zemin að máli. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa verið með stirðara móti á undanförnum misserum, eftir að bandarísk sprengja hæfði kín- verska sendiráðið í Belgrad í Kos- ovo-átökunum árið 1999. Þá hefur slegið í brýnu milli þjóðanna vegna málefna Taívan, sem Kínverjar gera tilkall til, og bandarískrar njósnavélar, sem skotin var niður í kínverskri lofthelgi. Stjórnmálaskýrendur sögðu í gær að samstarf þjóðanna í barátt- unni gegn hryðjuverkum virtist hafa kallað fram þíðu í samskipt- um þeirra, en treystu sér ekki til að fullyrða að hún yrði langvar- andi. Kínverskir andófsmenn sökuðu stjórnvöld í Beijing í gær um að nota aðgerðirnar gegn hryðjuverk- um sem tylliástæðu til að hefta mannréttindi. Hvöttu þeir aðra þjóðarleiðtoga á APEC-fundinum til að gefa forseta Kína þau skila- boð að það yrði ekki liðið. Kína styður hryðju- verkastríð AP George W. Bush og Jiang Zemin á leið til sameiginlegs fréttamanna- fundar þeirra í Shanghai í gær. Shanghai. AFP, AP. Fundur George W. Bush Banda- ríkjaforseta og Jiang Zemin FRÉTTIR eru um, að bandarískar sérsveitir séu komnar til Afganist- ans og líklegt er, að eitt helsta hlut- verk þeirra sé að undirbúa komu fjölmennara fótgönguliðs og beina atlögu að Osama bin Laden og sveitum hans. Bandaríkjaher hefur beitt sér- sveitum í öllum styrjöldum, sem hann hefur háð, og allar þrjár meg- ingreinar heraflans, landher, sjó- her og flugher, hafa sínar sérstöku sveitir. Það var ekki fyrr en 1987, að Bandaríkjaþing ákvað að setja þær allar undir eina stjórn og starfslýsing þeirra er sú, að þær eigi að geta annast „mjög vanda- samar og pólitískt viðkvæmar að- gerðir með stuttum fyrirvara og hvar sem er í heiminum“. Áfallið í Sómalíu Þessar fámennu en velþjálfuðu sveitir eru stundum notaðar til að undirbúa komu fjölmenns fót- gönguliðs eða þá á hinn bóginn að gera komu þess óþarfa. Þær eiga með öðrum orðum að brúa bilið á milli tilrauna til samninga og beins stríðsrekstrar. Þær voru notaðar með góðum árangri í Persaflóa- stríðinu, á Grenada og í Panama en þær hafa líka orðið fyrir áfalli og alvarlegum álitshnekki. Það var í Mogadishu í Sómalíu 1993 þegar þær reyndu að aðstoða Sameinuðu þjóðirnar í þeirri alls- herjarupplausn, sem ríkti í landinu. Þá handtóku þær einn helsta stríðs- herrann og ýmsa foringja hans en liðsmönnum hans og kannski ann- arra fylkinga tókst að skjóta niður tvær bandarískar þyrlur. Voru lík áhafnanna dregin um götur borg- arinnar og það var meira en banda- rískur almenningur gat kyngt. Clintonstjórnin brást við með því að kalla heim bandaríska herliðið. Osama bin Laden hefur nefnt þennan atburð sérstaklega sem dæmi um það, að sjái Bandaríkja- menn blóð, þá renni af þeim allur móður. Hugsanlegt er, að hann hafi trúað því, að með hryðjuverkunum í Bandaríkjunum tækist honum að lama svo siðferðisstyrk þjóð- arinnar, að hún gæfist í raun upp og kallaði burt bandarískt herlið í Miðausturlöndum. Þar skjátlaðist honum og margir, þar á meðal Vladímír Pútín, forseti Rússlands, fullyrða, að bin Laden hafi ekki ór- að fyrir viðbrögðunum við hryðju- verkunum, hvorki í Bandaríkjunum né annars staðar um heim. Í bandarískum kvikmyndum er oft dregin upp sú mynd af sérsveit- unum, að þær samanstandi af ein- hverjum „Rambóum“, sem hafi það hlutverk að drepa fjandmanninn í leifturárás, en hún er yfirleitt fjarri sanni. Eins og áður segir eru þær oft notaðar til að kanna aðstæður fyrir beitingu fjölmenns herliðs, við að þjálfa innlenda herflokka og koma óbreyttum borgurum burt af átakasvæðum. Bandaríkjamenn hafa ekki lýst formlega yfir stríði frá því í síðari heimsstyrjöld og því kemur það kannski mörgum á óvart, að fyrir tveimur árum, 1999, voru banda- rískar sérsveitir að verki í 152 ríkj- um. Bandarískar sérsveitir sagðar komnar til Afganistans Eiga lítið skylt við „Rambó- ímynd“ kvikmyndanna Reuters Bandarískur sérsveitarliði stekkur úr þyrlu á æfingu í Kúveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.