Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 1
240. TBL. 89. ÁRG. LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS STOFNAÐ 1913 MORGUNBLAÐIÐ 20. OKTÓBER 2001 ÞÚSUNDIR Palestínumanna fylgdu í gær til grafar þremur liðs- mönnum Fatah-hreyfingarinnar sem fórust er sprenging varð í bíl þeirra í Betlehem á fimmtudag. Palestínumenn segja að Ísraelar hafi myrt mennina. Ísraelar neita því og álíta að mennirnir hafi verið með sprengju í farartækinu og hún sprungið fyrir slysni. Hörð átök urðu í gær á Vesturbakkanum og Gaza. Var sagt að sex Palest- ínumenn hefðu fallið og tveir ísr- aelskir hermenn særst. Reuters Liðsmenn Fatah kvaddir í Betlehem  Ísraelar neita/25 FLÓTTAMENN hópuðust í gær þúsundum saman yfir landamærin frá Afganistan til Pakistans. Talsmaður Flótta- mannahjálpar Sameinuðu þjóð- anna sagði að um 10.000 manns hefðu undanfarna daga komið til Pakistans, „matarlausir og allslausir“. Þúsundir manna bíða handan landamæranna en pakistönsk stjórnvöld loka öðru hverju fyrir alla umferð. Bretar hyggjast auka aðstoð við Pakistan vegna flótta- mannavandans en Clare Short, ráðherra þróunarmála, heim- sótti Pakistan á fimmtudag. Gagnrýnir alþjóðleg hjálparsamtök Blaðið The Daily Telegraph sagði Short hafa gagnrýnt mál- flutning sumra alþjóðlegra hjálparstofnana sem hún taldi ýkja neyðina til að afla fjár og vekja athygli fjölmiðla. „Koma verður hjálpargögn- um á vettvang og takast jafn- framt á við Osama bin Laden og áætlanir hans um að myrða saklaust fólk,“ sagði Short og taldi hlé á loftárásum lítið myndu gagnast flóttafólkinu. Frá 11. september hefði meira verið flutt af vistum til flótta- mannanna en nokkurn tíma áð- ur og safnað væri birgðum fyrir veturinn. Flótta- fólki fjölgar Chaman, London. AP, AFP. RÍKISSTJÓRN norsku borgara- flokkanna tók við völdum í gær en hún hefur heitið að lækka skatta verulega og bæta úr almennri þjón- ustu við borgarana. Hægriflokkurinn, Venstre og Kristilegi þjóðarflokkur- inn standa að hinni nýju stjórn en þeir hafa þó ekki nema 62 þingmenn af alls 165 á Stórþinginu. Þeir hafa hins veg- ar tryggt sér stuðning 26 þingmanna Framfaraflokksins. Kjell Magne Bondevik, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins, leysir Jens Stoltenberg, leiðtoga Verka- mannaflokksins, af hólmi sem for- sætisráðherra en Jan Petersen, leið- togi Hægriflokksins, verður utan- ríkisráðherra. Per-Kristian Foss verður fjármálaráðherra og Kristin Krohn Devold varnarmálaráðherra. Eru þau bæði úr Hægriflokknum. Einar Steensnæs úr Kristilega þjóð- arflokknum fær hið mikilvæga emb- ætti olíu- og orkumálaráðherra. Venstre, sem á aðeins tvo menn á þingi, getur unað vel við sinn hlut. Flokkurinn fær þrjú ráðherraemb- ætti eða landbúnaðar-, samgöngu- og dómsmál. Alls eru ráðherrarnir átján, fimm úr Kristilega þjóðarflokknum, tíu úr Hægriflokknum og þrír úr Ven- stre og átta af ráðherrunum eru kon- ur. Bondevik sagði í gær, að fyrsta verkefni stjórnarinnar yrði að ítreka stuðning hennar við baráttuna gegn hryðjuverkum en að öðru leyti yrði gerð nánari grein fyrir stefnumálum stjórnarinnar í næstu viku. Þau eru annars helst að lækka skatta og bæta velferðarþjónustuna með því að leita í olíusjóðinn en Verkamannaflokkur- inn var andvígur því. Stjórn Bondevik tekin við í Noregi Lofa lægri sköttum og bættri þjónustu Ósló. AP, AFP. Reuters Kjell Magne Bondevik (t.h.) ásamt Per-Kristian Foss, nýjum fjármálaráðherra, er ríkisstjórn Bondevik var kynnt í Ósló í gær. LEIÐTOGAR aðildarríkja Evrópu- sambandsins (ESB) styðja eindregið loftárásir Bandaríkjamanna og Breta á stöðvar talibana og liðsmanna Osama bin Ladens í Afganistan. Á fundi leiðtoganna í Gent í Belgíu í gær var samþykkt yfirlýsing þar sem sagði að árásirnar væru gerðar í sam- ræmi við ályktanir öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna. Tony Blair, for- sætisráðherra Bretlands, sagðist telja að á fundinum hefði komið fram að stuðningur við aðgerðirnar í Afg- anistan væri áfram mjög traustur. „Takmarkið í Afganistan er sem fyrr að gera út af við hryðjuverka- samtökin al-Qaeda sem stóðu að árásunum 11. september en stjórn talibana hefur ekki framselt leiðtoga samtakanna,“ segir í yfirlýsingunni. Guy Verhofstadt, forsætisráðherra Belgíu, sagði er hann kynnti yfirlýs- inguna að hefjast yrði strax handa við að setja á laggirnar í Afganistan „trausta, lögmæta ríkisstjórn undir leiðsögn Sameinuðu þjóðanna, stjórn sem er fulltrúi allra Afgana, virðir mannréttindi og eflir góð samskipti við allar grannþjóðir landsmanna“. Haldið var áfram loftárásum á Afganistan í gær, þar á meðal á höf- uðborgina Kabúl. Bandarískar sjón- varpsstöðvar fullyrtu í gærkvöldi að meira en eitthundrað bandarískir hermenn væru í suðurhluta Afganist- an og ættu þar í hörðum bardögum við hermenn talibana. Hefðu Banda- ríkjamennirnir komið frá flugmóður- skipum. Heimildarmenn sögðu í gær- dag að litlir hópar bandarískra hermanna hefðu verið sendir til Afg- anistan fyrir rúmri viku. Fulltrúar talibana sögðust myndu fagna því að fá tækifæri til að berjast á landi. „Afganar eru reiðubúnir fyrir heilagt stríð og við munum berjast,“ sagði sendiherra þeirra í Pakistan. Talibanar verði utan stjórnar Tony Blair sagði Norðurbandalag- ið myndu fá stuðning „og við munum gera það vegna þess að við vitum vel að það besta sem getur komið fyrir almenning í Afganistan og ekki ein- göngu bandalagið [gegn hryðjuverk- um] er að okkur takist að knýja fram sigur eins hratt og unnt er“. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði í vikunni eftir fund með pakistönskum ráðamönn- um, sem viðurkenna enn stjórn talib- ana, að ekki ætti að útiloka að hóf- samir aðilar meðal talibana fengju aðild að nýrri stjórn allra þjóðflokka í Afganistan. Þessu mótmæla helstu talsmenn Norðurbandalagsins ákaft. „Það eru ekki til neinir hófsamir tal- ibanar. Þeir vilja halda áfram að berj- ast. En um þá sem þvingaðir eru til að sæta stjórn þeirra gegnir öðru máli,“ sagði innanríkisráðherra rík- isstjórnar Norðurbandalagsins, Yon- us Qanooni, í gær. Stjórn hans ræður um tíunda hluta Afganistan. Utanríkisráðherra Írans, Kamal Kharrazi, vísaði einnig hugmyndinni um stjórnaraðild ákveðinna talibana- leiðtoga á bug. Íranar styðja trú- bræður sína úr flokki shía-múslíma gegn talibönum í Afganistan. ESB-ríki styðja loftárásirnar Bandarískt her- lið sagt berjast við heri talibana Washington, Peshawar, Gent. AP, AFP.  Liðhlaupar/24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.