Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 20.10.2001, Blaðsíða 44
UMRÆÐAN 44 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÖGNIN að slíta stýrir bæði þolfalli og þágufalli, og er hvort tveggja gamalt. Um- sjónarmaður tók í streng með manni sem heldur vildi þarna þágufall en þolfall. Próf. Bald- ur Jónsson var sem fyrr haukur í horni, þegar vanda- mál hefur borið hér á góma. Ég tek mér bessaleyfi til að birta hluta af bréfi frá honum, enda er hann þar enn sami góði vísindamaðurinn og kennarinn sem endranær: „Hvað sem því líður fór ég nú líka að hugsa um „slíta samvistir“ og „slíta samvist- um“. Ég hefi auðvitað, eins og aðrir, velt vöngum yfir þessu, enda er oft um þetta spurt, en ég hefi enga rannsókn við að styðjast. Vel má vera að orða- bókarfólkið okkar eigi eitt- hvað um þetta. Ég skil vel rökin fyrir því að nota þágufall („slíta sam- vistum“), en ég myndi hika við að hafna hinum kostinum („slíta samvistir“). Ég sé að netútgáfa Orðabókar Háskól- ans hefir fáein dæmi um „slíta samvistir“, þó engin eldri en frá miðbiki 20. aldar. Um „slíta samvistum“ er ekkert dæmi, en eitt um „slíta sam- vistinni“; það er úr Fjallkon- unni 1885 og er því elst þess- ara dæma. En af þessu verður ekki mikið ályktað. Eins og ég sagði myndi ég þó hika við að sniðganga þolfallið („slíta samvistir“), því að málhefðin hér á sér svo langa sögu þótt ritaðar heimildir geti verið slitróttar. Í fornritum var ýmist notað þágufall eða þolfall með slíta eins og sjá má dæmi um í Fritzner. Um þágufall eru t.d. dæmin slíta veislunni, slíta fundi, slíta þingi, slíta tali, slíta búi, slíta leiknum. En um þolfall eru m.a. dæmin: slíta málastefnuna, slíta þingið, slíta veisluna, slíta ræður, slíta sáttir, og síðast en ekki síst hin fleygu orð: „það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn“. Mér sýnist því í stuttu máli sagt, að „slíta samvistir“ megi teljast eðlilegt mál og hafi stuðning af gamalli hefð. Sumir tala um að „skilja samvistir“, og það á sér líka nokkra stoð í fornu máli. Ég er ekki að skrifa þetta til birtingar, aðeins að spjalla við þig sjálfum mér til þægð- ar. Þú ræður svo hvort þú notar þetta einhvern veginn. Blessaður ævinlega.“  Nikulás norðan kvað: Vilfríður vísurnar gerði, og víða hún brá hvössu sverði, en lymskufull líka og með lundina slíka, að hún líktist helst Júdasi og Merði.  Bernharð S. Haraldsson fv. skólameistari bregður ekki vináttunni við þáttinn og skrifar mér svo: „Heill og sæll! Mig langar til að heyra skoðun þína á nokkrum atrið- um, sem ég hef verið að velta fyrir mér undanfarið. Í Morgunblaðinu hinn 27. september er fyrirsögn á bak- síðu: „Yfir 200 strandaglópar á Krít“. Við lestur greinarinn- ar kom í ljós, að vegna bil- unar í flugvél varð að fresta brottför um sólarhring. Í bók Jóns G. Friðjónssonar (1993), „Mergur málsins“, er orðið stranda(r)glópur skýrt sem „maður sem missir af skipi“ og þar er teikning, sem sýnir mann standa á ströndu og horfa á eftir skipi er siglir brott. Hann hefur misst af skipinu. Voru farþegarnir, sem ætluðu heim frá Krít, strandaglópar? Í ljósvakamiðlunum má oft heyra orðfærið „síðan þá“, þar sem „þá“ er að mínu mati ofaukið. Einnig setti að mér ugg, þegar útvarpsmaður tal- aði um „síðasta sumar“ í merkingunni síðastliðið sum- ar. Ég óttaðist að ekki kæmu fleiri. Eru þetta ekki erlend áhrif? Íþróttafréttamenn, sem oft er mikið niðri fyrir í hita leiksins, verða oft að vera fljótmæltir. Þeir nota stund- um orðfæri, sem ég er ekki sáttur við. Í sumar, þegar sýnt var í sjónvarpi frá gull- mótum í frjálsum íþróttum, áttu þeir til að segja er þeir lýstu keppni í hlaupum og hlauparar áttu skammt ófarið í mark, að hinn eða þessi hlauparinn kæmi „sterkur“ út úr síðustu beygjunni. Um handknattleiksmann, sem stendur sig vel í leik, er oft sagt, að hann „lesi“ leikinn vel. Hver skyldi sú bók hafa verið? Með bestu kveðjum.“ Ég geri engan ágreining við Bernharð, en þakka honum sendinguna. Skilríkir menn, sem eru sérfróðir í ensku og þaulkunnugir knattspyrnu segja að orðasambandið „að lesa leikinn“ sé bein þýðing úr ensku: „The captain must be able to read the game.“ Umsjónarmaður heyrði þetta fyrst sagt um Sigbjörn Gunnarsson, núverandi sveit- arstjóra í Mývatnssveit, svo að þetta er ekki spánnýtt tal.  Vilfríður vestan kvað: Jófríður Hallgrími hafnaði, en hún var þó vergjörn að jafnaði. Sárnaði Grímsa og grét upp við ýmsa; munaði engu að maðurinn kafnaði. Auk þess fær Bjarni Fel. plús fyrir orðið metverð sem er betra en „metfé“, þegar rætt er um að knattspyrnu- menn gangi kaupum og söl- um. Og skilríkir menn spurðu í framhaldi af lokum síðasta þáttar um áhugavert: Er þá ekki veitingamaður í fullu starfi sívert? ÍSLENSKT MÁL Umsjónarmaður Gísli Jónsson 1.132 þáttur UM þessar mundir taka ungmenni um allt land ákvörðun um hvort og þá hvernig þau hyggjast fermast næsta vor. Fyrir flesta er þessi ákvörð- un auðveld. Fyrir aðra væri nær að segja að ekki væri um yfirveg- aða ákvörðun að ræða heldur réði hefð, vani eða óskir fjölskyld- unnar ferðinni. En fyrir ákveðinn hóp má búast við að hér sé um að ræða allmikla ákvörðun og þung- bært mál sem gefur tilefni til mikilla vangaveltna. Það er síður en svo auðvelt að þora að leggja á aðrar brautir en þær hefð- bundnu þegar að fermingunni kem- ur. Flestir fermast kirkjulega og þjóðkirkjan á víða greiðan aðgang að grunnskólum landsins þrátt fyr- ir títtnefnt „trúfrelsi“ í landinu. Kirkjuleg ferming eða borgaraleg? Frá árinu 1989 hefur borgaraleg ferming verið skipulögð af Sið- mennt og staðið þeim ungmennum til boða sem ekki vilja af einhverj- um ástæðum fermast kirkjulega. Á síðasta ári fermdust alls 73 ung- menni borgaralega víðsvegar af landinu. Ég hef ávallt spurt þátt- takendurna á fermingarnámskeið- unum fyrir ástæðu þess að velja borgaralega fermingu. Ástæðurnar eru margar og mismunandi. Sumir treysta sér ekki til að strengja trúarheit að svo stöddu, aðrir til- heyra trúfélögum þar sem ekki er fermt og enn aðrir segjast ekki trúa á guð. Svo er ávallt ákveðinn fjöldi sem tilheyrir þjóðkirkjunni en telja fermingarnámskeið Sið- menntar höfða meira til sín en kirkjuleg fermingarnámskeið. Það er því óhætt að fullyrða að með borgaralegri fermingu sé lagður ákveðinn grunnur að fjölmenning- arlegu samfélagi á Íslandi. Orðið ferming Oft er því haldið fram að ekki ætti að nota orðið ferming í sam- henginu „borgaraleg ferming“. Þetta fyrir- bæri kallast þó borg- araleg ferming alls staðar þar sem það er til. Íslenska orðið „ferming“ er dregið af latneska orðinu „con- firmare“ sem þýðir „að styðja“ eða „að styrkjast“. Í kirkju- legri fermingu er „confirmare“ skilið sem „staðfesting“ þar sem ungmenni stað- festa trúarheit. Með borgaralegri fermingu er ekki verið að stað- festa nokkurn skapað- an hlut heldur eru þátttakendur að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar. Í alþjóðlegum orðabókum er orðið „confirmare“ skilgreint á sjö mismunandi vegu og er trúarleg skilgreining ekki sú sem fyrst er upp talin. Það er dýrmætt að eiga val Öllum mönnum er dýrmætt að eiga val og geta spilað úr sínum lífskostum. Valkostum ungs fólks hefur vissulega fjölgað mjög á und- anförnum áratugum og er það vel. Mest er þó um það vert að val ein- staklinganna sé virt og viðurkennt. Sumum hentar kirkjuleg ferming á meðan öðrum hentar borgaraleg ferming. Ætti ekki nokkrum ein- asta manni að finnast það undar- legt þar sem samfélag okkar verð- ur sífellt fjölbreyttara á öllum sviðum. Hvers vegna borg- araleg ferming? Jóhann Björnsson Höfundur er kennari hjá Siðmennt, félagi áhugafólks um borgaralegar athafnir. Ferming Með borgaralegri ferm- ingu er ekki verið að staðfesta neitt, segir Jóhann Björnsson, heldur eru þátttakendur að styrkjast í þeirri ákvörðun að verða ábyrgir borgarar. ÞEGAR stóráföll dynja yfir eru það viðbrögð okkar allra að vilja hjálpa þeim sem eiga um sárt að binda og þá er nauðsynlegt að kunna til verka. Til þess að hjálparstarfið gangi sem best og skili sem mestum árangri er nauðsynlegt að hjálparlið hafi fengið góða þjálfun og fræðslu. Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiðum fyrir flokksstjóra í fjöldahjálp í samvinnu við Almanna- varnir ríkisins. Ennfremur er flokks- stjórum boðið upp á námskeið í skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp. Skipulag Almannavarna ríkisins er sett upp til að takast á við það þeg- ar svo stór áföll verða að venjulegur viðbúnaður viðbragðsaðila á viðkom- andi svæði ræður ekki við það. Hjá stærri þjóðum sem við miðum okkur gjarnan við byggist viðbúnaður al- mannavarna nær eingöngu á at- vinnumönnum. Hér á landi byggist þetta skipulag hins vegar að veru- legu leyti á sjálfboðaliðum. Síðan 1974 hefur verið í gildi samningur milli Almannavarna ríkisins annars vegar og Rauða kross Íslands og Slysavarna- félagsins Landsbjarg- ar hins vegar þar sem sjálfboðaliðasamtökin skuldbinda sig til að leggja til hjálparlið. Fjöldahjálp og félagslegt hjálp- arstarf Samkomulagið gerir ráð fyrir að Rauði kross Íslands leggi til hjálparlið vegna þess sem nefnt er fjölda- hjálp og félagslegt hjálparstarf. Í því felst að deildir Rauða krossins skipu- leggja og setja upp fjöldahjálpar- stöðvar sem eru opnaðar á hættu- og neyðartímum til að taka á móti fólki sem þarf að yfirgefa heimili sín. Fjöldahjálparstöðvarnar eru um 160 talsins og er þær í flestum tilvikum að finna í skólum eða félagsheimilum. Stærð þeirra ræðst af íbúafjölda á hverju svæði fyrir sig. Í fjöldahjálp- arstöðvunum eru geymdar áætlanir sem segja til um verkaskiptingu sjálfboðaliða og teikning af húsnæð- inu sem sýnir hvernig best sé að nýta það. Fjöldahjálparstöðvarnar sem deildir Rauða kross Íslands hafa skipulagt um allt land krefjast mikils mannafla sem þarf að takast á við hin ýmsu verkefni. Helstu verkefni sem sjálfboðaliðar í fjöldahjálparstöð geta verið kvaddir til að sinna eru:  Uppsetning fjöldahjálparstöðvar  Skráning á fólki  Sálræn skyndihjálp  Barnagæsla  Útvegun og úthlutun fatnaðar  Matseld  Umönnun heimilislausra almennt  Túlkaþjónusta  Símsvörun Á undanförnum árum hefur marg- oft reynt á sjálfboðaliða Rauða kross Íslands við að opna og reka fjölda- hjálparstöðvar og þá hefur nauðsyn þessa þáttar í almannavarnaskipu- laginu komið greinilega í ljós. Jafn- framt hefur fjöldahjálparskipulagið verið notað við aðstæður þar sem ekki hefur verið almannavarna- ástand. Nýjasta dæmið um það er fjöldahjálparstöð sem sjálfboðaliðar Reykjavíkurdeildar Rauða kross Ís- lands opnuðu til að sinna flugfarþeg- um sem urðu innlyksa hér á landi vegna atburðanna hinn 11. septem- ber síðastliðinn. Neyðarvarnadagur á höfuðborgarsvæðinu Ef þú hefur áhuga á að gerast sjálfboðaliði í fjöldahjálparskipulag- inu, hafðu þá samband við Rauða kross deildina á þínu svæði eða skrif- stofu Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9 í Reykjavík. Einnig er hægt að skrá sig á heimasíðu Rauða kross Íslands, www.redcross.is. Að lokum má benda á að sjálfboða- liðar deilda Rauða kross Íslands á höfuðborgarsvæðinu verða með opn- ar fjöldahjálparstöðvar og kynna skipulag þeirra í dag, laugardaginn 20. október, kl. 11 og 14. Veist þú hvar næsta fjöldahjálpar- stöð er? Ása Jakobsdóttir Höfundar eru flokksstjórar í fjölda- hjálp í sjálfboðnu starfi hjá Kjósar- sýsludeild Rauða kross Íslands. Neyðarvarnadagur Sjálfboðaliðar Rauða kross Íslands hafa oft opnað og rekið fjölda- hjálparstöðvar, segja Ása Jakobsdóttir og Kristján Sturluson, og þá hefur nauðsyn þessa þáttar í almannavarna- skipulaginu komið í ljós. Kristján Sturluson Sjálfboðið starf innan neyðarvarna RKÍ Ungbarnafatnaður Komdu í bæinn og skoðaðu úrvalið og verðið. Allt fyrir mömmu. Þumalína, Pósthússtr. 13, s. 551 2136.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.