Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 16

Morgunblaðið - 20.10.2001, Side 16
AKUREYRI 16 LAUGARDAGUR 20. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Síðasti dagur sérpantana fyrir jól er 27 okt. exó húsgaganvaerslun Fákafeni 9 108 Reykjavík sími 568 2866 fax 568 2866 www.exo.is exo@exo. is Opið mánudaga - föstudaga frá 10:00 til 18:00 laugardaga frá 10:00 til 16:00 R E Y K J A V Í K - O S L Ó Upplýsingar og tímapantanir vegna einkaviðtala í Safnaðarheimili Akureyrarkirkju, við ráðgjafa frá Foreldrahúsinu í Reykjavík nk. laugardag, eru í símum 462 5319, 847 6334 og 695 3769. FORELDRAR ATHUGIÐ FYRIRTÆKIÐ Stoðtækni – Gísli Ferdinandsson ehf. hefur starfað í Ólafsfirði í tæpt ár. Hjá fyrirtækinu starfa fjórir einstaklingar í þremur stöðugildum. Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir allt að 20 störfum. Þegar farið var af stað með fyrirtæk- ið var hugmyndin að setja upp til- raunaverksmiðju í framleiðslu á meðferðarskóm, en af því hefur ekki orðið enn. Meginframleiðslan hefur verið léttir skór af ýmsu tagi. Það sem hefur tafið framgang fyrirtæk- isins í Ólafsfirði, er að það hefur tek- ið miklu lengri tíma að safna hlutafé heldur en menn gerðu ráð fyrir. Þar valda mestu, að sögn Andrésar Pét- urssonar, fjármálastjóra Stoðtækni, aðstæður á markaði, en þær hafa verið sprota-fyrirtækjum einstak- lega erfiðar. Bæjarstjórinn ósáttur við íslensku sjóðina Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjar- stjóri í Ólafsfirði, er afar ósáttur við framgöngu íslensku sjóðanna, ekki síst Byggðastofnunar, og segir hann að vegna framtaksleysis hennar sé framtíð fyrirtækisins jafnvel í hættu. Stoðtækni og erlendir samstarfsaðil- ar fyrirtækisins fengu árið 2000 styrk frá Evrópusambandinu til að vinna að rannsóknar- og þróunar- starfi tengdu hugmyndinni. Það hefði að flestra mati átt að duga til að íslenskir fjárfestar kæmu að fyrir- tækinu, en sú varð ekki raunin. Stoð- tækni tók sjálf 15 milljóna króna lán í síðustu viku til að borga inn á þær vélar sem á að kaupa til starfsem- innar, en tíminn til að kaupa þær var að renna út. Lánið var tekið í Spari- sjóði Ólafsfjarðar. Eignarhaldsfélag Alþýðubankans ákvað í vikunni að leggja nokkra tugi milljóna í hlutfé til verkefnisins. Nýsköpunarsjóður hafði gefið 25 milljón króna hluta- fjárloforð, gegn því að aðrir kæmu inn með sambærilegt hlutafé. Rætt hefur verið við nokkra sjóði, meðal annars Framtakssjóð Landsbank- ans og Tækifæri, um að leggja hlutafé í fyrirtækið og má búast við að þeir sjóðir svari erindinu innan skamms. Byggðastofnun hefur haft málefni fyrirtækisins á Ólafsfirði til meðferð- ar í langan tíma en ekki gefið nein ákveðin svör um stuðning. Sótt var um 15 milljón króna lán og var svar sjóðsins á þá leið að ef fleiri fjár- festar kæmu að verkefninu myndi stofnunin taka málið upp aftur. Ef ekki tekst að fjármagna fyrirtækið á Ólafsfirði er líklegt að starfseminni verði hætt í bænum og fyrirtækið flytji eitthvert annað. Þess má geta að viðskiptaáætlun sem Stoðtækni gerði fyrir fram- leiðsludeildina í Ólafsfirði fékk sér- stök verðlaun í keppni sem Nýsköp- unarsjóður stóð fyrir. Fyrirtækið fékk 3. verðlaun og kallast þau út- flutningsverðlaun sjóðsins. Þrjú fyrstu verðlaunaverkefnin hafa verið send til Brussel í sérstök úrslit og þar á að kynna þau fyrir fjárfestum. Hugmyndin að byggja upp smáiðnað í Ólafsfirði „Hugmyndin snýst um að byggja upp smáiðnað hér í Ólafsfirði, og renna þannig fleiri stoðum undir at- vinnusköpun í byggðarlaginu. Þetta mál sem hér er á ferðinni snýst um nýja aðferðafræði við smíði á bækl- unarskóm. Það verður því ekki fram- leitt mikið á lager sem eftir á að selja, heldur er varan seld fyrst, og síðan framleidd. Vonir standa til að með hinni nýju tækni verði fram- leiðslan það hagkvæm að með tíð og tíma geti hinn almenni neytandi látið smíða á sig skó, sem henta viðkom- andi eins og best getur orðið,“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði. „Við í bæjarstjórn Ólafs- fjarðar styðjum þetta framtak hér eins vel og við mögulega getum, því það er mikið atriði fyrir okkur að þessi störf sem hér um ræðir verði til í bænum. Ég vil líka minna á stjórn- málaályktun á nýafstöðnum lands- fundiSjálfstæðisflokksins, en þessi uppbygging sem hér er um að ræða fellur mjög vel að hugmyndinni um nýsköpun og uppbyggingu á lands- byggðinni sem þar varsamþykkt ein- róma,“ segir Ásgeir Logi . Lengri tíma tekur að safna hlutafé en áætlað var Morgunblaðið/Helgi Jónsson Ásgeir Logi Ásgeirsson, bæjarstjóri í Ólafsfirði, og Kolbeinn Gíslason, eigandi Stoðtækni, í höfuðstöðvum fyrirtækisins fyrir sunnan. Ólafsfjörður FORELDRA- og kennarafélag Su- zuki-nemenda og Foreldrafélag pí- anó- og harmonikkudeildar við Tón- listarskólann á Akureyri hafa sent frá sér ályktanir þar sem lýst er yfir stuðningi við kröfur tónlistarkenn- ara í kjarabaráttu þeirra. Lýst er vanþóknun á vinnubrögð- um og seinagangi í samningamálum launanefndar sveitarfélaga við tón- listarkennara og fram kemur ótti við að starfi tónlistarskólanna sé stefnt í hættu komi til verkfalls tónlistar- kennara. „Tónlistarnám byggist á stöðugri ástundun og er öll röskun til mikils skaða. Yfirvofandi verkfall er því mikil ógnun við tónlistarnám barnanna,“ segir í ályktun foreldra Suzuki-nemanna. Skorað er á launanefndina að semja strax við tónlistarkennara um sambærileg laun og aðrir kennarar hafa. Foreldrafélög nemenda við Tónlistarskólann á Akureyri Styðja tónlistarkenn- ara í kjarabaráttu AKUREYRARKIRKJA: Messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Sunnudagaskóli kl. 11, fyrst í kirkju en síðan í safnaðarheim- ili. Fundur í Æskulýðsfélagi Akureyrar- kirkju kl. 17 í kapellu. Sjálfshjálparhópur foreldra kl. 20.30 á mánudagskvöld í safnaðarheimili. Morgunsöngur kl. 9 á þriðjudag. Mömmumorgunn kl. 10–12 á miðvikudag í safnaðarheimili. Biblíulestur kl. 20.30 í safnaðarheimili. Kyrrðar- og fyr- irbænastund kl. 12 á fimmtudag. Bæna- efnum má koma til prestanna. GLERÁRKIRKJA: Barnasamvera og messa kl. 11 á morgun, sunnudag. Kyrrð- ar- og tilbeiðslustund kl. 18 á þriðjudag, fyrirbænir. Hádegissamvera frá kl. 12 til 13 á miðvikudag. Opið hús fyrir mæður og börn á fimmtudag. HJÁLPRÆÐISHERINN: Sunnudagaskóli kl. 11 á morgun, sunnudag. Kvöldsam- koma fellur niður vegna sameiginlegrar samkomu í Sunnuhlíð kl. 20.30. Heim- ilasamband kl. 15 á mánudag. Hjálpar- flokkur kl. 20 á miðvikudag. Unglingasam- koma kl. 20.30 á fimmtudag. HRÍSEYJARKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.11 á morgun, sunnudag. STÆRRI-ÁRSKÓGSKIRKJA: Guðsþjónusta verður á sunnudaginn kl.14. Kór Stærra-Árskógskirkju mun syngja negrasöngva. HVÍTASUNNUKIRKJAN: Brauðsbrotning kl. 20 í kvöld, laugardagskvöld. Sunnu- dagaskóli fjölskyldunnar kl. 11.30 á sunnudag. Kennsla fyrir alla aldurshópa. Vakningarsamkoma kl. 16.30 sama dag. Fjölbreytt lofgjörðartónlist og fyrirbæna- þjónusta, barnapössun. KAÞÓLSKA KIRKJAN: Messa í dag, laug- ardag, kl. 18 og á morgun, sunnudag, kl. 11 í Péturskirkju við Hrafnagilsstræti 2 á Akureyri. KFUM og K: Sameigigleg samkoma Hjálp- ræðishersins, KFUM og KFUK og Sjónar- hæðasafnaðarins kl. 20.30 í Sunnuhlíð. Skúli Svavarsson kristniboði predikar. Fundur í yngri deild KFUM og K fyrir drengi og stúlkur 10 til 12 ára kl. 17 á mánudag. LAUGALANDSPRESTAKALL: Messa í Grundarkirkju á sunnudag kl. 13.30 Pre- dikunarefni: Hryðjuverk. Væntanleg ferm- ingarbörn og foreldrar þeirra velkomin. Guðsþjónusta á Kristnesspítala er síðan kl. 15. MÖÐRUVALLAPRESTAKALL: Messa verð- ur í Glæsibæjarkirkju á sunnudag kl. 14. Biblíulestur verður fyrir allt prestakallið á prestssetrinu á Möðruvöllum í Hörgárdal mánudagskvöldið 22. október kl. 21. Kirkjustarf NÝ ferðaskrifstofa hefur verið stofn- uð á Akureyri en hún mun taka við rekstri Ferðaskrifstofu Íslands við Ráðhústorg 1. janúar næstkomandi. Hluthafar í hinni nýju ferðaskrifstofu eru Baldur Guðnason, framkvæmda- stjóri Mjallar og stjórnarformaður Hörpu Sjafnar, Steingrímur Péturs- son, framkvæmdastjóri Sandblásturs og málmhúðunar á Akureyri, en báðir eiga 35% hlut og Ferðaskrifstofa Ís- lands sem á m.a. ferðaskrifstofuna Úrval-Útsýn og dótturfyrirtækið Plúsferðir, en hlutur hennar er 30%. Nýja ferðaskrifstofan verður rekin á sama stað og Úrval-Útsýn/Plúsferð- ir við Ráðhústorg á Akureyri og verð- ur starfsfólki skrifstofunnar boðið að starfa hjá nýja fyrirtækinu. Markmið hinna nýju eigenda er að sækja fram í ferðaþjónustu á Akur- eyri og í nágrannabyggðum, enda hafi svæðið upp á mikla möguleika að bjóða jafnt fyrir innlenda sem erlenda ferðamenn. Ferðaskrifstofan mun annast alla almenna þjónustu sem slíkar ferða- skrifstofur veita. Hun mun hafa með höndum umboð fyrir Flugleiðir, Úr- val-Útsýn og Plúsferðir. Boðið verður upp á alla almenna þjónustu vegna ferða Íslendinga inn- anlands og til útlanda og áhersla verður lögð á að fjölga erlendum jafnt sem innlendum ferðamönnum á Eyja- fjarðarsvæðinu, sem og öðrum svæð- um á Norðurlandi til hagsbóta fyrir ferðaþjónustu í fjórðungnum. Ný ferðaskrifstofa á Akureyri HIN árlega spurningakepppni Bald- ursbrár hefst á morgun, sunnudaginn 21. okt., kl. 20.30 í safnaðarsal Gler- árkirkju. Átta lið mæta til keppni, þau eru Aksjón, Norðlenska, lögreglan, prestar, Síðuskóli, símamenn, Slipp- urinn og ÚA. Aðgangseyrir er 700 kr. og gildir miðinn sem happdrætt- ismiði. Óvænt uppákoma verður í hléi. Allur ágóði rennur í söfnun fyrir steindan glugga í Glerárkirkju. Spurningakeppni Baldursbrár JEPPABIFREIÐ valt út af vegin- um við Rauðuvík í Arnarneshreppi snemma í gærmorgun og skemmdist mikið. Tveir menn voru í bílnum og sam- kvæmt upplýsingum frá Slökkvilið- inu á Akureyri var annar mannanna hugsanlega með háls- og bakáverka en hinn slasaðist minna. Bílvelta við Rauðuvík Morgunblaðið/Kristján Nemendur í Brekkuskóla á leið heim úr skólanum í þokunni í gærdag. SVARTAÞOKA lá yfir Akureyri og næsta nágrenni í gærdag sem m.a olli því að samgöngur í lofti rösk- uðust. Einnig urðu vegfarendur bæði gangandi og akandi að sýna sérstaka aðgæslu þar sem einnig var hálka á götum bæjarins í gær- morgun. Svartaþoka yfir Akureyri ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.