Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Jóladúkar - Jólagardinur Ný heimsmynd Verðmætin fólgin í mann- auðinum VIÐSKIPTA- oghagfræðideild Há-skóla Íslands efnir til ráðstefnu á Grand Hót- eli miðvikudaginn 31. októ- ber. Yfirskrift ráðstefn- unnar, sem stendur frá kl. 13 til kl. 16, er Ný heims- mynd. Hvert verður hlut- verk okkar? Ráðstefnan er öllum opin. Hvert er tilefni ráðstefn- unnar? „Háskóli Íslands og við- skipta- og hagfræðideild eiga bæði afmæli um þess- ar mundir. Háskólinn er 90 ára og deildin sextug og á slíkum tímamótum tíðkast annaðhvort að horfa um öxl eða fram á við. Við ætlum að þessu sinni að horfa fram á við og reyna að varpa ljósi á næstu framtíð, það er næstu ár eða áratugi. Þar sem þetta er af- mæli viljum við líka gera það með talsverðum glæsibrag og ráðstefn- an er því eins konar afmælisgjöf frá deildinni til samfélagsins.“ Hver er dagskrá ráðstefnunnar og um hvað verður fjallað? „Ráðstefnan nefnist Ný heims- mynd og spurt er hvert verður hlutverk okkar? Við ætlum að skoða hvert verður hlutverk Ís- lendinga í heimsmynd framtíðar- innar. Ráðstefnunni er skipt í þrennt; fyrst er hagstjórnin skoð- uð og er þar ætlunin að skoða hvernig þjóðinni muni takast að vinna úr því sem hún hefur til að spila úr. Síðan tökum við annars vegar fyrir mannauðinn og í þriðja lagi náttúruauðinn, enda fyrirsjá- anlegt að það verði það sem við höfum á að byggja.“ Það er mikið rætt um mannauð- inn, og eins náttúruna, á ráðstefn- unni. Eru þessir þættir tengdir og hvert er mikilvægi þeirra fyrir við- skiptalífið í framtíðinni? „Þessir þættir tengjast því það þarf góðan mannauð til að ákveða hvernig er best að nýta náttúru- auðinn. Þess utan eru nú að verða þáttaskil sem ekki verða í einu vet- fangi heldur á talsverðum tíma en svo virðist sem mannkynið, þar á meðal við Íslendingar, geti ekki sótt mikið þyngra á náttúruna heldur en þegar er orðið. Þá þarf annað að koma til og það þarf auð- vitað mannauð til að átta sig á því hvernig má koma með efnahags- starfsemi sem reynir lítið sem ekkert á náttúruauðinn. Íslendingar hafa til þessa byggt velferð sína að miklu leyti á nýt- ingu náttúruauðlinda, fyrst land- búnaði, og svo á tuttugustu öldinni sérstaklega sjávarútvegi og reyndar líka orku. En þau þátta- skil sem nú virðast fyrirsjáanleg skilja lítið annað eftir en mannauð- inn og því verðum við að reyna að byggja upp þann mannauð, hlúa að honum og svo auðvitað gera okkur fé úr honum. Þannig verðum við að finna einhverja fleti á hagkerfi heimsins í framtíðinni þar sem Ís- lendingar geta verið samkeppnishæfir og ís- lenskur mannauður stenst samanburð og samkeppni.“ Hvaða fleti geta Íslendingar fundið og nýtt sér í hagkerfi heimsins? „Það má taka dæmi um sprota sem þegar eru til staðar með fyr- irtækjum á borð við Össur og Mar- el, sem flytja að vísu út vörur úr stáli og plasti. Verðmæti þessara fyrirtækja er hins vegar fólgið í mannauðinum sem vörur þeirra byggjast á og það er hönnunin og hugmyndirnar að baki þeim sem gera þær verðmætar. Af þessu verðum við að gera meira, hvort sem það er í vöruútflutningi eins og í þessum tilfellum eða með þjónustuútflutningi.“ Hver er hin nýja heimsmynd að þínu mati? „Það sýnist nú örugglega sitt hverjum, en það eru ýmis teikn sem má sjá og til dæmis virðist eðli mannauðsins vera að breytast í þeim skilningi að hann verður sí- fellt forgengilegri. Með því á ég við að það þarf sífellt að halda honum við og ekki er lengur hægt að ljúka skólagöngu og vera þá tilbúinn fyrir næstu 30–40 ár. Menn þurfa nú sífellt að mennta sig og það er ekki bara endurmenntun heldur símenntun sem virðist fyrirsjáan- legt að einkenna muni efnahags- lífið. Fólk verður þannig ekki í sama starfinu áratugum saman því breytingarnar gerast svo hratt og menn munu þannig jafnvel skipta um starfsvettvang og vinnuveit- anda oft á starfsævinni. Þetta er síðan auðvitað eitt af því sem háskóla ber að bregðast við, bæði með því að búa til þekk- inguna sem síðan er miðlað til fólksins í endurmenntun og grunn- námi, og líka með því að bjóða upp á menntunina með einhverjum hætti, s.s. með námskeiðum, ráð- stefnum, skrifum og fleiru.“ Er staða Íslands á alþjóðavett- vangi líkleg til að breytast með aukinni alþjóðavæðingu? „Það breytist allt þannig að staða okkar breytist ábyggilega líka. Við höfum núna, að ég tel, mjög ákjósan- lega stöðu, til að mynda ef litið er á lífskjör okk- ar. Við verðum hins vegar að halda mjög vel á spöðunum til þess að halda þeirri stöðu, að minnsta kosti ef við ætl- um að halda henni í samanburði við önnur lönd. Við getum eflaust viðhaldið núverandi þjóðhags- framleiðslu án þess að leggja mik- ið á okkur, en aðrar þjóðir munu væntanlega sýna framfarir og því þurfum við að halda vöku okkar ef við ætlum ekki að dragast aftur úr í samkeppninni við aðrar þjóðir.“ Gylfi Magnússon  Gylfi Magnússon fæddist í Reykjavík 11. júlí 1966. Gylfi út- skrifaðist með doktorsgráðu í hagfræði frá Yale-háskóla í Bandaríkjunum árið 1997 og gegnir nú stöðu dósents við við- skipta- og hagfræðideild Há- skóla Íslands. Eiginkona Gylfa er Hrafnhildur Stefánsdóttir og eiga þau börnin Margréti Rögnu og Magnús Jóhann. „Þurfum að halda vöku okkar“ Gjörið svo vel, nú ætlar arkitekt hússins að sýna ykkur fyrirmyndina. HEILDSÖLUVERÐ nýmjólkur í eins lítra umbúðum mun hækka um 5 krónur um næstu áramót, eða um 6,17%, en lítrinn kostar nú 80 krón- ur. Hækkunin er til komin vegna þeirrar ákvörðunar Verðlagsnefndar búvara, Sexmannanefndarinnar svo- nefndu, að hækka verð á mjólk til bænda frá 1. nóvember nk. um 6,98%, eða um 4,96 krónur á lítra. Hækkun á verði til bænda á sér meginskýringar í kostnaðarhækkun- um vegna gengisáhrifa á verð rekstrarvara og hækkunar á launa- kostnaði við mjólkurframleiðsluna, að því er segir í tilkynningu frá Sex- mannanefndinni. Verðlagsgrund- völlur mjólkur hækkaði síðast 1. jan- úar sl. Samkomulag í nefndinni Við ákvörðun á vinnslu- og heild- sölukostnaði mjólkur og mjólkuraf- urða varð samkomulag í nefndinni um að reikna með kostnaðarhækk- unum um 5,5% frá því sem ákveðið var 1. janúar 2001. Þessi hækkun tekur gildi frá og með 1. janúar 2002 en þá fyrst hækkar heildsöluverð á mjólk og mjólkurafurðum vegna verðhækkunar til bænda 1. nóvem- ber nk. Hækkun á mjólkurverði til bænda Mjólkurlítri hækk- ar um 5 krónurEINAR Sigurðsson, landsbóka- vörður, hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu frá og með 1. apríl á næsta ári og hefur það verið auglýst laust til umsóknar. Lands- bókavörður er forstöðumaður Landsbókasafns Íslands – Há- skólabókasafns. „Ég verð 69 ára í apríl og hefði getað verið ári lengur en kaus að hætta fyrr,“ segir Einar sem hefur verið nær 40 ár í þjónustu ríkisins. Einar hóf störf hjá Handritastofnun Íslands vorið 1963, en ári síðar byrjaði hann hjá Háskólabókasafn- inu og varð háskólabókavörður 1974. Hann varð síðan lands- bókavörður eftir sameiningu Landsbókasafns Íslands og Há- skólabókasafns 1994. „Það er ágætt að fara að hætta og fá meiri tíma fyrir sjálfan sig,“ segir Einar. Hættir sem landsbóka- vörður Einar Sigurðsson ÖKUMENN sex bíla misstu stjórn á þeim og óku út af í umdæmi lögregl- unnar á Hólmavík á sunnudag. Bíl- arnir fóru út af á vegum allt frá Hólmavík og suður að Holtavörðu- heiði. Að sögn lögreglu urðu ekki slys á fólki og lítið tjón varð á bílunum. Bíl- arnir voru dregnir aftur upp á veg, ýmist af lögreglu eða hjálpsömum vegfarendum. Slabb var á vegum þar sem bílarnir fóru út af. Sex bílar út af í slabbi ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.