Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Til sölu MMC Pajero Sport 2500, Turbo diesel, 5 gíra, nýskráður 17.11.2000, leðurinnrétting, sóllúga, 33 tommu breyttur, brettakantar. Ásett verð 3.550,000. Ath. skipti á ódýrari. Nánari upplýs. hjá Bílaþingi Heklu, sími 590 5000. Opnunartímar: Mánud. - föstud. kl. 10-18 og laugard. kl. 12-16. Laugavegur 170-174 • Sími 590 5000 • Heimasíða: www.bilathing.is Netfang: bilathing@hekla.is STEFNT er að því að gangsetja nýja vatnsaflsvirkjun í Súg- andafirði um áramótin. Það eru eigendur jarðanna Birkihlíðar og Botns og tveir aðrir hluthafar sem reisa og eiga virkjunina. Rafmagnið verður selt Orkubúi Vestfjarða. Vatnið til virkjunar- innar kemur úr Langá og Vest- fjarðagöngum. Stofnkostnaður er 43 milljónir króna. Framleiðslan fer eftir rennsli á hverjum tíma Birkir Friðbertsson, bóndi í Birkihlíð, segir að fram- leiðslugeta virkjunarinnar verði frá 220 kW til 500 kW og fari eft- ir vatnsrennslinu á hverjum tíma. Vatnsinntakið er rétt neðan við gangamunna Vestfjarðaganga og fallhæð 138 metrar. „Út úr göngunum kemur 8°C heitt vatn, sem verður um þriðj- ungur af vetrarrennslinu, svo það frýs aldrei. Við erum alveg lausir við grunnstingul og klakafram- burð. Vatnið úr göngunum ýtti undir að út í þetta var farið,“ sagði Birkir. Rafstöðvarhúsið er nú fullbúið að utan og verið er að leggja lokahönd á frágang innanhúss. Í húsinu verður sambyggð túrbína og rafall auk spennis. Að sögn Svavars Birkissonar var lögð í sumar 1.980 metra löng aðfalls- lögn að virkjunarhúsinu og er hún 50 cm í þvermál. Lögnin er niðurgrafin og því munu sjást lítil ummerki um þessar fram- kvæmdir. Rörin eru smíðuð í Þýskalandi en túrbínan og rafall- inn koma frá Austurríki. Reiknað er með að tækjabúnaðurinn komi í desember. Talið er að uppsetning hans gangi hratt fyrir sig. Einnig er búið að leggja jarðstreng frá stöðvarhúsinu að háspennulínu Orkubús Vestfjarða. Löng hefð fyrir rafmagnsframleiðslu Að sögn Svavars er ráðgert að virkja einnig rennsli Þverár og verður henni beint í sömu inn- takslögn. Sagði hann stefnt að þeirri framkvæmd innan tveggja ára. Það er löng hefð fyrir raf- magnsframleiðslu þarna því bæ- irnir Birkihlíð og Botn hafa aldr- ei tengst dreifikerfi rafveitna og fengið rafmagn frá 30 kW heim- arafstöð. Virkja rennsli úr Vestfjarðagöngum Morgunblaðið/RAX Svavar Birkisson með smalahundinn Trygg. Í baksýn sést nýja rafstöðvarhúsið. Aðfallspípan liggur neðanjarðar að inntaksmannvirki rétt neðan við munna Vestfjarðaganganna. Vatnsaflsvirkjun í Birkihlíð og Botni í Súgandafirði HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur sýknaði í gær Gunnar Sch. Thor- steinsson, fyrrum stjórnarmann í Skeljungi hf., af ákæru efnahags- brotadeildar ríkislögreglustjóra fyrir brot á lögum um verðbréfa- viðskipti vegna kaupa á hlutabréf- um í Skeljungi 7. júlí 1999. Ákærða var gefið að sök að hafa sem stjórnarmaður í fyrirtækinu, keypt fyrir milligöngu MP verð- bréfa hf. hlutabréf í Skeljungi að nafnverði 650 þúsund krónur á genginu 4,70 fyrir rúmar 3 millj- ónir króna og að hafa með því nýtt sjálfum sér til hagsbóta trúnaðar- upplýsingar sem hann fékk á stjórnarfundi í Skeljungi, sem haldinn var 24. júní 1999, þar sem kynnt var rekstraruppgjör hluta- félagsins fyrir maímánuð 1999, sem sýndi að hagnaður félagsins af reglulegri starfsemi þann mánuð var 64 milljónir króna eða 45 millj- ónum króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og að hagnaður fyrstu 5 mánuði ársins væri 146 milljónir króna eða 89 milljónum krónum hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og 175 milljónum krónum hærri en á sama tíma árið áður, en upplýsingarnar voru líklegar til að hafa áhrif til hækkunar á mark- aðsverði hlutabréfanna þegar þær yrðu gerðar opinberar. Ákærði neitaði sök og taldi sig ekki hafa brotið lög með kaupunum. Hann mótmælti því að upplýsingar sem hann hafði um afkomu félagsins fyrstu 5 mánuði ársins 1999 hefðu getað talist vera trúnaðarupplýs- ingar. Keypti hlutabréf fyrir hluta slysabóta Hann skýrði frá því að skömmu fyrir kaupin hefði hann fengið greiddar slysabætur frá trygg- ingafélagi og hefði hann keypt bréf í félaginu fyrir hluta af þeim enda hefði hann talið eðlilegt að hann ætti hlut í því þar sem hann var stjórnarmaður. Hann sagðist hafa látið hinn hluta bótanna í fyr- irtæki sem sonur hans hefði sett á laggirnar. Það fyrirtæki hefði svo þurft á meira fé að halda og hann því selt hlutabréfin aftur til að út- vega fé til þess. Héraðsdómur taldi skýringu ákærða trúverðuga svo og fram- burð hans og framgöngu hans í málinu. Taldi dómurinn að ákæru- valdið hefði ekki sýnt fram á það að ákærði hefði notað trúnaðar- upplýsingarnar til þess að kaupa hlutabréfin svo hann eða aðrir högnuðust á því. Dómur taldi liggja fyrir að ávinningur ákærða af kaupunum 7. júlí 1999, þegar hann hafði aðgang að trúnaðar- upplýsingunum, hefði verið jafn- mikill og gengi bréfanna hækkaði frá þeim tíma og til þess tíma að upplýsingarnar voru gerðar opin- berar og aðilar markaðarins höfðu haft tíma til þess að leggja mat á þær. Hinn 10. ágúst var lokagengi bréfanna á Verðbréfaþinginu 5,65 og hafði því hækkað um 95 aura frá því gengi sem ákærði keypti þau á. Taldi dómurinn að ávinn- ingur ákærða af því að eiga í við- skiptum meðan hann bjó yfir trún- aðarupplýsingum hafi verið 95 aurar fyrir hverja krónu sem hann keypti fyrir að nafnverði, eða sam- tals 617.500 krónur. Dómur héraðsdóms var skipaður Pétri Guðgeirssyni dómsformanni, Auði Þorbergsdóttur héraðsdóm- ara og meðdómsmanninum Gylfa Magnússyni dósent við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Verjandi ákærða var Ragnar H. Hall hrl. Helgi Magnús Gunnars- son fulltrúi sótti málið af hálfu efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra. Fyrrverandi stjórnarmaður í Skeljungi sýknaður af ákæru ríkislögreglustjóra vegna innherjaviðskipta Notaði ekki trún- aðarupplýsingar í hagnaðarskyni HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef- ur í úrskurði sínum hafnað kröfu íbúðareigenda í Árbæ um ógildingu á nauðungarsölu sýslumannsins í Reykjavík á íbúð þeirra annars vegar og samþykki sama embættis hins vegar á boði Frjálsa fjárfestingar- bankans í íbúðina á uppboði. Héraðs- dómarinn í málinu, Skúli J. Pálmason, setur í niðurstöðu sinni fram harða gagnrýni á bankann og telur afstöðu og framkomu hans gagnvart íbúðar- eigendunum „fáheyrða og raunar ein- stæða“. Dómarinn féllst á kröfu íbúð- areigendanna um að verða ekki vikið úr íbúðinni fyrr en Hæstiréttur hefur fellt dóm í málinu, verði því skotið þangað. Eigendur íbúðarinnar, par á þrítugsaldri, fengu gjafsókn í málinu. Málavextir eru þeir helstir að Íbúðalánasjóður krafðist nauðungar- sölu á íbúðinni með uppboðsbeiðni í september árið 2000. Einnig krafðist Frjálsi fjárfestingarbankinn nauð- ungarsölu á íbúðinni vegna vanskila á 620 þúsund króna láni frá árinu 1999. Uppboðskrafa Íbúðalánasjóðs var tekin fyrir hjá sýslumanninum í Reykjavík 11. janúar sl. Íbúðareig- endurnir mættu ekki og var málinu frestað til 19. febrúar. Eigendurnir mættu ekki heldur þá og ákvað sýslu- maður að uppboð færi fram 13. mars. Þá mætti annar eigandinn og fékk samþykkt að sýslumaður tæki sér 8 vikna frest til að samþykkja boð í eignina. Hæsta boð kom frá Frjálsa fjárfestingarbankanum, 4,3 milljónir króna, en á markaði var söluverðið metið á um 7 milljónir. Hafði bankinn frest til kl. 11.30 9. maí sl. að skila inn greiðslu fyrir helmingi kaupverðsins. Bankinn skilaði inn 1 milljón króna, eða fjórðungi söluverðs, til sýslu- manns kl. 16.08 þennan dag. Fengu ekki að greiða skuld sína Fram kemur í úrskurðinum að lög- maður eigendanna hafi farið þess á leit að faðir annars þeirra fengi fram- selt boð bankans í íbúðina gegn greiðslu kröfu bankans, sem komin var í um 850 þúsund krónur. Fram- kvæmdastjóri bankans, að sögn lög- mannsins, vildi ekki taka við greiðsl- unni heldur halda sig við niðurstöðu uppboðsins. Í úrskurðinum segir Skúli J. Pálmason héraðsdómari m.a.: „Það er mat dómsins, þrátt fyrir þessi málalok, að afstaða og fram- koma varnaraðila [Frjálsa fjárfest- ingarbankans] gagnvart sóknaraðil- um [íbúðareigendunum] verði að teljast fáheyrð og raunar einstæð. Hér er um það að ræða, að varnaraðili hefur með afstöðu sinni bætt rekstr- arstöðu sína, þótt í litlu sé, miðað við fjárstyrk sinn, á kostnað sóknaraðila, sem sýnt þykir, að verði fyrir umtals- verðu fjártjóni frá þeirra augum séð við það að fá ekki að greiða skuld sína við varnaraðila með þeim hætti, sem fyrr er lýst. Dómari málsins vill í þessu sambandi láta þess getið, að hann gætti hagsmuna banka um ára- tuga skeið og gjörþekkir því til mála af þessu tagi.“ Banki gagnrýndur af héraðsdómara „Fáheyrð og einstæð framkoma“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.