Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 48
48 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÁRIÐ 1950 komu til Íslands danskir hnefaleikamenn í boði íþróttafélaga í Reykjavík, og kepptu á móti íslensk- um piltum úr Ármanni og KR í hnefaleikum. Keppni þessi fór fram í íþróttahúsinu við Hálogaland. Dan- irnir, sem voru fjórir, kepptu hér við íslenska hnefaleikamenn tvö kvöld. Í fyrra skiptið 3. mars 1950 og aftur 5. mars. Keppni þessi sýndi að Íslend- ingar voru betri en gestirnir, og benti það eindregið til þess að Ís- lendingar væru gjaldgengir til keppni með öðrum þjóðum. Dagblöðin vöktu athygli á þessu. Eitt þeirra hafði þetta að segja fyrir keppnina: „Fyrir vali í þessa keppn- isferð til Íslands af hálfu Dana urðu menn sem vitað er að eru góðir „tekniskir“ hnefaleikamenn sem hægt er að læra af. Af þessu mega menn vita að keppni sú sem fram fer í kvöld verður skemmtileg og spenn- andi, og kannske getur svo farið að einhver af piltum okkar verði sigur- sæll. Danirnir heita Viggo Garsten- sen, 24 ára, Frede Hansen, 25 ára, Homer Rasmussen, 28 ára og Wern- er Rasmussen, sem er fyrrverandi Sjálandsmeistari.“ Annað dagblað hafði þetta að segja að keppni lokinni: „Álit mitt á getu Dananna er það, að af þessum mönnum höfum við lítið að læra. Þeir eru mun seinni og ótrúlega úthalds- litlir. Stíllinn er þó áferðarfallegur, en tapar sér er leikhraðinn vex.“ Álit formanns Lyngby, íþrótta- félags Werner Rasmussen: „Íslend- ingar eru á líku stigi og Finnar. Dan- ir unnu þá 5:3 í landskeppni nýlega. En Danir eiga marga mjög góða hnefaleikamenn, sem við fáum von- andi að sjá hér í keppni í náinni fram- tíð. Hvað Íslendinga snertir virðast þeir vera á hraðri ferð upp á við í kunnáttu.“ Áhorfendur á þessu móti voru eins margir og húsrúm leyfði, en auk þess stóð mikill fjöldi utan dyra. Allar dyr voru opnar til að gefa sem flestum tækifæri til að horfa á leikinn. Þetta var í stuttu máli fært hér til leturs að mestu upp úr dagblöðum Reykvíkinga. Árið 1953 kom hingað og keppti í þungavikt Bjarni Lyngas, þá Nor- egsmeistari. Lyngas vann til silfur- verðlauna í léttþungavikt á Evrópu- meistaramótinu í Mílanó 1951. Hann hafði einnig unnið alla þá landsleiki í þungavikt fyrir Noreg, sem hann hafði tekið þátt í fyrir heimsóknina til Íslands, m.a. við sænska meist- arann Ingimar Johanson, nokkrum mánuðum áður en hann kom hingað. Bjarni Lyngas varð síðar Ólympíu- meistari í þungavikt, og gerðist þar á eftir atvinnumaður í hnefaleikum í Bandaríkjunum. Um keppni hans við Jens Þórðarson, Ármanni, mátti lesa í Morgunblaðinu 8. maí 1953: „Jens Þórðarson stóð sig með mestu prýði. Það er ekki heiglum hent að standast mann eins og Lyngas í þrjár lotur. Jens hefur litla keppnisreynslu, 6 leiki á móti 60 leikjum Lyngás á 6 ár- um. Jens hefur mikla hæfileika, hann er sterkur, sækinn og fylginn sér og drengilegur.“ 9. febrúar 1954 var haldið síðasta hnefaleikamót á Íslandi. Keppendur allir úr Ármanni, auk Leif Hansen frá Noregi, sem hafði að baki 180 kappleiki á 7 árum, þar af 165 sigra. Hann hafði sigrað í 10 landskeppn- um af 11, og hafði verið í liði Evrópu gegn Bandaríkjunum 1953. Hann boxaði við Björn Eyþórsson úr Ár- manni í veltivikt. Leikur þeirra var stórskemmtilegur og endaði með sigri Hansens. Hnefaleikar voru bannaðir á Ís- landi 1956. Mér datt þetta bara í hug í sam- bandi við sigurför Dana í knatt- spyrnu fyrir nokkru. GUÐMUNDUR ARASON, fv. formaður Hnefaleikaráðs og þjálfari Ármenninga í hnefaleikum. Hnefaleikar Frá Guðmundi Arasyni: ÞEGAR tilhögun tilvitnunarmerkja ber á góma er oft sagt: "Þetta hefur alltaf verið svona." Já, þetta (að hafa gæsalappir niðri og uppi) hefur lengi verið þannig. En tímarnir breytast og mennirnir með – og um leið ýmis framsetning. Það á líka við um les- mál. Líklega hefur fólk á Íslandi bara ekki skoðað málið. Tökum nokkur atriði sem styðja þá skoðun að Íslendingar ættu að lagfæra stöðu tilvitnunarmerkja. 1. Fagurfræðilega eru gæsalappir betur komnar uppi. Þegar gæsalapp- ir eru hafðar utan um orð, einkum stutt orð, sýnist það í miklu meira jafnvægi en ella. 2. Flestar þjóðir eru að taka þetta upp, t.d. frændur okkar á hinum Norðurlöndunum (Danir, Finnar og Svíar fyrir löngu). Varla er fólk svo illa gefið í þessum löndum að gera þessi mistök. 3. Þetta form hefur verið svona á ritvélum frá upphafi og reynst vel vegna einfaldleika. 4. Íslendingar hafa (sem reyndar er umdeilt) fellt niður bókstafinn z, nánast útrýmt kommusetningu og hringlað með litla stafi og stóra. Lagfæring á staðsetningu tilvitnun- armerkja ("gæsalappa") ætti ekki að vera þeim um megn. 5. Það er engin ástæða til að kenna fólki að hafa samskonar greinar- merki á mismunandi stað (þ.e. hæð) í texta. Heyrst hefur: "Það sést hvar gæsalappirnar byrja." Ábending: Þar sem gæsalappir eru alltaf fram- an við orð, þegar tilvitnun hefst, er það fullnægjandi. Gæsalappir aftan við orð sýna að tilvitnun er lokið. Það er vafalaust heppilegast að hafa greinarmerki, sem gegna sama hlutverki, á sama stað í lesmáli. ARNGRÍMUR SIGURÐSSON, Keilufelli 2, Reykjavík. Upp með gæsa- lappirnar Frá Arngrími Sigurðssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.