Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 43
Morgunblaðið/Ásdís BAKARÍIÐ Brauðbarinn hefur opnað í Holtasmára 1, Kópavogi. Eigendur bakarísins eru Lárus Ólafsson og Claudía kona hans. Þar verður brauð og annað bakk- elsi á boðstólum, einnig er hægt að fá súpu og salat í hádeginu. Áhersla verður lögð á smurt brauð. Opið er mánudaga til föstudaga kl. 8–18, og laugardaga kl. 8–17. Nýtt bak- arí í Holta- smára FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 43 Námskeið um vefjagigt GIGTARFÉLAG Íslands heldur námskeið um að lifa með vefjagigt miðvikudaginn 31. október kl. 19.30 í húsnæði félagsins í Ármúla 5, annarri hæð. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið. Á nám- skeiðinu verður farið í þætti sem tengjast því að lifa með vefjagigt. Fjallað verður um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, að- lögun að breyttum aðstæðum og tilfinningalega og samfélagslega þætti. Leiðbeinendur verða Arnór Víkingsson og Árni Jón Geirsson, gigtarsérfræðingar, Sólveig Hlöð- versdóttir, sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir, félagsráð- gjafar. Skráning er á skrifstofu fé- lagsins. Sorgarhópur í safnaðar- heimilinu í Garði BJARMI, hópur um sorg og sorg- arferli á Suðurnesjum, verður með kynningarfund í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði í kvöld, þriðju- daginn 30. október kl. 20. Þetta verður lokaður hópur, þar sem fólki gefst kostur á því að vinna úr tilfinningum sínum og reynslu með fræðslu, umræðu og gagnkvæmum stuðningi, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangur í hópinn er tak- markaður við 8–10 manns, en kynningarfundurinn er öllum op- inn. Handleiðslu hópsins annast sr. Björn Sveinn Björnsson og sr. Sig- fús Ingvason. Fyrirlestur um hagnýta um- hverfisfagurfræði FINNSKI heimspekingurinn Yrjö Sepanmaa frá Háskólanum í Jo- ensuu talar um „Hagnýta umhverf- isfagurfræði“ í boði Siðfræðistofun- ar og Hugvísindastofnunar miðvikudaginn 31. október. Fyrir- lesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 12. Hann verð- ur fluttur á ensku. „Viðfangsefni umhverfisfagurfræðinnar er fegurð náttúru og umhverfis; eðli þessarar fegurðar og hvernig við förum að því að njóta hennar. Tilgangur hag- nýtrar umhverfisfagurfræði er að leggja grunn að praktískum aðgerð- um. Hagnýt umhverfisfagurfræði getur t.a.m. komið iðnhönnuðum, skipuleggjendum borga og bæja og landslagsarkitektum að gagni, auk þeirra aðila sem vinna að náttúru- og umhverfisvernd,“ segir í tilkynn- ingu. Opið hús hjá Heimahlynningu HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 30. október, kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Sr. Gunnar Matthíasson sjúkrahúsprestur á Landspítala í Fossvogi ræðir um sorg og sorgarviðbrögð. Kaffiveit- ingar. Íbúafundur í Grafarvogi MIÐGARÐUR, fjölskylduþjónust- an í Grafarvogi, og Borgarskipulag halda opinn kynningarfund fyrir íbúa í Rimahverfi þriðjudaginn 30. október kl. 20 í Rimaskóla. Á fundinum verður tillaga að deiliskipulagi á fyrrum lóð Lands- símans í Gufunesi kynnt. Skipu- lagshöfundar kynna tillöguna og formaður skipulags- og byggingar- nefndar verður á fundinum ásamt fulltrúa Borgarskipulags og Borg- arverkfræðings, segir í tilkynn- ingu. Fræðslukvöld í Víðistaðaskóla FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn, Foreldrafélag Víðistaðaskóla og Víðistaðaskóli halda sameiginlegt fræðslukvöld fyrir foreldra nem- enda í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. októ- ber, kl. 19. Frummælendur verða Geir Bjarnason, Ragnheiður Þór- dís, Þorgeir Ólafsson og Einar Gylfi Jónsson. Opnar umræður, kaffi og veitingar. Markmið þessa fræðslu- fundar er að styrkja samstarf for- eldra og félagsmiðstöðvarinnar og fá svör og/eða ráð við spurningum og vangaveltum um málefni sem snúa að börnum og unglingum. Samhliða fræðslukvöldinu verður aðalfundur Foreldrafélags Víði- staðaskóla, segir í fréttatilkynn- ingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.