Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 37
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 37 Aðeins það besta fyrir andlit þitt Estée Lauder andlitsmeðferðin miðar öll að því að veita þér slökun og dekra við þig - allt frá vandvirkri hreinsun húðarinnar að yndislega róandi nuddinu. Nútímaleg húðumhirða okkar vinnur gegn vandamálum sem stafa af þurri húð eða feitri, hrukkum, slælegri blóðrás, þreytulegri húð og öðru sem hrjáir húðina. Öll er meðferðin umvafin ljúfri munúð og slökun. Veittu þér andlitsmeðferð eins og þær gerast bestar og sjáðu hvað svolítið dekur gerir húðinni gott. Það kostar aðeins kr. 2.000. Hringdu og pantaðu tíma. Síminn er 562 9020. Austurstræti sími 562 9020 Snyrtiklefi Árvekni um brjóstakrabbamein Í SAMBANDI við það sem hér fer á eft- ir vil ég þakka Jónasi Pálssyni, fornvini og skólabróður, ágæta grein hans í Mbl. 29. sept. sl. Átti ég nokk- urn þátt í að Jónas setti þá grein saman. Eftirfarandi orð mín eru á engan hátt ,,svar“ við grein hans, sem ég er þó ekki sammála um allt, en þau eru tengd henni á sinn hátt. Báðir erum við með hugann við sögu og samtíð. Þeir sem lifðu og störfuðu bróð- urpartinn af 20. öld og standa nú aldraðir á þröskuldi 21. aldar, ger- ast því vanir að lifa ,,tímamóta- viðburði“, atvik sem breyta ferli mannkynssögunnar. Atburðarásin sýnist þá svo hröð að fólk áttar sig ekki á hvað er að gerast. Því sést yfir um aðdrag- andann. Það uggir ekki að sér fyrr en á dynur. En eftir á skilja allir allt! Rifjum upp nokkur dæmi í tíma- röð. 1. Fyrri heimsstyrjöld svonefnd (1914–1918) virtist koma þorra manna í Evrópu á óvart. Hafði þó á ýmsu gengið í balkönskum út- jöðrum álfunnar, reyndar stríðs- ástand um árabil. En trúin á mátt gróinna stórríkja og samheldni ólíkra þjóða og þjóðaminnihluta innan þeirra, trúin á miðevrópskan fróðafrið Habsborgara, var lífseig og útbreidd um lönd og álfur. En friðurinn milli Serbíu og Vínar- veldisins var ekki tryggari en það, að banaskot úr skammbyssu eins serbnesks æðikolls í höfuð aust- urríska ríkisarfans, reið bagga- muninn. 2. Varla nokkur maður varð til þess, svo að eftir væri tek- ið, að vara við heims- kreppunni miklu um og eftir 1930, þegar tímabil offramleiðslu og neyslugræðgi hafði runnið sitt skeið á enda. 3. Fáa óraði fyrir valdatöku nasista í Þýskalandi fyrr en á skall skilningslausum Evrópubúum og menn áttuðu sig á stjórn- málaóreiðu Weimar- lýðveldisins og vanþroskaðri lýð- ræðishugsun Þjóðverja. Þetta sáu allir og skildu eftir á, meira að segja Þjóðverjar sjálfir. 4. Heimsstyrjöldin síðari (1939– 1945) kom e.t.v. ekki öllum á óvart. En margt sem hana snerti sætti tíðindum, grimmdin, tortímingin. Þegar líða tók á fjórða áratuginn gerðu margir sér ljóst að Evrópa ,,millistríðsáranna“ (sem nú má kalla) var eins og púðurtunna vegna ósættis og stjórnmála- heimsku stórþjóðanna á megin- landi álfunnar, Frakka, Þjóðverja, Ítala og Spánverja. Nýfrjáls ríki Mið-Evrópu (eftir 1918) skulfu á beinunum um sjálfstæði sitt og fullveldi. Norðurlönd ímynduðu sér að þau væru ,,norðan við stríð“, trúðu á hlutleysið og fjöl- hyggju lýðræðis síns. En öngum vörnum varð við komið. Hin kristna Evrópa kveikti ófriðarbál, sem skjótlega breiddist út um all- an heim. 5. Heimsveldi Sovétríkjanna hrundi fyrr en við varð litið 1991. Það var meira en nokkur hafði séð fyrir nema ef vera skyldi Nost- radamus, meistari langspádóm- anna, fyrir 500 árum! Þar með guf- aði upp heimur kaldastríðsáranna eins og ekkert væri. Glæpur gegn mannkyni Á fögrum haustdegi á fyrsta ári 21. aldar, réðust öfgafullir, arab- ískir hryðjuverkamenn, sem gerðir voru út á vegum einstaklingsfram- taks að sagt er, á skotmörk í New York og Washington, rústuðu hæstu skýjakljúfa, ollu stórspjöll- um á stjórnarráðsbyggingum og deyddu 7000 manns. Enginn vissi neitt fyrir fram um þessi ósköp þrátt fyrir öflugar njósnir CIA og FBI og varúðarráðstafanir gegn flugránum. Eftir á fóru njósna- deildir og lögregluyfirvöld í Bandaríkjunum að tína saman upplýsingabrot sem leyndust í skrifborðsskúffum þeirra – og þá lá allt ljóst fyrir. Þessi stutta blaðagrein eftir aldraðan Íslending, sem lifað hefur hvern tímamótaviðburðinn á fætur öðrum ungann úr 20. öldinni, er tilraun til þess að minna sögug- leyminn daginn í dag á, að voveif- legir stóratburðir eru engin ný- lunda í minni núlifandi manna. Liðnar kynslóðir hafa séð það svartara. Það eitt er eftir að biðja ráða- menn þjóðarinnar að bregðast við atburðum líðandi stundar af var- færni. Íslendingar hafa vitaskuld engar samningsbundnar né sið- ferðilegar skyldur um þátttöku í styrjöldum, auk þess sem herlaus þjóð er ófær til þess af augljósum ástæðum. Mikil oftúlkun má það vera að líta á hermdarverkin í New York og Washington sem árás á Natóríki í heild, þ. á m. Ís- land. Varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna leiðir heldur ekki til slíkrar lögskýringar. Varfærni krefst þess að hann sé skýrður þröngt. Varfærin afstaða Íslend- inga í þessum efnum er hins vegar engin hlutleysisyfirlýsing. Íslensk stjórnvöld eru síður en svo hvött til þess að taka hlutlausa afstöðu til hermdarverkanna. Þau eru for- dæmingarverð og verða ekki rétt- lætt. Þau eru ,,glæpur gegn mann- kyni“ og eiga að sæta málsmeðferð í samræmi við það. Hvetja ber til alþjóðlegrar samstöðu um að upp- ræta hryðjuverkastarfsemi þar sem hún hefur getað þrifist. Og þar koma mörg lönd til greina um allan heim. Íslendingar þurfa ekki að fyrirverða sig fyrir varfærn- isstefnu í málum af þessu tagi. Varfærni í alþjóðamálum styðst við gróna íslenska hefð, góð og gild stjórnmálaviðhorf friðelskandi smáþjóðar sem þekkir takmörk sín. Pólitísk takmörk Íslendinga felast í því að þeir hafa nóg með sjálfa sig. Þeir hafa lítil sem engin áhrif á gang hinna meiri háttar heimsmála. Upprifjun óvæntra viðburða og sögulegra tímamóta á 20. öld Ingvar Gíslason Sagnfræði Voveiflegir stóratburðir eru engin nýlunda í minni núlifandi manna, segir Ingvar Gíslason. Liðnar kynslóðir hafi séð það svartara. Höfundur er fyrrv. alþm. og ráðherra. FJÖLMIÐLAR greina frá því að menntamálaráðherra hafi lagt til á landsfundi Sjálfstæðisflokksins að Ríkisútvarpið fari á fjárlög og afnotagjöldin verði afnumin. Ég styð þessa tillögu. Það er greinilegt að þær út- breiddu, víðsýnu reglur sem afnotagjaldainn- heimta opinberra fjöl- miðla byggist á í öðrum löndum Vestur-Evr- ópu, m.a. til tryggingar sjálfstæði þeirra frá ríkisvaldinu, eiga ekki við hér á landi. Þetta virðist að fullu reynt. Það hefur held- ur ekki tekist hér, eins og víðast ann- ars staðar, að fá tryggingu fyrir því að afnotagjöld Ríkisútvarpsins hækki til að mæta samningsbundn- um launahækkunum og öðrum hækkuðum tilkostnaði vegna al- mennrar verðlagsþróunar. Þvert á móti er enn boðað í fjárlagafrum- varpi 2002 að afnotagjöld verði óbreytt og að það eigi enn frekar að skera niður í rekstrinum. Rétt er það, að afnotagjöld hækk- uðu um 7% um síðustu áramót. Það var sannarlega tími til kominn. Þetta var rifjað upp við umræður í þingsöl- um í síðustu viku, en það var bara hálf sagan sögð. Afnotagjöldin höfðu nánast ekkert hækkað frá 1993. Að- eins um 5% í árslok 1998. Þessi lang- vinni sveltikúr er náttúrlega á við mörg hagræðingarátök undir hand- leiðslu utanaðkomandi ráðgjafa. Það var eftirtektarvert að sjá Morgun- blaðið hafa það eftir forráðamönnum Stöðvar 2 nýverið, að þar á bæ hefðu áskriftargjöldin verið hækkuð um 5-9% , svona til að fylgja kostnaðarhækkunum, og væri þetta sú árlega hækkun sem jafnan yrði á áskriftargjöldun- um þar. Ábyrg verð- lagsstefna hjá einkafyr- irtækinu. Nýlega birti Price- Waterhouse Cooper niðurstöðu úr skoðana- könnun, sem sýnir að yfirgnæfandi meirihluti vill ekki að Ríkisút- varpið hverfi úr eigu þjóðarinnar. Á hinn bóginn hefur staðið slíkt þref um þessa stofnun og mál- efni hennar verið látin reka á reið- anum hjá stjórnvöldum landsins með þvílíkum endemum, að maður spyr sig hvort hún muni hreinlega gefa upp öndina í ljúfsáru faðmlagi við þjóðina. Menntamálaráðherrann hef- ur lýst því, að hann hafi ítrekað reynt að ná samstöðu innan ríkisstjórnar- innar um nauðsynlegar breytingar á rekstri Ríkisútvarpsins en ekki feng- ið tilætlaðar undirtektir. Hann vill hlutafélagsformið. Formaður Fram- sóknarflokksins segir í fjölmiðlum, að Ríkisútvarpið eigi að verða sjálfs- eignarstofnun. Til hvers leiðir þessi skoðanamunur? Verður nauðsynleg- um ákvörðunum enn slegið á frest, a.m.k. út þetta kjörtímabil? Þrátt fyrir þessa óvissu ber að hvetja til þess að fyrsta skrefið verði stigið nú þegar á yfirstandandi þingi og Ríkisútvarpið sett á fjárlög eins og Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljóm- sveitin. Um það virðist nokkuð breið pólitísk samstaða. Þá yrðu hinar rekstrarlegu forsendur Ríkisút- varpsins væntanlega aðrar og trygg- ari. Mönnum virðist mjög í mun að ræða hallarekstur hjá Ríkisútvarp- inu, sem var 92 millj. króna í fyrra eða 3,5% af rekstrargjöldum þess. Hjá Sinfóníuhljómsveitinni var halli af rekstri samkvæmt ársreikningi 146 milljónir eða 24,8% af rekstrar- gjöldum. Og hjá Þjóðleikhúsinu var 92 millj. rekstrarhalli en með fram- lagi byggingarnefndarinnar var tap- ið lækkað í 52 milljónir eða 9,5 % af rekstrarútgjöldum. Árviss taprekst- ur Sinfóníuhljómsveitar og Þjóðleik- húss er ekki á dagskrá vegna þess að umræddar stofnanir eru á fjárlögum. Hallinn hjá þeim sem verður til vegna ófyrirséðra rekstrarútgjalda, svo sem aukins launakostnaðar í kjöl- far samninga, er þegjandi og hljóða- laust gerður upp með aukaframlög- um skv. fjárlögum. Það væru góð býti. Ríkisútvarpið á fjárlög. Ríkisútvarpið á fjárlög Þorsteinn Þorsteinsson Höfundur er forstöðumaður markaðssviðs RÚV. RÚV Fyrsta skrefið verði stigið nú þegar á yfirstandandi þingi, segir Þorsteinn Þorsteinsson, og Rík- isútvarpið sett á fjárlög eins og Þjóðleikhúsið og Sinfóníuhljómsveitin. Það hlýtur því að vekja ugg í brjósti manna að enn hefur ekki verið gert neitt heildarskipulag fyrir svæðið, enda virðast menn vera hræddir við að ráðast í svo viðamikið verkefni. Framtíðarsýn stúdenta Því hefur lengi verið haldið fram að ungt fólk hafi oft stórkostlega en um leið óraunhæfa framtíðarsýn. Um leið og Vaka telur að Háskóli Íslands, sem er öflugasti rannsóknarháskóli landsins, geti fært atvinnulífinu margt gott teljum við jafnframt að nauðsynlegt sé fyrir háskólann að fá hugmyndir, starfsfólk og fjármagn á móti. Það er auðvelt að sjá fyrir sér að innan örfárra ára hafi risið á há- skólasvæðinu blómleg byggð þar sem einstaklingar lifa og hrærast í skapandi umhverfi, ekki aðeins við vinnu heldur einnig á heimili sínu í háreystri íbúðarbyggð á svipuðum slóðum. Til þess að þetta geti gerst er mikilvægt að flugvöllurinn í Vatns- mýri verði fluttur sem fyrst og að há- skólinn fái óskertan rétt til uppbygg- ingar á stórum hluta svæðisins. Stúdentar við Háskóla Íslands eiga að gera þá kröfu til skólans, Reykjavíkurborgar og ríkisins, að þetta tækifæri verði nýtt og að Vís- indagarðarnir verði aðeins fyrsta skrefið í gagngerri endurskipulagn- ingu á háskólasvæðinu. Vaka hefur ávallt verið leiðandi í þeirri umræðu og mun halda því áfram um ókomna framtíð. Höfundur situr í háskólaráði fyrir hönd Vöku. Uppbygging Vaka telur að Háskóli Íslands sé öflugasti rannsóknarháskóli landsins, segir Baldvin Þór Bergsson, og geti fært atvinnulífinu margt gott.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.