Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ALÞJÓÐLEGT samstarf í barátt- unni gegn hryðjuverkum, sam- skipti Íslands og Kína í menningar- málum og á sviði viðskipta voru einkum til umræðu á fundi Hall- dórs Ásgrímssonar utanrík- isráðherra og Zhu Rongji, for- sætisráðherra Kína, á þriðja degi opinberrar heimsóknar utanrík- isráðherra til Kína í gær. Halldór hitti einnig Tang Jiaxuan utanrík- isráðherra og Wu Yi, fulltrúa í rík- isráði Kína, að máli í gær. Utanríkisráðherra Íslands og forsætisráðherra Kína voru sam- mála um mikilvægi þess að þjóðir heims stæðu saman í baráttunni gegn alþjóðlegri hryðjuverka- starfsemi og um lykilhlutverk Sameinuðu þjóðanna í þeirri bar- áttu og við uppbyggingar- og end- urreisnarstarf í Afganistan. Utan- ríkisráðherra fjallaði um áherslur Íslands varðandi umbætur á starf- semi öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna og aðild fastafulltrúa Íslands að því starfi. Forsætisráðherra Kína sagði að þótt Kínverjar hefðu komist vel frá efnahagskreppunni í Asíu árið 1997 væri hagkerfi Kína nú opnara en áður og því viðkvæm- ara fyrir efnahagssveiflum í öðrum heimshlutum. Forsætisráðherra Kína vonaðist jafnframt til þess að neikvæð áhrif hryðjuverkanna í Bandaríkjunum yrðu sem minnst. „Ég sagði forsætisráðherranum frá mikilvægustu málum Íslend- inga, sem eru auðlindamálin á sviði sjávarútvegs, jarðhita og vatns- orku,“ sagði Halldór við Morg- unblaðið í gærkvöldi. Rætt um eflingu stofnana Sameinuðu þjóðanna Fundur Halldórs Ásgrímssonar með starfsbróður sínum Tang Jiaxuan stóð í rúmlega níutíu mín- útur og sagði Halldór hann hafa verið afar gagnlegan. Auk efna- hags- og viðskiptasamvinnu ræddu ráðherrarnir mannréttindamál, ör- yggissamstarf og málefni Taívan. Efling stofnana Sameinuðu þjóð- anna var báðum ofarlega í huga og greindi utanríkisráðherra frá fyr- irhuguðu framboði af Íslands hálfu til setu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna 2009–2010 og til Alþjóða- heilbrigðisstofnunarinnar árið 2003–2004. Ennfremur áréttaði ut- anríkisráðherra áhyggjur Íslend- inga af röskun jafnvægis í lífríki sjávar sem orsakast af vexti hvala- stofna. „Við skiptumst á skoðunum varðandi mannréttindamál. Ég lýsti okkar skoðunum á þeim mál- um og fór yfir stöðu þeirra í Evr- ópu og með hvaða hætti Evr- ópuráðið hefði haft þar áhrif, meðal annars með afnámi dauða- refsingar, og spurðist fyrir um það hvort breytinga væri að vænta í þeim efnum í Kína. Ráðherrann fór ítarlega yfir þessi mál og lýsti sjón- armiðum kínverskra stjórnvalda og sagði það ekki stefnu stjórn- arinnar að afnema slíkar refs- ingar, enda væri ekki alþjóðleg samstaða um slíkt. Hann sagðist þó telja að aftökum muni fækka á næstu árum,“ sagði Halldór enn- fremur og bætti við að kínverski utanríkisráðherrann hefði sér- staklega nefnt það þróttmikla starf sem Íslendingar sinntu á al- þjóðavettvangi. Á fundi utanríkisráðherra með frú Wu Yi, fulltrúa í kínverska rík- isráðinu, voru ört vaxandi sam- skipti Íslands og Kína efst á baugi og lýstu þau gagnkvæmum áhuga á því að efla viðskipta- og efna- hagssamstarf þjóðanna enn frekar. Halldór Ásgrímsson lýsti yfir áhuga Íslendinga á því að hraða tollalækkunum á sjávarafurðum í tengslum við inngöngu Kínverja í alþjóðaviðskiptastofnunina (WTO). Slíkt gæti orðið grundvöllur að auknum útflutningi sjávarafurða frá Íslandi til Kína. Enn fremur kom fram áhugi á því efla samstarf þjóðanna á sviði jarðhitanýtingar en Wu Yi kynnti sér þau mál sér- staklega í opinberri heimsókn sinni til Íslands í september í fyrra. Heimsókn utanríkisráðherra til Kína hófst á laugardag með form- legri opnun íslenskrar mat- vælakynningar, Icelandic Food Festival, á SAS Radisson hótelinu í Peking. Matvælakynningin er sam- starfsverkefni Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins, Útflutn- ingsráðs Íslands og kínversk- íslenska verslunarráðsins. Tíu ís- lensk fyrirtæki taka þátt í kynn- ingunni. Á sunnudag skoðuðu Halldór og eiginkona hans, Sigurjóna Sigurð- ardóttir, Kínamúrinn og kynntu sér starfsemi kínverskra sam- starfsaðila íslenska orkufyrirtæk- isins Enex hf. Þá var utanrík- isráðherra viðstaddur opnun íslenskrar kvikmyndahátíðar í Peking en þar verða á næstu dög- um sýndar sjö íslenskar kvikmynd- ir. Á morgun, þriðjudag, 30. októ- ber, heldur utanríkisráðherra til borgarinnar Qingdao. Þar mun hann ávarpa ráðstefnu um sjáv- arútvegsmál, „Forum on Sustai- nable Development of Fisheries“ og heimsækja alþjóðlegu sjáv- arútvegssýninguna „China Fisher- ies and Seafood Expo 2001“ og kynna sér þátttöku íslenskra fyr- irtækja á sýningunni. Á miðvikudag hefst opinber heimsókn utanríkisráðherra til Rússlands og mun hann m.a. hitta Igor Ivanov, utanríkisráðherra, að máli í Moskvu sem og Kasayanov forsætisráðherra. Opinber heimsókn Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra til Kína Átti fund með Zhu Rongji forsætisráðherra Morgunblaðið/Lárus Karl Ingason Utanríkisráðherrahjónin Halldór Ásgrímsson og Sigurjóna Sigurðardóttir skoðuðu Kínamúrinn á sunnudag í mjög fallegu veðri. Með þeim í för var Ólafur Egilsson, sendiherra Íslands í Kína. Fundur Zhu Rongji, forsætisráðherra Kína, og Halldórs Ásgrímssonar. EIGENDUR íbúðarinnar í Klukku- rima sem skemmdist mikið í elds- voða í síðustu viku voru ekki með innbústryggingu. Íbúðin er í fjór- býlishúsi og er aðeins ein íbúð í hús- inu með slíka tryggingu. Halldór Eyjólfsson, forstöðumað- ur tjónasviðs hjá Sjóvá-Almennum segir innbústryggingu meðal annars bæta tjón af völdum bruna og einnig reykskemmda vegna bruna í nær- liggjandi íbúðum. „Ef eldur kemur upp í íbúð og reykskemmdir verða á annarri íbúð en eldurinn kemur upp í, þá tekur innbústrygging eða fjöl- skyldutrygging þeirrar íbúðar á þeim reykskemmdum sem kunna að verða,“ segir Halldór. Reykur fór um allt húsið í Klukku- rima, aðallega í sameign en einnig urðu minniháttar skemmdir í öðrum íbúðum vegna reyksins. Trygging, sem öllum húseigend- um er skylt að hafa, bætir tjón á fast- eigninni sjálfri og föstum innrétting- um, en ekki á innbúinu, en verðmæti þess getur hlaupið á mörgum millj- ónum króna. Innbústrygging tekur á þjófnaði og skemmdum á innbúi og er í senn ferða-, farangurs-, ábyrgðar- og slysatrygging. Halldór segir að inn- bústrygging sem taki á öllum þess- um atriðum kosti um 2000 krónur á ári fyrir hverja milljón sem tryggð er. „Nauðsynlegt er að endurmeta verðmæti innbús reglulega,“ segir Halldór. „Því miður koma oft upp mál þar sem innbú er tryggt fyrir mun minna en það er vert og fólk fær því ekki bætur í samræmi við það tjón sem verður. Það er því mikil- vægt að hafa vátryggingarupphæð- ina rétta.“ Halldór segist því ráðleggja öllum að endurskoða trygginguna á nokkra ára fresti, en tryggingafélögin geta aðstoðað við mat á innbúi, t.d. með leiðbeinandi upplýsingum fyrir mat á fatnaði og fleiru. Jólin nálgast „Brunar aukast verulega á tíma- bilinu nóvember til janúar ár hvert,“ segir Halldór. „Nú þegar jólin nálg- ast með tilheyrandi ljósadýrð fer sá tími í hönd sem hvað mest hætta er á bruna.“ Halldór hvetur fólk eindreg- ið til þess að aðgæta hvort kerta- skreytingar séu eldfimar. „Yfirleitt verða brunar vegna þess að kerti brennur hægt og lítið sést í logann og það einfaldlega gleymist að slökkva á því. Gleymið ekki opnum eldi og athugið vel hvar kertum er stillt upp.“ Íbúðin í Grafarvogi sem stórskemmdist í eldsvoða Innbú ekki tryggt Morgunblaðið/Árni Sæberg Íbúðin í Klukkurima, þar sem eldur kom upp, er mikið skemmd. TÖLUVERÐA hálku gerði á Hellisheiði og víðar á vegum á Suðurlandi í gær og urðu allmörg umferðaróhöpp sem rekja má til hennar. Fyrsta óhappið var tilkynnt klukkan 7.24. Í Kömbunum hafði ökumaður jeppa misst stjórn á bíl sínum sem snerist og rann yfir á rangan vegarhelming og í veg fyr- ir fólksbíl. Enginn meiddist í árekstrinum en fólksbíllinn var fluttur á brott með kranabíl. Um tuttugu mínútum síðar var tilkynnt um að ung stúlka hefði velt bíl sínum út af Þorlákshafn- arvegi. Vegfarandi ók henni á heilsugæslustöðina á Selfossi en hún var jafnvel talin handleggs- brotin. Um klukkan hálf níu valt bíll út af veginum um Hellisheiði. Ekki urðu meiðsli á fólki en bíllinn var dreginn á brott. Nokkru síðar rann bíll til í Kömbunum og út af veginum en stöðvaðist á vegriði. Lögreglan á Selfossi minnir ökumenn á að þegar sól hefur brætt mestu hálkuna geta enn leynst hálkublettir þar sem bygg- ingar eða hólar skyggja á veginn. Í fyrrinótt var brotist inn í þrjá báta í smábátahöfninni í Þorláks- höfn. Engu var stolið en skemmdir unnar á tækjabúnaði. Þá var brot- ist inn í tvo bíla sem stóðu á Herj- ólfsbryggju í Þorlákshöfn. Fjögur um- ferðarslys sem rekja má til hálku HÉRAÐSDÓMUR Vestfjarða hef- ur dæmt tæplega tvítugan pilt til að greiða 140.000 krónur í sekt fyrir brot gegn lögum um fíkniefni og fyrir umferðarlagabrot. Jafnframt var brauðhnífur sem hann notaði til að skera hass gerður upptækur ásamt tæplega 35 grömmum af hassi og 9.000 krónum sem hann fékk fyrir að selja öðrum manni hass. Í dómnum kemur fram að pilt- urinn er talinn hafa hætt neyslu fíkniefna og farið í meðferð til að hemja fíknina. Hann hafi stundað vinnu og leggi nú stund á iðnnám. Þá hafi hann verið samvinnufús við lögreglu. Erlingi Sigtryggssyni dómstjóra þótti refsing hans því hæfileg 140.000 króna sekt. Greiði hann ekki sektina þarf hann að sæta fangelsi í 24 daga. Brauðhníf- ur gerður upptækur ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.