Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 52
FÓLK Í FRÉTTUM 52 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ það nálgast almyrkva. Miller er í raun algert aukaatriði í þessari bók. Sú litla saga sem hægt er að njörva niður er í raun bara uppkast; strigi fyrir myndmálið. Aðalsöguhetjan er vélmenni sem sér um að ganga frá samkeppnisaðilum vonda ofurfyrir- tækisins, Willeford. Hann veit þó ekki hvers kyns er; heldur sjálfur að hann sé skattinnheimtumaður af holdi og blóði og reynir að halda í þá trú með öllum tiltækum ráðum. Blade Runner svífur yfir vötnum. Að lokum kemst hann þó að hinu sanna og verður við það alveg bandbrjálaður og allt fer í bál og brand. Miller hefur ávallt verið harður andstæðingur ritskoðunar í allri sinni mynd. Hann neitaði til dæmis snemma að merkja blöð sín og bækur með merki Com- ics Code sem var eins konar Kvik- myndaeftirlit rík- isins í myndasög- um. Ég hef því lúmskan grun um það að Hard Boiled sé and- svar við þeirri hreinlyndisstefnu sem einkenndi vinsælar banda- rískar mynda- sögur á árum áð- ur. En eins og áð- ur sagði, er það Darrow sem ber hér sigur úr být- um. Hann notar stórt brot bókar- innar til hins ýtr- asta og fyllir hverja síðu með ótrúlegum fjölda smáatriða. Sum- ar myndirnar, sem flestar taka yfir heila síðu, eru líkari Hvar er Valli? (Where is Waldo?) myndaleikjum en teiknimyndasögum. Lesandinn skimar endurtekið yfir síðurnar til að greina allar duldu smásögurnar sem eru í bakgrunninum. Ná- kvæmnin jaðrar við að vera ofstæk- isfull. Þetta er „distópía“ (myrk framtíðarsýn) af bestu/verstu gerð. Söguhetjan er Dirty Harry á raf- hlöðusýru og umhverfi hennar er skítugt, ömurlegt, spillt og rotið. Ofbeldi og kynferðisleg úrkynjun eru daglegt brauð og götur borg- arinnar eru undirlagðar hinum versta sora sem Darrow nær á ein- hvern furðulegan hátt að lýsa af miklu hugviti. Þetta er ekki falleg lýsing en snemma kemur í ljós að höfund- arnir eru bara að leika sér. Það er lítil alvara á ferð og nákvæmlega engum boðskap fyrir að fara. Bókin er fyndin frekar en óhugguleg. Þetta er einskonar ,,splattermynd“ í bókarformi þar sem ýkjurnar verða svo stórkostlegar að viðfangs- efnið snýst upp í andhverfu sína. Hard Boiled er ekki bara harð- soðin. Hún er mauksoðin og ekki fyrir viðkvæm meltingarfæri. ÞAÐ ER ekki oft sem mig rekur í rogastans við lestur myndasögu- bókar. Hard Boiled varð til þess og gott betur. Hún er eins og árekstur við stöðvunarskyldumerki. Höfundur sögunar er Frank Mill- er. Miller þekkja væntanlega flestir lesendur þessa dálks en hann hefur getið af sér framúrskarandi verk eins og Daredevil, Electra Assassin, Sin City, 300 og meistaraverkið Batman: The Dark Knight Returns, bestu úttekt á þeirri fornfrægu hetju sem sést hefur. Miller hefur oftast séð um það sjálfur að teikna sögur sínar samhliða skrifunum og rýrir það svo sannarlega ekki gildi þeirra. Í Hard Boiled fær hann til liðs við sig teiknarann Geof Darrow sem leysir úr læðingi eina svakaleg- ustu djöflareið síðari tíma. Ég þekki ekki önnur verk Darrows en Wachowski-bræður fengu hann til að teikna stíliseraðar bardagasen- urnar (story board) í mynd sinni, The Matrix. Eftir lestur þessarar bókar kemur það ekki á óvart. Dar- row er sannkallaður senuþjófur og auga hans fyrir sláandi myndmáli er engu líkt. Í bókinni tekst honum að búa til dantískt infernó á jörðu þar sem ljósglætan er svo lítil að MYNDASAGA VIKUNNAR Ofbeldis- full ná- kvæmni Myndasaga vikunnar er Hard Boiled eftir Frank Miller og Geoff Darrow. Útgefið af Dark Horse Comics, 1992. Bókin fæst í Nexus IV á Hverfisgötu. Heimir Snorrason heimirs@mbl.is RÚSSÍBANARNIR eru ein mesta fjörsveit sem hér starfar og hefur sannast á breiðskífum og böllum. Í nokkurn tíma hefur lítið farið fyrir þeim Rússíbanafélögum saman, enda hafa þeir haft í nógu að snúast hver í sínu lagi. Það er því vel að þeir komi saman að nýju til að taka upp plötu, enda framúrskar- andi tónlistarmenn á ferð. Eins og fram kemur í inngangi þessarar umsagn- ar er sveitin skipuð eins og forðum, en með einni viðbót þó því til liðs við þá Guðna, Jón, Einar Kristján og Tatu er genginn slagverksmaðurinn Matthías M.D. Hemstock, sem kryddar af snilld það sem fram fer. Sérstaklega ber hann með sér aust- ræn áhrif, sem verður að teljast við- eigandi í ljósi þess hvert þeir félagar sækja sinn innblástur, til Mið-Austur- landa og Balkanskaga að mestu leyti. Matthías er áberandi í slagverki og trommuleik, nær að laga hljóminn að þörfum hvers lags, til að mynda í „Ungverskum dansi nr. 6“, öðru lagi plötunnar, og einnig í „Ta pedzou ðo Pirea“, þar sem hann nær vel hefð- bundnum rebetikoáslætti um miðbik lagsins, en leyfir sér líka að skreyta með annars kyns slagverki. Einnig er „Khassidasöngurinn“ sem opnar plöt- una sérdeilis skemmtilegur en þar bregður Guðni á leik með didgeridoo. Veit á gott hvað þeir félagar eru ófeimnir við að stokka saman menn- ingarheima. Hljómur í slagaranum hans Hadji- dakis, „Ta pedzou ðo Pirea“, sem margir þekkja úr myndinni Aldrei á sunnudögum, finnst mér full róman- tískur, sérstaklega hefði verið gaman að fá ögn meiri hörku í gítarhljóminn, en það verður ekki af Einari Kristjáni skafið að hann spilar á gítarinn í því lagi af mikilli fimi og smekkvísi. Takturinn í búlgarska hora-dansin- um, „Horra-Bulgar-Horra“, er heldur ekki nógu snarpur og gjarnan hefði ég viljað vera án „Nava nagela“, sem hentar eflaust vel til að trylla fólk á böllum, en endist illa á plötu. Í heild er platan þó bráðskemmti- leg og styrkist við hverja hlustun. Hún er kannski full fjörug, því þó Rússíbanarnir séu mikil stuðsveit er þeim líka gefið að leika tregafullt og hægt eins og heyra má í besta lagi plötunnar, „Nigun“, og einnig um miðbik „Horra-Bulgar-Horra“. Allir standa þeir félagar sig af- burðavel, þó eðlilega beri mismikið á þeim. Ástæða er til að benda á spila- mennsku Guðna og Tatu í „Horra- Bulgar-Horra“, Einars Kristjáns og Tatu í „Khassidasöngnum“ og „Brej- ero“ og Einars Kristjáns í „Ta pedzou ðo Pirea“. Jón Skuggi er traustur og Matthías fer á kostum í slagverkinu, til að mynda í „Ungverska dansinum“ og sérstaklega „Brejero“. Tónlist Stokkaðir saman menn- ingarheimar RÚSSÍBANARNIR Gullregnið Fljúgandi diskar/Edda Rússíbanarnir eru Guðni Franzson, sem leikur á klarinett, saxófón og didgeridoo, Einar Kristján Einarsson, sem leikur á gítar, Jón „Skuggi“ Steinþórsson sem leikur á bassa, Tatu Kantomaa, sem leik- ur á harmónikku, og Matthías M.D. Hem- stock, sem leikur á slagverk ýmiskonar. Árni Matthíasson Morgunblaðið/Golli Rússíbanarnir hafa margsannað að þeir eru hin mesta fjörsveit.                                 Hafnarstræti 15, sími 551 3340 Restaurant Pizzeria Gallerí - Café   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga- hönnun Katrín Þorvaldsdóttir. 5. sýn. í kvöld, þri. 30. okt. kl. 21 Tveir fyrir einn — örfá sæti laus 6. sýn. lau. 3. nóv. kl. 21 - örfá sæti laus 7. sýn. þri. 6. nóv. kl. 21 Tveir fyrir einn 8. sýn. þri. 13. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 9. sýn. fim. 15. nóv. kl. 21 Ath. Takmarkaður sýningafjöldi Tónleikar mið. 31. okt. kl. 21 Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Greg Hopkins. Aðgangseyrir 1.200 kr.               Rísandi sól Finnur Torfi Stefánsson: Ad amore Toru Takemitsu: Gitimalya fyrir marimbu og hljómsveit Tan Dun: Dauði og eldur Hljómsveitarstjóri: Hermann Bäumer Einleikari: Steef van Oosterhout Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is blá áskriftaröð fimmtudaginn 1. nóvember kl. 19:30 í Háskólabíói AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Á þessum tónleikum kallast á íslenska tímamótaverkið Ad amore, sem nú er frum- flutt á tónleikum á Íslandi, og áhrifamikil austræn verk. BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Lau 3. nóv kl. 14 - UPPSELT Su 4. nóv kl. 14 - NOKKUR SÆTI Lau 10. nóv. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 11. nóv. kl. 14 - UPPSELT KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 10. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Su 18. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Lau 3. nov kl. 20 - UPPSELT Su. 11. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 16. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK "Da", eftir Láru Stefánsdóttur Milli heima, eftir Katrínu Hall Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur Fö 2. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 3. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 9. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Su 4. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Lau 10. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI URL ÞRÖNGSÝNI ÚTGÁFUTÓNLEIKAR Mi 31. okt kl. 21 - húsið opnar 20.30. MEGAS MYND OG TÓNLEIKAR Fi 1. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Fi 1. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 2. nóv kl. 20 - UPPSELT Lau 10. nóv kl. 20 UPPSELT Su 11. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Fi 1. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 3. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 9. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is  #' / !  %( !"#$ #: / ' %#$ !"#$ #& / ! $ %(%#$ #- /   ## %#6 !"#$ #6 / ! #- %(%#$ # / #6 %#$%#$ $& '()*))+  A+   " !#& #$       /    /   4" #( #$% +  ,-       / !  %( / ' %(./ 0)12342) B!  ,     &C   %"       15)62 2  7 8 1*))0 *)) + ,9- , 2                         !"#$%#!&'""()&' "(* MOGGABÚÐIN mbl.is SMS FRÉTTIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.