Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 34
UMRÆÐAN 34 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Á stralíumenn hafa gert gangskör að því að draga fram í dags- ljósið árdaga hvíta ríkisins, sem til skamms tíma ollu þeim tómum vandræðagangi og minnimátt- arkennd. Allt var gert til þess að þegja þá í hel; sakamannanýlend- an, hvað þá frumbyggjar álf- unnar, voru algjört tabú. Það hefði lítið þýtt á þessum tíma að biðja ástralskan leikara að tala með áströlskum hreim; hann hefði bara hlegið að slíkri bón. En nú er öldin önnur. Ástralir ryðjast nú fram og velta sér hvergi smeykir upp úr arfleifðinni. Þeir hafa náð vopnum sínum og öðlazt sjálfs- virðingu og einnig unnið stóra landvinninga í öðrum álf- um. Þar fara (kvik- mynda-) leikarar og rithöfundar fyrir. Einn þessara manna er ástr- alski rithöfundurinn Peter Carey, sem hlaut á dögunum brezku Booker-verðlaunin öðru sinni fyr- ir bók sína um stigamanninn Ned Kelly og gengi hans. Áður hafði hann hlotið verðlaunin 1988 fyrir söguna Oscar and Lucinda og 1985 var bók hans Illywhacker valin til úrslitakeppninnar, en verðlaunin féllu Keri Hulme í skaut. Peter Carey er annar rit- höfundurinn til þess að vinna Booker-verðlaunin öðru sinni, hinn er J M Coetze. Auk Book- erverðlaunanna hefur Carey hlot- ið Samveldisverðlaunin fyrir bók- ina Jack Maggs og hann er margverðlaunaður á heimavelli. Peter Carey fæddist í Bacchus Marsh í Viktoríu 1943. Hann hef- ur sagt í viðtali, að það hafi fyrst flögrað að sér að hann gæti skrif- að, þegar hann féll á fyrsta ári í efnafræði og fékk vinnu við aug- lýsingagerð. Honum varð vel ágengt í auglýsingabransanum og þar kynntist hann rithöfundum og listmálurum, sem opnuðu honum nýjan heim. Þau kynni leiddu hann á fund höfunda eins og James Joyce, William Faulkner og Samuel Beckett, sem hann segist hafa orðið fyrir miklum áhrifum frá. Carey fór að þreifa fyrir sér á rithöfundabrautinni og fyrsta bókin hans: The Fat Man in Hist- ory, kom út 1974. Hún hlaut góðar viðtökur og hann fylgdi henni eft- ir fimm árum síðar með smá- sagnasafninu War Crimes sem vann til verðlauna heima fyrir. Með vaxandi rithöfundagengi sagði Peter Carey skilið við aug- lýsingarnar og sneri sér alfarið að skrifum. Hann býr nú í New York. Oscar and Lucinda er saga um prestinn Oscar Hopkins og at- hafnakonuna Lucinda Le- plastrier. Hann er heltekinn af spilafíkn, sem hann reynir að rétt- læta fyrir sjálfum sér með því að gefa bágstöddum mestan hluta vinninganna og sækja sér alibí með trúarlegum tilvísunum; „Kristnir menn eru allir fjár- hættuspilarar. Við veðjum á það að Guð sé til, ekki satt?“ Hún er stöndugur glerframleiðandi, sem stenzt hvorki spil né teninga, og lítur á veðmálin sem lausn sína frá viðjum þjóðfélagsins. Þessi tvö hittast um borð í skipi á leið til Ástralíu og það er ekki að sökum að spyrja; spilafíknin leiðir þau saman. Stærsta veðmálið er svo ferð Oscars með glerkirkju Lucindu landleiðina í ástralskan útnára. Þau veðja auðvitað um þessa ferð og leggja allt sitt ver- aldlega undir. En í draumi sér- hvers manns er fall hans falið og enginn kemst upp með að storka almættinu í þess eigin nafni. Þetta er fyrst og fremst ástar- og örlagasaga Oscars og Lucindu, en um leið lifandi lýsing á því hráa þjóðlífi, sem Ástralir bjuggu við í árdaga hvíta ríkisins. Bókin hefur getið af sér annað listaverk fyrir hvíta tjaldið. Það var Gillian Armstrong, sem stjórnaði kvikmyndun á handriti Laura Jones. Í aðalhlutverkum eru Cate Blanchett og Ralph Fiennes og fyrir mína parta eru Oscar og Lucinda þar ljóslifandi komin. Ef ég man rétt hrósuðu allir myndinni, en enginn vildi veðja á hana og því slapp hún við allar óskarstilnefningar. Sagan, sem Peter Carey hlaut Booker-verðlaunin fyrir nú, fjallar um ástralska stigamanninn Ned Kelly. Ned Kelly er þjóð- sagnapersóna í Ástralíu. Hann var af írsku bergi brotinn, lenti fyrst bak við lás og slá 15 ára gamall og eftir það var ævi hans ein útistaða við lögin. Hann var hestaþjófur, bankaræningi og morðingi – útlagi, sem fyrirfólkið fyrirleit, en Hrói höttur í augum alþýðunnar. Hann var hengdur 1880. Carey skrifar söguna sem bréf Kelly til dóttur sinnar með sér- stæðu tungutaki og stíl. Það er sitthvað gæfa og gjörvileiki, líka í Ástralíu, og einhvern veginn hrekst Ned Kelly fyrir harð- neskju lífsins til afbrota, þar sem eitt leiðir af öðru. En þrátt fyrir allt fellur mannshamurinn aldrei alveg af honum. Frásögnin dreg- ur enga dul á afbrotin, en henni tekst líka að sýna okkur tryggan son, hugrakkan mann, ástríkan eiginmann, umhyggjusaman föð- ur og traustan vin. En þrátt fyrir þetta allt hlaut hann að enda í gálganum! Og sem fyrr bregður Peter Carey ekki aðeins ljósi á sögu ein- staklinganna, heldur skín í gegn um hana það hráa, misskipta þjóðfélag, sem skaut rótum í Ástralíu. Peter Carey hefur sagt í viðtali, að Ástralir geti ekki komizt af öðruvísi en að horfast í augu við fortíðina og viðurkenna ekki að- eins kosti hennar, heldur gallana líka. Enginn má undan líta. Það er svo hlutverk rithöfund- arins að bregða upp spegli fyrir samtíðina og þegar vel tekst til framtíðina líka. Enginn vafi er á því að rithöf- undar á borð við Peter Carey hjálpa ekki aðeins löndum sínum til að mannast, heldur fá þeir okk- ur hinum líka sjónauka til að skyggnast um og skilja betur, hvern mann við sjálf höfum að geyma. Að spegla sig í spilafíklum og stigamönnum Hér segir af ástralska rithöfundinum Peter Carey og Booker-verðlaunabókum hans um spilafíklana Óskar og Lucindu og stigamanninn og hetjuna Ned Kelly. VIÐHORF Eftir Freystein Jóhannsson freysteinn @mbl.is Í STEFNURÆÐU forsætisráherra á Al- þingi kom fram að end- urskoðun laga um rannsóknir og vísinda- starfsemi á Íslandi verður hrint í fram- kvæmd á næstunni. Menntamálaráðherra hefur áður kynnt þær hugmyndir sem liggja til grundvallar endur- skoðuninni. Athyglis- verðast í tillögum menntamálaráðherra er að stefnt er að því að skilja skýrt á milli ákveðinna þátta í um- hverfi vísindarann- sókna á Íslandi. Er þar um að ræða aðskilnað á milli vísindarannsókna annars vegar og vöruþróunar og ný- sköpunar í atvinnulífi hins vegar. Einnig hefur komið fram að til stendur að sjóður sem hefur það hlutverk að styrkja vísindarann- sóknir úthluti styrkjum eingöngu til einstaklinga og fyrirtækja þeirra en að opinberar rannsókna- og háskóla- stofnanir fjármagni sínar rannsóknir með öðrum hætti. Þessir þættir hafa hingað til ekki verið nægilega skýrt aðgreindir í umhverfi vísindarannsókna á Íslandi og hefur samkeppnisstaða þeirra sem leggja stund á rannsóknir því verið allójöfn. Opinber stuðningur við rannsóknir hefur á síðustu árum þróast þannig að þau verkefni sem miða að þróun og framleiðslu á ein- hverskonar vöru til sölu á markaði hafa í síauknum mæli dregið til sín fé en grunnrannsóknir sem miða ein- faldlega að þekkingarsköpun hafa setið eftir. Nýtt dæmi um þessa þró- un er sprotafjármögnun RANNÍS og Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins sem veitir veglegan fjárstuðning í því skyni að leggja grunn að atvinnu- starfsemi. Annað dæmi eru hinir nýju öndvegisstyrkir Vísindasjóðs sem veita veglegan fjárstuðning en gera að skilyrði veruleg mótframlög rannsóknarstofnana og fyrirtækja. Nálægðin við markaðinn eða tengsl- in við opinberar rann- sóknastofnanir hafa þannig orðið forsenda þess að geta sótt um rannsóknarstyrki sem ná máli. Áætla má að nú leggi um 1.100–1.200 Íslend- ingar stund á fram- haldsnám eftir fyrstu háskólagráðu og ein- hver hluti þeirra mun alltaf kjósa að helga sig fræðistöfum og rann- sóknum. Háskólar og opinberar rannsóknar- stofnanir á Íslandi geta ekki veitt öllum þeim fjölda þann vettvang til sköpunar og fræðistarfa sem þarf svo að fjárfesting í framhaldsnámi fái að njóta sín og skila sér aftur til samfélagsins. Margir fræðimenn kjósa einnig að vinna sjálfstætt. Hjá sjálfstæðum og óháðum fræðimönn- um fær frumkvæði og kraftur til ný- sköpunar að dafna óháð fyrirfram skilgreindum mörkum hefðbundinna stofnana. Óháðir fræðimenn sem ekki eiga hagsmuna að gæta í tengslum við ákveðnar opinberar stofnanir geta einnig veitt þeim sam- keppni og um leið það faglega aðhald sem er nauðsynlegt virku vísinda- samfélagi. ReykjavíkurAkademían hefur svarað ríkri þörf fyrir starfs- vettvang sjálfstæðra fræðimanna og þannig spornað við þeirri vafasömu þróun atgervisflótta að hámenntaðir Íslendingar hrekist úr landi til að fá störf og starfsskilyrði við hæfi. Upp úr jarðvegi hennar hafa sprottið ým- is samstarfsverkefni og rannsóknar- hópar og sá stuðningur sem felst í ReykjavíkurAkademíunni gerir fræðimenn innan raða hennar betur í stakk búna til að sækja fram á al- þjóðlegum vettvangi. Þá er ekki síð- ur mikilvægt að í ReykjavíkurAka- demíunni samnýta fræðimenn aðstöðu og búnað sem hver og einn styrkþegi hefði ekki bolmagn til að afla sér annars. Tilvist Reykjavík- urAkademíunnar styður þannig við bætta nýtingu þeirra fjármuna sem ríkið leggur til rannsókna og vísinda- starfs. ReykjavíkurAkademían er í raun eina rannsóknasetrið sem hlúir að og virkjar kraft og framtak sjálf- stætt starfandi fræðimanna á svið- um hug- og félagsvísinda og raunar grunnrannsókna almennt. Má segja að hún sé í raun mótvægi við hin fjöl- mörgu frumkvöðla- og atvinnuþró- unarsetur sem sinna þörfum mark- aðarins sem og ákveðið mótvægi við opinberar háskóla- og rannsókna- stofnanir. Það ber að fagna þeirri aðgrein- ingu á milli atvinnuþróunar, opin- berra rannsóknarstofnana og sjálf- stætt starfandi fræðimanna sem stefnt er að í hugmyndum mennta- málaráðherra. Með slíkri aðgrein- ingu eru meiri líkur á því að hver þessara hópa fái notið sín á sínum eigin forsendum því allir eru þeir mikilvægir þættir í nútímasamfélagi og eiga jafnan rétt á sér. Samhliða slíkri aðgreiningu er mikilvægt að sjálfstætt starfandi fræðimönnum á Íslandi verði búin viðunandi starfs- skilyrði. Tilvist ReykjavíkurAka- demíunnar og þeirrar starfsaðstöðu sem hún getur boðið einkaaðilum er mikilvægur bakhjarl einkaframtaks í rannsóknum. Hún felur þannig í sér mikilvægan stuðning, jafnvel að ein- hverju leyti forsendu fyrir því að hin boðaða stefna í vísindum og rann- sóknum verði farsæl til framtíðar. Rannsóknastefna ríkisstjórnarinnar Oddný Mjöll Arnardóttir Rannsóknir Mikilvægt er, segir Oddný Mjöll Arn- ardóttir, að sjálfstætt starfandi fræðimönnum á Íslandi verði búin við- unandi starfsskilyrði. Höfundur er lögfræðingur og framkvæmdastjóri Reykjavíkur- Akademíunnar. ÞEGAR við, sem er- um á miðjum aldri núna, vorum að alast upp í gömlu Reykjavík, vildi það okkur til happs, að stórflínkir tónlistarmenn hálf- hröktust hingað fyrir hræðilegum veðrum og vindum úti í löndunum. Ég man dr. Edelstein, sem stofnaði fyrsta barnamúsíkskólann, svona skíran til augn- anna í gráu jakkafötun- um sínum í rokinu vest- ur við Selsvör, og hvernig hann útvegaði vínarbrauð og mjólk í lítraflöskum, okkur barnungum nemendum sínum til gottgjörelsis; hann vissi, að sá sem fæst við tónlist má ekki vera alveg ofboðslega svangur á meðan hann er að spila, ekki frekar en hinn sem grefur skurð, eða þá maður sem siglir skipi. Það gengur að minnsta kosti ekki til lengdar. Allir, sem stunda nýta iðju, og börnin þeirra, þurfa að fá að borða. Við klöppuðum í takt og skemmtum okkur við að segja ta-ta- tí-ta-a og sungum do-re-mí-fa-so-la- tí-do um leið og við bjuggum til tákn með hendinni. Seinna komu lagið um Fiðlu-Hansa, Ingólfur Guðbrands- son, og svo hljómsveitin hans Björns Ólafssonar í Tónlistarskóla Reykja- víkur. Sumir náðu langt í tónlistinni og hafa auðgað með því líf okkar, en við hin létum nægja að spila og syngja mest okkur sjálfum til yndisauka. En kannski urðu allir pínulítið öðruvísi og skárri manneskjur. Vonandi. Og ég veit, að margir hafa haldið áfram, æ síðan, að bisa við að ná skalanum, sumir jafnvel í laumi. Og það má að minnsta kosti segja, hvað sem öðru líður, að við ger- um ekkert ljótt af okk- ur á meðan við erum að æfa okkur að spila. Í heimspekinni er mikið spekúlerað í því núna, hvort það sé hægt að hugsa án þess að nota orð. Og sumir frægustu heimspekingar telja, að til séu spurningar, sem aðeins tónlistin getur svarað. Og svo séu til svör, sem passa ekki við neinar spurning- ar nema þær, sem tónlistin spyr. Við Íslendingar vorum svakalega blankir lengi. Þar af leiðir, að við er- um flestir enn þá voðalega hræddir við fátæktina, eiginlega einum um of. Við tókum ekki mark á neinu, innst inni, nema það væri hægt að láta það beint í askinn – og éta það svo. Og okkur var það svosem ekkert láandi. Og þarf ekki Íslendinga til. En núna höfum við það guðsélof betra í bili og viljum sinna um fleira. Þar á meðal tónlistina. Það má kannski halda því fram, ef yfirvöld einhvers þjóðlands bönnuðu þegnunum að syngja, eða þá tækju af þeim hljóðfærin sín, að þá mundu þeir auðvitað bara fara að yrkja eða mála í staðinn. Ansi væri það nú eitt- hvað dauflegt samt, ef allir væru allt- af að skrifa eða teikna, svona ósköp þegjandalegir og einhvern veginn, en enginn að syngja og spila. Eða þá ef presturinn í kirkjunni talaði og talaði og talaði, alveg endalaust, og ætlaði aldrei að hætta, og ekki nokk- ur maður syngi? Og svo væri kannski ofan á allt saman ekkert orgel! Nei, nú verðum við að hækka kaupið við tónlistarkennarana okk- ar. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Þeir eru stétt, sem við getum alls ekki verið án. Og þeir hafa alltof lág laun. Við eigum indælan og mús- íkalskan fjármálaráðherra, sem er mjög góður búmaður, og syngur sjálfur dável, og er meira að segja frændi minn, og ég er alveg viss um að hann getur náð samkomulagi við félaga sína í stjórninni um að kippa þessu í lag. Einhvern veginn. Fyrir Guðs skuld. Æ, elskurnar, látum það ekki dragast. Heyr, fiðlan, hún byrjar … Gunnar Björnsson Kjaradeila En kannski, segir Gunnar Björnsson, urðu allir pínulítið öðruvísi og skárri manneskjur. Vonandi. Höfundur er prestur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.