Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd. Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær- ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. Þetta byrjaði sem saklaus hrekkur. Nú eru þau fórnarlömbin... Jo y Ri de bo lir og de rh úf ur íb oð i!* *á m eð an bi rg ði r en da st FO RS ÝN D ÍK VÖ LD KL .2 0. 00 CRY FREEDOM (1987)  Hróp leikstjórans Richard Attenboroughs á frelsi svarta meirihlutans í S-Afríku heyrast nokkuð vel í fyrri helmingi mynd- arinnar en verður veikara þegar ljóst er að allur seinni hlutinn snýst um flótta Kevin Klines, sem leikur frjálslynda blaðamanninn Donald Woods, út úr landinu. Myndin hefur allar réttu meining- arnar í frásögn af vináttu blaða- mannsins og blökkumannaleið- togans Steve Bikos, sem er frábærlega leikinn af Wash- ington, en það sem átti að verða áróðursmynd verður rétt bærileg spennumynd. Stundum glittir í stórfenglega frásagnaraðferð Attenboroughs í hópatriðunum og einnig blasir við átakanleg og grimmileg lýsing á miskunn- arlausu kerfi mannvonsku og níð- ingsskapar. Þá er myndin líka býsna sterk. Rís hæst í túlkun Washingtons. GLORY (1989)  Þó litaðir hermenn hafi löngum verið vinsælt sláturfé í fremstu víglínum bandarískra herja, hefur fátt verið gert til að halda nafni þeirra á lofti. Hér kveður við annan tón. Glory er um fyrstu herdeildina skipaða þel- dökkum liðsmönnum og hetjudáð- ir hennar í einni af úrslitastyrj- öldum Þrælastríðsins. Hetjuballaða af gamla skólanum, þrungin karlmennsku, hugprýði, stolti, heiðri og hollustu. Með hjálp stórbrotinna leikara, tón- skálds, búninga- og leik- tjaldahönnuða og kvikmynda- stjóra hefur hinn lítt reyndi Edward Zwick gert athyglisverð- ustu stríðsmynd síðari ára, þar sem hvert stemmningsatriðið rek- ur annað. Washington er ekkert minna en stórkostlegur í Ósk- arsverðlaunahlutverkinu. Matt- hew Broderick og Morgan Freeman eru einnig afbragðs- góðir í traustum leikhópi. Mynd sem allir verða að sjá, þó hún missi örlítið af reisn sinni á skján- um. HURRICANE (1999) ½ Hollywood hefur orð á sér fyrir að fara offari er hún tek- ur á viðkvæmum þjóðfélags- málum. Í myndinni um boxarann Carter (sem Dylan sönglaði um að hefði getað orðið heimsmeistari), fær hún tækifæri sem Norman Jewison og félagar nýta til hins ýtrasta. Áberandi kaflaskipt, hefst á óþarflega svart/hvítu óréttlæti, gegnsýrðu kynþátta- fordómum, ofbeldi og óréttlæti. Skiptir hinsvegar gjörsamlega um gír þegar lögmennirnir, með piltinn Lesra (Vicellous Reon Shannon), koma til skjalanna og blása lífsvon í brjóst Carters. Eft- ir vafasaman málflutning gerist Hurricane einhver tilfinningarík- asta mynd síðari ára, þar sem ber hæst ósvikið samband Lesra og boxarans sem þeir túlka óviðjafn- anlega, stórleikarinn Washington og nýliðinn Shannon. Samleikur þeirra kemur við hjartað. Í NÓVEMBER verður frumsýnd spennumyndin Training Day, nýj- asta mynd leikarans Denzels Wash- ington. Þar fær hann tækifæri til að sýna á sér óvenjulega hlið þar sem persónan sem hann leikur er ósvikið illmenni af verstu gerð; Alonzo, gjör- spilltur, orðum hlaðinn yfirmaður í eiturlyfjalögreglu Los Angeles. Myndin gerist á einum degi, þeim fyrsta í lífi nýliðans Jake (Ethan Hawke), sem fær sína fyrstu þjálfun hjá Alonzo, sem hyggst notfæra sér reynsluleysi nýgræðingsins í sínum ógeðfelldu hagnaðaráætlunum. Einsog hans er von og vísa dregur Washington óþokkann fullskapaðan framúr erminni og vinnur einn leik- sigurinn til viðbótar. Sem kunnugt er hefur leikarinn oftar valið hlut- verk ærlegri manna, enda ber hann af sér óvenjulegan og góðan þokka. Sjálfsagt er Washington orðinn þreyttur á slíkum hlutverkum og langar að útvíkka sviðið. Tekst það betur en stéttarbróður hans, Kevin Costner, sem á slæman dag í illingja- hlutverkinu í 3000 Miles to Grace- land. Washington er greinilega al- hliða leikari, sem hefur að líkindum aldrei verið vinsælli en nú. Washington fæddist í New York fylki 1954, sonur leiðtoga í Hvíta- sunnusöfnuðinum og hárgreiðslu- konu. Í sjónvarpsþætti, sem sýndur var fyrir nokkrum árum, greindi Washington frá því að mjóu hefði munað að hann lenti á vafasamari lífsleið, líkt og margir æskufélagar hans, er foreldrar hans skildu. Þá var Washington um fermingu, en móðir hans sleppti aldrei af honum hendinni og lauk piltur B.A. gráðu í blaðamennsku frá Fordham-háskól- anum árið 1977. Um svipað leyti vaknaði áhugi hans á leiklist. Hélt beint til San Fransisco að námi loknu. Þar tók við árs seta við Am- erican Conservatory Theatre, og nokkur hlutverk buðust í sjónvarps- myndum. Frumraun á tjaldinu var háð í gamanmyndinni Carbon Copy (’81), síðan lá leiðin í sjónvarpsþætt- ina St. Elsewhere. Þar fór hann með aðalhlutverkið í sex ár, þessi stóri, stæðilegi og kynþokkafulli leikari vakti verðskuldaða athygli og kvik- myndaverin fóru að gefa honum nán- ari gaum. Washington hlaut Obie- verðlaunin fyrir frammistöðu sína á Broadway, í leikritinu A Soldier’s Story (’84), og hreif mann í kvik- myndagerð Normans Jewison. 1987 gerði hann magnaða hluti sem blökkumannaleiðtoginn Steve Biko, í Cry Freedom, stórmynd Richards Attenborough. Firnagóð túlkun færði leikaranum fyrstu óskarsverð- launatilnefninguna. Tveimur árum síðar hlaut hann sjálf verðlaunin, fyrir framúrskarandi tilþrif sem fyrrverandi þræll, síðar hermaður í einu herdeild blökkumanna í þræla- stríðinu í Glory, meistaraverki Edw- ards Zwick. Nú var Washington kominn í úr- valsdeildina og gat valið úr hlutverk- um, þau voru jafnólík að gerð og gæðum. The Mighty Quinn (’89), var óvenju vond mistök, sem hann bætti upp í hlutverki trompetleikara í Mo’ Better Blues (’90), fyrstu mynd hans undir stjórn Spikes Lee. Richochet (’91), er versta myndin á ferlinum, en ári síðar sýndi hann stórleik í Mal- colm X, mynd Lees um byltingarfor- ingjann, og uppskar óskarstilnefn- ingu. Þá fór hann mynduglega með hlutverk lögfræðings eyðnisjúk- lingsins Toms Hanks í Philadelphiu, tilgerðarlegri Hollywoodvellu um mannlegan harmleik. Næst átti Washington góðan dag í Bruckhei- mer spennutryllinum Crimson Tide (‘94), þar sem hann tekur völdin af kjarnorkukafbátsforingjanum og stríðshauknum Gene Hackman. The Devil In a Blue Dress (’95), er eft- irminnileg fyrir mögnuð leiktjöld og muni, nákvæma endursköpun Los Angeles á fjórða áratugnum, en fátt annað. Courage Under Fire (’96), var hetjuóður úr Flóastríðinu og The Siege (’98), var á svipuðum nótum, í öðru umhverfi: átök FBI og arab- ískra hryðjuverkamanna í New York. Sjálfsagt þykir einhverjum sú mynd draga upp ranga og samúðar- fulla mynd af óþjóðalýðnum, eftir at- burðina 11. september. Mörgum fannst miður að Wash- ington ynni ekki til Óskarsverð- launanna fyrir ótrúlega góða frammistöðu í titilhlutverki Hurric- ane (’99). Leikarinn æfði hnefaleika í heilt ár áður en hann hóf leik í mynd Jewisons, um hinn ógæfusama box- ara. Enn tók við hetjuhlutverk, byggt á raunverulegri persónu, í hafnaboltamyndinni Remember the Titans (’00). Þá hefur leikaranum, líkt og mörgum aðdáendum hans, þótt nóg komið, og setti sig í stell- ingar ódámsins í Training Day (’01). Næst fáum við að sjá til Wash- ingtons í John Q, nýjustu mynd Nicks Cassavetes. DENZEL WASHINGTON Þeir voru margir sem töldu að Washington hefði átt að fá Óskarinn fyrir túlkun sína á Rubin „Fellibyl“ Carter. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Denzel Washington þótti flottur í óði Spikes Lees til djassins, Mo’ Better Blues. Í nýju myndinni, Train- ing Day, sýnir Denzel Washington á sér nýja hlið óþokkans og hefur hlotið lof fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.