Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 49                                                                  !" #  $% &  ' (!"      !"   )     !" * %  ' !  #  +    '  !% ,    - .- /  - " /     %   )            /   0  0  1    / '  % %2 0   1  % 3 4    526 7(% 888% '   '%   Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Ullar- og kasmírkápur Flottir aðskornir heilsársfrakkarIVAN Sokolov er með hálfs vinnings forystu á minningar- mótinu um Jóhann Þóri Jónsson nú þegar mótið er hálfnað. Fyrir helgina var sterkasti skákmaður Dana, Peter Heine Nielsen, efst- ur. Sokolov sneri á hann í fjórðu umferð þegar honum tókst óvænt að spinna mátnet í kringum kóng Heine Nielsen í endatafli. Fyrr í skákinni hafði Heine Nielsen stað- ið prýðilega og ýmsir voru farnir að spá honum sigri, þannig að það var nokkuð súrt í broti fyrir hann að tapa á þennan hátt. Í fimmtu umferð fylgdi Sokolov þessum sigri síðan eftir með því að leggja annan danskan stórmeistara, en að þessu sinni var stórmeistarinn Lars Schandorff fórnarlambið, en hann er fjórði sterkasti skákmað- ur Dana um þessar mundir. Sigur Sokolovs gegn honum var hins vegar sannfærandi og hann er með 4½ vinning af 5, hefur ein- ungis gert jafntefli við Hannes Hlífar. Hannes Hlífar Stefánsson hefur staðið sig best íslensku keppend- anna og er með 3½ vinning í 4.–10. sæti. Hann hefur gert jafntefli í þremur síðustu umferðunum gegn sterkum andstæðingum. Í fjórðu umferð tefldi hann gegn enska stórmeistaranum Murray Chand- ler og í þeirri fimmtu við Peter Heine Nielsen. Sú skák var reynd- ar ansi fjörug og spennandi þrátt fyrir að henni hafi lokið með jafn- tefli og Hannes sýndi að hann bar enga virðingu fyrir andstæðingn- um þegar hann fórnaði riddara í 25. leik og náði í kjölfarið að fanga svörtu drottninguna fyrir hrók, riddara og peð. Hannes fékk þó ekki nægilegt frumkvæði og skák- inni lyktaði með jafntefli eins og áður sagði. Sá keppandi sem skákáhuga- menn munu hafa auga með í næstu umferðum er Arnar Gunn- arsson. Hann hefur verið að vinna sig upp töfluna í síðustu umferð- um og er nú jafn Hannesi að vinn- ingum. Arnar hefur sýnt það að undanförnu að hann er til alls lík- legur þegar hann nær sér á strik, en á það mun reyna í næstu um- ferðum þegar hann fer að mæta sterkustu mönnum mótsins. Þegar litið er á stöðu íslensku keppendanna eftir helgina má segja að í heildina tekið sé hún ekki ólík því sem var fyrir helgina. Nú eru sex íslenskir skákmenn meðal 16 efstu manna á mótinu, en voru sjö fyrir helgina. Að vísu hafa orðið nokkur mannaskipti í íslensku forystusveitinni. Það vakti t.d. athygli að Dagur Arn- grímsson, sem er einungis 14 ára, tapaði sinni fyrstu skák í fimmtu umferð. Fram að því hafði hann m.a. gert jafntefli við tvo stór- meistara og sigrað einn alþjóðleg- an meistara. Það var norski al- þjóðlegi meistarinn Leif Erlend Johannesen (2.429), sem náði að leggja Dag, en Dagur hefur örugglega ekki sagt sitt síðasta orð í þessu móti og því full ástæða til að fylgjast vel með honum. Staðan á mótinu eftir fimm um- ferðir: 1. Ivan Sokolov 4½ v. 2.–3. Jan H Timman, Jaan Ehlvest 4 v. 4.–10. Hannes H. Stefánsson, Lars Schandorff, Peter Heine Nielsen, Arnar Gunnarsson, Tomi Nyback, Leif Erlend Johannes- sen, Jonny Hector 3½ v. 11.–16. Murray G. Chandler, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Ingvar Ás- mundsson, Ingvar Þór Jóhannes- son 3 v. 17.–25. Dagur Arngrímsson, Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Gíslason, Róbert Harðarson, Björn Þor- finnsson, Friðrik Ólafsson, Davíð Kjartansson, Guðmundur Pálma- son 2½ v. 26.–35. Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Halldórsson, Áskell Ö. Kárason, Bragi Þorfinnsson, Pall A. Thorarinsson, Tómas Björns- son, Guðmundur Kjartansson, Björn Þorsteinsson, Kristján Eð- varðsson, Sigurður P. Steindórs- son 2 v. o.s.frv. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur og eru áhorfendur velkomnir. Teflt er daglega og umferðir hefj- ast klukkan 17. Sokolov tekur foryst- una á minningarmótinu um Jóhann Þóri SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r 23.10.–1.11. 2001 Daði Örn Jónsson MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON Minningarmót Jóhanns Þóris. Fimmta umferð 1 Ivan Sokolov - Lars Schandorff 1-0 2 Jaan Ehlvest - Murray G. Chandler 1-0 3 Hannes H. Stefánss. - Peter H. Nielsen ½-½ 4 Jan H. Timman - Helgi Ólafss. 1-0 5 Jonny Hector - Jón Viktor Gunnarss. 1-0 6 Stefán Kristjánss. - Henrik Danielsen ½-½ 7 Friðrik Ólafss. - Arnar Gunnarss. 0-1 8 Róbert Harðars. - Tomi Nyback 0-1 9 Leif E. Johannessen - Dagur Arngrímss. 1-0 10 Björn Þorfinnss. - Þröstur Þórhallss. ½-½ 11 Ingvar Ásmundss. - Páll A. Þórarinss. 1-0 12 Magn. Ö. Úlfarss. - Ingvar Þ. Jóhanness. 0-1 13 Davíð Kjartanss. - Bragi Þorfinnss. ½-½ 14 Guðm. Gíslas. - Jón Árni Halldórss. 1-0 15 Halldór Halldórss. - Áskell Ö. Káras. ½-½ 16 Guðm. Pálmas. - Lenka Ptacnikova 1-0 17 Sig. P. Steindórss. - Tómas Björnss. ½-½ 18 Gudjón H. Valgarðss. - Björn Þorsteinss. 0-1 19 Sævar Bjarnas. - Guðmundur Kjartanss. 0-1 20 Kristján Eðvarðss. - Olavur Simonsen 1-0 21 Gylfi Þórhallss. - Hrannar Baldurss. 1-0 FRÉTTIR Félagsfundur um Downs-heilkenni FÉLAG áhugfólks um Downs-heil- kenni heldur félagsfund í dag, þriðjudaginn 30. október, kl. 20, í húsi Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Sigurður Rúnar Sæmundsson og Magnús J. Kristinsson barnatann- læknar fræða gesti um tannheilsu og tannvernd barna. Að loknum fyrir- lestri verður spjallað yfir kaffibolla, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um Grænland DAGSKRÁ á vegum Grænlensk-ís- lenska félagsins Kalak í sal Norræna hússins verður í kvöld, þriðjudags- kvöldið 30. október, kl. 20. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, mun segja frá Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð og Róbert Schmidt mun segja í máli og myndum frá Kaj- akferð um Kulusuk-svæðið á Austur- Grænlandi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kynning á lífupplýsingafræði ARNALDUR Gylfason kynnir gögn, aðferðir og lausnir á sviði lífupplýs- ingafræði, þriðjudaginn 30. október kl. 16.15 – 18 í húsi Íslenskrar erfða- greiningar að Lynghálsi 1. Fjallað verður um notkun strengjasamanburðar og reiknirit sem notuð eru til þess. Skoðað verð- ur hvaða aðferðir aðgerðarannsókna eru notaðar á þessu sviði og sérstak- lega farið í notkun kvikrar bestunar í lífupplýsingafræði. Allir eru velkomnir. HÁTÍÐIN „Við vorum ung í Kópa- vogi 1950–1970“ verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs laugardaginn 3. nóvember nk., en með breyttum formerkjum, því nú eru afkomendur fyrrnefndra Kópavogsbúa sérstak- lega boðnir velkomnir með pabba og mömmu. Að öðru leyti eru allir vel- komnir. Húsið verður opnað kl. 21 og leik- ur Gunnar Páll Ingólfsson fyrir gesti. Eftir það munu Lúdó og Stef- án leika fyrir dansi til kl. 3. Aðgöngu- miðar verða seldir í Café Catalínu, Hamraborg 11, frá og með laugar- deginum 27. október. Athugið, ekki tekið við greiðslukortum. Verð að- göngumiða 1.500 kr. Afkomendur boðnir velkomnir á Kópavogsgleði LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Sæbrautar að kvöldi 28. október 2001 um kl. 21.15. Ljósrauðri Hyundai-fólksbifreið var ekið vestur Sæbraut en dökk- rauðri Isuzu-jeppabifreið var ekið eftir Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri inn á Sæbrautina til vesturs. Ágreiningur er milli ökumanna um stöðu umferðarljósanna. Lýst eftir vitnum Kynning á flokkunarlista fyrir landupplýsingar KYNNINGARFUNDUR verður haldinn á vegum LÍSU-samtakanna og Landmælinga Íslands á Hótel Sögu, Ársal, miðvikudaginn 31. októ- ber kl. 12.45–16. Fundurinn er hald- inn í samráði við Tækninefnd LÍSU og Fagráð í upplýsingatækni. Kynnt verður vinna við samræmdan flokk- unarlista um skráningu atriða í land- upplýsingakerfi. Farið verður yfir stöðu verkefnis, vinnuferli og sam- starfsaðilar kynna þá yfirflokka sem þeir hafa umsjón með. Erindi flytja: Guðbjörg Sigurðardóttir og Jófríður Guðmundsdóttir. Fundarstjóri verð- ur Magnús Már Magnússon. Skráning á skrifstofu LÍSU: lisa- @aknet.is. Ókeypis fyrir LÍSU-fé- laga og 1.000 kr. fyrir aðra, segir í fréttatilkynningu Kaffibar á Eiðistorgi ESPRESSOBARINN í Blómastof- unni Eiðistorgi á Seltjarnarnesi var opnaður nýlega. Á Espressobarnum verður aðaláhersla lögð á kaffi, en einnig verður boðið upp á aðra heita og kalda drykki ásamt léttu meðlæti. Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Blómastofunnar, en hún býður áfram upp á íslensk og sér- innflutt blóm og gjafavöru, meðal annars eigin innflutning frá Mar- okkó og nytjalist ungra skandinav- ískra hönnuða. Espressobarinn og Blómastofan Eiðistorgi eru opin daglega frá kl. 10 til 21. UNDANÚRSLIT í heimsmeist- aramótinu í brids hefjast í dag í París en keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn hófst fyrir rúmri viku. Þrjár Evrópusveitir tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum í opna flokknum: Norðmenn, Ítalar og Pól- verjar, en fjórða sveitin er B-sveit Bandaríkjanna. Í kvennaflokki komust einnig þrjár Evrópusveitir í undanúrslit, Austurríkismenn, Frakkar og Þjóð- verjar, auk B-sveitar Bandaríkjanna. Í opnum flokki unnu Pólverjar öruggan sigur á Indverjum, 279:105. B-sveit Bandaríkjanna vann einnig Frakka nokkuð örugglega, 276:178, en í bandarísku sveitinni spila m.a. Alan Sontag og Peter Weischel sem síðast spiluðu saman árið 1983 og urðu þá heimsmeistarar. Norðmenn unnu Indónesa 297:215,5. Þá unnu Ítalar A-sveit Bandaríkjanna, 262:146. Í undanúrslitunum spila saman annars vegar Norðmenn og Ítalar og hins vegar Pólverjar og Bandaríkja- menn í opnum flokki og Þjóðverjar og Austurríkismenn annars vegar og Frakkar og Bandaríkin hins vegar í kvennaflokki. Leikur Evrópumeistara Ítala og A-sveitar Bandaríkjanna var lengi vel mjög spennandi. Ítalar náðu for- skoti í upphafi en Bandaríkjamenn jöfnuðu metin þegar fjórum lotum af sex var lokið. Fimmta 16 spila lotan endaði hins vegar 57-0 fyrir Ítala og þar með voru úrslitin ráðin. Núver- andi heimsmeistarar eru því úr leik. Þetta spil er úr leik Ítala og Bandaríkjamanna og er athyglisvert fyrir áhugamenn um sagntækni: Vestur gefur, enginn á hættu Norður ♠ 109842 ♥ ÁK875 ♦ 6 ♣D7 Vestur Austur ♠ G65 ♠ ÁKD7 ♥ G ♥ 6 ♦ ÁD10853 ♦ K94 ♣954 ♣Á10832 Suður ♠ 3 ♥ D109432 ♦ G72 ♣KG6 Við annað borðið sátu Ítalarnir Giorgio Duboin og Norberto Bocchi AV og Bandaríkjamennirnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell NS: VESTUR NORÐUR AUSTUR SUÐUR Duboin Meckstr. Bocchi Rodwell Pass Pass 1 lauf 1 hjarta 3 tíglar 4 tíglar 4 hjörtu pass 5 tíglar Pass Pass Pass Það er athyglisvert að Duboin í vestur skyldi ekki opna á einhverri veikri tígulsögn; á íslensku bridsmóti myndi enginn maður segja pass með vesturspilin. En sagnir þróuðust heppilega fyrir AV og 5 tíglar unnust auðveldlega, 400 til Ítalíu. Við hitt borðið sátu Bob Hamman og Paul Soloway AV fyrir Bandarík- in og Ítalarnir Lorenzo Lauria og Alfredo Versace sátu NS: VESTUR NORÐUR AUSTUR SUÐUR Hamman Lauria Soloway Versace 3 tíglar 4 tíglar 4 grönd 5 lauf pass 5 hjörtu/// Hamman valdi að opna á hindrun- arsögn og Lauria lét eins og hann ætti að minnsta kosti 8 slaga hendi með hálitina. Ítalarnir sögðu svo sannfærandi að Soloway þorði ekki að dobla 5 hjörtu sem fóru aðeins einn niður, 50 til Bandaríkjamanna en 8 impar til Ítalíu. Keppnin um Bermúdaskálina Þrjár Evrópu- sveitir í undanúrslit Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS P a r í s Heimsmeistaramótið í brids er haldið í París dagana 21. október til 3. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðunni www.bridge.gr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.