Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nokkur frábær fyrirtæki 1. Raftækjaversl. Suðurveri er til sölu vegna veikinda eiganda. Verslunin hefur verið starfrækt í húsinu frá því að það var byggt. Vaxandi velta, enda staðsetningin frábær og verður alltaf betri og betri. Sérhæfir sig í skermum og fylgihlutum. Besti tími ársins framundan. Laus strax. Mikil bílaumferð er framhjá allan sólar- hringinn. Frábært fyrir hjón. 2. Bakarí, sem rekið hefur verið með hagnaði undanfarin ár og í stöðugum vexti. Hefur fallegan og góðan sölustað og marga fasta og stóra viðskiptavini. Er á stór-Reykjavíkursvæðinu. 3. Falleg blómabúð í Grafarvogi, lítil og nett en skilar ágætum laun- um. Laus strax og tilbúin undir haustverslunina og jólasöluna. 4. Einn stærsti pöntunarlisti heims. Vel þekktur hér á landi og hægt að hafa í heimahúsi. Hentar vel fyrir heimavinnandi fólk eða með annarri starfsemi. Sýnishorn á staðnum. 5. Nýlega endurnýjuð hársnyrtistofa til sölu í gömlu rótgrónu hverfi. Mikil viðskipti. 5 stólar. 6. Innréttingaverslun til sölu, eldhúsinnréttingar og í baðherbergið. Góð sala, enda með þekkt merki og vandaðar og fallegar vörur. Eigin innflutningur. 7. Útgáfustarfsemi með klassískar, fræðandi barnabækur og nytja- bækur. Sýnishorn á staðnum. 8. Góðar sólbaðstofur á mjög góðum kjörum. 9. Þekkt tískuhús með mörg góð umboð og mikið af fastakúnnum. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Góðir og stórir sýningar- gluggar. Frábær sölutími framundan. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         „AÐFÖR að sam- keppni“ er yfirskrift greinar sem Jónas Hag- an framkvæmdastjóri Iceland Refund ritar í Morgunblaðið 19. októ- ber síðastliðinn. Þar kýs hann að geysast fram á ritvöllinn með ásakanir á hendur Samtökum verslunarinnar af tilefni sem samtökin hefðu kosið að halda utan kastljóss fjölmiðlanna. Ekki vegna eigin hags- muna, heldur af tillits- semi við Jónas, sem við höfum átt gott samstarf við um árabil. Málið snýst um að nýverið stofnaði Jónas Hagan ásamt fleirum fyrirtæk- ið Iceland Refund. Starfsemi þess felst í endurgreiðslum á virðisauka- skatti til erlendra ferðamanna, líkt og Global Refund Iceland hefur sinnt síðastliðin fimm ár með góðum ár- angri. Global Refund Iceland er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki með starfs- stöðvar í yfir 30 löndum sem nýtur trausts og álits um heim allan. Hefur starfsemin hér á landi gengið mjög vel og er vafalítið hægt að fullyrða að verslun erlendra ferðamanna hér á landi hefur margfaldast eftir tilkomu þess. Þetta er ekki síst að þakka frammi- stöðu Jónasar Hagan sem starfaði hjá Global Refund Iceland þar til í júlí síðastliðnum. Hann tók á sínum tíma að sér að stofna fyrirtækið hér á landi og fékk m.a. til samstarfs Samtök verslunarinnar og Kaupmannasam- tök Íslands. Bæði þessi samtök lögðu kapp á að greiða götu hans og fyr- irtækisins sem mest þau máttu og vinna málinu fylgi hjá stjórnvöldum, en fram að þeim tíma hafði ríkið haft einokun á þessari þjónustu við ferða- menn og var árangurinn fremur dap- ur. Okkar hagsmunir voru augljósir, að auka verslun erlendra ferðamanna á Íslandi í samstarfi við traust alþjóð- legt fyrirtæki. Alvarlegar ásakanir Í grein sinni segir Jónas: „Ótrúleg- asti þáttur þessa máls finnst mér hvernig erlenda fyrirtækið hefur get- að beitt Samtökum verslunarinnar fyrir sig. Fyrirtækið er að 95 prósent hluta í eigu erlendra að- ila en Samtök verslun- arinnar eiga 2,5% og situr fulltrúi samtak- anna í stjórn félagsins. Okkur finnst óeðlilegt að Samtök verslunar- innar, sem hafa það m.a. að markmiði að berjast fyrir sam- keppni, skuli enn halda sínum manni í stjórn og reyna að leggja stein í götu okkar.“ Þetta eru mjög alvar- legar ásakanir bæði á hendur samtökunum og framkvæmdastjóra þeirra þar sem gefið er í skyn að markvisst sé unnið að því að koma í veg fyrir samkeppni í þessari þjón- ustu hér á landi. Slíkt er vitanlega víðs fjarri öllum sannleika og ótrúlegt að Jónas, í þeirri stöðu sem hann er, skuli láta slíkt frá sér á prenti. Spurning um siðferði Allt þar til í júlí síðastliðnum var Jónas forstjóri yfir Global Refund bæði á Íslandi og í Danmörku og naut ótvíræðs trausts stjórnenda og eig- enda fyrirtækisins, sem og Samtaka verslunarinnar, sem frá stofnun hafa átt óverulegan hlut í Global Refund Iceland. Sá eignarhluti var fyrst og fremst tilkominn til þess að staðfesta stuðning við það brautryðjendastarf sem hér var á ferð, enda miklir hags- munir í húfi fyrir íslensk verslunar- fyrirtæki. Í júlí varð hins vegar svo al- varlegur trúnaðarbrestur að segja þurfti Jónasi upp störfum án fyrir- vara. Trúnaðarbresturinn kom þann- ig til að upp komst um áform Jónasar að stofna eigið fyrirtæki í beinni sam- keppni við eigin vinnuveitendur. Í ljós kom að hann var þegar farinn að und- irbúa stofnun slíks fyrirtækis á með- an hann var ennþá starfsmaður og naut fulls trausts Global Refund. Það þarf mikla siðferðislega blindu til að sjá ekki þá feiknarstóru flís sem hér er á ferð. Svona gerir maður ekki. Hvorki hér á landi né annars staðar. Og siðferði af þessu tagi er ekki á markmiðaskrá Samtaka verslunar- innar. Þetta mál snýst ekki um hindr- un á samkeppni. Þvert á móti. Heið- arleg samkeppni er og verður eitt af meginmarkmiðum Samtaka verslun- arinnar. En við hljótum að draga mörkin við eðlilegt viðskiptasiðferði og teljum fullvíst að það geri íslenskir kaupmenn einnig. Jónas Hagan hefur verið starfs- maður Global Refund á sjötta ár. Ljóst er að í gegnum starf sitt og þjálfun hjá Global Refund hefur Jón- as aflað sér viðamikillar þekkingar á íslenskum markaði og þeim aðstæð- um sem þessi starfsemi býr við. Það er á þeim grunni og þeim for- sendum sem Jónas getur nú stofnað sitt eigið fyrirtæki. Við drögum ekki í efa hæfni hans til þess þótt vissulega sé eðlilegt að álykta að styrkur hins alþjóðlega fyrirtækis hljóti að gefa nokkurt forskot þegar kemur að al- þjóðlegri markaðssetningu. Að stórum hluta er þetta sams konar þjónusta, kynning og markaðsstarf og sú sem við höfum af ánægju stutt hann óspart með í gegnum árin í gegnum starf hans hjá Global Ref- und. Þannig hafa Samtök verslunar- innar, í samstarfi við Global Refund Iceland, m.a. staðið fyrir kynningu og fræðslu fyrir starfsmenn og stjórn- endur verslana þar sem áhersla er lögð á markaðssetningu og sölu til er- lendra ferðamanna. Þar sem endra- nær hefur markmið okkar fyrst og fremst verið að efla verslun við er- lendra ferðamenn og styðja þannig hagsmuni okkar eigin aðildarfyrir- tækja í íslenskri verslun. Nei, Jónas. Samtök verslunarinnar eru ekki þátttakendur í neinni aðför að heiðarlegri samkeppni hér á landi og ítrekum enn og aftur að við drög- um mörkin við eðlilegt viðskiptasið- ferði hver sem í hlut á. Samkeppni og siðferði Haukur Þór Hauksson Endurgreiðsla Samtök verslunarinnar, segir Haukur Þór Hauksson, eru ekki þátttakendur í neinni aðför að heiðarlegri samkeppni. Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar – FÍS. „AF gleðipillum RÚV“ er yfirskrift greinar sem Sigur- steinn Másson skrifar í Morgunblaðið sl. föstudag. Þar gerir hann að umtalsefni frétt í Útvarpinu mánudaginn 22. okt., þar sem fjallað er um lyfjakostnað Trygg- ingastofnunar ríkisins. Þar segir Sigur- steinn orðrétt: „Fréttastofa útvarps- ins er hér gengin í lið með DV sem á dæma- lausan hátt hefur gert lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi. Þunglynd- islyfin, geðdeyfðarlyfin eru orðnar gleðipillur.“ Greinarhöfundur legg- ur síðan út af þessu á nær hálfri síðu og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir Fréttastofunni hafi vakað „fyrirlitning, ónærgætni og hroki“. Það er nauðsynlegt að fram komi að í fréttinni var vitnað í aðfaraorð forstjóra TR, Karls Steinars Guðnasonar, þar sem segir: „Tauga- og geðlyf eru stærsti ein- staki lyfjaflokkurinn sem Trygg- ingastofnun niðurgreiðir eða 27,3% af öllum greiddum lyfjum.“ Og síð- ar: „Má sjá að aðeins fjögur lyf, svo- kallaðar „gleðipillur“, nema rúm- lega 10% af öllum lyfjakostnaðinum.“ Síðar í Staðtöl- um almannatrygginga 2000, á bls. 41, er á grafískan hátt gerð grein fyrir lyfjaútgjöldum stofnunarinnar, og þar er þetta orð „gleðipill- ur“ á fjórum stöðum, og lái okkur hver sem vill að við skulum hafa notað þetta orð í fréttapistlinum á mánudaginn. Sigur- steinn Másson ætti frekar að beina orðum sínum til yfirmanna heilbrigðismála en okkar fyrir þessa orðanotkun. Hann kýs hins vegar að beina spjótum sínum að Fréttastofu Útvarps- ins eins og orðið sé upprunnið það- an og að við séum að gera lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi. Þvert á móti höfum við nú að undanförnu í kjöl- far stefnuræðu forsætisráðherra oftsinnis fjallað um vandamál þess- ara sjúklinga til að varpa ljósi á þau. Sigursteinn talar í grein sinni eins og orðið gleðipillur hafi verið notað um öll þunglyndislyf en ekki eingöngu ákveðna gerð þunglynd- islyfja, svokallaða sérhæfða seró- tónín-endurupptökuhemla, sem ganga undir nafninu „gleðipillur“ meðal almennings. Þá gleymir hann alveg að geta þess að við töluðum við virtan geðlækni, Tómas Zoëga, um þessi mál og leituðum skýringa á þessari miklu notkun á dýrari teg- undum í þessum lyfjaflokki, eins og góðri fréttastofu sæmir. Í samtal- inu við Tómas benti hann á að læknar gætu haft mismunandi ástæður fyrir að velja dýrari lyf, meðal annars með tilliti til auka- verkana. Þá benti hann á að mark- aðssetning þessara lyfja væri mikil og þörf væri á að rannsaka þetta nánar. Mér er ekki kunnugt um að aðrir fjölmiðlar hafi fylgt þessu máli eftir á þennan hátt og get ekki séð að Sigursteinn minnist neitt á þetta í grein sinni, sem hann hefði þó átt að gera. Ég vísa því alfarið á bug að Fréttastofa Útvarpsins sé að gera lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi með því að nota orðið „gleðipilla“ í pistlinum. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi eiga alla okkar samúð, og þeir sem eru í forsvari fyrir þá verða að beina skeytum sínum í réttar áttir, en ekki hengja bakara fyrir smið. Sigursteinn Másson hefði, sem reyndur fréttamaður, ekki átt að hengja RÚV fyrir Tryggingastofn- un, heldur kanna hvað lá að baki þessu orðalagi í fréttapistlinum, áð- ur en hann fór fram á ritvöllinn. Að hengja RÚV fyrir Tryggingastofnun Kári Jónasson Gleðipillur Þeir, sem þjást af þess- um sjúkdómi, eiga alla okkar samúð, segir Kári Jónasson, en þeir, sem eru í forsvari fyrir þá, verða að beina skeytum sínum í réttar áttir. Höfundur er fréttastjóri Útvarpsins. Aðfaraorð forstjóra Tryggingastofnunar, þar sem hann fjallar um lyfjakostnað: „Á bls. 40 er kökurit er sýnir að tauga- og geðlyf eru stærsti ein- staki lyfjaflokkurinn sem Tryggingastofnun niðurgreiðir eða 27,3% af öllum greiddum lyfjum sem afgreidd eru í al- mennum apótekum. Í þessum lyfjaflokki eru mörg lyf, en í nánari greiningu sem kemur fram í Staðtölum má sjá að að- eins fjögur lyf, svokallaðar „gleðipillur“, nema rúmlega 10% af öllum lyfjakostnaðin- um.“ SÍÐASTLIÐIÐ vor samþykkti háskólaráð Háskóla Íslands að leita nýrra leiða við fjármögnun nýbygg- inga á háskólasvæðinu. Í fyrsta sinn stendur til að leita til einkaaðila um fjármögnun ný- bygginga og þar með hefur málflutningur Vöku til margra ára loksins fengið hljóm- grunn meðal ráða- manna háskólans. Einnig var samþykkt að hefja uppbyggingu vísindagarða eða þekk- ingarþorps á svæði sem afmarkast af húsi Íslenskrar erfða- greiningar, náttúrufræðahúsi, stúd- entagörðum og Oddagötu. Undirrit- aður fagnaði þessu framtaki háskólans enda um stórkostlegt tækifæri að ræða til að bæta allt rannsóknarumhverfi landsins. Fyrir síðustu kosningar til stúd- entaráðs var einn af hornsteinum í málflutningi Vöku að bæta þyrfti að- komu atvinnulífsins að háskólanum. Ein leið sem nefnd var í því sambandi var einmitt sú að byggja upp vísinda- garða þar sem atvinnulífið hefði tækifæri til að starfa í grennd við eitt besta vinnuafl landsins, en það eru einmitt stúdentar. Nú hefur þessari hugmynd verið hrint í framkvæmd og er það mikið fagnað- arefni fyrir háskóla- samfélagið. Stefnt er að því að fá einkum fyrir- tæki í hátækniiðnaði og líftækni inn í Vísinda- garðana sem líklega verða um 50.000 fm og því ljóst að um stór- kostlegt tækifæri er að ræða til að búa til eins konar miðju vísinda- starfsemi í landinu. Þó er nauðsynlegt að ráða- menn háskólans haldi rétt á spöðunum og verði ekki undir í þeirri samkeppni sem nú hef- ur myndast á þessum markaði. Heildarskipulag háskólasvæðis Þrátt fyrir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að hefja byggingu Vís- indagarðanna er enn beðið eftir sam- þykki Reykjavíkurborgar, en gera þarf breytingar á deiliskipulagi svæðisins auk þess sem nauðsynlegt er að ráðast í miklar endurbætur á Miklubraut og Suðurgötu. Aðkoma að svæðinu er gríðarlega erfið eins og hún er í dag og verður enn erfiðari þegar nokkur þúsund manns í viðbót þurfa að komast að svæðinu til vinnu sinnar. Líklegt má telja að á háskóla- svæðinu öllu munu starfa daglega um 15-20.000 manns innan örfárra ára. Vísindagarðar á háskólasvæðinu Baldvin Þór Bergsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.