Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Erlendur Þórðar-son fæddist í Reykjavík 11. októ- ber 1945. Hann lést föstudaginn 19. októ- ber síðastliðinn. For- eldrar hans eru hjón- in Guðlaug Erlendsdóttir, f. 15.11. 1918, og Þórð- ur Sigurðsson, f. 13.8. 1917, d. 21.5. 1988. Eiginkona af fyrsta hjónabandi var Ólafia Guðnadóttir, f. 28.11. 1944, d. 6.8. 1996, þau slitu sam- vistum. Börn þeirra eru: 1) Þórð- ur, f. 15.10. 1964, kvæntur Piu Luoto, f. 7.11. 1972, barn þeirra Emil Andri, f. 2.1. 1995. 2) Guð- laug, f. 26.5. 1967, gift Vilhjálmi Wiium, f. 17.12. 1964, dætur þeirra Dagmar Ýr, f. 4.6. 1988, og Tinna Rut, f. 20.4. 1992. 3) María Dröfn, f. 27.9. 1971, gift Ásgeiri Ingólfs- syni, f. 23.8. 1969, börn þeirra eru Alexandra Þöll, f. 4.10. 1990, Ing- ólfur Arnar, f. 7.2. 1993, og Aron Snær, f. 5.7. 1997. Eiginkona af öðru hjónabandi er Katrín Jóna Gunnarsdóttir, f. 25.9. 1933. Þau slitu samvistum. Erlendur kvænt- ist eftirlifandi eiginkonu sinni, Unu Hlín Gunnarsdóttur, f. 1.10. 1947, hinn 26.12. 1992. Börn henn- ar frá fyrra hjóna- bandi eru: 1) Gerður Gestsdóttir, f. 6.1. 1966, börn hennar Daníel Þór Lindsay, f. 23.7. 1994, og Kar- en Björg Lindsay, f. 17.4. 2001. 2) Geir Gestsson, f. 6.1. 1967, kvæntur Jóhönnu Gísladóttur, f. 4.12. 1970. Barn Geirs frá fyrra sambandi er Guðríður Hlín, f. 1.4. 1987, börn Geirs og Jóhönnu eru Vic- toría Kristín, f. 22.10. 1996, og Gabríel Már, f. 3.1. 2000. 3) Áskell Gestsson, f. 4.5. 1974, sambýliskona hans er Mál- fríður Anna Gunnlaugsdóttir, f. 3.11. 1975, sonur þeirra er Arnar Geir, f. 23.12. 1998. 4) Ingibjörg Gestsdóttir, f. 22.5. 1975, sam- býlismaður hennar er Steingrím- ur Ólafsson, f. 23.2.1968, sonur þeirra er Róbert Andri, f. 17.11. 1998. Erlendur var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri, starfaði um árabil sem leigubíl- stjóri og var nú umsjónarmaður Öskjuhlíðarskóla. Útför Erlendar fer fram frá Hjallakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13.30. Elsku fóstri minn og tengdapabbi, þótt ótrúlegt sé ertu farinn frá okk- ur, við trúum því ekki, hver hringir þá í okkur bara til að segja „hæ“? Þú skilur svo margt eftir að við vitum ekki á hverju er hægt að byrja, sveitaheimsóknir, réttir, skólaheim- sóknir og svo auðvitað þegar við hitt- umst um helgar og fengum okkur bakkelsi úr bakaríinu. Þú komst víða við og þekktir margt. Ég (Inga) man það svo vel þegar þú loksins komst mér upp í hesthús og settir mig á bak á Væng, hestinum hennar mömmu. Ég hélt ég gæti þetta ekki en þú sagðir: „Auðvitað getur þú þetta, stelpa, mamma þín gerir þetta og þetta er ekkert mál.“ Uppá hestinn fór ég og þú sagðir mér að ég sæti hestinn vel. Og gleymum við aldrei þeirri stund vorið 1998 þegar við komum til þín og mömmu til að til- kynna ykkur að frumburður okkar væri á leiðinni. Þú varst svo glaður og alla meðgönguna mína hringdirðu næstum daglega til að spyrja um hann „Ella“ litla. Svo kom litli dreng- urinn okkar í heiminn og þú varst alltaf svo góður við hann, fórst með hann í leigubílinn sem var rauða ljón- ið ykkar, þið fóruð saman á hestbak og deilduð um það hvort liðið væri betra, Manchester United eða Liver- pool. Það getur enginn lýst því hvað þú varst stórt númer í lífi Róberts Andra. Þú ert vonandi kominn á ró- legri og betri stað þar sem þú getur setið við hlið föður þíns og fylgst með mömmu og börnunum ykkar, svo ekki sé nú minnst á öll barnabörnin sem dreifast út um allt land, Svíþjóð og Namibíu. Þín verður sárt saknað og megi Guð gefa mömmu og Löllu ömmu styrk til að komast í gegnum þennan sára og mikla missi. Þú varst minn vetrareldur. Þú varst mín hvíta lilja, bæn af mínum bænum og brot af mínum vilja. Við elskuðum hvort annað, en urðum þó að skilja. Ég geymi gjafir þínar sem gamla helgidóma. Af orðum þínum öllum var ilmur víns og blóma. Af öllum fundum okkar slær ævintýraljóma. Og þó mér auðnist aldrei neinn óskastein að finna, þá verða ástir okkar og eldur brjósta þinna ljós á vegum mínum og lampi fóta minna. (Davíð Stefánsson.) Ingibjörg og Steingrímur. Er ég sest niður og rita þessi minningarorð um tengdaföður minn, minnist ég þegar ég sá hann í fyrsta sinn. Þetta var fyrir rúmum 17 árum, kvöldið sem við Gulla kynntumst og var Elli á vappi á milli túra á leigu- bílnum að fylgjast með dóttur sinni. Man ég að á þeim tíma þótti mér þetta óttaleg afskiptasemi, en eftir að hafa eignast tvær dætur sjálfur þá skil ég vel að hann hefði áhyggjur af henni og vildi vita hvar hún væri. Fljótlega sættist Elli á að ég væri að gera hosur mínar grænar fyrir dóttur hans; ég gæti ekki verið al- slæmur, vildi hann meina, úr því ég væri stúdent. Ekki veit ég hvort þetta sé góð regla, svona almennt séð, en vil þó halda fram að hún hafi dugað vel í þetta sinn. Það var erfitt að vita hvað Elli var að hugsa. Hann var frekar dulur og ég, rúmlega tvítugur, átti oft erfitt með að sjá hvar ég hafði hann. Hins vegar var sagan önnur þegar hann var innan um hestana sína. Þeir áttu hug hans allan og innan um þá var hann svo sannarlega í essinu sínu. Var ég svo lánsamur einn vetur að fá að snúast með honum í hesta- mennskunni. Ég held honum hafi ekki þótt mikið koma til tilburða tengdasonarins á hestbaki, en þegar ég lít til baka sýnist mér að honum hafi þótt gaman að hafa mig þarna, og þarna kynntumst við vel hvor öðr- um og hefði ég alls ekki vilja missa af þessum tíma. Eitt sem einkenndi Ella var hversu þrjóskur hann gat verið. Þrjóska getur haft slæmar afleiðing- ar, og það kom fyrir hjá Ella. Hins vegar, þegar ég lít til baka, þá gat Elli beint þrjóskunni í góðan farveg og nýtt hana til góðs. Er ég á því að þrjóskan hafi verið meginástæðan að honum tókst að sigra í baráttunni við Bakkus, en við það gjörbreyttist líf hans til hins betra. Eins lenti hann fyrir allnokkrum árum í hræðilegu bílslysi og var einstök mildi að hann skyldi komast lífs af, og þá hjálpaði þrjóskan honum í endurhæfingunni sem var löng og ströng. Margur mað- urinn hefði gefist upp í þeim erfið- leikum og vitjað Bakkusar á ný. Elli var ekkert allof sáttur við þeg- ar ég tók upp á því að leggjast í vík- ing og flytja til útlanda með dóttur hans og litlu barnabörnin tvö. Oft var spurt hvernær við ætluðum nú að hætta þessari vitleysu og koma aftur heim. En þrátt fyrir þetta, þá var Elli alltaf mættur út á flugvöll þegar við komum í heimsókn til Íslands, og oft beið okkar Egils appelsín í bílnum, því svoleiðis guðaveigar fást jú ekki í útlandinu. Án efa verður skrýtið að koma til Íslands í framtíðinni án þess að Elli bíði eftir okkur á flugvellin- um. Elli skilur eftir sig mikið skarð í lífi ættingja sinna og ástvina. Við mun- um öll sakna hans, en minning hans mun lifa í huga okkar um alla tíð. Vilhjálmur Wiium. Elsku afi minn núna ertu farinn til allra englanna sem eru á himninum. Ég skil ekki alveg að þú ert farinn en ég veit að þú hugsar til okkar og ég hugsa til þín. Ég nefni nafnið þitt, og næturmyrkrið flýr, Því ljóma á loftið slær hið liðna ævintýr. Ég nefni nafnið þitt og nýja heima sé; þar grær hið villta vín, þar vagga pálmatré. Ég nefni nafnið þitt, og nóttin verður hlý. Ég heyri klukknaklið frá kirkju í Assisí. Þú kemur móti mér í minninganna dýrð. Í sólskini og söng er sál mín endurskírð. (Davíð Stefánsson.) Róbert Andri. Það er tvennt sem ég man mest eftir afa mínum. Alltaf þegar ég kom heim til hans þá gaf hann mér nokkra sykurmola, sem mér fannst mjög gott. En þegar ég sagði mömmu frá þessu, þá var hún alls ekki glöð, eig- inlega mjög reið, og skammaði afa mikið. En hann hætti samt ekki að gefa mér sykurmola. Svo sagði afi að þegar ég mundi flytja aftur heim til Íslands, þá mundi hann gefa mér hest. Ég hlakkaði mikið til þess. Allt- af þegar við komum til Íslands þá sáum við afa í gegnum glerið á flug- vellinum, en núna verður einhver annar að sækja okkur og það verður erfitt að venjast því. Dagmar Ýr. Mér finnst mjög leiðinlegt að hann afi dó, af því hann var einn af bestu öfunum mínum. Einu sinni heimsótt- um við hann og Unu ömmu og það voru kjötbollur í kvöldmatinn, sem mér finnst ekki góðar. Afi sagði að hann mundi gefa mér nokkra súkku- ERLENDUR ÞÓRÐARSON                               !"            ! "     !    #$     %      %      & %  #''( #$ %&'() )*' ))' +,   -$ &'+,   .' )/0() !%&'()  1) '*)'2+,        3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% ) *     "  +       !-!    ')+'5*67   ,  +"  !   -  .!  /  " 0! ! 0  8  .) %  )+() ,'8  .)()% 1           9: ":"  1'& ' '     /,'*4 ; #.'5&    2    3 0%"         )+ 9'+' () 2&'3 9' )++,   /(9'+' () ))'&'+,   '*9'+' ()  ))$ & * ' +,   *'9'+' +,   <  )+ () * 1)9'+' +,   *  )+ () -+&9'+' +,   =,  ))' () ' $#9'+' +,   - ) ,'))() 9'+&9'+' +,   +($) 2 )'9'+' +,    $) $)() 3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% ) *       " >8  -!   8,?'5(*3 '      4 ""5+%     6  !         %     # %  #('( 5')+ 2 )' ,)+,   !'$() =, +& *'   ( ) (A)   ( ) ,)'  ,)() ,$ & - )'+,    1)8  &) ,)+,   '   '()      3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% 1     0     *    2:"  !     0 !!   -  * 1)=(  )+,   *  '+, () $* ' +,   '$) '$)() ))'  )' '$)+,   ,)- )'()% 7  >= :!  ')+'5*67 #.'5&    .!    % + !     %  #''( 8   %    %     "      9         1)  )+ =( , (*:' * B %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.