Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 25
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 25 Ráðstefna Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands haldin í Gullteigi á Grand Hóteli miðvikudaginn 31. október 2001 frá kl. 13 til 16 Dagskrá 13.00 Setning: Ný heimsmynd! Hvert verður hlutverk okkar? Ágúst Einarsson, prófessor, forseti Viðskipta- og hagfræðideildar. 13.05 Opnunarræða: Peningastefnan, hagvöxtur og velmegun. Birgir Ísleifur Gunnarsson, formaður bankastjórnar Seðlabanka Íslands. 13.20 Hagstjórn og velferð: Að lægja öldurnar - fjármálastjórn á tímum frjálsra fjármagnsflutninga. Tryggvi Þ. Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar. Tekjudreifing og atvinnuleysi. Gylfi Zoëga, dósent í Birkbeck háskólanum í London. 13.45 Mannauður - breytingar á vinnumarkaði: Íslendingar kunna að höndla kreppu en ekki þenslu. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor í Háskólanum í Reykjavík. Breytingar á vinnumarkaði og þríhliða samstarf. Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri ASÍ. 14.10 Náttúran - mörk orku og lífríkis: Náttúra, stóriðja og nýskipan raforkumála. Friðrik Már Baldursson, hagfræðingur á Hagfræðistofnun. Virðing við náttúruna - hagkvæmni í rekstri. Rannveig Rist, forstjóri Ísal. 14.35 Veitingar 15.00 Alþjóðavæðingin - nýjar áskoranir: Á Klapparstíg spádómanna. Þráinn Eggertsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild. Í orði eða á borði. Ingjaldur Hannibalsson, prófessor í Viðskipta- og hagfræðideild HÍ. 15.30 Hringborð: „Hvernig ungt fólk sér íslenska framtíð, hvað þarf að breytast og í hvaða atvinnugreinum eru sóknarfærin.“ Stjórnandi: Kristín Þorsteinsdóttir, MBA nemi við Háskóla Íslands og fréttamaður. Þátttakendur: Ásdís Halla Bragadóttir, bæjarstjóri í Garðabæ. Hákon Guðbjartsson, framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Íslenskri erfðagreiningu. Baldur Þórhallsson, lektor í stjórnmálafræði í Háskóla Íslands Þorvarður Tjörvi Ólafsson, hagfræðinemi og formaður Stúdentaráðs. Ráðstefnustjóri: Gylfi Magnússon, dósent, formaður viðskiptaskorar. Ráðstefnan er öllum opin og er haldin í tilefni af 60 ára afmæli kennslu i viðskiptafræði og hagfræði i Háskóla Íslands. Ókeypis aðgangur - skráning: astadis@hi.is" SÆNSKIR lagasérfræðingar lýstu í gær efasemdum um, að morðið á Olof Palme, forsætisráðherra Sví- þjóðar, yrði tekið upp aftur þótt Christer Pettersson, sem var dæmd- ur fyrir það í undirrétti en sýknaður í hæstarétti, hafi nú játað það á sig. Lisbet Palme, ekkja Olofs Palme, talaði í fyrsta sinn opinberlega um morðið á manni sínum í blaðaviðtali sl. fimmtudag. Þar ítrekaði hún, að Pettersson væri morðinginn þótt hæstiréttur Svíþjóðar hefði kosið að leggja ekki trúnað á það. „Ég hef geymt mynd hans í huga mér öll þessi ár,“ sagði Lisbet og minnti á, að sem sálfræðingur hefði hún fengið sérstaka þjálfun í að beita athyglisgáfunni. Þetta viðtal varð til þess, að Gert Fylking, blaðamaður á Expressen, kunningi Petterssons og raunar gamall vinur Olofs Palme, ákvað að ræða aftur við Pettersson og með þeim árangri, að nú játaði hann á sig morðið og setti fangamark sitt undir játninguna. Í grein í Expressen sl. laugardag segir Fylking: „Christer Pettersson er morðingi Olofs Palme. Hann sagði við mig: „Vissulega skaut ég Palme en þeir munu aldrei geta dæmt mig. Vopnið er horfið.““ Pettersson leyfði Fylking að birta þessa játningu en í viðtölum við fjöl- miðla síðan hefur hann heldur dregið í land og segist nú ekki muna hvort hann hafi myrt Palme en vilji þó ekki neita því heldur. Peningagreiðslan ómerkir líklega játninguna Upplýst hefur verið, að Fylking hafi greitt Pettersson 2.000 kr. sænskar, rétt tæplega 20.000 ísl. kr., fyrir að tjá sig um morðið og játa það á sig. Ýmsir lögfræðingar segja, að greiðsla af þessu tagi sé siðferðilega og lagalega röng og út af fyrir sig næg ástæða til að ónýta játninguna. Fylking viðurkennir það líka en seg- ist samt vera viss um, að Pettersson sé að segja satt. Mestu skipti að fá málið upplýst í eitt skipti fyrir öll. Anders Helin, fyrrverandi sak- sóknari í málinu, segir, að „svokölluð játning“ Petterssons sé „fjölmiðla- bragð, sem enga þýðingu hefur“, og Christian Diesen, prófessor í refsi- rétti, tekur undir það og segir, að trúverðugleiki Petterssons sé „ákaf- lega takmarkaður“. Hann bendir á, að játningin sé innihaldslaus, þar komi ekkert fram, sem styðji hana. Á það er líka bent, að Petterson hafi í gegnum árin þénað vel á við- tölum við fjölmiðla, um 10 milljónir ísl. kr. að því er haldið var fram í sænskum fjölmiðli. Olof Palme var skotinn til bana í Stokkhólmi 28. febrúar 1986 er þau hjónin voru að koma úr kvikmynda- húsi. Lisbet sá morðingjann og við sakbendingu benti hún á Pettersson. Var hann dæmdur fyrir morðið í undirrétti en sýknaður fyrir hæsta- rétti vegna skorts á sönnunum. Alla tíð síðan hefur verið unnið að málinu og meðal annars kannað hvort er- lend öfgasamtök hafi verið að verki. Í blaðaviðtalinu sl. fimmtudag þar sem Lisbet ítrekar, að það hafi verið Pettersson, sem myrti manninn hennar, lætur hún að því liggja, að pólitísk afstaða sumra dómaranna í hæstarétti hafi valdið því, að þeir vildu í raun rengja framburð hennar. Minnir hún á, að eiginmaður sinn, Olof Palme, hafi verið ákaflega um- deildur og á þessum árum hefði hit- inn í pólitíkinni verið miklu meiri en nú. Þá hafi menn verið með eða á móti Palme og fátt þar á milli. Örlagarík ummæli Lisbet segir, að hún hafi orðið mjög hissa er hún frétti fyrst, að sá, sem hefði verið tekinn fyrir morðið, væri sænskur áfengis- og eiturlyfja- sjúklingur. Við sakbendingu benti hún hikstalaust á Pettersson en sagði um leið, að það væri ekki erfitt að sjá hver væri áfengissjúklingur. Hæstiréttur, öfugt við undirrétt, taldi, að þessi orð hennar nægðu til að ómerkja sakbendinguna. Hún hefði vitað fyrirfram, að hinn grun- aði væri óreglumaður og því ekki átt í neinum erfiðleikum með að benda á hann. Það dugði ekki lengur þótt Lisbet lýsti yfir, að hún hefði staðið augliti til auglitis við morðingjann, í eins metra fjarlægð, og vissi ná- kvæmlega hvernig hann liti út. Lisbet Palme og fjölskylda hennar hafa krafist þess, að morðmálið verði tekið upp aftur, en flestir telja, að það verði ekki unnt á grundvelli játn- ingar Petterssons einnar. Til þurfi að koma einhverjar nýjar upplýsing- ar, til dæmis um morðvopnið, byss- una, sem Pettersson segir nú, að hafi verið kastað í sjóinn. Lögreglan hef- ur raunar lýst yfir áhuga á að yf- irheyra Pettersson en hún getur ekki neytt hann vegna þess, að það er búið að sýkna hann í þessu máli. Hefnd fyrir „Sprengjumanninn“? Gert Fylking segir í greininni í Expressen, að með morðinu á Palme hafi Pettersson talið sig vera að ná fram þeim hefndum á samfélaginu og sænsku réttarkerfi, sem vinur hans, Lars Tingström, „Sprengju- maðurinn“ svokallaði, hafi ekki náð. Hatur Tingströms, sem sumir kalla eina sænska hryðjuverka- manninn fyrr og síðar, á samfélaginu varð fyrst sjúklegt er hann var dæmdur 1979 í fimm ára fangelsi fyrir að hafa sent bréfsprengju, sem þremur árum fyrr hafði sprungið í höndunum á fyrrverandi félaga hans. Nokkru eftir dómsuppkvaðn- inguna var upplýst, að dómarinn, Sigurd Dencker, hefði verið í tygjum við heitmey Tingströms og fengið hana til að vitna gegn honum. Þrátt fyrir þessar upplýsingar var dómur- inn staðfestur af öðru dómsstigi og hæstiréttur hafnaði ósk Tingströms um að málið yrði tekið upp. Tingström sat ekki lengi inni og í júlí 1982 var einbýlishús Denckers í Nacka sprengt upp með þeim afleið- ingum, að sambýlismaður dóttur hans beið bana. Í febrúar 1983 varð sprengja, sem sprakk á skattstof- unni í Stokkhólmi, konu að bana og í ágúst sama ár fannst sprengja á fóg- etaskrifstofunni í Nacka. Sprakk hún er lögreglan skaut á hana og olli miklum skemmdum. Hafði í hótunum við dómsuppkvaðningu Tingström var dæmdur í lífstíðar- fangelsi 1985 fyrir morðið á sam- býlismanni dóttur Denckers og fyrir sprengjuna á fógetaskrifstofunni en sýknaður af sprengjunni á skattstof- unni. Talið var, að kunningi hans hefði komið henni fyrir en hann fórst er hann hann var að útbúa aðra sprengju. Tingström neitaði allri sök og er hann var dæmdur tveimur mánuðum fyrir morðið á Olof Palme sagði hann: „Ég er saklaus en ég skal vinna mér eftirminnilegan sess í sænskri glæpasögu.“ Tingström fékk bréfsprengjumál- ið tekið upp og var sýknaður í því og vann að því að fá hitt sprengjumálið tekið upp er hann lést úr krabba- meini í fangelsi 1993. Pelle Svensson, sem hafði verið verjandi Tingströms, skýrði frá því 1997, að Tingström hefði ætlað að hefna sín og fengið Pettersson, sem var lífvörður Tingströms um tíma, til að myrða konunginn en ekki Palme. Sagði Svensson, að Tingström hefði játað þetta fyrir sér en ekki viljað staðfesta það með undirskrift sinni. „Vissulega skaut ég Palme“ Christer Pettersson Þótt Christer Pettersson hafi nú játað á sig morðið á Olof Palme, bendir flest til, að ekki verði unnt að taka málið upp aftur. Í játningunni eru engin efnis- atriði, sem styðja hana, og auk þess hefur verið upplýst, að fyrir hana voru greiddir peningar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.