Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SVEINN Einarsson rit- höfundur kveðst afar ánægður með þá nið- urstöðu sem Ísland fékk í kjöri til fram- kvæmdastjórnar Menningarmálastofn- unar Sameinuðu þjóð- anna (UNESCO) fyrir helgi en Sveinn var þá valinn til stjórnarsetu næstu fjögur árin. Hann sótti í gær fyrsta fund nýrrar fram- kvæmdastjórnar en er væntanlegur heim til Íslands á morgun, mið- vikudag. Allsherjarráðstefnu UNESCO lauk í París um helgina en hún er haldin á tveggja ára fresti. Unnið hefur verið að því allt und- anfarið ár að tryggja kjör Sveins í framkvæmdastjórn UNESCO en Ís- land hefur aðeins einu sinni áður átt sæti í framkvæmdastjórninni þegar Andri Ísaksson prófessor sat þar 1983–1987. Sagði Sveinn að Sigríð- ur Snævarr, sendiherra Íslands í Frakklandi, hefði átt þar stærstan hlut að máli en ýmsir fleiri starfs- menn utanríkisþjónustunnar hefðu einnig unnið fórnfúst starf. „Þarna lögðust allir á eitt,“ sagði hann. „Við erum öll himinlifandi yfir niðurstöðunni,“ sagði Sveinn. „Við fengum mjög góða kosningu og rík- an stuðning, höfðum t.d. stuðning allra Norðurlandanna.“ Sagði Sveinn að sá stuðningur hefði án efa skipt máli því Norð- urlandaþjóðirnar væru vel kynntar á vettvangi UNESCO, þættu öfga- lausar og geta miðlað málum þegar deilur kæmu upp. Tekist á við ýmsar grundvallarspurningar UNESCO er sú stofnun Samein- uðu þjóðanna sem fjallar um öll mennta- og menningarmál, vísindi og fjölmiðla. Þarna er því verið að takast á við ýmsar grundvallar- spurningar. „Einmitt þess vegna þykir mjög eftirsóknarvert að koma fulltrúa í framkvæmdastjórn- ina,“ sagði Sveinn. „Mörgum er það kappsmál að komast þarna inn og hafa áhrif á gang mála.“ Er framboð Sveins núna liður í viðleitni Íslands til að láta meira að sér kveða í alþjóðamálum en Íslend- ingar eiga einnig sæti í stjórn FAO, Matvæla- og landbún- aðarstofnunar Sam- einuðu þjóðanna. „Við erum ekki lengur ein- hver fátæk þjóð á ysta hjara veraldar,“ sagði Sveinn um þetta, „þvert á móti erum við með ríkustu þjóðum miðað við höfðatölu og höfum mikilli reynslu að miðla, t.d. í mál- efnum sem UNESCO fjallar um.“ Sveinn sagði eitt af markmiðum UNESCO að útrýma ólæsi. Þar hefði mikið áunnist á undanförnum árum. „Siðfræðilegar spurningar í vís- indum hafa einnig mjög verið settar á oddinn og við Íslendingar stönd- um þar nokkuð framarlega og höf- um af reynslu að miðla eftir þá um- ræðu sem fram hefur farið á Íslandi vegna gagnagrunns á heilbrigð- issviði. Mikil umræða hefur verið um þessi mál hjá UNESCO, t.d. sér- stök hringborðsumræða á fund- inum núna en Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók þátt í henni og reyndar stýrði hann loka- fundinum.“ Einnig var á fundinum í París gerð samþykkt um fjölbreytni menningar í hnattvæðingu, að sögn Sveins, „en hún skiptir gríðarmiklu máli um það hvernig menning ríkja eins og Íslands velkist í þjóðahafinu og hvernig við eigum helst að fara að því að halda henni á lofti“. Dvelst 2–4 mánuði á ári í París næstu fjögur árin Sveinn hefur verið formaður ís- lensku UNESCO-nefndarinnar síð- an um áramót 1994–1995 og alls- herjarráðstefnan nú er sú fjórða sem hann sækir. Áður hafði hann unnið talsvert í sama málaflokki á vettvangi Evrópuráðsins og verið í stjórn Alþjóðasamtaka leikhús- fólks. Kvaðst Sveinn í samtali við Morg- unblaðið lítast afar vel á það verk- efni sem nú biði hans. Hann gerir ráð fyrir að þurfa að dveljast a.m.k. tvisvar á ári í París, þar sem höfuð- stöðvar UNESCO eru staðsettar, næstu fjögur árin, einn til tvo mán- uði í senn. „Þetta verður mikil vinna en á líka að vera það,“ sagði Sveinn Einarsson. Sveinn Einarsson sækir sinn fyrsta fund í framkvæmdastjórn UNESCO Verður mikil vinna en á líka að vera það Sveinn Einarsson hér mjög tryggt. Við setningarat- höfnina var einmitt vikið að hryðju- verkunum í Bandaríkjunum og hert- um öryggisreglum vegna þeirra víða um heim,“ sagði Halldór og taldi þinggesti sýna breyttum aðstæðum mikinn skilning. Enn eftir að ganga frá fimm ákvæðum Kyoto-samkomulagið var gert ár- ið 1997 og var þá sett það markmið að ná losun gróðurhúsalofttegunda niður um 5,2% frá viðmiðunarárinu 1990. Á síðasta aðildarríkjaþingi í AÐILDARRÍKJARÁÐSTEFNA Sameinuðu þjóðanna um losun gróð- urhúsalofttegunda hófst í gær í borginni Marrakesh í Marokkó. Til stendur að leita áfram leiða til að framfylgja skuldbindingum Kyoto- bókunarinnar og jafnvel er búist við því að íslenska ákvæðið svonefnda, um auknar heimildir smáríkja til losunar gróðurhúsalofttegunda, verði staðfest á þinginu sem stendur næstu tvær vikurnar. Halldór Þorgeirsson, skrifstofu- stjóri í umhverfisráðuneytinu, fer fyrir íslensku sendinefndinni í Marrakesh, en Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra er væntanleg þangað um miðja næstu viku. Hall- dór segir að gríðarleg öryggisgæsla setji svip sinn á þingið, enda er um að ræða fyrstu stóru alþjóðlegu ráð- stefnuna frá hryðjuverkunum í Bandaríkjunum 11. september sl. „Hér er gríðarlega öflug örygg- isgæsla og manni finnst ástandið Bonn í Þýskalandi sl. sumar, varð hins vegar ljóst að það markmið næðist ekki vegna tillits sem tekið var til sérstöðu ríkja. Bandaríkja- menn drógu m.a. til baka stuðning sinn við yfirlýsinguna í fyrra af efnahagslegum ástæðum. „Aðalviðfangsefnið á þessu þingi er að ljúka útfærslu á þeim ákvæð- um sem ekki tókst að ljúka við í Bonn. Þá tókst að ganga frá tíu ákvörðunum, m.a. um íslenska ákvæðið, en fimm standa enn eftir ókláraðar. Gert er síðan ráð fyrir því að þessi ákvæði verði öll tekin til afgreiðslu í einu í lok næstu viku,“ sagði Halldór og kvaðst vonast til þess að þar með yrði íslenska ákvæðið fullgilt. Í íslenska ákvæðinu felst að losun gróðurhúsalofttegunda, frá aukinni stóriðju, sem hefur starfsemi eftir 1990, og leiðir til meira en 5% aukn- ingar í heildarlosun viðkomandi rík- is á fyrsta skuldbindingartímabili bókunarinnar, verði undanþegin los- unarskuldbindingum bókunarinnar. Ákvæðið nær aðeins til smáríkja, þ.e. ríkja sem losuðu minna en 0,05% af heildarlosun iðnríkjanna 1990. Ísland losar á milli 0,01 og 0,02% af losun iðnríkjanna. Staðan nokkuð viðkvæm Ljóst er að þær tíu ákvarðanir sem þegar liggja fyrir, verða ekki fullgildar fyrr en gengið hefur verið frá þeim fimm sem enn eru til um- ræðu, að sögn Halldórs. Hann segir að staðan í þeim sé nokkuð viðkvæm um þessar mundir, einkum þær sem varða grundvallaratriði í bókuninni, t.d. losunarheimildir einstakra ríkja. 160 ríki eiga aðild að Kyoto-sam- komulaginu og þarf samþykki 55 ríkja til að fullgilda samkomulagið, eða samþykki ríkja sem losa sem svarar til 55% af heildarlosun iðn- ríkjanna. Þetta þýðir að jafnvel þótt Bandaríkin og Kanada standi utan við samkomulagið, hlýtur það full- gildingu svo fremi sem Japan og Rússland samþykkja það. Aðildarríkjaráðstefna Sameinuðu þjóðanna um losun gróðurhúsalofttegunda hafin í Marokkó Vonir um fullgildingu íslenska ákvæðisins JÓN Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, segist alls ekki hafa útilokað að gerðir verði þjón- ustusamningar um einstök verkefni við þá lækna sem sinnt hafa glasa- frjóvgunum á Landspítala – Háskóla- sjúkrahúsi. Það sé hins vegar stefna sín að þessi þjónusta eigi að vera inni á spítalanum en ekki á einkastofum úti í bæ. Jón er ekki sammála Ástu Möller, þingmanni Sjálfstæðisflokks, um að glasafrjóvganir séu gott dæmi um verkefni sem færa eigi frá sjúkrahús- inu. Hann bendir á að þessi þjónusta hafi verið byggð upp inni á spítalan- um og að hún hafi notið þar stoð- deilda hans. Mikill árangur hafi náðst í því umhverfi. „Þessi stefna mín styðst m.a. við álit forystumanna spítalans, að það sé fengur í því fyrir spítalann að þetta sé þar inni. Spítalinn er akkerið í okkar heilbrigðisþjónustu og hefur mikið hlutverk sem kennslustofnun og há- skólastofnun – sem slík er hún sterk- ari með þessa sérgrein þar inni,“ seg- ir Jón. „Hitt er svo annað mál að við höfum núna um nokkurn tíma verið að ræða það óformlega við bæði stjórnendur spítalans og aðra aðila hvort skynsamlegt geti verið að gera þjónustusamninga um einstök verk- efni.“ Segist ráðherrann þar vera að ræða um þjónustusamning innan spítalans um ákveðin verkefni, t.d. að læknarnir sem sinnt hefðu glasa- frjóvguninni framkvæmdu sínar að- gerðir skv. sérstökum samningi og notuðu til þeirra þá aðstöðu sem á spítalanum er. „Hins vegar eiga þeir samningar ekki að fela í sér að mínu mati að menn geti tekið upp veskið og borgað sig framfyrir aðra. Jafn að- gangur er það sem ég hef lagt til grundvallar,“ sagði Jón. Hafnar hann því alfarið að verið sé að taka starfsfólkið í gíslingu með nú- verandi fyrirkomulagi eins og Ásta hélt fram. „Við höfum ekkert skorast undan því að ræða við fólkið um þess starfsumhverfi og raunar hefur yfir- stjórn verið kunnugt um að það sé verið að ræða um slíkt.“ Hafa fundið fyrir áhuga frá útlöndum Mjög góður árangur hefur náðst á glasafrjóvgunardeild Landspítala – Háskólasjúkrahúss og vék Ásta Möll- er að því að breytt umhverfi gæti gert mönnum kleift að bjóða útlendingum að koma hingað til lands til meðferð- ar. Segist Þórður Óskarsson, yfir- læknir á glasafrjóvgunardeild, hafa orðið var við það erlendis að áhugi væri fyrir þessum möguleika. Eins og staðan væri núna ættu menn hins vegar fullt í fangi með að sinna þeim Íslendingum sem bíða meðferðar. Þar væri ekki aðeins um að kenna skorti á fjárveitingum frá ríkinu held- ur spilaði líka inn í að illa gengi að halda starfsfólki. Spítalinn stæði höll- um fæti í samkeppni við líftækniiðn- aðinn um starfsfólkið enda væru óneitanlega greidd hærri laun á þeim vettvangi. Sagði Þórður hugsanlegt að þjón- ustusamningar ríkis við einkareknar stofur leystu vandann því þá væru kaup og kjör starfsfólks komin út fyr- ir hlekki ríkiskerfisins. Ríkið hefði hins vegar tvívegis hafnað óskum um leyfi til einkarekinnar stofu, nú síðast í september. Sagðist hann gruna að ekki væri pólitískur vilji fyrir því að þessi þjónusta væri annars staðar en hjá ríkinu. Telur glasafrjóvgun ekki eiga heima á einkastofum Samningar mögulegir um tiltekin verkefni LÝST er yfir þungum áhyggjum af þróun efnahagsmála í ályktun Landssambands íslenskra verslun- armanna en það fór fram á Hótel Sögu í Reykjavík um helgina. Er þess krafist að stjórnvöld leiti allra leiða til að ná niður verðbólgu svo komist verði hjá uppsögn kjara- samninga í febrúar á næsta ári. Auk efnahags- og kjaramála settu umræður um starfsemi og skipulag landssambandsins svip sinn á lands- þingið. Var þinginu frestað þar til í byrjun maí árið 2002 en þangað til er ætlunin að umræður um breytingar- tillögur á skipulagi sambandsins fari fram innan aðildarfélaga og á nýjum vef sem opnaður var á þinginu. Í framsöguerindi Ingibjargar R. Guðmundsdóttur, formanns lands- sambandsins, voru kynntar hug- myndir að bættu skipulagi og fyr- irkomulagi á rekstri sambandsins. „Verslunarmannafélag Reykja- víkur er stærsta félagið innan lands- sambandsins en önnur félög eru minni og mörg mjög fámenn. Mögu- leikar þeirra á að halda úti umfangs- mikilli starfsemi á eigin spýtur eru engir,“ sagði Ingibjörg í samtali við Morgunblaðið. Sagði Ingibjörg að á þinginu hefðu verið kynntar hugmyndir um hvern- ig hægt verði að mæta hagsmunum allra aðildarfélaga. Sú hugmynd sem lengst gekk felur meðal annars í sér að stofnað verði sérstakt landsfélag verslunarmanna þar sem allir fé- lagsmenn hafi sömu réttindi. Ætlunin er að breytingartillögur um skipulag landssambandsins verði samþykktar á framhaldsþingi sem haldið verður á Akureyri í maí. Lýsa áhyggjum af þróun efnahagsmála Morgunblaðið/Golli Frá landsfundi Landssambands verslunarmanna um helgina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.