Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 40
MINNINGAR 40 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Indíana MargrétJafetssóttir fæddist 22. nóvem- ber 1962. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 22. október síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Emma Þor- steinsdóttir ljósmóð- ir, f. 2.2. 1926, og Jafet Sigurðsson kennari, f. 1.5. 1934. Indíana var yngst fjögurra systkina. Hin eru Þorsteinn Sigurður Jafetsson, f. 31.7. 1959, Ingibjörg Jafets- dóttir, f. 3.7. 1960 og Hafliði Jónsson, f. 19.3. 1950. Af fyrri sambúð átti Indíana son, Auðun Ófeig Helgason, f. 15.5. 1980. Hinn 8. janúar 1988 giftist Indíana Guðjóni Ingólfssyni húsasmíðameistara, f. 25.11. 1960. Foreldrar hans eru Sigríð- ur Runólfsdóttir, f. 23.11. 1925, og Ingólfur Hannesson, f. 8.1 1924, d. 24.7. 1990. Guðjón á fjórtán systkini. Börn Ind- íönu og Guðjóns eru Ingólfur Hann- es, f. 8.1 1992, og Elísabet Ásta, f. 18.9. 1995. Guðjón á einnig son af fyrra hjónabandi, Jóhann Bjarna, f. 14.5. 1984. Indíana starfaði um tíma hjá Bjössa í Suðurveri og síð- an hjá Agli Kol- beinssyni tannlækni við Grensásveg. Eftir fæðingu yngri barna sinna átti hún kost á að vera heimavinnandi hús- móðir og sjá um uppeldi þeirra. Einnig starfaði hún við hlið Guðjóns í fyrirtæki þeirra. Síð- astliðin ár starfaði Indíana á Stellu-róló við Borgarholtsbraut í Kópavogi. Útför Indíönu fer fram frá Kópavogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Elsku systir, það er sárt að þurfa að kveðja þig unga konu í blóma lífs- ins. Hver tilgangurinn er er erfitt að skilja en minninguna um þig er ekki hægt að taka frá mér, hún mun fylgja mér áfram í hjarta mínu. Það var svo yndislegt að við syst- urnar fengum að njóta þess að hafa sama áhugamál, hunda og hunda- rækt, og í gegnum það eignuðumst við sameiginlega vini. Margar gleðistundir áttum við á „hundaferðum“ hérlendis sem er- lendis og var þá ekkert til sparað, það var svo margt sem hugurinn girntist, hvort sem það voru uppá- haldshundategundirnar okkar eða ýmis varningur tengdur hundum. Stundum var básarápið mikið og oft var hlegið að okkur ef augun héldust ekki opin þegar kom að stóru stund- inni, þ.e.a.s. úrslitum, t.d. á heims- sýningum. Þessar skemmtilegu ferðir urðu til þess að við komumst í samband við góða hundaræktendur og eignuð- umst vini víða um heim sem leiddi svo til þess að við létum drauma okk- ar rætast og keyptum okkur hunda og fluttum þá inn með það að leið- arljósi að gerast nú alvöruhunda- ræktendur. Þú varst ákveðin í að rækta toy poodle hunda og hófst handa við að vanda nú vel valið því í upphafi skal endinn skoða. Meistari Billy kom frá Finnlandi í vetur og síðan ætlaðirðu að kaupa tvær úrval- stíkur. En veikindi þín settu strik í reikninginn um hríð svo þú frestaðir komu þeirra en ekki léstu bugast og áfram skyldi haldið í hugsjónastarf- inu. Eitt af þínum síðustu verkum var að ganga frá kaupum á tík frá Finn- landi en þú fékkst ekki að sjá hana koma til landsins. Ætlunarverki þínu var engu að síður hrint í framkvæmd og Rose er komin, falleg og fín, eins og þú óskaðir þér. Í starfi mínu sem hjúkrunarfræð- ingur hef ég kynnst mörgum hetjum um dagana en þú, elsku systir, ert stærsta hetjan mín. Kvart og kvein var ekki þinn stíll og alltaf reistu upp aftur keik, sama hvað á dundi. Alltaf sástu ljósið góða og þú varst full af bjartsýni og von. Þú áttir aðdáun allra í kringum þig fyrir þitt einstaka hugrekki og vilja- styrk. Það sýndi sig best þegar þú afrekaðir að flytja inn í nýja drauma- húsið þitt nú í sumar. Það vantaði ekki að allt gastu skipulagt og fært að þínum smekk til þess að búa fjöl- skyldunni yndislegt heimili. Elsku Guðjón og börn, megi góður Guð vernda og styrkja ykkur um ókomna tíð. Elsku systir mín, þú verður ávallt hetjan mín og við munum ferðast meira saman seinna. Ég veit að þú verður hjá mér áfram í blíðu og stríðu þar til við hittumst á ný. Þín systir, Ingibjörg. Fallin er frá langt fyrir aldur fram mágkona mín hún Inda. Ég á bágt með að trúa þessu. Ég skil ekki hvers vegna öll þessi veikindi voru lögð á eina manneskju. Manni finnst ekki eðlilegt að fólk skuli kallað í burtu áður en það hefur náð að fylgja börnum sínum fram á fullorðinsár. Inda fær ekki það tæki- færi og það er erfitt að þurfa að horfa á eftir henni frá svona ungum börnum, börnum sem voru henni allt. Það lá langur undirbúningur að baki byggingar framtíðarheimilis Indu og Guðjóns sem þau reistu síð- an í Jórusölum í Kópavoginum. Þetta var eitthvað sem Indu hafði dreymt um í mörg ár og hún tók virkan þátt í skipulagningu hússins allt frá hönnunarstigi og til þess að velja innréttingar, húsgögn og gólf- efni. Hún lagði mikið upp úr því að fá að njóta nýja hússins og þrátt fyrir að vera á sjúkrahúsi þá helgi sem flutt skyldi inn í húsið vildi hún endi- lega að Guðjón og börnin héldu sínu striki og flyttu á réttum tíma. Hún náði síðan að búa nokkra mánuði í nýja húsinu sínu þar sem hún kunni mjög vel við sig. Þótt að Inda sé farin lifir hún enn í minningum okkar. Við eigum marg- ar góðar minningar um Indu sem við munum varðveita. Ég er svo ánægð að Inda og Guðjón héldu upp á sex ára afmælið hennar Elísabetar í september þrátt fyrir veikindin og að þau skyldu bjóða okkur yngstu systrum Guðjóns og fjölskyldum í mat eftir afmælið. Þar var margt rætt, meðal annars trúmál og pólitík, og Inda var í essinu sínu og lá ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri dag- inn. Þá héldum við að Inda væri jafn- vel að hafa betur í baráttu sinni við krabbameinið en annað kom síðan á daginn. Ég kveð með þessum orðum: Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Við Gunnar vottum Guðjóni, Auð- uni, Jóhanni, Ingólfi og Elísabetu okkur dýpstu samúð. Megi Guð veita ykkur styrk til að takast á við sorg- ina. Sólveig Ingólfsdóttir. Elsku Inda, mín kæra vinkona, það er svo sárt, svo óendanlega sárt, að þurfa að kveðja þig í hinsta sinn. Eftir sitja minningar um góða vin- konu og þær mun ég varðveita fyrir börnin þín, sem alltof ung misstu þig. Allt sem þú tókst þér fyrir hendur gerðir þú af heilum hug og fullum krafti, þá var sama hvort þú varst að iðka trú þína, vinna að sjálfsrækt eða að fara í „hundana“, en þær litlu skepnur urðu þér mjög hugleiknar hin síðari ár. Þú varst hreinskilin og vissum við sem vorum í kringum þig alltaf hvar við höfðum þig og því var gott að umgangast þig. Þú kallaðir ekki allt ömmu þína og sendir okkur hinum tóninn ef þér þótti við þurfa á því að halda. Alltaf var stutt í glettn- ina og húmorinn sem þú hélst fram á síðustu stundu og með engum var eins gaman að skemmta sér og þér, er þú varst í stuði. Þú hafðir alla tíð hug á að ganga menntaveginn lengra en raunin varð, þú hafðir á stundum áhyggjur af þessu menntunarleysi þínu en oft þótti mér þú hafa lært meira í skóla lífsins en margur annar, lærði ég t.d. meira af þér en mörgum öðrum sam- ferðamönnum okkar sem áttu lengri skólagöngu að baki en þú. Þú varst heilsteypt, raunsæ og ráðagóð og kunnir leiðir til að leita svara við mörgum lífsins gátum og áttir auðvelt með að miðla af reynslu þinni og hjálpa þannig til við að losa um sálarflækjur sem við hin vorum að burðast með. Þú varst mjög glögg á mannlegt eðli og góður mann- þekkjari. Við sátum oft og rifjuðum upp gamla tíma, og síðast núna í vor þeg- ar þið Elísabet komuð norður um það leyti sem þú byrjaðir að veikjast. Við áttum góðan tíma þá og minnt- umst þess meðal annars er við réð- um okkur sem ráðskonur til Jóa á Víðimýri, þetta var mjög skemmti- legt sumar en á stundum tolldi þakið illa á húsinu þegar við vorum ekki sammála um hver ætti að vinna verkin og hvernig. Ekki gáfumst við upp hvor á annarri þó að á unglings- árunum mætti vinátta okkar þola ýmislegt. Fljótlega eftir að við kom- umst á þrítugsaldurinn ákváðum við að flytja að heiman og leigðum þá saman á Tómasarhaganum með Auðun lítinn og fóru þá í hönd okkar „Hollywood“-ár þar til Gaui kom að lokum í spilið og nam þig á brott í Kópavoginn þar sem þið bjugguð saman síðan. Þau tuttugu og fjögur ár sem við þekktumst vorum við vinkonur og ríkti ætíð traust og kærleikur milli okkar og ekki voru þau mörg leynd- armálin sem við gátum ekki sagt hvor annarri. Það skarð sem þú skil- ur eftir þig verður því erfitt að fylla. Ég er mjög þakklát fyrir þann tíma, sem við áttum samleið hér í þessari jarðvist. Ég vil trúa því að á þeim stað þar sem þú ert nú líði þér vel og bið góðan Guð að varðveita sálu þína. Kæra vinkona, þú veist að við Er- lendur og Sævör verðum alltaf tilbú- in að hjálpa og gæta að Gauja, Auð- uni, Ingólfi og Elísabetu. Okkar innilegustu samúðarkveðj- ur til fjölskyldu Gauja, og Emmu, Jafets, Ingu, Steina og Halla. Anna, Erlendur og Sævör Dagný. „Þótt ég sé látinn, þá harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snertir mig og kvelur. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur, og ég tek þátt í gleði ykk- ar yfir lífinu.“ Elsku Indan mín. Loksins ertu frjáls. Ég veit ekkert hvað ég á að skrifa, sit bara hér og hugsa um allt. Bíóferðirnar okkar og um allt það sem við gátum talað um. Þú varst til dæmis alltaf svo forvitin um hvernig strákamálin gengu og ég gat treyst þér svo vel fyrir öllu. Þú varst ekki bara mamma litlu englanna sem ég passa, heldur vinkona mín. Þú treystir mér fyrir lífi litlu augastein- anna okkar og þurftir aldrei að hafa neinar áhyggjur þegar þau voru og eru í mínum höndum. Ég sakna þín svo mikið og það er eins og það vanti eitthvað hjá mér. Þú sagðir alltaf að þú ættir helming- INDÍANA MARGRÉT JAFETSDÓTTIR) *         C  > :>  .'' )+7+  #      " %  :  !   ; 0    # %  #''( 8   %      2 0   ; 0       - ' )<8  .)+,    )' .4 )+,   :'*)19 .4 )() ( *+ 8  3.4 )+,   :'*)1!'() 8  )):'*)1() 5''&*.':'*)1+,   !:'*)1()% 4     %  - 2D  2   4+ ')4     ,  +"  " % !   #$    .! "09 0 4  9*%   7  <   3  +  5+ !   ;6 ,  +"   " %  0  !  "%    8  &) %2 &+,   ) %()   )+,   4 5'  '+ () ))'  )' )+,    $)% ))' () 2 &  '* )()  ' =(  )+,   ) %8') %+'  )++,   / # )+  '() 8) +5 )% 1          +    2 2   -$' 76 '$)' $  %        2  %  '#  #&(( '+, 'E )++,    %9' 2)' ()  1)' '  # ,+,   ,)() /'))# ,+,   2)' * () 2++'9'   )++,   =, '9'   )++,   , % ,)() =, ))$+,   ,) ,)()  =, +,   '+, '2)' +,   ,')) ( $() 2)' 2)' () .4 *C ' +,   *2)' () (*')*'$'34 )% ) *          --2 !   (*4 6 '$      " !   -  /   ,'))() * ,* ' +,   * &  ,'))+,   '))8  .)() 9**, ,'))() 2#+&! .' ' +,     )+  ,'))() 8  )) ,'))()     3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% ) *       - 2D=! 9:   $# 5 ')+? ' /# * ')+'@F    ,  +"   % 2         # ' ))' *+,    1)# '- )'+,   2 )+  )) )'()%
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.