Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 35 Sævarhöfða 2a - 112 Reykjavík sími 525 9000 - www.bilheimar.is GRUNUR vátrygg- ingamiðlara um að inn- lendu vátrygginga- félögin stæðu að miklu leyti að því að nota fjöl- miðla landsins í þeim tilgangi að koma nei- kvæðri ímynd á störf vátryggingamiðlara, fékkst staðfestur laug- ardaginn 20 október sl. Gamalreyndur mál- svari hagsmuna þeirra, Sigmar Ármannsson framkvæmdastjóri Sambands íslenskra tryggingafélaga, kom þá fram til að reka endahnútinn á fjöl- miðlafarsann um vátryggingamiðl- ara sem hefur verið í umræðunni hjá fjölmiðlum landsins sl. daga. Reynd- ar hófst farsinn á umræðu um meint svik tryggingaráðgjafa Lífis, sem er í eigu eins af stóru félögunum. Þrýstihópurinn Íslensku tryggingafélögin Íslensku félögin hafa stundað það í áraraðir að hafa áhrif á stofnanir og Fjármálaeftirlitið í gegnum fjöl- miðla, en umræðan sem núna hefur gengið yfir og nálgast atvinnuróg er enn eitt dæmið um það. Vátrygg- ingafélögin vilja skylda vátrygg- ingamiðlara til að gefa upp hver þóknun þeirra sé þótt ekki sé um hana spurt. Ef svo ætti að vera er það réttlát krafa að jafnt skuli yfir báða ganga. Eða ættu trygginga- ráðgjafar félaganna ekki að gefa upp óumbeðnir hver sé þóknun þeirra og hagnaður félaganna af hverri tryggingategund, en ekki einungis tryggingaráðgjafar vá- tryggingamiðlana? Eitt af meginsviðum vátryggingamiðlunar er að veita ráðgjöf á hlutlægan máta. Ákveðnar tryggingar henta einum á meðan aðrar henta öðrum. Því skapast fleiri mögu- leikar og víðtækari og hlutlægari ráðgjöf með nokkrum félögum heldur en með bara einu. Spurningin er því hvort íslensk félög séu ekki orðin að nátttröll- um með takmarkaðri ráðgjöf sinni í því nýja umhverfi sem miðlarar hafa leitt inn á íslensk- an tryggingamarkað og hefur lengi tíðkast erlendis til þess að tryggja val neytenda. Vandlætingarsemi íslensku tryggingafélaganna Vátryggingamiðlarar hafa ítrekað sótt um að fá að miðla skaðatrygg- ingum en stóru vátryggingafélögin hafa hafnað samstarfinu. Það þekk- ist hvergi annars staðar í hinum vestræna heimi að vátryggingafélög hafni því að vinna með vátrygginga- miðlurum. Ástæðurnar eiga að vera þær að ekki sé hagkvæmt fyrir við- skiptavini að skipta við miðlara. Reyndin er þó sú að vestræn trygg- ingafélög starfa með þeim hætti sökum hagkvæmni og til að tryggja hlutleysi og sanngirni. Það er staðreynd að íslensku fé- lögin hafa á sér mjög slæmt orðspor hvað varðar tjónauppgjör og há ið- gjöld á tryggingum sínum. Þessa ímynd hafa þau skapað sér sjálf. Davíð Oddsson forsætisráðherra kvartaði mikið yfir miklum hækk- unum á bifreiðatryggingum í fyrra, en þær námu samtals um 70–80% eins og landsmenn vita og hafa þurft að bera, illu heilli. Það hefur verið lenska hjá félögunum að viðskipta- vinir þeirra fá iðulega ekki greiddar bætur frá tryggingafélögunum fyrr en með fulltingi lögmanna, þrátt fyrir að bótaréttur þeirra sé skýr. Slík meðferð telst ekki til góðra við- skiptahátta og vátryggingafélögun- um mjög svo til vansa. Hlutverk vá- tryggingamiðlara er að verja rétt vátryggingataka í tjónamálum sé bótaréttur þeirra skýr. Þessi hlið vátryggingamiðlunar er einmitt til að auka á sanngirni og réttlæti á vá- tryggingamarkaði og því eðlilegt að miðlarar njóti slíkra vinsælda og trausts sem raun ber vitni um hinn vestræna heim og víðar. Tvö innlend líftryggingafélög buðu fyrir 17 árum sparnaðartrygg- ingar, en þurftu að hætta því 2 árum síðar vegna þess að þau höndluðu ekki þann rekstur. Viðskiptavinir þeirra töpuðu miklum fjárhæðum á þeim viðskiptum. Með því að taka boði vátryggingamiðlara um sam- starf geta tryggingafélögin því öðl- ast betra orðspor. Vátryggingafélögin sjá ofsjónum yfir því að aðrir aðilar á vátrygg- ingamarkaði skuli hagnast. Þau hafa setið ein að kjötkötlunum og vilja allt gera til að svo megi áfram vera. Vandlætingarsemi vátrygg- ingafélaganna verður því að teljast af einhverju öðru sprottin en að bera hag viðskiptavina fyrir brjósti, eins og þeir vilja vera láta, heldur vill mikill meira. Óhagstæður samanburður Með tilkomu EES-samningsins var kveðið á um það af hálfu við- semjanda okkar, þ.e. Evrópubanda- lagsins, að vátryggingamiðlun yrði tekin upp hérlendis til að tryggja sem eðlilegast viðskiptaumhverfi til hagsbóta fyrir viðskiptavini og til að stuðla að sem frjálsustu markaðs- kerfi fyrir fjármálamarkað. Vá- tryggingamiðlarar eru að bjóða landsmönnum aðgang að tveimur stærstu vátryggingasamsteypum í heimi; Axa (móðurfélag Sun Life) og Allianz. Annað félag, Friends Provi- dent, er hluti af Eureko sem er ein af stærstu vátryggingasamsteypum Evrópu. Íslensku líftryggingafélög- in eru um 1000 til 2000 sinnum smærri en Sun Life og Friends. Bresku félögin hafa tæplega 200 ára sögu. Þessi félög eru ríkistryggð ef til gjaldþrota kæmi. Pundið, sem er einn sterkasti gjaldmiðill í heimi, verndar íslenska viðskiptavini fyrir gengistapi, en það hefur hækkað um 1000% gagnvart krónunni sl. 20 ár. Þessi félög eru þekkt fyrir að hafa náð góðum árangri fyrir tugmilljón- ir manna á alþjóðlegum markaði. Ís- lensku félögin verða að fara sætta sig við það að landsmenn stundi í miklu meiri mæli viðskipti við er- lendu félögin í sparnaðartrygging- um. Líf- og sjúkdómatryggingar þeirra landsmanna, sem skipt hafa við vátryggingamiðlara, hafa jafn- framt lækkað verulega vegna til- komu þessara félaga inn á markað- inn. Lífeyrissjóðirnir og fjárfestar hafa sótt mikið í það síðustu misseri að fá sem mest af erelendum verð- bréfum í safn sitt vegna þess að ávöxtun þar er að meðaltali hærri en innanlands, auk gengisöryggis sök- um skorts á stöðugleika krónunnar. Hvers vegna skyldu einstaklingar ekki nýta sér það? Hið opinbera hef- ur hvatt til sparnaðar, en hann er með því minnsta sem þekkist í OPEC-ríkjunum eins og kom fram í fréttum í síðustu viku.Um 35–40 þúsund Íslendingar eru núna með sparnaðartryggingar hjá erlendu félögunum til að stuðla að mann- sæmandi lífeyri. Þökk sé breyttum áherslum með tilkomu vátrygginga- miðlara. Þóknanir vátryggingamiðlara Þóknun til vátryggingamiðlara fyrir sparnaðartryggingar nemur lægri upphæðum en Sigmar heldur fram, en kostnaður í slíkum lang- tímasamningum er svipaður og hjá innlendu félögunum. Erlendu félög- in sem og Alþjóða líftryggingafélag- ið taka svipaðan kostnað af við- skiptamönnum sínum, það á einnig við um hin íslensku félögin. Alþjóða líftryggingafélagið hefur mikið sam- starf við vátryggingamiðlara með mjög góðum árangri. Af þeim sök- um er ekki um það að ræða að hlut- leysis hafi ekki verið gætt í miðlun trygginga frá þessum félögum eins og leitt er líkum að í umfjöllun fjöl- miðla. Vátryggingafélög í vanda Ingi Eldjárn Sigurðsson Tryggingar Vandlætingarsemi vá- tryggingafélaganna, segir Ingi Eldjárn Sigurðsson, verður því að teljast af ein- hverju öðru sprottin en að bera hag viðskipta- vina fyrir brjósti. Höfundur er löggiltur vátrygginga- miðlari, framkvæmdastjóri Vátryggingamiðlunarinnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.