Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 26
ERLENT 26 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ EFASEMDIR um hernaðaráætlanir bandamanna í stríðinu í Afganistan fara nú vaxandi og óþolinmæði gætir vegna þess að árangurinn virðist ekki jafnmikill og áður var talið og vís- bendingar sagðar vera um að ráðleysi ríki um framhaldið, nú þegar búið sé að granda helstu skotmörkum. Einn af þekktustu varnarmálasérfræðing- um á Vesturlöndum, Francois Heisbourg, sem stjórnar Alþjóðaher- málastofnuninni í London, IISS, hef- ur frá upphafi verið hlynntur því að gripið væri til aðgerða í Afganistan. The New York Times hefur eftir Heisbourg að hann treysti sér ekki til að úrskurða hvorir hafi nú frumkvæð- ið, talibanar eða bandamenn. „Menn eru að læra en gera það með því að reka sig hastarlega á. Það lítur út fyrir að þeir séu að sprengja, sprengja og aftur sprengja einvörð- ungu vegna þess að það kunna þeir,“ segir Heisbourg. Hann telur það hins vegar ranga stefnu að gera ekki harð- ar sprengjuárásir á stöðvar talibana norðan við höfuðstaðinn Kabúl þar sem þær eru andspænis herliði Norð- urbandalagsins. Í frétt The New York Times er rifj- að upp að George W. Bush forseti hafi ávallt gætt þess að lofa ekki auðveldu stríði og vísbendingar séu um að það reynist flóknara verkefni en búist var við. En jafnframt segir blaðið að þótt sumir gagnrýnendur Atlantshafs- bandalagsins hafi talið útilokað að sigra Serba með loftárásum einvörð- ungu í Kosovo-stríðinu. Eftir 78 daga hafi það samt tekist. Manntjón og stríðsrekstur í föstumánuði Talsmaður Tony Blairs, forsætis- ráðherra Bretlands, sagði um helgina að ráðherrann væri sannfærður um að almenningur skildi að aðgerðirnar myndu taka sinn tíma og öruggt að lokið yrði við þær, hvað sem á gengi. Ekki mætti gleyma því hvað valdið hefði viðbrögðum vesturveldanna, hryðjuverkunum 11. september, og tryggja yrði með öllum ráðum að slík- ir atburðir endurtækju sig ekki. Víða hafa tölur um mannfall í röð- um óbreyttra borgara í Afganistan valdið áhyggjum og frásagnir af neyð flóttafólks hafa einnig ýtt undir kröf- ur um hlé á árásunum. Vinstrisinninn Tony Benn, sem var áratugum saman þingmaður breska Verkamanna- flokksins og um hríð ráðherra, gagn- rýndi harðlega árásirnar í sjónvarps- þætti á sunnudag. „Það sem við erum að gera er siðlaust vegna þess að við erum að drepa saklaust fólk sem kom ekkert nálægt árásunum á World Trade Center,“ sagði Benn. Þrátt fyrir gagnrýnina segja ráða- menn Bandaríkjamanna og Breta að niðurstaðan sé ljós og haldið verði fast við fyrri áætlanir. Beitt verði stöðugum loftárás- um til að draga úr mætti talibana. Sérsveitir muni gera skyndi- áhlaup og reyna að handsama eða drepa liðsmenn al-Qaeda og leiðtoga talibana ef og þegar nægilega traust- ar upplýsingar fáist um verustaði þeirra. Talið er að andstæðingarnir skipti oft um felustað. Talibanar hafa nú að sögn Donalds Rumsfelds, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, flutt mikið af öflug- ustu vopnum sínum, þar á meðal skriðdreka, inn í íbúðarhverfi og ekki síst skóla og moskur. Gerir þetta bandamönnum erfitt um vik þar sem hættan á að óbreyttir borgarar verði fyrir tjóni er mun meiri. Tölum um mannfallið ber ekki sam- an, talibanar segja að þúsundir manna hafi fallið en Bandaríkjamenn segja að um miklar ýkjur sé að ræða. Þar sem óháðir aðilar fá sjaldan fullan aðgang að stöðunum er engin leið að fá úr því skorið hve mikið manntjónið er í reynd og af völdum hverra. Hins vegar er ljóst að óbreyttir borgarar, í sumum tilvikum konur og börn, hafa fallið og áhrifin á almenningsálitið eru mikil. Á það ekki síst við í löndum múslíma þar sem fyrir var mikil to- tryggni og margir voru reiðubúnir að trúa fullyrðingum talibana og Osama bin Ladens um að átökin væru liður í nýju stríði kristinna gegn íslam. Sjónvarpsmyndir frá Kabúl af lim- lestum og látnum börnum valda ólgu sem talibanar og stuðningsmenn þeirra notfæra sér óspart í áróðurs- stríðinu um almenningsálitið. Heilagur föstumánuður múslíma, ramadan, hefst um miðjan nóvember og hafa leiðtogar margra músl- ímalanda hvatt til þess að þá verði gert hlé á árásunum til að styggja ekki trúaða. En Rumsfeld og fleiri benda á að múslímar berjist ekki síð- ur innbyrðis í föstumánuðinum en á öðrum árstímum og minnt er á að Egyptar og Sýrlendingar réðust fyr- irvaralaust á Ísrael í föstumánuðinum 1973. Ef gert verði hlé fái talibanar ráðrúm til að treysta stöðu sína og þar að auki geti hlé gefið röng skila- boð um að vesturveldin séu hikandi og smeyk við að ljúka verkefninu. Bjartsýni í Pentagon fyrstu dagana Loftárásirnar hófust 7. október og fljótlega lýstu bandarískir ráðamenn því yfir að búið væri að þjarma svo að talibönum að hervarnir þeirra væru úr sögunni. Annað hefur komið í ljós og talsmenn bandaríska varnarmála- ráðuneytisins, Pentagon, lýsa undrun sinni á seiglu fjandmann- anna. Aðrir segja að Bandaríkjamenn hafi vanmetið andstæðinginn og treyst um of á há- tæknivopn. The Wash- ington Post segir í leiðara á sunnudag að árangurinn af árásunum hafi verið misjafn. Tekist hafi að granda þjálf- unarbúðum al-Qaeda-hryðjuverka- samtakanna og sama sé að segja um loftvarnabúnað talibana og annan jarðfastan herbúnað þeirra, sérsveitir hafi þegar lagt til atlögu og líklegt að þær færi sig upp á skaftið á næstunni. „En fram til þessa hafa ekki verið unnir neinir stórsigrar: Osama bin Laden og flestir af háttsettum liðsfor- ingjum hans leika lausum hala, einnig forystumenn talibana. Tilraunir sem gerðar hafa verið til að fá herforingja úr röðum talibana til að svíkjast und- an merkjum hafa að mestu mistekist, mikilvægur leiðtogi úr röðum Afgana sem reyndi að fá þá til liðs við sig var handsamaður og tekinn af lífi.“ Blaðið segir að farnar séu að heyrast raddir um að stríðsreksturinn gegn talibön- um sé að lenda í feni og ekki sé hægt að búast við að stuðningur við málstað Bandaríkjamanna í múslímaríkjun- um á svæðinu muni verða langvar- andi. Vitnað er í öldungadeildarþing- manninn Joseph Biden sem vari við því að loftárásirnar hafi slæm áhrif í múslímaheiminum og Bandaríkja- menn eigi á hættu að fá á sig stimp- ilinn „hátæknibullur“. The Washington Post segist vona að markmiðin náist fyrir veturinn en ekki sé þó nein ástæða til að ala með sér slíka bjartsýni. Blaðið segir að þrátt fyrir allt megi Bandaríkjamenn aldrei missa sjónar á því að grundvall- arástæðan fyrir hernaðinum í Afgan- istan sé sjálfsvörn, takmarkið sé að brjóta á bak aftur bin Laden og talib- ana. „Þar til búið er að finna þessa leið- toga og granda þeim og herjum þeirra verða Bandaríkjamenn að halda áfram að berjast gegn þeim, með sprengjuárásum eða öðrum að- ferðum sem taldar eru áhrifaríkar. Réttur þeirra til að gera það hefur verið staðfestur af Sameinuðu þjóð- unum og er ekki háður almennings- áliti í öðrum löndum eða viðvarandi stuðningi „bandamanna“ í músl- ímalöndum, bandamanna sem margir ýttu undir íslamska ofstækisstefnu löngu áður en sprengjuárásirnar í Afganistan hófust,“ segir The Wash- ington Post. Óljós markmið Markmiðið með hernaðinum virðist ekki nægilega ljóst ef horft er til langs tíma. Keppt er að því að handsama bin Laden en annað takmark, að velta talibönum úr sessi, er ekki jafneinfalt. Þeir njóta meiri stuðnings en menn hafa gert ráð fyrir, þúsundir sjálfboðaliða frá Pakistan og nokkrum arabalöndum berjast með þeim og enn fleiri bíða eftir að komast til landsins. Loks flækir tillitið til Pakist- ana málið en þeir gegna lykilhlutverki í aðgerðunum, m.a. vegna aðstöðunn- ar fyrir herflugvélar bandamanna. Stjórnvöld í Pakistan studdu talib- ana sem flestir eru pastúnar eins og helmingur allra Afgana. Margir past- únar búa einnig í Pakistan og ákvörð- unin um að styðja hernað banda- manna var því erfið. En vonir Pakistana um að fá stuðning eða að minnsta kosti velviljað hlutleysi vest- urveldanna í deilunum við Indverja um Kasmír og loforð um efnahags- legan stuðning riðu baggamuninn. Innanlandsástand í Pakistan er ótryggt, ríkisvaldið hefur löngum stuðst við strangtrúaða múslíma og klerkar úr röðum þeirra eru áhrifa- miklir þótt kannanir sýni að meira en helmingur landsmanna sé sammála stefnu Pervez Musharrafs forseta. Utanríkisráðherra stjórnar Norður- bandalagsins, Abdullah Abdullah, segir að Musharraf verði að koma í veg fyrir að sjálfboðaliðar streymi yf- ir landamærin og gangi til liðs við tal- ibana. Forsetinn getur ekki stutt báða í senn, Bandaríkjamenn og talib- ana, segir Abdullah. Bandaríkjamenn hafa hikað við að veita Norðurbandalaginu fullan stuðning til að taka borgina vegna andstöðu Pakistana við bandalagið sem styðst við minnihluta Afgana. Einnig eru minningar um fyrri valda- skeið Norðurbandalagsins, er liðs- menn þess fóru hamförum gegn and- stæðingum sínum eftir að hafa tekið Kabúl, ekki uppörvandi. Ótraustur liðsmaður Norðurbandalagið á við ýmsan vanda að stríða, þar á meðal innbyrðis togstreitu sem sagt er að hefði gert út af við það ef ekki hefðu komið breytt- ar aðstæður eftir aðgerðir banda- manna í kjölfar hryðjuverkanna í september. Bandaríkjamenn hafa reynt að koma til móts við Pakistana með því að leggja til að hófsamir talib- anar fái aðild að nýrri bráðabirgða- stjórn allra þjóðarbrota og deiluaðila í Afganistan. En Rússar, sem styðja Norður- bandalagið með vopnum, eru mót- fallnir slíkum tilslökunum og stjórn- endur Norðurbandalagsins gætu þurft að gera upp við sig hvort þeir hallist á sveif með Rússum eða Bandaríkjamönnum, segir í Financial Times. Sumir þeirra börðust af mikilli hörku gegn Rússum er þeir hersátu landið. Reynsla Afgana af hern- aði Rússa í tíð Sovétríkj- anna á níunda áratugnum veldur því að það er ekki líklegt til vinsælda í landinu að þiggja aðstoð frá Rússum. Sir Michael Boyce, forseti breska herráðsins, varaði Breta við fyrir helgi en rætt hefur verið um að Bret- ar sendu hundruð hermanna til að taka þátt í landhernaði ef til hans komi með Bandaríkjamönnum. „Þetta eru erfiðustu hernaðaraðgerð- ir sem Bretar hafa tekist á hendur síðan í Kóreustríðinu,“ sagði hann. „Ef til vill ekki þær hættulegustu vegna þess að núna stöndum við ekki frammi fyrir óvini á borð við íraska herinn en markmiðin eru þau erfið- ustu sem við höfum nokkurn tíma sett okkur.“ AP Hermenn úr röðum liðsmanna Norðurbandalagsins skjóta úr sovésk-smíðaðri sprengjuvörpu í gær í grennd við þorpið Al-Khanum í Takhar-héraði sem er norðarlega í landinu. Ráðleysi og skortur á stefnumörkun um framtíðina Vaxandi gagnrýni á hernaðinn í Afganistan Óttast stimp- ilinn „há- tæknibullur“ Tillitið til hags- muna Pakist- anstjórnar SLOBODAN Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, voru í gær birtar nýjar ákærur fyrir stríðsglæpadóm- stóli Sameinuðu þjóðanna. Milosevic neitaði sem fyrr að tjá sig um ákæru- atriðin og lýsti því yfir að hann við- urkenndi ekki lögsögu dóm- stólsins. Ákærurnar sem birtar voru í gær eru fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mann- úð í Kosovo á ár- unum 1998-99, og fyrir fjöldamorð í Króatíu á árunum 1991-95. Þá staðfestu embættismenn stríðsglæpadómstólsins í gær að í næstu viku yrðu Milosevic birtar ákærur fyrir þjóðarmorð í Bosníu, en það er alvarlegasti glæpurinn sem dómstólinn hefur vald til að sak- sækja fyrir. Réttarhöldin yfir Milosevic eiga að hefjast í byrjun næsta árs. Alþjóðadómstóll úrskurði um lögsögu stríðsglæpadómstóls Þrír óháðir lögmenn, sem skipaðir voru af stríðsglæpadómstóli Samein- uðu þjóðanna, lýstu því yfir í gær að rétt væri að alþjóðadómstóll SÞ tæki afstöðu til þess hvort stríðsglæpa- dómstóllinn hefði lögsögu til að rétta yfir Slobodan Milosevic. Lögmennirnir voru skipaðir til að tryggja að Milosevic fengi sann- gjarna málsmeðferð, eftir að hann neitaði að tilnefna verjendur. Í yf- irlýsingu sinni í gær tóku þeir að nokkru leyti undir gagnrýni forset- ans fyrrverandi og sögðu að draga mætti hlutleysi stríðsglæpadóm- stólsins í efa. Kváðu þeir jafnframt óvíst að dómstóllinn hefði vald til að sækja þjóðarleiðtoga til saka. Milosevic birtar nýjar ákærur Haag. AFP. Slobodan Milosevic RÚSSNESKIR embættismenn sögðu í gær að tekist hefði að fjar- lægja þrjár stýriflaugar og 45 lík úr flaki kjarnorkukafbátsins Kúrsk síð- an rannsókn var hafin á því fyrir viku. Kúrsk sökk í Barentshafi í ágúst í fyrra, en flak bátsins liggur nú í flotkví í bænum Rosljakovo, nærri Murmansk. Öll áhöfnin, 118 manns, fórst með kafbátnum. Alls hafa 57 lík verið fjarlægð úr flakinu, en þar af náðu kafarar 12 líkum úr kafbátnum þar sem hann lá á hafsbotni í nóv- ember í fyrra. Líkin voru flest í klef- um aftarlega í bátnum. Ljóst þykir að Kúrsk hafi sokkið í kjölfar tveggja öflugra sprenginga, en kafbáturinn var við heræfingar er slysið varð. Rannsóknarmenn reyna nú að komast að því hvað olli spreng- ingunum, en getgátur hafa meðal annars verið uppi um að kafbáturinn hafi rekist á gamalt tundurskeyti eða erlendan kafbát, eða að eitt af tund- urskeytum bátsins hafi verið gallað. 22 stýriflaugar um borð Um borð í Kúrsk voru 22 stýri- flaugar af gerðinni Granit og það mun vera vandasamt verk að fjar- lægja þær úr kafbátnum. Fyrstu tvær stýriflaugarnar voru fjarlægðar með sérstökum krönum í fyrrinótt, en sú þriðja var tekin í gærmorgun. Embættismenn sögðu að óvíst væri hvenær verkinu lyki, enda væri sérlega ströngum varúð- arráðstöfunum fylgt. Kafbáturinn Kúrsk Þrjár stýriflaug- ar fjar- lægðar Murmansk. AFP, AP. ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.