Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ sem af er þessu ári hefur 21 látist í umferðinni í 17 slysum. Samkvæmt samantekt frá Umferð- arráði var slysið á Vesturlandsvegi við Kollafjörð í gærmorgun fjórða banaslysið í umferðinni í ár þar sem tveir látast og hefur slíkt ekki gerst undanfarinn áratug. Frá árinu 1991 hefur það aðeins gerst tvisvar að fjöldi látinna í umferð- inni frá janúar til loka október á hverju ári fer yfir 21. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 látist í umferðinni í 18 slysum það ár og 23 árið 1995 á jafnlöngum tíma og í jafnmörgum slysum. Allt síðasta ár létust 32 í 23 umferðarslysum. „Þetta er að mörgu leyti óhuggu- lega hliðstætt árinu 2000 sem var með svörtustu árum umferðarsög- unnar hér á landi. Því er ekki að neita að árið í ár stefnir í að verða allt of líkt síðasta ári, því miður,“ sagði Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, í samtali við Morgunblaðið í gær um þróun umferðarinnar hér á landi, í tilefni af tveimur banaslysum á þremur dögum þar sem fjögur ungmenni hafa látið lífið. Hraðinn að aukast úti á vegum Óli sagði umferðarslys í meira mæli að færast úr þéttbýlinu og út á þjóðvegina og árekstrar væru sí- fellt að verða harðari. Sú stað- reynd segði sér aðeins eitt: „Hrað- inn er að aukast á vegunum og þegar hann er orðinn þetta mikill þá virðist engu skipta í hvaða bíl- um fólkið er. Ekkert virðist halda. Segjum að tveir bílar mætist á há- markshraða, 90 kílómetrum á klukkustund, þá þýðir það gríðar- lega harðan árekstur.“ Óli sagði Útvarp Umferðarráðs hafa í gær brýnt sérstaklega fyrir ökumönnum, í kjölfar síðustu bana- slysa, að draga úr hraða þegar þeir sjá ökutæki nálgast á móti. Það gæti skipt sköpum á þröngum veg- um landsins þar sem aðstæður eru misjafnar. Aðspurður hvað þyrfti til bragðs að taka, til að fækka alvarlegum umferðarslysum, sagði Óli tvennt vera í stöðunni. Annars vegar þyrfti að auka löggæslu á þjóðveg- um og hins vegar þyrfti hugarfars- breyting að eiga sér stað hjá öku- mönnum. „Aðgæslan þarf að vera til stað- ar, númer eitt, tvö og þrjú. Hún er bara ekki til staðar hjá mjög mörg- um ökumönnum sem um vegina aka. Þeir eru bara að hugsa um eitthvað allt annað,“ sagði Óli H. Fjöldi látinna í umferðinni kominn í 21 Óhuggulega líkt síðasta ári, segir framkvæmdastjóri Umferðarráðs Morgunblaðið/RAX Talan 19 á skiltinu í Svínahrauni stóð uppi í þrjá sólarhringa, eða þar til breytt var í 21 upp úr hádegi í gær af verktökum á vegum Umferðarráðs. ÁTJÁN ára stúlka og tvítugur karl- maður létust þegar fólksbíll þeirra skall framan á vöruflutningabíl á Vesturlandsvegi móts við malarnám- urnar í Kollafirði í gærmorgun. Öku- mann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Fólksbíllinn var á norðurleið en vöruflutningabílnum var ekið í átt til Reykjavíkur. Tilkynning um slysið barst klukk- an 7:35. Þrír sjúkrabílar og tveir tækjabílar voru sendir á slysstað og lögregla lokaði Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðarveg. Vegurinn var lokaður í rúmlega þrjár klukkustundir vegna slyssins en umferð var beint um Kjósar- skarðsveg. Talsverðar umferðartafir urðu af þessum sökum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög slyssins. Meðal þess sem ver- ið er að kanna er hvort vegmerking- ar eða frágangur vegna fram- kvæmda við heitavatnslögn sem verið er að leggja við vegkantinn hafi átt þátt í slysinu. Morgunblaðinu bárust í gær ábendingar frá almenningi um að merkingum hafi verið ábótavant og að búkkar með merkjum hafi staðið á veginum í fyrrakvöld svo að sveigja varð frá þeim. Þegar vinna stendur yfir eru sett merki á búkkum upp að veginum, þó ekki inn fyrir veglínu. Að auki eru sett stór appelsínugul skilti við báða enda vinnusvæðisins. Hjá Vegagerð- inni fengust þær upplýsingar að kvartanir hefðu borist frá fólki um að merkingar væru ófullnægjandi og að Vegagerðin hefði gert athugasemdir við verktaka sem er þarna að störf- um. Bjarni Stefánsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að verktak- inn hafi þó verið með allar merking- ar sem Vegagerðin telji að þurfi við þessar aðstæður. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki verið að vinna í skurðinum þegar slysið varð í gærmorgun. Útskrifaður af gjörgæsludeild Á föstudag létust tvær konur á þrítugsaldri í árekstri við gatnamót Hafravatnsvegar og Nesjavallaveg- ar. Tveir menn slösuðust alvarlega í árekstrinum, annar er fæddur árið 1975 en hinn 1967. Á tímabili var þeim báðum haldið sofandi í öndun- arvél á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ann- ar þeirra er kominn til meðvitundar og var hann útskrifaður af gjör- gæsludeild í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá vakthafandi lækni. Hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvennt lést í árekstri í Kollafirði Morgunblaðið/Júlíus Eins og myndin ber með sér var áreksturinn mjög harður. ÞRIÐJA þriggja sólarhringa verk- fall sjúkraliða sem starfa hjá ríkis- stofnunum hófst á miðnætti í gær. Áhrif verkfallsins eru, að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, meiri en áður því færri undanþágur hafa verið veittar. Ingibjörg S. Kolbeins, deildar- stjóri taugalækningadeildar, segir sjúklinga gjalda verkfallsins því grípa hafi þurft til þess að senda hressustu sjúklingana heim þar sem deildin er lokuð meðan á verkfallinu stendur. Þá hafa sjúklingar verið fluttir á milli deilda og vegna pláss- leysis hafa sjúklingar þurft að vera á göngunum. Fækka hefur þurft að- gerðum á mörgum deildum verulega. Sjúkraliðar veita færri undanþágur  Áhrif verkfalls/30 ELDSNEYTISVERÐ mun lækka um mánaðamótin en talsmenn olíufélaganna gátu í gær ekki sagt til um hversu miklar verðlækkanir yrðu. Reynir Guðlaugsson, inn- kaupastjóri hjá Skeljungi, sagði að orðið væri ljóst að verð á bensíni og skipaolíu mundi lækka um mánaðamótin en félagið hefði ekki enn ákveðið hversu miklar verð- breytingarnar yrðu. Bjarni K. Bjarnason, fulltrúi forstjóra Olíufélagsins hf., tekur í sama streng og segir að félagið lækki verð á bensíni um mán- aðamótin en nánari upplýsing- ar verði ekki hægt að gefa strax. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað mikið frá því um miðjan september eða um nálægt 25% og undanfarna daga hefur verðið sveiflast í kringum 21 dollara tunnan á Rotterdam-markaði. Að sögn viðmælenda hjá ol- íufélögunum hefur gengisþró- unin hins vegar sett nokkurt strik í reikninginn, þar sem krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og er dollarinn kominn í rúmar 104 krónur Bensín lækkar um mán- aðamót UNG kona slapp lítið meidd þegar bíll hennar fór út af Norðurlandsvegi og valt vestan Varmahlíðar um kvöld- matarleytið í gær. Bíllinn snerist hálf- hring á veginum og hafnaði á þakinu utan vegar. Konan fékk glerbrot í hendur og var flutt á sjúkrahús. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki snjóaði talsvert í Skagafirði og nærsveitum í gær og var slabb og hálka á vegum. Lögreglan telur var- hugavert fyrir ökumenn að vera á ferðinni nema bifreiðar þeirra séu á vetrardekkjum. Snerist hálf- hring og valt ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.