Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 60

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÞAÐ sem af er þessu ári hefur 21 látist í umferðinni í 17 slysum. Samkvæmt samantekt frá Umferð- arráði var slysið á Vesturlandsvegi við Kollafjörð í gærmorgun fjórða banaslysið í umferðinni í ár þar sem tveir látast og hefur slíkt ekki gerst undanfarinn áratug. Frá árinu 1991 hefur það aðeins gerst tvisvar að fjöldi látinna í umferð- inni frá janúar til loka október á hverju ári fer yfir 21. Á sama tíma í fyrra höfðu 24 látist í umferðinni í 18 slysum það ár og 23 árið 1995 á jafnlöngum tíma og í jafnmörgum slysum. Allt síðasta ár létust 32 í 23 umferðarslysum. „Þetta er að mörgu leyti óhuggu- lega hliðstætt árinu 2000 sem var með svörtustu árum umferðarsög- unnar hér á landi. Því er ekki að neita að árið í ár stefnir í að verða allt of líkt síðasta ári, því miður,“ sagði Óli H. Þórðarson, fram- kvæmdastjóri Umferðarráðs, í samtali við Morgunblaðið í gær um þróun umferðarinnar hér á landi, í tilefni af tveimur banaslysum á þremur dögum þar sem fjögur ungmenni hafa látið lífið. Hraðinn að aukast úti á vegum Óli sagði umferðarslys í meira mæli að færast úr þéttbýlinu og út á þjóðvegina og árekstrar væru sí- fellt að verða harðari. Sú stað- reynd segði sér aðeins eitt: „Hrað- inn er að aukast á vegunum og þegar hann er orðinn þetta mikill þá virðist engu skipta í hvaða bíl- um fólkið er. Ekkert virðist halda. Segjum að tveir bílar mætist á há- markshraða, 90 kílómetrum á klukkustund, þá þýðir það gríðar- lega harðan árekstur.“ Óli sagði Útvarp Umferðarráðs hafa í gær brýnt sérstaklega fyrir ökumönnum, í kjölfar síðustu bana- slysa, að draga úr hraða þegar þeir sjá ökutæki nálgast á móti. Það gæti skipt sköpum á þröngum veg- um landsins þar sem aðstæður eru misjafnar. Aðspurður hvað þyrfti til bragðs að taka, til að fækka alvarlegum umferðarslysum, sagði Óli tvennt vera í stöðunni. Annars vegar þyrfti að auka löggæslu á þjóðveg- um og hins vegar þyrfti hugarfars- breyting að eiga sér stað hjá öku- mönnum. „Aðgæslan þarf að vera til stað- ar, númer eitt, tvö og þrjú. Hún er bara ekki til staðar hjá mjög mörg- um ökumönnum sem um vegina aka. Þeir eru bara að hugsa um eitthvað allt annað,“ sagði Óli H. Fjöldi látinna í umferðinni kominn í 21 Óhuggulega líkt síðasta ári, segir framkvæmdastjóri Umferðarráðs Morgunblaðið/RAX Talan 19 á skiltinu í Svínahrauni stóð uppi í þrjá sólarhringa, eða þar til breytt var í 21 upp úr hádegi í gær af verktökum á vegum Umferðarráðs. ÁTJÁN ára stúlka og tvítugur karl- maður létust þegar fólksbíll þeirra skall framan á vöruflutningabíl á Vesturlandsvegi móts við malarnám- urnar í Kollafirði í gærmorgun. Öku- mann vöruflutningabílsins sakaði ekki. Fólksbíllinn var á norðurleið en vöruflutningabílnum var ekið í átt til Reykjavíkur. Tilkynning um slysið barst klukk- an 7:35. Þrír sjúkrabílar og tveir tækjabílar voru sendir á slysstað og lögregla lokaði Vesturlandsvegi við Þingvallaveg og Hvalfjarðarveg. Vegurinn var lokaður í rúmlega þrjár klukkustundir vegna slyssins en umferð var beint um Kjósar- skarðsveg. Talsverðar umferðartafir urðu af þessum sökum. Lögreglan í Reykjavík rannsakar tildrög slyssins. Meðal þess sem ver- ið er að kanna er hvort vegmerking- ar eða frágangur vegna fram- kvæmda við heitavatnslögn sem verið er að leggja við vegkantinn hafi átt þátt í slysinu. Morgunblaðinu bárust í gær ábendingar frá almenningi um að merkingum hafi verið ábótavant og að búkkar með merkjum hafi staðið á veginum í fyrrakvöld svo að sveigja varð frá þeim. Þegar vinna stendur yfir eru sett merki á búkkum upp að veginum, þó ekki inn fyrir veglínu. Að auki eru sett stór appelsínugul skilti við báða enda vinnusvæðisins. Hjá Vegagerð- inni fengust þær upplýsingar að kvartanir hefðu borist frá fólki um að merkingar væru ófullnægjandi og að Vegagerðin hefði gert athugasemdir við verktaka sem er þarna að störf- um. Bjarni Stefánsson, verkstjóri hjá Vegagerðinni, sagði að verktak- inn hafi þó verið með allar merking- ar sem Vegagerðin telji að þurfi við þessar aðstæður. Að sögn lögreglunnar í Reykjavík var ekki verið að vinna í skurðinum þegar slysið varð í gærmorgun. Útskrifaður af gjörgæsludeild Á föstudag létust tvær konur á þrítugsaldri í árekstri við gatnamót Hafravatnsvegar og Nesjavallaveg- ar. Tveir menn slösuðust alvarlega í árekstrinum, annar er fæddur árið 1975 en hinn 1967. Á tímabili var þeim báðum haldið sofandi í öndun- arvél á gjörgæsludeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Ann- ar þeirra er kominn til meðvitundar og var hann útskrifaður af gjör- gæsludeild í gær, samkvæmt upplýs- ingum frá vakthafandi lækni. Hinum er enn haldið sofandi í öndunarvél. Tvennt lést í árekstri í Kollafirði Morgunblaðið/Júlíus Eins og myndin ber með sér var áreksturinn mjög harður. ÞRIÐJA þriggja sólarhringa verk- fall sjúkraliða sem starfa hjá ríkis- stofnunum hófst á miðnætti í gær. Áhrif verkfallsins eru, að sögn Önnu Stefánsdóttur hjúkrunarforstjóra á Landspítala – háskólasjúkrahúsi, meiri en áður því færri undanþágur hafa verið veittar. Ingibjörg S. Kolbeins, deildar- stjóri taugalækningadeildar, segir sjúklinga gjalda verkfallsins því grípa hafi þurft til þess að senda hressustu sjúklingana heim þar sem deildin er lokuð meðan á verkfallinu stendur. Þá hafa sjúklingar verið fluttir á milli deilda og vegna pláss- leysis hafa sjúklingar þurft að vera á göngunum. Fækka hefur þurft að- gerðum á mörgum deildum verulega. Sjúkraliðar veita færri undanþágur  Áhrif verkfalls/30 ELDSNEYTISVERÐ mun lækka um mánaðamótin en talsmenn olíufélaganna gátu í gær ekki sagt til um hversu miklar verðlækkanir yrðu. Reynir Guðlaugsson, inn- kaupastjóri hjá Skeljungi, sagði að orðið væri ljóst að verð á bensíni og skipaolíu mundi lækka um mánaðamótin en félagið hefði ekki enn ákveðið hversu miklar verð- breytingarnar yrðu. Bjarni K. Bjarnason, fulltrúi forstjóra Olíufélagsins hf., tekur í sama streng og segir að félagið lækki verð á bensíni um mán- aðamótin en nánari upplýsing- ar verði ekki hægt að gefa strax. Heimsmarkaðsverð á hráolíu hefur lækkað mikið frá því um miðjan september eða um nálægt 25% og undanfarna daga hefur verðið sveiflast í kringum 21 dollara tunnan á Rotterdam-markaði. Að sögn viðmælenda hjá ol- íufélögunum hefur gengisþró- unin hins vegar sett nokkurt strik í reikninginn, þar sem krónan hefur verið að veikjast gagnvart Bandaríkjadal og er dollarinn kominn í rúmar 104 krónur Bensín lækkar um mán- aðamót UNG kona slapp lítið meidd þegar bíll hennar fór út af Norðurlandsvegi og valt vestan Varmahlíðar um kvöld- matarleytið í gær. Bíllinn snerist hálf- hring á veginum og hafnaði á þakinu utan vegar. Konan fékk glerbrot í hendur og var flutt á sjúkrahús. Að sögn lögreglunnar á Sauðár- króki snjóaði talsvert í Skagafirði og nærsveitum í gær og var slabb og hálka á vegum. Lögreglan telur var- hugavert fyrir ökumenn að vera á ferðinni nema bifreiðar þeirra séu á vetrardekkjum. Snerist hálf- hring og valt ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.