Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 18
LANDIÐ 18 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Skipholti 35  sími 588 1955 King Koil Ein mesta selda heilsudýnan í heiminum Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með King Koil heilsudýnunum. Amerískar lúxus heilsudýnur Tilboð! Verðdæmi: King áður kr. 184.350 nú kr. 136.420 Queen áður kr. 134.900 nú kr. 99.840 HAFRANNSÓKNASTOFNUN boðaði til kynningarfundar í Dugg- unni í Þorlákshöfn í vikunni þar sem forstjóri stofnunarinnar, Jóhann Sig- urjónsson, ásamt starfsmönnum sín- um Einari Hjörleifssyni og Hrafnkeli Eiríkssyni, fór yfir starfsemina. Vart fer á milli mála að dregið hefur úr þeim háværu og neikvæðu röddum sem heyrðust í garð Hafró eftir út- komu síðustu skýrslu og tillögur um aflaheimildir. Í framsöguerindunum var farið vel í hvar skýringa er helst að leita á skekkjum sem reynst hafa í stofn- stærðarmælingum undanfarin ár. Sigurður Bjarnason skipstjóri sagði eftir að hafa hlustað á framsöguerindi að menn væru að öðlast trú á Hafró á ný og vildi hann þakka stofnuninni fyrir þessa fundaherferð sem hann taldi gagnlega. Að loknum framsög- um voru fyrirspurnir leyfðar og urðu þær líflegar og stóðu lengi. Erlingur Ævarr Jónsson skipstjóri spurði hvort það hefði ekki áhrif á stofnstærð ef loðnuflotinn þurrkaði upp loðnuna í kapp við hvalina. Er- lingur sagði að stórþorskur sæist ekki orðið á hrygningarslóð hér suðvest- anlands enda væri hér engin loðna. „Gildir ekki það sama með þorskinn og mennina, ef maður fær ekkert að éta heima þá fer maður eitthvað ann- að?“ spurði Erlingur. Jóhann sagðist vera sammála Er- lingi með það að loðnan væri stór ör- lagavaldur í fæðu þorsksins en meðan loðnustofninn væri jafnsterkur og hann væri í dag væri erfitt að segja að flotinn væri of stór. „Það vantar meiri fróðleik um samband loðnu og þorsks. Það er spurning um orsök og afleið- ingu, er loðnustofninn stór af því að þorskstofninn er lítill?“ Hvað varð um netarallið? Ármann Einarsson skipstjóri spurði um netarall hvort það væri ekki mikilvægt og hví því hefði verið sleppt. Hann vildi einnig vita um áhrif loftslagsbreytinga og hvort þorskur sem við ekki veiddum færi ekki á flakk og væri veiddur af öðrum eins og t.d. Færeyingum. Ármann vildi líka fá að vita hvað væri raunhæf stofnstærð á næstu ár- um og að hverju væri stefnt. Einar Hjörleifsson sagði að ekki mætti úti- loka flakk en þorskurinn væri heima- kær og Færeyingar veiddu ekki það mikið að sú veiði ruglaði dæmið. Jó- hann sagði að netarall ætti sér ekki langa sögu og væri því ekki stór þátt- ur í mati á stofnstærðinni en vissulega væri ástæða til að halda því áfram. Hann vildi ekki gera of mikið úr hlýn- un sjávar en vissulega vekti það já- kvæðar vonir og ekki síður fyrir aðrar tegundir en þorsk, t.d væri aukning á skötusel. Þeir töldu raunhæft að stefna að 350 þúsund tonna stofn- stærð. Hannes Sigurðsson útgerðarmað- ur spurði hvort ekki væri athugandi að sökkva einhverju dóti á botninn til að búa til skjól, það hefði t.d. verið reynt í USA, einnig vildi hann vita hvað mikil áhrif það hefði ef hvalir fengju áfram að fjölga sér óáreittir. Jóhann sagði að ef hvalir fengju að vera óáreittir kæmu þeir til með að minnka sóknarmöguleika allt að 10%. Hann taldi að vel mætti athuga með að sökkva hlutum til botns og auka þannig þrívíddina og skapa skjól. Lúðvík Börkur Jónsson útgerðar- maður spurði um fjölnotamódel. Jó- hann sagði að þau væru ekki gömul en lofuðu góðu og kæmu örugglega að gagni síðar meir, því samspil fiski- stofnanna innbyrðis og áhrif breyttra veiðiaðferða og skipa skipti allt máli. Sveinn Jónsson skipstjóri spurði hvort allsherjarveiðibann kæmi til greina svipað og gert var við Ný- fundnaland. Einar sagði að allsherj- arbann hefði verið sjálfgefið í Kanada vegna hruns á stofninum en hann sæi ekki ástæðu til þess hér enda yrði það of mikið áfall fyrir þjóðarbúið. Hvar er ufsinn sem var við Suðurland? Erlingur Ævarr spurði hvort rann- sóknir hefðu farið fram á ufsastofn- inum við Suðurland. „Er ufsi ekki flökkufiskur og er hann ekki veiddur af öðrum ef við gerum það ekki?“ spurði Erlingur. Hann spurði einnig hve mikið af seiðum mætti vera í rækjutonni til að veiðar væru bann- aðar. Hrafnkell sagði að miðað væri við 900 seiði á móti tonni af rækju og væri þá haft í huga að rækjutonnið væri 30% verðmætara en sá fiskur sem þessi 900 seiði gæfu af sér. Jóhann sagði að ufsi væri vissulega flökku- fiskur en hann væri langlífur og kæmi á heimaslóð aftur. Einar sagði að að- alvandamál okkar væri að flotinn væri í heild sinni of stór. Miklar um- ræður urðu síðan um skarkola og sandkola en þær veiðar vega þungt í afla og vinnslu í Þorlákshöfn. Jóhann vildi meina að hluti vandans væri í fiskveiðistjórnuninni en ekki í fisk- veiðirannsóknunum. Einnig var rætt um möskvastærð og benti Sveinn Steinarsson skip- stjóri á að menn yrðu að hafa tíma fyrir sér með allar svoleiðis breyting- ar því menn pöntuðu net og veiðar- færi í tíma. Loðnustofninn stór af því að þorskstofninn er lítill? Svo virðist sem dregið hafi úr háværri gagn- rýni á starf Hafrannsóknastofnunar sem fram kom í kjölfar síðustu skýrslu stofnunar- innar um stofnstærð nytjafiska. Jón H. Sig- urmundsson sat fund sérfræðinga og heima- manna í Þorlákshöfn í vikunni en þar var haft á orði að tiltrú sjómanna og útvegsmanna í garð stofnunarinnar færi vaxandi á ný. Þorlákshöfn HIN nýja Borgarfjarðarbraut var opnuð formlega á föstudaginn. Fjöldi boðsgesta var mættur á stað- inn til að fagna þessum áfanga í samgöngumálum Vestlendinga. Þarna voru m.a. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra, nýkjörinn for- maður samgöngunefndar Alþingis, Guðmundur Hallvarðsson, þing- menn Vesturlands, vegamálastjóri, ráðuneytisstjóri samgönguráðu- neytisins, starfsmenn Vegagerð- arinnar í Borgarnesi og í Reykjavík, oddviti og sveitarstjóri Borgarfjarð- arsveitar, nefndarmenn úr sam- göngunefnd SSV og fulltrúar Borg- arbyggðar, að ógleymdum starfsmönnun og verktökum sem byggðu hinn nýja veg og brýrnar yf- ir Grímsá og Flóku. Athöfnin við brúna hófst með því að vegamálastjóri lýsti með fáum orðum hinum nýja vegi, sem lagður var í tveimur áföngum. Verktaki með fyrri áfangann var Leifur Guð- jónsson í Borgarnesi en um seinni áfangann sá Ingileifur Jónsson frá Svínavatni. Þá gat vegamálastjóri hinnar hatrömmu deilu sem varð um val á veglínu hins nýja vegar – en hann hafði aldrei upplifað slíka hörku í vegamálum eins og raunin varð í uppsveitum Borgarfjarðar. Um leið og hann afhenti sam- gönguráðherra mannvirkið, vonaðist hann til að allir sættust á þá nið- urstöðu sem nú væri orðin. Sturla Böðvarsson þakkaði Vegagerðinni og verktökum fyrir glæsilegan veg og vel gerðar brýr. Mundaði síðan skærin og með aðstoð vega- málastjóra klippti hann á silkiborða sem strengdur var yfir brúna. Um leið lýsti hann yfir að vegurinn væri nú formlega opinn fyrir allri umferð. Að lokinni athöfninni á Grímsár- brú var boðið til samsætis á Hótel Reykholti. Vegamálastjóri tilnefndi Ríkharð Brynjólfsson, oddvita Borgarfjarðarsveitar, sem veislu- stjóra. Samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, tók fyrstur til máls og lýsti mikilli ánægju með verklok þessa nýja vegar og tók undir þá ósk með vegamálastjóra að vegdeil- ur um Borgarfjarðarbraut heyrðu nú sögunni til. Upplýsti viðstadda um að ekki yrði staðar numið við þessi verklok hér í Borgarfirði því strax á næsta ári yrði haldið áfram með veginn frá Reykholti í átt að Húsafelli eins og gert er ráð fyrir í samþykktri vegaáætlun. Tvær nýjar brýr Auk ráðherra ávörpuðu margir samkomuna og þeirra á meðal var umdæmisverkfræðingur Vegagerð- arinnar í Borgarnesi, Magnús Valur Jóhannsson. Hann sagði m.a.: „Lengd þess vegarkafla á Borg- arfjarðarbraut sem nú verður form- lega opnaður er alls 20,6 km. Einnig voru endurbyggðir kaflar á Skorra- dalsvegi, 3,2 km og á Flókadalsvegi, 0,5 km, auk styttri tenginga, m.a. við Bæjarsveitarveg og Hvanneyr- arveg. Heildarlengd nýrra og end- urbyggðra vega er um 27 km. Byggðar voru nýjar brýr á Grímsá og Flókadalsá. Brúin yfir Grímsá er 88 m löng. Brúin yfir Flókadalsá er um 68 m löng. Breidd brúa er 7 m. Nýbygging þessa vegar bætir mjög allar samgöngur við uppsveitir Borgarfjarðar. Nú er kominn góður uppbyggður vegur með bundnu slit- lagi sem liggur um Borgarfjörð frá Hringvegi við Seleyri að Hringveg- inum aftur, í Stafholtstungum. Þessi samgöngubót mun án efa hafa já- kvæð áhrif á atvinnulíf og búsetu- skilyrði á svæðinu. Kaflinn milli Andakílsár og Bæjarsveitarvegar nr. 513 (Vatnshamraleið) styttir t.d. leiðina um 3,5 km. Helstu magntölur verksins: Skeringar 20.000 m3, Fyllingar og fláafleygar 370.000 m3 (þar af sig um 100.000 m3). Burðarlög 170.000 m3. Klæðning 150.000 m². Verkið var boðið út í tveimur áföngum. Fyrri áfanginn, frá Bæj- arsveitarvegí að Kleppjárns- reykjum, var boðin út í nóvember 1998 og lauk þeim áfanga í október 1999. Vegurinn var að mestu end- urbyggður á eldra vegstæði. Síðari áfangi verksins, frá Andakílsá að Bæjarsveitarvegi, var boðin út í nóvember 1999 og lauk honum nú í október. Kaflinn, sem gekk undir vinnuheitinu Vatnshamraleið, fór í matsmeðferð samkvæmt lögum um mat á umhverfisáhrifum fram- kvæmda í mars 1999. Þar var lögð til ný leið frá Andakílsá að Hesti sem stytti vegalengdir um 3,5 km. Góð sátt náðist um þessa hugmynd og var fallist á tilhögun fram- kvæmdar. Lægstbjóðandi í fyrri áfanga verksins var LG vöruflutningar Borgarnesi og lægstbjóðandi í þann síðari var Ingileifur Jónsson, Svína- vatni. Samið var við lægstbjóðendur í báðum tilvikum. Samhliða þessum tveimur áföng- um voru byggðar brýr á Flókadalsá og Grímsá. Smíði á burðarvirki úr stáli fyrir brýrnar var boðið út og var Formaco ehf, umboðsaðili Fair- field Mabey í Bretlandi lægstbjóð- andi í bæði verkin. Bygging brúnna var að öðru leyti í höndum brúa- vinnuflokks Vegagerðarinnar. Auk þessara aðila kom fjöldi und- irverktaka að framkvæmdunum. Hönnun vegarins var í höndum áætlanadeildar Vegagerðarinnar í Borgarnesi. Brúadeild Vegagerð- arinnar sá um hönnun brúa. Veg- hönnunardeild annaðist jarðvegs- könnun og sigspár en rannsóknadeild sá um námukönnun og jarðvegslýsingar. Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir landslagsarkitekt ann- aðist gerð matsskýrslu vegna mats á umhverfisáhrifum framkvæmdar á Vatnshamraleið. Eftirlit og umsjón með þessari framkvæmd hefur verið í höndum framkvæmdadeildar Vegagerð- arinnar á Vesturlandi.“ Samsætið var síðan slitið um kl. 17 eftir að gestir höfðu gert veislu- föngum góð skil. Borgarfjarðar- brautin opnuð formlega Morgunblaðið/Davíð Pétursson Sturla Böðvarsson samgönguráðherra klippti á borða með aðstoð Helga Hallgrímssonar vegamálastjóra og opnaði þar með Borgarfjarðarbraut formlega á Grímsárbrú 26. október sl. Skorradalur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.