Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 12
FRÉTTIR 12 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ „ÞINGIÐ var að mínu mati afar vinnusamt og afkastamikið, 26 mál tekin til meðferðar, þau allflest rædd ítarlega og afgreidd með því að samþykkja, leggja til breytingar eða senda þau í nánari umræðu fram að næsta kirkjuþingi,“ sagði Karl Sigurbjörnsson biskup um kirkjuþingið sem nú er afstaðið. Hann segir þetta síðasta þing kjör- tímabilsins en næsta vor verða kjörnir fulltrúar til nýs kirkjuþings til fjögurra ára. Kirkjuþing taldi ekki tímabært að breyta því fyrirkomulagi sem nú gildir um skipan sóknarpresta en dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti kirkjuþingi lagafrumvarp sem gerir ráð fyrir þeirri breytingu að biskup skipi sóknarpresta sem og aðra presta. Til þessa hefur ráð- herra skipað sóknarpresta að feng- inni tillögu biskups í kjölfar nið- urstöðu valnefndar. Leggja ber lagafrumvörp er snerta kirkjulög fyrir kirkjuþing til umsagnar og varð niðurstaða kirkjuþings þessi að undangengnum nokkrum um- ræðum. „Ég gat ekki séð að þessi breyting myndi neinu breyta um stöðu sóknarpresta eins og ráð- herra benti líka á þegar frumvarpið var kynnt. En ég hygg að það sem ráði ferð- inni við þessa niðurstöðu sé sá ótti margra sóknarpresta að breytingin vegi að grundvallarstöðu þeirra og réttindum. Einnig vöruðu einstaka prestar við því að þetta hefði í för með sér aukið biskupsvald. Þess ber þó að minnast að skipunarvald í kirkjunni er alltaf háð ákveðnum leikreglum, valreglum sem kirkjan sjálf hefur sett. Enginn kirkjumála- ráðherra hefur um langan aldur beitt því formlega valdi sem hann hefur við skipan presta heldur alltaf virt niðurstöðu hins kirkjulega vals og það er vel,“ segir biskup. „Vald í þessu sambandi er spurning um virðingu fyrir leikreglum. Þyngst hefur vegið ótti sóknarpresta varð- andi réttarstöðu sína. Þeim hefur ekki fundist rök ráðherra nógu sannfærandi í þeim efnum.“ Nefnd skoði reglur um val á prestum Þá var samþykkt tillaga um að skipuð verði nefnd til að fjalla um reglur um val á prestum. Á nefndin að leggja mat á hvernig valreglur hafa reynst allt frá árinu 1987 þeg- ar prestkosningar voru lagðar nið- ur. Eftir það réðu kjörmenn sókn- anna, það er aðalmenn og varamenn í sóknarnefndum, vali sóknarpresta en síðustu tvö árin hefur val sókn- arpresta verið í höndum valnefndar sem í sitja fulltrúar sóknarnefndar, prófastur og vígslubiskup. Er nefndinni ætlað að skila tillögum á næsta kirkjuþingi. Ekki var talið tímabært að steypa saman prófastsdæmunum tveimur á Vestfjörðum, m.a. vegna þess að Barðstrendingar eru því ekki með- mæltir vegna samgönguerfiðleika milli þessara landshluta. Sameining bíður því betri tíma og vega. Hins- vegar var samþykkt að prófasts- dæmin tvö á Austfjörðum verði felld undir umdæmi vígslubiskups- ins á Hólum. Einnig samþykkti kirkjuþing frumvarp sem dóms- og kirkjumála- ráðherra kynnti um breytingar á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu. Er þar m.a. heimilað að ösku látinna megi dreifa á landi og sjó að settum nánari reglum en þar er ekki gert sérstaklega ráð fyrir þátttöku presta. Biskup segir hafa þótt eðlilegt að opna fyrir þessa leið með ákveðnum skilyrðum en segir meginatriði að farið sé með virðingu með líkamsleifar hinna látnu. Að- spurður kveðst hann sjálfur á því að best fari á því að duftker séu greftr- uð í kirkjugörðum með „gamla lag- inu“. Mikil vinna í setningu nýrra starfsreglna Kirkjuþingsfulltrúar sem nú ljúka kjörtímabili sínu voru kjörnir í fyrsta sinn í kjölfar setningu nýrra laga um starfshætti kirkjunnar sem tóku gildi í ársbyrjun 1998. Biskup segir störf þingsins þessi ár hafa einkennst af verkefnum sem þau lög sköpuðu kirkjuþingi, þ.e. að setja starfsreglur um ýmsa þætti kirkjustarfsins. „Þessi lög skilgreindu þjóðkirkj- una sem sjálfstætt trúfélag og kirkjuþing sem æðsta vald hennar. Alþingi fól kirkjuþingi með þessum nýju lögum að setja starfsreglur um flesta þætti er varða störf kirkj- unnar og áður voru á valdi Alþingis. Mjög mikil vinna hefur verið fólgin í þessu fyrir kirkjuþing og að laga þjóðkirkjuna að þessari nýju stöðu. Að mínu mati hefur kirkjuþing unn- ið hreint þrekvirki þessi ár og það kom fram í lokaræðu forseta kirkju- þings, Jóns Helgasonar, að starfs- reglurnar sem settar hafa verið á síðustu þingum hafa reynst það vel að lítið hefur þurft að lagfæra þær.“ Karl Sigurbjörnsson segir að kirkjuþing verði hins vegar alls ekki verkefnalaust þótt setningu þessara reglna sé að mestu lokið, framund- an sé stefnumörkun í mörgum mál- um. „Kirkjuþing hefur markað þjóð- kirkjunni stefnu í jafnréttismálum, vímuvarnamálum og varðandi fram- tíðarskipan prestakalla og prófasts- dæma og framundan er að marka kirkjunni starfsmannastefnu,“ segir biskup en tillögur þess efnis voru lagðar fram á þinginu en ekki náðist samstaða um afgreiðslu þeirra. Seg- ir biskup málið því verða tekið upp á næsta þingi. „Markmiðið er að þjóðkirkjan hafi á að skipa hæfu starfsfólki og það er sjálfsagt að setja slíka stefnu á blað til að opna um hana umræðu og að starfsfólk kirkjunnar geti haft áhrif. Þjóð- kirkjan er margþætt og flókinn veruleiki, og erfitt að skilgreina hana í fáum setningum. Hún er andlegt samfélag, stofn- un, fjöldahreyfing, embætti og emb- ættismenn og hún er menning, hefðir, iðkun og siður. Innan hennar eru sóknir með mikinn rekstur, fjöl- þætta starfsemi og marga starfs- menn og aðrar örsmáar með enga starfsmenn og allt þar á milli. Síðan tilheyra kirkjunni ýmsar sjálfstæð- ar stofnanir eins og Fjölskylduþjón- usta kirkjunnar, Hjálparstarfið, Tónskólinn og Skálholtsútgáfan.“ Endurskoðun laganna ekki tímabær Meðal þess sem samþykkt var á kirkjuþingi var að fela kirkjuþingi undirbúning að könnun á breytingu á lögunum frá 1998. „Ég tel ekki tímabært að hefja þessa endurskoð- un, lögin eru ekki nema fjögurra ára og við höfum verið önnum kafin við að setja starfsreglur innan ramma þeirra. Lögin hafa að mestu gefist vel þrátt fyrir agnúa og við höfum vel vitað að á sumum sviðum var um málamiðlanir að ræða sem allir voru ekki sáttir við en sættust þó á að láta standa. Mér finnst svo mikið í húfi um þessar mundir að orka okkar á vett- vangi kirkjunnar beinist að öðrum þáttum, eflingu boðunar og trúar- lífs. Kirkjan á að nýta þau sókn- arfæri sem hún hefur til að sækja fram með fagnaðarerindið. Við megum ekki festa okkur í togstreitu um lagagreinar. Við er- um kölluð til að bera vitni um fagn- aðarerindi Jesú Krists. Líf kirkjunnar í íslensku sam- félagi er þróttmikið. Þjónusta sókna og safnaða, presta og leikmanna, er öflug og þarf að aukast og eflast enn og ná til enn fleiri. Ég tel ekki að lagaumhverfið standi þjónustu kirkjunnar sérstaklega fyrir þrifum, það eru aðrir þættir sem mikilvæg- ari eru,“ segir biskup að lokum. Biskup Íslands segir nýafstaðið kirkjuþing hafa verið vinnusamt og afkastamikið Morgunblaðið/Sverrir Karl Sigurbjörnsson biskup flytur ræðu á nýafstöðnu kirkjuþingi. Biskup Íslands segir að kosið verði til nýs kirkjuþings næsta vor. Meðal þess sem samþykkt var á síðasta kirkjuþingi var að skipa nefnd til að fara yfir reglur sem gilt hafa um val á prestum. Skipunarvald í kirkjunni alltaf háð leikreglum AUGLÝSING sem Helgi birti í Morgunblaðinu á sunnudag sýnir mynd af gömlum manni og má ráða af henni að hann sé „á götunni“. Spurt er hvað fólk vilji að lífeyris- sjóðirnir geri fyrir það og síðan er bent á að þúsundir gamalmenna séu upp á aðra komnar með húsnæði. Auglýsingin er sú fyrsta í auglýs- ingaherferð sem auglýsingastofan Hausverk hefur hannað fyrir Helga. Helgi sagði í samtali við Morg- unblaðið að hann hefði viljað vekja athygli fólks á því að 10% væru tek- in af launum þess og fjármunirnir settir í lífeyrissjóð. Mjög umdeilan- legt væri hins vegar að sínu mati hversu vel lífeyrissjóðirnir færu með féð. Í stað þess að nota þá til góðs fyrir borgarana – sem þrátt fyrir allt ættu þessa fjármuni – væri setið á þeim eða braskað með þá. „Þetta eru okkar peningar. Laun- þeginn borgar sjálfur 4% af sínum launum í þessa sjóði og vinnuveit- andinn 6% á móti. Mér finnst ekkert óeðlilegt að við leiðum hugann að því hvað er gert við þessa peninga,“ segir hann. Lúra á peningunum í stað þess að beita þeim í okkar þágu Tildrög þess að Helgi fór að huga að þessum málum voru þau að faðir hans, sem er 83 ára gamall, veiktist og þurfti skyndilega á aðstoð að halda. Úrræðin voru hins vegar af skornum skammti og þau sem þó voru fyrir hendi vart boðleg, að mati Helga. Segist hann hafa tekið að velta fyrir sér í framhald- inu í hvað lífeyrissjóð- irnir væru eiginlega að eyða peningunum. „Þeir eru sagðir eiga 600 milljarða en af hverju gera þeir ekk- ert fyrir þessa pen- inga? Geta þeir ekki notað svo sem 10% af því, sem þeir fá inn á hverju ári, til að byggja litlar íbúðir fyrir okkur þegar við erum orðin gömul?“ Helgi rifjaði upp það þrekvirki sem unnið var skömmu fyrir miðja síðustu öld þegar byggt var elliheimilið Grund. Lífeyrissjóð- irnir sjái ekki ástæðu til að lyfta viðlíka grettistaki, jafnvel þó að þeir hafi mun meiri fjármuni milli hand- anna en þeir sem þar áttu hlut að máli. Sagði Helgi að hann fýsti að vita hversu há- ar þær fjárhæðir væru í raun og veru sem líf- eyrissjóðirnir nýttu til að borga fólki lífeyri eða byggja gömlu fólki húsaskjól. „Þeir eru sagðir eiga 600 millj- arða en virðast ekkert vita hvað þeir eiga að gera við peningana,“ segir hann. „Og nú vilja þeir nota þá til að byggja álver: kannski ætla þeir bara að steypa okkur í ál þegar við verðum 67 ára?“ Helgi sagði að vissulega hefði líf- eyrissjóðskerfið ekki komið til sög- unnar fyrr en eftir að faðir hans komst á miðjan aldur – og á hann því litla sem enga inneign þar. „Fað- ir minn var hins vegar einn þeirra sem reru til fiskjar – hann er af þeirri kynslóð sem kannski lyfti því grettistaki sem gerir okkur í dag kleift að hafa það jafngott og raun ber vitni.“ Helgi sagði að gagnrýni sín beindist ekki aðeins gegn stjórn- endum lífeyrissjóðanna heldur einnig gegn borgurunum sjálfum. „Við erum búin að vera alveg sof- andi finnst mér. Það getur að vísu verið að þetta sé einhver vitleysa í mér, en það hefur verið sögð önnur eins vitleysa áður.“ Benti Helgi á að í ofanálag væri nú að koma upp úr dúrnum að út- koman hjá sjóðunum væri alls ekk- ert til að hrópa húrra fyrir – ávöxt- unin væri harla lítil. „Finnst þér það ekki lélegt?“ spyr hann blaðamann og fer mikinn. „Það hlýtur að vera eitthvað að ef þessar ávöxtunartöl- ur eru réttar,“ segir hann. Spurður um tilkomu auglýsinga- herferðarinnar sagði Helgi: „Jú, þeir á auglýsingastofunni vildu endilega að ég færi að auglýsa súkkulaðihraunið sem ég framleiði. En ég sagði við þá, að ég væri með dálítið annað sem ég vildi vekja at- hygli á. Og þeir tóku vel í hugmynd- ina, áttuðu sig á því hvað ég var að fara.“ Og veki auglýsingaherferðin at- hygli þá er takmarkinu náð, segir Helgi. Vildi hann engu spá um hversu lengi herferðin myndi vara. „Ég get alveg eytt nokkrum krón- um í þetta. Ég sé ekkert eftir þeim aurum, ef þetta verður kannski til þess að hjálpa einhverjum sem er illa settur,“ sagði hann. Menn velti fyrir sér hlutverki lífeyrissjóða Í sunnudag birtist í Morgunblaðinu auglýsing frá Helga Vil- hjálmssyni, eiganda sælgætisgerðarinnar Góu-Lindu. Auglýs- ingin er hluti af heldur óvenjulegri auglýsingaherferð í fjölmiðl- um, kannski eins konar hugvekja um lífeyrissjóði og hlutverk þeirra. Davíð Logi Sigurðsson ræddi við Helga. david@mbl.is Helgi Vilhjálmsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.