Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 19 OLÍUFÉLAGIÐ hf. (ESSO) hefur móttekið áreiðanleikakönnun tveggja endurskoðunarfélaga vegna kaupa á hlutum í Samskipum hf. að nafnverði 445 milljóna króna. Niðurstaða könn- unarinnar er innan þeirra skekkju- marka sem tilgreind er í kaupsamn- ingi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður ESSO, segir könn- unina staðfesta að þau gögn sem lögð voru til grundvallar kaupunum séu innan ramma samningsins og því ljóst að kominn sé á bindandi samningur án fyrirvara. Í september sl. var tilkynnt um kaup Olíufélagsins hf. á hlutabréfum í Samskipum hf. að nafnverði 445 millj- ónir króna, sem er 42% af hlutafé fé- lagsins. ESSO átti fyrir 7,7% í Sam- skipum þannig að félagið á nú 49,7% af heildarhlutafénu. Kaupverðið var greitt með hlutabréfum í eigu ESSO. Á sama tíma var tilkynnt um kaup Ol- íuverzlunar Íslands hf. (Olís) á 10% af hlutafé Samskipa, þ.e. 105 milljónum króna að nafnverði. Kaup ESSO á Samskip- um staðfest ÁFORM Baugs varðandi Arcadia hafa verið talsvert til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum síðustu daga. Eftir að tilkynnt var sl. fimmtudag að Baugur ætti í viðræðum við Arc- adia um yfirtökutilboð hafa breskir fjölmiðlar keppst við að fá botn í það hvernig þetta litla íslenska fyrirtæki ráði við að yfirtaka stórfyrirtæki á borð við Arcadia Group. Í The Sunday Times sl. sunnudag er haft eftir Bryan Roberts, greining- arsérfræðingi á smásölumarkaði sem starfar hjá Mintel Retail Intelligence, að yfirtaka Baugs sé tvíeggjað sverð. Hún geti komið Baugi verulega til góða, á hinn bóginn geti hún orðið feigðarboði beggja fyrirtækjanna. Þá segir að ýmsir telji að Baugur sé að freista þess að eignast Arcadia á afar hagstæðum kjörum. Verðtilboð- ið, þ.e. 280-300 pens, hljóði einungis upp á nífaldan áætlaðan hagnað árs- ins. Þetta sé lágt miðað við að smá- sölugeirinn í heild sé metinn á fjór- tánfaldan hagnað. Aðrir telja þó tilboðið endurspegla þá gríðarlegu áhættu sem Baugur mundi taka með þessari fjárfestingu. „Arcadia hefur gríðarlega rekstrarg- írun, sem er tvíbent“, er haft eftir Tom Gadspy, sérfræðingi hjá Willi- ams De Broe. „Ef skilyrði versna í smásölugeiranum þá mun Arcadia verða eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem verða illa úti. Hins vegar, ef allt gengur vel, þá gerist hið gagnstæða. Baugur hlýtur því að vera ákaflega bjartsýnn á aðstæður smásölunnar.“ Fjármögnun ekki náð saman Jafnframt fjallar The Sunday Tim- es um að Baugur sé í betri aðstöðu til yfirtöku en nokkur annar vegna 20% eignarhlutar síns og að sá hlutur sem fyrirtækið á fyrir lækki meðalkaup- verðið nokkuð. Samkvæmt Guardian sl. sunnudag viðurkenndu ráðgjafar Baugs að ekki hefði enn tekist að ná saman fjár- mögnun kaupanna, sem gæti orðið allt að 570 milljónir punda. Þá er haft eftir einhverjum sem sagður er náinn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að tilboð verði ekki lagt fram í þessari viku en mögulega verði það innan tveggja vikna. Þá fullyrðir blaðið að yfirtaka hafi verið á dagskrá þegar Baugur hafi byrjað að kaupa í Arcadia í október í fyrra. Tilkoma Rose í nóvember hafi hins vegar frestað málinu. Daily Telegraph segir Arcadia að- eins metið á það sem samsvarar fjög- urra mánaða sölu og það geri fjár- mögnunina að öllum líkindum áhugaverða fyrir Deutsche Bank, sem hefur verið orðaður við fjár- mögnun. Til samanburðar er þess getið að Marks & Spencer, sem er einn helsti keppinauturinn, er metinn á það sem samsvarar meira en árs- sölu. Blaðið segir orðróm á kreiki um að Deutsche Bank ásamt Royal Bank of Scotland standi að baki fjármögn- uninni auk Kaupþings og Íslands- banka. Mælt með sölu Mælt er með því í The Sunday Tim- es að hluthafar í Arcadia byrji strax að selja hlutabréf sín á meðan verðið er ágætt, ef ske kynni að Baugur skipti um skoðun og hætti við yfir- töku. Samkvæmt Daily Telegraph ráð- lagði verðbréfafyrirtækið Williams De Broe, viðskiptavinum sínum að „taka tilboðinu og forða sér“ ef til þess kemur. Því hefur verið lýst yfir að Baugur vilji halda í stjórnendur Arcadia ef af kaupunum verður. The Sunday Tim- es spyr hins vegar hvað muni gerast ef Stuart Rose, forstjóri Arcadia, yf- irgefur skipið. Talsverð hætta er talin á því að geri Baugur tilboðið, muni stjórnendur Arcadia innleysa gróða sinn af sölu hlutabréfa og yfirgefa fyr- irtækið í kjölfarið. Fjármögnunin umfjöllunarefni breskra fjölmiðla Viðræður Baugs við Arcadia um hugsanlegt yfirtökutilboð vekja athygli BAUGUR hefur sent stjórn Arcadia kynningartilboð sem gæti leitt til þess að tilboð yrði gert í öll útistand- andi hlutabréf Arcadia. Í kynningartilboðinu, sem meðal annars er háð stuðningi stjórnar Arcadia, áreiðanleikakönnun og fjár- mögnun, var nefnt verð á bilinu 280 pence til 300 pence á hvern hlut í Arcadia. Baugur áskilur sér rétt til að draga tilboðið til baka, endur- skoða, eða hækka tilboðsverðið. Slíkt tilboð væri 28 til 37 prósentum hærra en lokaverð Arcadia þann 24. október 2001, daginn áður en Arc- adia sendi frá sér fréttatilkynningu um áhuga Baugs á kaupunum, en þá var verðið 218.75 pence á hvern hlut. Í fréttatilkynningu á Verðbréfa- þingi Íslands í gær segir að viðræður félaganna séu á frumstigi og ekki er víst að þær leiði til þess að formlegt tilboð verði gert. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta tjáð sig frekar um tilboðið vegna reglna um upplýsingaskyldu á hlutabréfamarkaðnum í London. Frekari upplýsingar verði gefnar um leið og ástæða þykir til. Baugur gerir kynn- ingartilboð í Arcadia FRAMLEIÐSLA þorskseiða hefur gengið vel í Noregi á þessu ári. Alls er gert ráð fyrir að framleidd verði ein milljón seiða og er meðalverð á þeim í ár um 250 krónur á hvert stykki, en seiðin hafa selzt á allt að 500 krónur stykkið. Á næsta ári er gert ráð fyrir að seiðaframleiðslan verði um 2 milljónir og að verð á seiðunum lækki, samkvæmt frétt í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Skýringin á háu verði á seiðunum er mikil sókn laxeldismanna í þorsk- eldi, þar sem þeir telja sig geta fengið leyfi til meiri framleiðslu á laxi, fari þeir jafnframt út í þor- skeldi. Aðeins þau fyrirtæki, sem náð höfðu samingum um kaup á seiðum, komu til greina við leyf- isveitingar. Þess vegna varð spurn eftir seiðunum svo mikil sem raun ber vitni. Fyrirtækið Profunda, sem hefur náð beztum árangri í eldinu, fram- leiðir um 160.000 seiði á þessu ári. Stjórnendur fyrirtækisins vilja ekki gefa upp á hvaða verði seiðin hafa verið eða verða seld. Nú kostar um 300 krónur að framleiða hvert seiði, en búizt er við að kostnaður við framleiðslu á seiðunum verði kom- inn niður í 10 til 20 krónur innan 20 ára og söluverð þeirra þá margfalt lægra en nú. Verðið á seiðunum nú er allt of hátt til að framleiðsla á þorskinum geti borgað sig. Talið er að verðið á seiðunum megi ekki vera hærra en 100 til 120 krónur, en norska haf- rannsóknastofnunin selur seiði nú á aðeins 160 krónur stykkið, sem er miklu lægra en hjá sjálfstæðum framleiðendum. Gengur vel að framleiða þorskseiði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.