Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 19

Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 19 OLÍUFÉLAGIÐ hf. (ESSO) hefur móttekið áreiðanleikakönnun tveggja endurskoðunarfélaga vegna kaupa á hlutum í Samskipum hf. að nafnverði 445 milljóna króna. Niðurstaða könn- unarinnar er innan þeirra skekkju- marka sem tilgreind er í kaupsamn- ingi. Kristján Loftsson, stjórnarformaður ESSO, segir könn- unina staðfesta að þau gögn sem lögð voru til grundvallar kaupunum séu innan ramma samningsins og því ljóst að kominn sé á bindandi samningur án fyrirvara. Í september sl. var tilkynnt um kaup Olíufélagsins hf. á hlutabréfum í Samskipum hf. að nafnverði 445 millj- ónir króna, sem er 42% af hlutafé fé- lagsins. ESSO átti fyrir 7,7% í Sam- skipum þannig að félagið á nú 49,7% af heildarhlutafénu. Kaupverðið var greitt með hlutabréfum í eigu ESSO. Á sama tíma var tilkynnt um kaup Ol- íuverzlunar Íslands hf. (Olís) á 10% af hlutafé Samskipa, þ.e. 105 milljónum króna að nafnverði. Kaup ESSO á Samskip- um staðfest ÁFORM Baugs varðandi Arcadia hafa verið talsvert til umfjöllunar í breskum fjölmiðlum síðustu daga. Eftir að tilkynnt var sl. fimmtudag að Baugur ætti í viðræðum við Arc- adia um yfirtökutilboð hafa breskir fjölmiðlar keppst við að fá botn í það hvernig þetta litla íslenska fyrirtæki ráði við að yfirtaka stórfyrirtæki á borð við Arcadia Group. Í The Sunday Times sl. sunnudag er haft eftir Bryan Roberts, greining- arsérfræðingi á smásölumarkaði sem starfar hjá Mintel Retail Intelligence, að yfirtaka Baugs sé tvíeggjað sverð. Hún geti komið Baugi verulega til góða, á hinn bóginn geti hún orðið feigðarboði beggja fyrirtækjanna. Þá segir að ýmsir telji að Baugur sé að freista þess að eignast Arcadia á afar hagstæðum kjörum. Verðtilboð- ið, þ.e. 280-300 pens, hljóði einungis upp á nífaldan áætlaðan hagnað árs- ins. Þetta sé lágt miðað við að smá- sölugeirinn í heild sé metinn á fjór- tánfaldan hagnað. Aðrir telja þó tilboðið endurspegla þá gríðarlegu áhættu sem Baugur mundi taka með þessari fjárfestingu. „Arcadia hefur gríðarlega rekstrarg- írun, sem er tvíbent“, er haft eftir Tom Gadspy, sérfræðingi hjá Willi- ams De Broe. „Ef skilyrði versna í smásölugeiranum þá mun Arcadia verða eitt af fyrstu fyrirtækjunum sem verða illa úti. Hins vegar, ef allt gengur vel, þá gerist hið gagnstæða. Baugur hlýtur því að vera ákaflega bjartsýnn á aðstæður smásölunnar.“ Fjármögnun ekki náð saman Jafnframt fjallar The Sunday Tim- es um að Baugur sé í betri aðstöðu til yfirtöku en nokkur annar vegna 20% eignarhlutar síns og að sá hlutur sem fyrirtækið á fyrir lækki meðalkaup- verðið nokkuð. Samkvæmt Guardian sl. sunnudag viðurkenndu ráðgjafar Baugs að ekki hefði enn tekist að ná saman fjár- mögnun kaupanna, sem gæti orðið allt að 570 milljónir punda. Þá er haft eftir einhverjum sem sagður er náinn Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, forstjóra Baugs, að tilboð verði ekki lagt fram í þessari viku en mögulega verði það innan tveggja vikna. Þá fullyrðir blaðið að yfirtaka hafi verið á dagskrá þegar Baugur hafi byrjað að kaupa í Arcadia í október í fyrra. Tilkoma Rose í nóvember hafi hins vegar frestað málinu. Daily Telegraph segir Arcadia að- eins metið á það sem samsvarar fjög- urra mánaða sölu og það geri fjár- mögnunina að öllum líkindum áhugaverða fyrir Deutsche Bank, sem hefur verið orðaður við fjár- mögnun. Til samanburðar er þess getið að Marks & Spencer, sem er einn helsti keppinauturinn, er metinn á það sem samsvarar meira en árs- sölu. Blaðið segir orðróm á kreiki um að Deutsche Bank ásamt Royal Bank of Scotland standi að baki fjármögn- uninni auk Kaupþings og Íslands- banka. Mælt með sölu Mælt er með því í The Sunday Tim- es að hluthafar í Arcadia byrji strax að selja hlutabréf sín á meðan verðið er ágætt, ef ske kynni að Baugur skipti um skoðun og hætti við yfir- töku. Samkvæmt Daily Telegraph ráð- lagði verðbréfafyrirtækið Williams De Broe, viðskiptavinum sínum að „taka tilboðinu og forða sér“ ef til þess kemur. Því hefur verið lýst yfir að Baugur vilji halda í stjórnendur Arcadia ef af kaupunum verður. The Sunday Tim- es spyr hins vegar hvað muni gerast ef Stuart Rose, forstjóri Arcadia, yf- irgefur skipið. Talsverð hætta er talin á því að geri Baugur tilboðið, muni stjórnendur Arcadia innleysa gróða sinn af sölu hlutabréfa og yfirgefa fyr- irtækið í kjölfarið. Fjármögnunin umfjöllunarefni breskra fjölmiðla Viðræður Baugs við Arcadia um hugsanlegt yfirtökutilboð vekja athygli BAUGUR hefur sent stjórn Arcadia kynningartilboð sem gæti leitt til þess að tilboð yrði gert í öll útistand- andi hlutabréf Arcadia. Í kynningartilboðinu, sem meðal annars er háð stuðningi stjórnar Arcadia, áreiðanleikakönnun og fjár- mögnun, var nefnt verð á bilinu 280 pence til 300 pence á hvern hlut í Arcadia. Baugur áskilur sér rétt til að draga tilboðið til baka, endur- skoða, eða hækka tilboðsverðið. Slíkt tilboð væri 28 til 37 prósentum hærra en lokaverð Arcadia þann 24. október 2001, daginn áður en Arc- adia sendi frá sér fréttatilkynningu um áhuga Baugs á kaupunum, en þá var verðið 218.75 pence á hvern hlut. Í fréttatilkynningu á Verðbréfa- þingi Íslands í gær segir að viðræður félaganna séu á frumstigi og ekki er víst að þær leiði til þess að formlegt tilboð verði gert. Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs, sagðist í samtali við Morgunblaðið í gær ekki geta tjáð sig frekar um tilboðið vegna reglna um upplýsingaskyldu á hlutabréfamarkaðnum í London. Frekari upplýsingar verði gefnar um leið og ástæða þykir til. Baugur gerir kynn- ingartilboð í Arcadia FRAMLEIÐSLA þorskseiða hefur gengið vel í Noregi á þessu ári. Alls er gert ráð fyrir að framleidd verði ein milljón seiða og er meðalverð á þeim í ár um 250 krónur á hvert stykki, en seiðin hafa selzt á allt að 500 krónur stykkið. Á næsta ári er gert ráð fyrir að seiðaframleiðslan verði um 2 milljónir og að verð á seiðunum lækki, samkvæmt frétt í norska blaðinu Dagens Næringsliv. Skýringin á háu verði á seiðunum er mikil sókn laxeldismanna í þorsk- eldi, þar sem þeir telja sig geta fengið leyfi til meiri framleiðslu á laxi, fari þeir jafnframt út í þor- skeldi. Aðeins þau fyrirtæki, sem náð höfðu samingum um kaup á seiðum, komu til greina við leyf- isveitingar. Þess vegna varð spurn eftir seiðunum svo mikil sem raun ber vitni. Fyrirtækið Profunda, sem hefur náð beztum árangri í eldinu, fram- leiðir um 160.000 seiði á þessu ári. Stjórnendur fyrirtækisins vilja ekki gefa upp á hvaða verði seiðin hafa verið eða verða seld. Nú kostar um 300 krónur að framleiða hvert seiði, en búizt er við að kostnaður við framleiðslu á seiðunum verði kom- inn niður í 10 til 20 krónur innan 20 ára og söluverð þeirra þá margfalt lægra en nú. Verðið á seiðunum nú er allt of hátt til að framleiðsla á þorskinum geti borgað sig. Talið er að verðið á seiðunum megi ekki vera hærra en 100 til 120 krónur, en norska haf- rannsóknastofnunin selur seiði nú á aðeins 160 krónur stykkið, sem er miklu lægra en hjá sjálfstæðum framleiðendum. Gengur vel að framleiða þorskseiði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.