Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 21
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 21 ÞAÐ ERU vissulegu viðsjárverðir tímar í íslensku efnahagslífi en ekki dugar þó að láta tal um samdrátt, lægðir og taprekstur draga úr sér allan kraft. Fyrirhugaðar breytingar á skattaumhverfi fyrirtækja munu skapa ný sóknarfæri fyrir íslensk fyrirtæki og jafnframt leynast sókn- arfæri fyrir íslensk fyrirtæki víðar. Ef fyrirtækin beina sjónum sínum inn á við má einnig koma auga á tækifæri til þess að auka sparnað og nýta betur fjárfestingar sem þegar hefur verið ráðist í. Þetta kom fram í erindi Elvars Steins Þorkelssonar, forstjóra Teymis, á haustþingi félagsins, sem haldið var í fimmta sinn. Ráðstefnan var haldin í samstarfi við Opin kerfi og Símann og fluttu erindi bæði innlendir og erlendir sérfræðingar, m.a. frá Oracle, Teymi, Hewlett-Packard, Price- waterhouseCoopers og Símanum. Fundinum var varpað á Netið í beinni útsendingu og að sögn Elvars fylgdust á bilinu 200 til 300 manns með honum á Netinu. Fyrirtækjunum bjóðast nú mun öflugri lausnir Elvar Steinn sagði að á stuttum tíma hafi upplýsingatækninni fleygt verulega fram og möguleikar fyrir- tækjanna til þess að hagræða, nýta betur fjárfestingar sínar í upplýs- ingatækni og breyta gögnum í upp- lýsingar hafi margfaldast á stuttum tíma. „Hvað snertir gagnavinnslu og Netið leynast fjölmörg sóknartæki- færi fyrir íslensk fyrirtæki því öll safna þau miklu magni upplýsinga sem varða þau sjálf og viðskiptavini þeirra. Gögnin koma þeim hins veg- ar fæstum að miklu gagni þar sem þau hafa ekki réttu verkfærin. Þess- um gögnum þarf að breyta í aðgengi- legar upplýsingar því í viðskiptaum- hverfi samtímans er sú þekking sem fyrirtæki búa yfir einn helsti úrslita- valdur í samkeppni og forsenda þess að þau geti nýtt sóknarfæri sem gef- ast.“ Elvar Steinn sagði að nú sé auð- veldara en nokkru sinni að gera gögn að upplýsingum og verðmætri þekk- ingu; fyrirtækjum standi til boða öfl- ugri lausnapakkar en áður sem taki á öllu er við kemur gögnum, geymslu þeirra, meðhöndlun og úrvinnslu í verðmætar upplýsingar. „Öll viljum við gera vel og þar skiptir rétta tæknin miklu máli. En það er ekki nóg að hafa getuna og viljann, menn verða að láta verkin tala.“ Frá gögnum í verð- mætar upplýsingar Haustþing Teymis í samstarfi við Opin kerfi og Símann um upplýsingatækni og viðskipti TAP Ericsson á þriðja fjórð- ungi ársins nam liðlega 56 millj- örðum íslenskra króna en á sama tímabili í fyrra skilaði fé- lagið hagnaði upp á tæpa 40 milljarða króna. Sérfræðingar höfðu gert ráð fyrir heldur minna tapi en áður en uppgjör- ið var birt voru sögusagnir á kreiki um að tapið kynni að verða enn meira en sérfræðing- ar höfðu spáð og hækkaði gengi bréfa félagsins um 8,6% í kaup- höllinni í Stokkhólmi í kjölfar birtingar uppgjörsins. Forstjóri Ericsson, Kurt Hellström, sagðist alls ekki vera sáttur við afkomuna, ekki síst í ljósi þess að engin teikn virðast vera á lofti um að mark- aðurinn fyrir farsíma sé að lifna við aftur en um 80% af veltu Ericsson eru af sölu farsíma. Sala Ericsson á farsímum hélt áfram að dragast saman á þriðja ársfjórðungi en vegna meiri stöðugleika í verði var samdrátturinn ekki eins mikill í krónum talið. Ericsson hafði stefnt að birt- ingu uppgjörsins snemma á föstudaginn en félagið ákvað að birta það á fimmtudagskvöldið þar sem tölur úr uppgjörinu höfðu þá þegar lekið út og á fé- lagið yfir höfði sér tugmilljóna króna sektir vegna þessa að því er segir í Aftenposten. Tap Ericsson 56 millj- arðar ÚTFLUTNINGSRÁÐ, Euro Info- skrifstofan á Íslandi og fram- kvæmdastjórn ESB boða til ráð- stefnu um málefni evrunnar í tilefni af upptöku gjaldmiðilsins um ára- mót. Ráðstefnan verður haldin mið- vikudaginn 31. október kl. 9–12, í Skála á Hótel Sögu. Samskonar ráð- stefnur eru haldnar í öllum aðildar- ríkjum ESB ásamt nánustu sam- starfsríkjum þess. Á ráðstefnunni hér á landi verður spurt hvort upp- taka evrunnar í 12 aðildarríkunum ESB hafi áhrif á Íslandi. Dagskráin verður undir stjórn Pálls Sigurjónssonar. Ávörp flytja: Valgerður Sverrisdóttir, Herve Carre, Birgir Ísleifur Gunnarsson, Olaf Sleijpen, Baldur Guðlaugsson, Þorsteinn Þorgeirsson og Gerhard Sabathil, sendiherra fastanefndar. Boðið verður upp á léttar veiting- ar í ráðstefnulok. Ráðstefnan er ókeypis og öllum opin. Þátttöku þarf að tilkynna til Útflutningsráðs í tölvupósti á; mottaka@utflutnings- rad.is Hefur evran áhrif á Íslandi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.