Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 24
ERLENT 24 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ STARFSMAÐUR franska ríkis- lestafyrirtækisins SNCF hleypti af byssu á vegfarendur í frönsku borginni Tours í gærmorgun og varð fjórum mönnum að bana. Tíu særðust í skothríðinni, þeirra á meðal tveir lögreglu- menn. Sjónarvottar sögðu að árásar- maðurinn hefði stigið út úr bíl nálægt dómhúsi borgarinnar og hafið skothríð á gangandi veg- farendur og bíla. Hann flúði síð- an inn í neðanjarðarbílageymslu og lögreglumönnum tókst að handtaka hann þar eftir að hafa sært hann í skotbardaga. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn hóf skotárásina, en hermt er að hann hafi þjáðst af þunglyndi. Lionel Jospin, for- sætisráðherra Frakklands, lýsti árásinni sem „helberu brjálæði“ og sagði að maðurinn hefði ekki verið á sakaskrá. Þeir sem biðu bana voru allir karlmenn á aldrinum 36-66 ára. Varð fjór- um að bana í morðæði Tours. AFP. BANDARÍSKA leyniþjónustan (CIA) sendi fjarstýrða flugvél, vopnaða flugskeytum, til að vernda Abdul Haq, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Afganist- an, þegar hann var á flótta undan talibönum. Eldflaugum var skotið á sveit talibana, en ekki tókst að koma í veg fyrir að þeir næðu Haq og tækju hann af lífi. Haft er eftir ónafngreindum heimildarmanni í Washington að fjarstýrð flugvél á vegum leyni- þjónustunnar hefði verið send Haq til hjálpar. Leyniþjónustan notar fjarstýrðar Predator- flugvélar yfir Afganistan við leit sína að Osama bin Laden og leið- togum talibanastjórnarinnar. Vél- arnar voru hannaðar af banda- ríska flughernum til njósnaflugs. Fyrir skömmu voru sett á þær flugskeyti sem gerð eru til árása á skriðdreka. Það var sl. föstudag sem sveitir talibana sátu fyrir Haq og liðs- mönnum hans á fjallvegi skammt frá borginni Jalalabad í austur- hluta Afganistans. Haq hringdi úr gervihnattasíma í stuðnings- menn sína í Bandaríkjunum, og þeir snéru sér til yfirherstjórnar Bandaríkjanna, sem stýrir hern- aðaraðgerðunum í Afganistan. Fjarstýrða flugvélin var komin á staðinn nokkrum klukkustund- um síðar og gerði árás á sveit talibana. En Haq og menn hans náðust og voru hengdir fyrir njósnir, að því er frændi Haqs í Pakistan greindi frá. Haq og menn hans höfðu farið til Pakist- ans til að hvetja þar til uppreisn- ar gegn talibönum. Reuters Haji Mohammed Din, bróðir Abduls Haq, tekur á móti syrgjendum við minningarathöfn um Haq í Peshawar á sunnudag. Haq bað um hjálp Washington. AP. AÐSTOÐARMAÐUR fyrrverandi konungs Afganistans, Mohammads Zahirs Shahs, sagði í gær að það væri „sárt“ að fylgjast með því hvernig sí- fellt fjölgaði þeim óbreyttu borgurum sem féllu í sprengjuárásum Banda- ríkjamanna á landið. Sagði aðstoðar- maðurinn ennfremur að árásirnar hefðu staðið mun lengur en Zahir Shah hefði búist við. Talið er að hundruð óbreyttra borgara hafi fallið í árásunum, sem staðið hafa í þrjár vikur. Ógerningur er þó að fá staðfestingu á tölu fallinna borgara. Síðastliðinn laugardag vörpuðu bandarískar herflugvélar sprengjum á þorpið Ganikhil, sem er á yfirráða- svæði Norðurbandalagsins, og lést að minnsta kosti einn óbreyttur borgari og um tíu særðust. Var þetta í fimmta sinn, í það minnsta, sem sprengjur Bandaríkjamanna hafa lent öfugum megin við víglínuna norðan við Kabúl. Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsi sem Ítalar reka létust þrír aðrir á laugardaginn þegar bandarísk orrustuflugvél réðst á þorpið Raqi, sem einnig er á yfirráðasvæði Norð- urbandalagsins í grennd við víglín- una. Þetta hafði ekki fengist staðfest. Þá herma fregnir að 13 óbreyttir borgarar, þar á meðal börn, hafi fallið í Kabúl á sunnudaginn þegar sprengj- ur sem miðað var á stöðvar talibana lentu í staðinn á íbúðarhverfi. Sjónarvottar sögðu að tíu hefðu lát- ið lífið er tvær sprengjur lentu á þétt- býlu hverfi húsa sem gerð eru úr leir, nyrst í borginni. Fréttamaður AP sá sex lík þar, fjögur af börnum. Íbúar sögðu að fjórir aðrir hefðu látist. Þrír létust í hverfi í austurhluta borgar- innar. „Þeir miða á húsin okkar, guð minn góður. Hvers vegna gera þeir þetta?“ hrópaði kona þegar verið var að bera fórnarlömbin til grafar nokkrum klukkustundum síðar. „Ég missti alla fjölskyldu mína. Ég er búin að vera,“ sagði önnur kona. „Maðurinn minn, sonur minn. Ég missti alla fjölskyld- una. Hvað get ég gert?“ hélt hún áfram og grét. Loftárásir Bandaríkjamanna á Afganistan Sífellt fleiri óbreyttir borgarar falla AP Sayed Ehmed vakir yfir fimm ára frænda sínum, Shabir Ehmed, á gjörgæsludeild sjúkrahúss í Quetta í Pak- istan í gær. Foreldrar þeirra beggja létu lífið í árásum Bandaríkjahers á Kandahar í Afganistan um helgina. París, Kabúl, Ganikhil í Afganistan. AFP, AP, Los Angeles Times. MÖRG þúsund manns tóku þátt í lík- fylgd í Bahawalpur í Pakistan í gær, þar sem 16 kristnir Pakistanar voru myrtir af íslömskum öfgamönnum á sunnudag- inn. Þrír byssumenn réðust þá inn í kirkju, þar sem guðsþjónusta stóð yfir, og hófu skothríð á söfnuðinn. Talið er að fjöldamorðið hafi verið hefnd fyrir árás- ir Bandaríkjamanna á Afganistan. Sjónarvottar sögðu að allt að tíu þús- und manns hefðu fylgt fórnarlömbunum til grafar í gær. Margir hrópuðu slagorð og kröfðust þess að kristnir Pakistanar, sem eru lítill minnihluti í landinu þar sem flestir eru múslimir, nytu verndar, og að morðingjarnir yrðu tafarlaust handsamaðir og þeim refsað. Meðal þeirra sem voru myrtir voru konur og börn. Þetta er mesta fjölda- morð á kristnum mönnum í sögu Pakist- ans. Talið er að morðingjarnir tilheyri einum af nokkrum hópum öfgasinnaðra múslima sem hafa verið áberandi í Pak- istan síðan stríðið við Sovétmenn geisaði í Afganistan 1979-89. Öryggisgæsla hefur verið hert við kirkjur kristinna og í byggðum þeirra í Pakistan eftir tilræðið á sunnudaginn, að sögn lögreglu í Karachi. Sextán manns myrtir í kirkju kristinna í bænum Bahawalpur í Pakistan Reuters Ættingjar fórnarlamba skotárásarinnar í Bahawalpur hugga hver annan við jarðarför í gær. Kristnir krefjast verndar Bahawalpur í Pakistan. AFP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.