Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 50

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 50
DAGBÓK 50 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Skóg- arfoss, Hannover, Nida, Vædderen, Arnarfell Arina Artica og Goða- foss koma í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Sel- foss kom til Straums- víkur í gær. Fréttir Mæðrastyrksnefnd Kópavogs, Hamraborg 20a. Fataúthlutun kl. 17–18. Mannamót Aflagrandi 40. Kl 9 vinnustofa og leirkera- smíði, kl. 10 enska, vinnustofa og postulín. Árskógar 4. Kl. 9 bók- band og öskjugerð, kl. 13 opin smíðastofa, kl. 10 púttvöllur opinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 tréskurður, kl. 9–16 handavinna, kl. 10 sund, kl. 13 leirlist, kl. 14 dans. Fimmtud. 1. nóv. leið- beinir Ragnar Að- alsteinsson með vísna- gerð, dansað á eftir. Eldri borgarar Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið Hlaðhömrum er á þriðju- og fimmtud. kl. 13–16.30, spil og föndur. Félagsstarf aldraðra Dalbraut 18–20. Kl. 10 samverustund, kl.14 fé- lagsvist. Félagsstarf aldraðra, Lönguhlíð 3. Kl. 13 fönd- ur og handavinna. Haustbasarinn verður laugard. 3. og sunnud. 4. nóv. Tekið á móti bas- armunum þessa viku. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli. Leikfimi í íþróttahúsinu við Strandgötu kl. 11.30. Saumar og brids kl. 13.30. Tréútskurður í Lækjarskóla kl. 13. Á morgun píla og mynd- list. Á fimmtud. gler- skurður kl. 13. Á laug- ard. kórsöngur tveggja kóra í Víðistaðakirkju, Gleðigjafar frá Höfn í Hornafirði og Gafl- arakórinn. Félagsmiðstöðin, Furu- gerði 1. Sprautað verður gegn inflúensu í dag, þriðjud., kl. 13. Árleg skemmtun Bandalags kvenna verður fimmtud. 1. nóvember kl. 20. Söngur, grín og gaman. Uppl. í s. 553-6040. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Kl. 9–16.30 vinnustofa, tréskurður, kl. 10 leikfimi, kl. 12.40 Bónusferð, kl. 13.15 bókabíll. Opið alla sunnudaga frá kl. 14–16, blöðin og kaffi. Garðabær. Opið hús í Kirkjuhvoli í dag kl. 13– 16. Spilað og spjallað. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Þriðjud.: Þor- valdur Lúðvíksson lög- fræðingur til viðtals kl. 10–12, panta þarf tíma. Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvikud: Göngu- Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði í Glæsibæ kl. 10. Söngfélag FEB, kóræf- ing kl. 17. Línudans- kennsla fellur niður. Bridsnámskeið kl. 19.30. Skoðunarferð um Krýsuvík 2. nóv. Brott- för frá Ásgarði kl. 13.30. Skráning hafin. Heilsa og hamingja laugard. 10. nóv. nk. í Ásgarði Glæsibæ hefst kl. 13.30. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, sama símanúmer og áð- ur. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Uppl. á skrifstofu FEB kl. 10– 16, s. 588-2111. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16. 30 vinnustofur opnar, kl. 9–12 opið hús í Miðbergi, leik- tækjasalur og fleira, kl. 13 boccia, veitingar í vet- ingabúð. Fimmtudaginn 1. nóv- ember kl. 13.15, fé- lagsvist í samstarfi við Fellaskóla, stjórnandi Eiríkur Sigfússon. Allir velkomnir. Gjábakki, Fannborg 8. Handavinnustofa opin frá kl. 10–17, kl. 9.05 og 9.50 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, kl. 14 fer þriðju- dagsganga frá Gjá- bakka, kl. 14 boccia, kl. 16.20 og kl. 17.15 kín- versk leikfimi. Gullsmári, Gullsmára 13. Postulínsmálun kl. 9.15, jóga kl. 9.05, handavinnustofan opin kl. 13–16, leiðbeinandi á staðnum, spænska. Þjóðleikhúsið verður með kynningu á leikrit- inu Vilji Emmu kl. 14 í Gullsmára, miðvd. 31. okt. Miðar afgreiddir í Gull- smára næstu daga. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 leikfimi, kl. 9.45 banka- þjónusta, kl. 13 handa- vinna, kl. 13.30 bæna- stund. Hraunbær 105. Kl. 9 postulínsmálun, kl. 9 glerskurður og tré- málun, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 12.15 verslunarferð í Bónus, kl. 13 myndlist. Háteigskirkja, eldri borgarar, á morgun, miðvikudag, fyrirbæna- stund kl. 11, súpa í Setr- inu kl. 12, spil kl. 13. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 tréskurður og opin vinnustofa, kl. 10 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9.15– 16 bútasaumur, kl. 9.15– 15.30 handavinna, kl. 11 leikfimi, kl. 13 spilað. Flóamarkaður verður haldinn fimmtud. 8. nóv. og föstud. 9. nóv. frá kl. 13–16. Helgistund verður fimmtud. 1. nóv. kl. 10.30, í umsjón séra Jak- obs Ágústs Hjálm- arssonar dóm- kirkjuprests. Vitatorg. Kl. 9 smíði, kl. 9.30 glerskurður og morgunstund, kl. 10 leikfimi, kl. 11 boccia, kl. 13 handmennt og körfu- gerð, kl. 14 félagsvist. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.15 í Digra- neskirkju. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids í kvöld kl. 19. Félag ábyrgra feðra. Fundur í Shell-húsinu, Skerjafirði, á mið- vikudögum kl. 20, svarað í síma 552 6644 á fund- artíma. Eineltissamtökin. Fund- ir á Túngötu 7, á þriðju- dögum kl. 20. Félag áhugafólks um íþróttir aldraðra, leik- fimi kl. 11 í Bláa salnum. Kvenfélag Hreyfils. Vetrarstarfið hafið. Fyrsti fundur verður miðvikudaginn 31. okt. kl. 20. Ath. breyttan fundardag. Reykjavíkurdeild SÍBS verður með félagsvist í húsnæði Múlalundar, vinnustofu SÍBS, í Há- túni 10c, í kvöld, þriðju- daginn 30. október. Fé- lagar fjölmennið og takið með ykkur gesti. Byrjað að spila kl. 20. Mæting kl. 19.30. Hús- inu lokað kl. 20. Félag Snæfellinga og Hnappdæla í Reykjavík, árshátíð laugard. 3. nóv. í Breiðfirðingabúð, Faxafeni 14. Uppl. gefa Ásthildur, s. 586-8311, Guðbjörg, s. 587-7092, Guðný, s. 567- 9232, og Hrafnhildur, s. 554-5354. Öldungaráð Hauka Fundur verður miðviku- daginn 31. okt. kl. 20 í Félagsheimilinu á Ás- völlum Hana-nú Kópavogi Fundur í Hláturklúbbi í kvöld kl. 20 í félagsheim- ilinu Gullsmára 13. Val- gerður Snæland Jóns- dóttir „hláturtæknir“ frá Líf & leikir gestur kvöldsins. Nokkrir miðar eru til á Töfraflautuna í Íslensku óperunni sunnud. 11. nóv. Miðasala stendur yfir á galakvöldið laug- ard. 3. nóv. Uppl. í Gjá- bakka, s. 554-3400 og Gullsmára, s. 564-5261. Kvenfélag Hallgríms- kirkju, fundur verður fimmtud. 1. nóv. kl. 20 í safnaðarsal, á fundinum verður afhentur skírn- arfontur. Biskupinn, sr. Karl Sigurbjörnsson, flytur hugvekju. Kvenfélag Fríkirkj- unnar í Reykjavík, held- ur fund 1. nóv. í safn- aðarheimilinu Laufásvegi 13, kl. 20. Ath. breyttan fund- artíma. Gestur verður Ingibjörg María Reyn- isdóttir sem kennir jóla- kortagerð. Þjóðdansafélagið. Opið hús í kvöld í Álfabakka 14a. Gömlu dansarnir frá kl. 20.30–23. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Vetrarfagn- aðurinn verður 8. nóv. í Garðaholti. Í dag er þriðjudagur 30. október, 303. dagur ársins 2001. Orð dagsins: Fyrirætlanir hjartans eru á mannsins valdi, en svar tungunnar kemur frá Drottni. (Orðskv. 16, 1.) 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 LÁRÉTT: 1 nefna, 8 glufa, 9 tætir sundur, 10 veðurfar, 11 skakka, 13 fyrir innan, 15 vænsta, 18 vondar, 21 ungviði, 22 upptök, 23 viðurkennt, 24 skjálfti. LÓÐRÉTT: 2 gyðja, 3 týna, 4 hlífði, 5 tangarnir, 6 mynni, 7 konur, 12 megna, 14 fljót, 15 húsgagn, 16 náði í, 17 nytjalönd, 18 starfið, 19 dánu, 20 tala. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 frekt, 4 fátæk, 7 engið, 8 neytt, 9 ann, 11 ilma, 13 hani, 14 sulla, 15 hark, 17 ljót, 20 egg, 22 látur, 23 ríg- ur, 24 torfi, 25 tæran. Lóðrétt: 1 freri, 2 elgum, 3 tuða, 4 fönn, 5 teyga, 6 ketti, 10 nýleg, 12 ask, 13 hal, 15 helft, 16 rytur, 18 júgur, 19 tíran, 20 ermi, 21 græt. K r o s s g á t a Víkverji skrifar... AF ÞEIM fjölmörgu útvarps-stöðvum sem standa hlustend- um hér á landi til boða hefur Rás 1 Ríkisútvarpsins í gegnum tíðina ver- ið í hvað mestu uppáhaldi hjá Vík- verja dagsins. Hann er reyndar kom- inn á þann aldur að hann man vel þá tíð þegar útvarp Reykjavík var eina íslenska útvarpsstöðin og íslenskt sjónvarp var aðeins fjarlæg framtíð- arsýn. Alla tíð hefur Víkverji haldið tryggð við gömlu gufuna og þótt hann hafi stöku sinnum freistast til að halda framhjá henni hefur það aldrei náð að eyðileggja það trausta samband sem stofnað var til á sínum tíma. x x x DAGSKRÁRGERÐ á Rás 1 hefurí flestum tilfellum verið ákaf- lega vel unnin að mati Víkverja, og þangað hefur verið hægt að sækja margvíslegan fróðleik og skemmtun af ýmsu tagi, auk þess sem tónlistar- efni hefur verið fjölskrúðugt og vandað. Það hefur vart farið framhjá neinum að Ríkisútvarpið hefur átt í fjárhagserfiðleikum og á dögunum bárust fréttir af tillögum útvarps- stjóra um hvernig bregðast skuli við þeim vanda. Fram kom að tillögurn- ar eru meðal annars settar fram í ljósi þess að fyrstu níu mánuði ársins var 190 milljóna króna halli á rekstri Sjónvarpsins og 48 milljóna króna halli á rekstri Útvarpsins. Um er að ræða frumtillögur sem fela m.a. í sér að útsending sjónvarpsins verði stytt umtalsvert, verði frá klukkan 18:30– 22:30 á virkum dögum og ekki lengur en til miðnættis um helgar. Þá leggur útvarpsstjóri fram tillögu þess efnis að tíufréttir verði lagðar niður og mjög dregið úr sýningum frá íþrótta- viðburðum sem hafa hækkað mikið í innkaupum að undanförnu. Lagt er til að rekstur textavarps og vefjar Ríkisútvarpsins verði einfaldaður og að dagskrá Rásar 1 verði gerð eins einföld og ódýr og mögulegt er. Ef farið verður eftir þessum tillögum út- varpsstjóra er ljóst að skert þjónusta Ríkisútvarpsins verður mörgum til ama og sá er þetta skrifar staldrar sérstaklega við þá hugmynd „að dag- skrá Rásar 1 verði gerð eins einföld og ódýr og mögulegt er“. Verði þetta gert er hætt við að sú vandaða dag- skrárgerð sem hér hefur verið gerð að umtalsefni heyri að einhverju leyti fortíðinni til og sama flatneskjan og yfirleitt ræður ríkjum á öðrum út- varpsrásum haldi innreið sína í það menningarmusteri sem Rás 1 hefur verið og á skilyrðislaust að vera. Það er langt frá því að vera tilhlökkunar- efni í huga Víkverja. x x x ÞÓTT VEL sé vandað til dag-skrárgerðar á Rás 1 í langflest- um tilvikum hefur það farið dálítið í taugarnar á Víkverja stöku sinnum að málfar einstaka þáttastjórnenda er ekki í samræmi við það sem hann telur sæma á þessum vettvangi. Hér verða ekki tínd til nein einstök dæmi um það sem miður hefur farið, en oft á þetta sér stað þegar um beinar út- sendingar er að ræða á umræðum og þeir sem við stjórnvölinn sitja gleyma sér í hita leiksins. Að sjálf- sögðu er það afsakanlegt að menn geri einstaka málfarsleg mistök und- ir þessum kringumstæðum, en von- andi verður sá ásetningur að gera dagskrána einfaldari og ódýrari frá því sem nú er ekki til þess að ambög- ur og slettur nái yfirhöndinni á Rás 1. Sammála Helgu ÉG VAR að lesa pistil í Vel- vakanda sl. miðvikudag eft- ir Helgu Bærings um þátt- töku Íslendinga í stríðsrekstri. Vil ég koma því á framfæri að ég er al- veg sammála því sem hún skrifar þar. Höskuldur Eyjólfsson. Lambakjöt nátt- úrulega gott ÞAR sem ég borða meira af lambakjöti en öðru kjöti fór ég út í búð og ætlaði að kaupa frosið súpukjöt. Þar sá ég kjöt frá KEA sem kostaði 712 kr. kílóið. Er þetta hægt? Að selja kjötið á þessu okurverði? Kjötið er það feitt að maður hend- ir næstum helming af því. Matarreikningur hjá mér einni hefur hækkað um 4 þús. kr. á mánuði síðan í ágúst. Unnandi lambakjöts. Víða pottur brotinn BLAÐBURÐARKONA hafði samband við Velvak- anda og sagði hún að það væri víða pottur brotinn í sambandi við launa- greiðslur blaðburðarfólks. Sagðist hún hafa borið út Dag-Tímann í febrúar og mars og er hún ekki ennþá búin að fá launin greidd fyrir mars. Áskorun ÉG SKORA á blaðbera (og foreldra þeirra eftir atvik- um) Fréttablaðsins, DV og Morgunblaðsins að sýna samstöðu og hafa samband við stéttarfélagið Eflingu og knýja á um gerð kjara- samnings fyrir blaðbera. Pétur Þorleifsson, fyrrverandi blaðberi. Holtið hreinsað MIG langaði að vekja at- hygli á ótrúlegu magni af rusli á Skólavörðuholti austan Hallgrímskirkju. Í runnunum hjá Iðnskólan- um og Austurbæjarskóla, allt niður að Eiríksgötu. Þvílíkur subbuskapur.Bið um að holtið sé hreinsað. Með kveðju, Lesandi. Tapað/fundið Nike-úlpa týndist BLÁ Nike-úlpa týndist í Fossvogi fyrir 2 vikum. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 581 4377 eða 553 1222. Gleraugu í óskilum GLERAUGU fundust fyrir utan Listann í Akralind 7 í Kópavogi. Eigandi hafi samband við búðina. Gullkross í óskilum LÍTILL gullkross í fallegri keðju fannst í vor á torginu milli Blindrabókasafnsins og pósthússins við Digra- nesveg í Kópavogi. Upplýsingar í síma 588 6838. Barnahjól í óskilum BARNAHJÓL er í óskilum á Laugavegi. Upplýsingar í síma 893 2132. Dýrahald Bröndótt læða týndist LÍTIL, bröndótt, hvít og gul læða týndist frá heimili sínu í miðbænum sl. sunnu- dag, 21. okt. Þeir sem hafa orðið hennar varir hafi samband í síma 561 3498 eða 899 2905. Páfagaukur týndist LJÓSGRÆNN páfagauk- ur, Sydney, týndist um há- degisbilið 25. október frá Öldugötu 51, Reykjavík. Finnandi vinsamlega hafi samband í síma 552 4678. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is SOPRANO-þættirnir hafa fengið margar til- nefningar fyrir vinsældir og eru mikið auglýstir á þeim nótum. Sumt er þar vel gert, leikur og leik- stjórn, en í gærkveldi, 22. okt., tók út yfir allan þjófabálk. Við spyrjum: Hvers vegna eru þessir þættir svona vinsælir? Vilja menn horfa á ofbeldi, sóðaorðbragð, klám og lítilsvirðingu beggja kynja? Okkur er sama þótt þetta sé sýnt seint að kveldi. Þetta er ekki sæmandi, það er umhugs- unarvert hvers vegna svona þættir fá eins margar tilnefningar og raun ber vitni og verður okkur hugsað sér- staklega til Bandaríkj- anna. Við beinum þeim til- mælum til dagskrár- stjórnar RÚV að taka til endurskoðunar sýningu á þessum ofbeldisfullu þáttum sem eru þar að auki fullir af tvískinn- ungi, ekki síst í garð kvenna og ungra stúlkna. Guðrún Kristinsdóttir og Hrefna Sigurjóns- dóttir við Kennarahá- skóla Íslands. Soprano-þættir vinsælir?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.