Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. LÁGMARKSÞJÓNUSTA er nú veitt á sjúkrahúsum víða um land, en þriðja þriggja sólarhringa verk- fall sjúkraliða sem starfa hjá ríkis- stofnunum hófst á miðnætti í gær. Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfor- stjóri Landspítala – háskólasjúkra- húss segir að áhrif verkfallsins séu víðtækari nú en áður, færri undan- þágur hafi verið veittar og því hafi fleiri deildum verið lok- að. Þvagfæraskurðdeild á Landspítalanum – Há- skólasjúkrahúsi við Hringbraut hefur m.a. verið lokað, sem og taugalækningadeild á Grensásdeild Landspítalans. Einnig var tilflutn- ingur innan geðsviðsins og eru færri rúm á barnadeildum í notkun. „Deildinni hefur aldrei áður verið lokað þau tíu ár sem ég hef stjórnað þessari deild,“ segir Ingibjörg S. Kolbeins, deildarstjóri taugalækn- ingadeildarinnar, en hún fékk fyr- irskipun um að loka deildinni þá þrjá sólarhringa sem verkfallið stendur. Tveir sjúkraliðar hafa sagt upp störfum á deildinni og eru 6 sjúkraliðar í verkfalli. 24 sjúkrarúm eru á deildinni en að undanförnu hefur deildin einung- is verið nýtt að hluta til, vegna verk- falls sjúkraliða og erfiðleika á að manna stöður sjúkraliða og hjúkr- unarfræðinga. 2–3 sjúklingar voru beðnir um að fara heim og voru 12 sjúklingar fluttir niður á aðra deild á endurhæfingarsviðinu. Til að hliðra til þar fyrir sjúklingum af taugalækningadeild voru hressustu sjúklingarnir sendir heim. „Mér finnst þetta ákaflega miður sjúklinganna vegna. Að láta þá gjalda verkfallsins, það er ekki gott. Þeir sjúk- lingar sem eru hér inni þola ekki mikla röskun á daglegum athöfnum,“ segir Ingibjörg, en á deildinni liggja sjúklingar sem hafa orðið fyrir áföllum á heila af völdum sjúkdóma. Hún segist ekki vita hvers vegna var ákveðið að loka deildinni nú, þar sem hingað til hafa fengist undanþágur á neyðarlistum til að halda starfsemi deildarinnar áfram. Þvagfæraskurðdeild Landspítal- ans á Hringbraut hefur einnig verið lokað, en deildinni hefur verið lokað þrisvar sinnum í þessum mánuði vegna verkfalla sjúkraliða. Hrafn- hildur Baldursdóttir, deildarstjóri þvagfæraskurðdeildar, segir að ell- efu sjúklingar sem ekki hafi verið hægt að útskrifa hafi verið fluttir á hjartaskurðdeildina. Tveir þeirra eru á ganginum þar sem nógu margar stofur fyrir dregið hafi verði úr hjartaskurðdeildar til að ta sjúklingum af þvagfærasku „Þetta er mjög erfitt að færa reglulega fárveikt fó deilda, við gerum þetta jú á og á sumrin og undirbúum vel, en nú erum við alltaf a segir Hrafnhildur. Hún sjúklingarnir hafi tekið þe vel og að í raun sé ótrúleg vel þeir hafi umborið Hrafnhildur segir að st deildarinnar reyni að sjúklingana mjög vel fyrir inn. Áhrif verk- falls sjúkra- liða víðtæk- ari en áður Taugalækningadeild La aðra deild og er Ing Erfitt að færa fárveikt fólk milli deila ÞING Norðurlandaráðs var sett í Kristjánsborgarhöll í Kaupmanna- höfn í gær í 53. sinn. Umræður um utanríkis- og öryggismál verða áberandi á þinginu að þessu sinni, auk skipulagsbreytinga á starfsemi ráðsins og umhverfismála. For- sætisráðherrar Norðurlanda lýstu einnig yfir stuðningi við aðgerðir Bandaríkjamanna í Afganistan og baráttu þeirra gegn hryðjuverkum. Auk 90 þingmanna, sem sitja í Norðurlandaráði, eru 63 ráðherrar á þinginu og öðrum fundum. Meðal íslenskra ráðherra á þinginu eru Davíð Oddsson for- sætisráðherra, Siv Friðleifsdóttir, umhverfisráðherra og samstarfs- ráðherra Norðurlanda, Geir Haarde fjármálaráðherra og Árni Mathie- sen sjávarútvegsráðherra, svo að nokkrir séu nefndir. Í tengslum við þingið héldu for- sætisráðherrar Norður- landa blaðamannafund þar sem kom m.a. fram að þeir hefðu lýst yfir stuðningi við umsókn knattspyrnusambanda landanna um að fá að halda Evrópukeppni landsliða árið 2008. Fundinn sátu Poul Nyrup Rasmussen frá Danmörku, Göran Persson frá Svíþjóð, Kjell Magne Bondevik frá Noregi, Paavo Lippon- en frá Finnlandi og Davíð Oddsson. Samkvæmt tillögu knattspyrnu- sambandanna á að halda keppnina í átta borgum í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Íslendingar taka þátt í undirbúningi umsókar- innar, meðal annars er Eggert Magnússon, formaður KSÍ, varafor- maður undirbúningsnefndarinnar. Framkvæmdastjóri undirbún- ingsnefndarinnar, Finninn Pertti Alaja, kynnti umsókn Norður- landanna. Norræna ráðherranefnd- in hefur styrkt undirbúning um- sóknarinnar með hátt í 50 milljóna króna framlagi á þessu ári. Hún mun einnig leggja til nærri 100 milljónir íslenskra króna á næsta ári. Engin ákvörðun hefur þó verið tekin um fjárframlög ríkisstjórn- anna til keppninnar. Auk Norðurlandanna hafa Ung- verjar og Skotar lýst áhuga á að halda keppnina, og Austurríki og Sviss annars vegar og Grikkland og Tyrkland hins vegar hafa skilað um- sóknum um að halda keppnina sameiginlega. Verði Norðurlönd fyrir valinu verður það í fyrsta sinn sem fleiri en tvö lönd halda keppnina í sameiningu. Varðandi baráttuna gegn hryðju- verkum kynnti Paavo Lipponen, forsætisráðherra Finnlands, ákvörðun ráðherranna að lýsa yfir sameiginlegum stuðningi við Banda- ríkjamenn. Ráðherrarnir lögðu jafn- framt áherslu á að reynt yrði eins og hægt væri að koma í veg fyrir mann- fall óbreyttra borgara, flóttafólki yrði veitt neyðar einnig yrði að reyna pólitís til að koma í veg fyrir hryðj Lipponen sagði meðal a hryðjuverkaárásin 11. se hefði ekki aðeins verið árás ríkin, heldur einnig á lýðr opna samfélag og önnur gildi. Hann tók jafnframt samband Norðurlandan Bandaríkjanna væri traust Forsætisráðherrarnir það sem fram kom á blað fundi eftir fund þeirra og ráðherra Eystrasaltsríkj sunnudag um að löndin leggja sitt af mörkum til b ar gegn hryðjuverkum m reyna að vinna bug á annar legri glæpastarfsemi sem o hryðjuverkum, til dæmis fíkniefnum og fólki. Reyna svonefndan Baltic Task F Eystrasaltsvinnuhóp, sem var á fót að frumkvæði 1996. Nú hefur Poul Nyru ussen verið falið að hafa um að styrkja starfsemi vi ins í ofangreindum tilgangi Stöðugleiki í efnahagslífi Á fundi forsætisráðherra einnig fram það mat að st væri áfram ríkjandi í efnah landanna þrátt fyrir hry árásina 11. september sl. Sextíu og þrír ráðherrar sitja Norðurlandaráðs Stuðningur við um sókn um EM 2008 í knattspyrnu Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. Stuðningur við baráttuna gegn hryðju- verkum TÆKNIFRJÓVGANIR Í BIÐSTÖÐU Ákveðið hefur verið af stjórnLandspítalans að loka glasa-frjóvgunardeild spítalans fram til áramóta þar sem fjárveiting til lyfja við meðferðir er búin og ekki hefur fengist frekari fjárveiting. Fjárveit- ingin sem spítalinn fékk til kaupa á lyfjum á þessu ári nam 80 milljónum króna. Ráðgert hafði verið að hefja meðferð 80 til 90 para fram til áramóta, sem nú verður frestað, en þau sem þeg- ar eru byrjuð í meðferð halda þó áfram. Um og yfir 100 börn hafa fæðst ár- lega eftir að glasafrjóvganir hófust hér á landi árið 1991 og eru börnin sem fæðst hafa hér eftir tæknifrjóvganir orðin ríflega eitt þúsund talsins. Samkvæmt upplýsingum frá Evr- ópusamtökum tæknifrjóvgunardeilda frá árinu 1997 er tíðni þungana eftir fósturfærslu hæst á Íslandi eða 44,7% tíðni en tíðni í Evrópu var 26,1%. Þá kemur fram að á Íslandi er hlutfall kvenna yngri en 30 ára sem fengu með- ferð langlægst á Íslandi eða 3,2% en 19,1% í Evrópu. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að með hækkandi aldri kvenna minnkar frjósemi þeirra. Því segir fjöldi þungana einungis hluta sögunnar. Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðis- flokksins, segir í viðtali við Morgun- blaðið á laugardag að hún telji glasa- frjóvganir gott dæmi um verkefni sem færa eigi frá sjúkrahúsi og gera þjón- ustusamning við einkarekna lækna- stofu. Sótt hafi verið um leyfi til einka- rekinnar stofu fyrir glasafrjóvgun en heilbrigðisyfirvöld hafi hafnað því. Mikill fjárhagsvandi blasir við Land- spítalanum – háskólasjúkrahúsi og eru fjárhagsvandræði glasafrjóvgunar- deildarinnar einungis brot af þeim fjárhæðum sem um ræðir. Það er al- varlegt mál ef dýrmæt reynsla deild- arinnar glatast og biðlistar lengjast enn frekar. Nógu langir eru þeir í dag eða til ársins 2003. Sú von og gleði sem deildin hefur gefið fólki sem ekki getur eignast börn með venjubundnum hætti er ómetan- leg. Það að fólki sem hefur reynt, jafn- vel svo árum skiptir, að eignast barn án árangurs hefur verið gefinn möguleiki á að eignast barn eða börn er eitt af stórum afrekum læknavísindanna. Það getur verið erfitt fyrir þann sem ekki hefur staðið frammi fyrir því að geta ekki eignast barn án utanaðkomandi hjálpar að skilja þá sorg og vonbrigði sem viðkomandi einstaklingar upplifa oft á tíðum áður en árangur næst og oft næst hann ekki fyrr en eftir margend- urteknar meðferðir eða jafnvel aldrei. Íslensk heilbrigðisyfirvöld hafa ekki krafið pör um háar fjárhæðir fyrir meðferðir og eflaust eru margir tilbún- ir að greiða meira. En þá stöndum við frammi fyrir þeirri spurningu hver að- gangur almennings á að vera að heil- brigðisþjónustu. Það er miður að glasafrjóvgunar- deildinni hefur verið lokað til áramóta og vonandi er einungis um tímabundna lokun að ræða. Farsælast væri að reka glasafrjóvgunardeild innan Landspít- alans en jafnframt væri einkareknum stofum gefinn kostur á að framkvæma tæknifrjóvganir. Það myndi létta á bið- listum og þeir sem þurfa á aðstoð að halda við að eignast barn hefðu val. Þeir sem vildu borga meira gætu nýtt sér einkarekna þjónustu sem myndi stytta biðtíma þeirra, en þeir sem ekki vildu eða gætu greitt meira fyrir með- ferð kæmust fyrr að en nú er. FRJÁLST VAL UM LÍFEYRISSJÓÐ Fjórir af þingmönnum stjórnar-flokkanna hafa lagt fram frum- varp á Alþingi um að þeim, sem ber skylda til að greiða í lífeyrissjóð, skuli frjálst að velja þann lífeyrissjóð, sem þeir kjósa í stað þess að vera bundnir við tiltekinn sjóð eins og nú er. Sú breyting, sem þingmennirnir leggja til, er sjálfsagt réttlætismál og hefði átt að vera hluti af þeim breytingum, sem gerðar voru á löggjöf um skyldu- bundinn lífeyrissparnað árið 1997. Morgunblaðið hefur um árabil bar- izt fyrir því að launþegar gætu ráðið því sjálfir í hvaða lífeyrissjóð þeir greiða. Blaðið hefur talið sjálfsagt að menn séu skyldugir að leggja hluta af launum sínum til hliðar til að mæta kostnaði vegna veikinda og slysa og til að tryggja tekjur sínar á elliárunum. Að því leyti var sú lagabreyting, sem gerð var 1997, eðlileg. Hins vegar er það einfaldlega spurning um mann- réttindi að launþegar geti ráðið því hvar þeir ávaxta lífeyri sinn. Rök hafa verið færð fyrir því að skyldugreiðslur í fastákveðinn lífeyrissjóð brjóti bæði í bága við Mannréttindasáttmála Evr- ópu og eignarréttarákvæði stjórnar- skrárinnar. Það er Alþingis að sjá til þess að öllum vafa sé eytt í því efni. Þingmennirnir fjórir benda á að skylduaðild að lífeyrissjóðum sé í dag starfsgreina- og svæðisbundin. Ein- staklingur sé þannig knúinn til að greiða í lífeyrissjóð, sem tengist bú- setu og starfsgrein hans, burtséð frá því hvernig sjóðurinn sé rekinn eða ávaxti eigur sínar. Þingmennirnir benda réttilega á að valfrelsi í þessum efnum myndi skapa heilbrigða sam- keppni á milli lífeyrissjóða um að gæta aðhalds í rekstri og tryggja sem bezta ávöxtun. Það eru jafnframt rök í þessu máli, að launþegar eru hreyfanlegri en áður var, bæði á milli starfsgreina og landsvæða og í raun fráleitt að lífeyr- issjóðakerfið taki mið af gömlum tíma þegar aðstæður voru aðrar. Réttindi einstaklinga í lífeyrissjóð- um eru eign, sem einstaklingur hefur safnað með greiðslum úr eigin vasa og með samningum við vinnuveitanda sinn um greiðslur í lífeyrissjóð. Greiðslur vinnuveitenda í lífeyrissjóði eru hluti af starfskjörum viðkomandi starfsmanns. Þeirri eign, sem verður þannig til með sparnaði, á launþegi auðvitað að ráðstafa sjálfur, án af- skipta verkalýðsforingja og fulltrúa atvinnurekenda, sem hingað til hafa samið um aðild fólks að tilteknum líf- eyrissjóðum sín á milli, í þágu eigin áhrifa vegna ítaka í stjórn lífeyris- sjóða. Það er löngu orðið tímabært að hagsmunir og valfrelsi sjóðfélaganna sjálfra verði í fyrirrúmi og slíkt verði tryggt með landslögum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.