Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 42
MINNINGAR 42 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ arráðgjöf. Borghildur Sigurbergsdóttir næringarráðgjafi. Umsjón Elínborg Lár- usdóttir. Seltjarnarneskirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Árbæjarkirkja. Foreldramorgnar kl. 10– 12. Hittumst, kynnumst, fræðumst. TTT- klúbburinn í Ártúnsskóla kl. 14.20– 15.20. Breiðholtskirkja. Bænaguðsþjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefn- um má koma til sóknarprests í viðtals- tímum hans. Digraneskirkja. Leikfimi ÍAK, kirkjustarf aldraðra, hefst með leikfimi kl. 11.15. Léttur málsverður. Helgistund, samvera og kaffi. Starf fyrir 10–12 ára á vegum KFUM&K og Digraneskirkju. Húsið opn- að kl. 16.30. Fótboltaspil, borðtennis og önnur spil. Kvikmynd (II). Alfa-námskeið- ið. Fræðari sr. Magnús B. Björnsson. Kvöldverður kl. 19, fræðsla, hópumræð- ur, helgistund. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 11–12 ára drengi kl. 17 Grafarvogskirkja. Opið hús fyrir eldri borgara kl. 13.30. Helgistund, handa- vinna, spil og kaffiveitingar. Kirkjukrakk- ar í Engjaskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30–18.30. Kirkjukrakkar í Korp- uskóla fyrir börn 7–9 ára kl. 17.30– 18.30. Æskulýðsfélag í Grafarvogs- kirkju, eldri deild, kl. 20–22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðarstund kl. 18 á neðri hæð kirkjunnar. Kópavogskirkja. Foreldramorgunn í dag í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10–12. Seljakirkja. Mömmumorgunn. Opið hús milli kl. 10 og 12. Kaffi og spjall. Vídalínskirkja. Opið hús fyrir eldri borg- ara kl. 13.30–16 í Kirkjuhvoli. Spilað og spjallað. Helgistund í kirkjunni kl. 16. Fjölbreytt kristilegt starf fyrir 9–12 ára stúlkur í Kirkjuhvoli kl. 17.30 í umsjón KFUK. Bessastaðasókn. TTT – kristilegt æsku- Áskirkja. Opið hús fyrir alla aldurshópa kl. 10–14 í neðri safnaðarsal. Skemmti- ganga um Laugardalinn eða upplestur kl. 10.30. Umsjón Þóranna Þórarinsdótt- ir. Bæna- og fyrirbænastund kl. 12 í kirkj- unni. Umsjón Guðrún K. Þórsdóttir. Létt- ur hádegisverður að stundinni lokinni. Samvera foreldra unga barna kl. 14–16 í neðri safnaðarsal. 12 spora starf kl. 19 í neðri safnaðarsal. Bústaðakirkja. TTT-starf fyrir 10–12 ára kl. 17. Grensáskirkja. Kyrrðarstund í hádegi kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altar- isganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverð- ur í safnaðarheimili eftir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðsþjón- usta í dag kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Háteigskirkja. Ævintýraklúbburinn kl. 17. Fjölbreytt og skemmtilegt starf fyrir börn úr 1.–3. bekk í umsjón Guðrúnar Helgu, Sigrúnar, Völu og Jóhönnu. Öll börn velkomin og alltaf hægt að bætast í hópinn. Unglingaklúbburinn MeMe kl. 19.30. Kröftugt starf fyrir unglinga í um- sjón Gunnfríðar og Jóhönnu. Laugarneskirkja. Morgunbænir kl. 6.45–7.05. TTT-fundur kl. 16 fyrir krakka í 5.–7. bekk. Fullorðinsfræðsla kl. 20. Gengið inn um merktar dyr á austurgafli kirkjunnar. Sóknarpresturinn, Bjarni Karlsson, kennir biblíufræðin á lifandi og auðskilinn hátt. Efni kvöldsins: Húmor- istinn Jesús. Allir velkomnir. Þriðjudagur með Þorvaldi kl. 21. Lofgjörðarstund þar sem Þorvaldur Halldórsson leiðir söng og lofgjörð við undirleik Gunnars Gunn- arssonar. Sóknarprestur flytur guðs orð og bæn. Fyrirbænaþjónusta kl. 21.30 í umsjá bænahóps kirkjunnar undir stjórn Margrétar Scheving sálgæsluþjóns. (Sjá síðu 650 í Textavarpi). Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, kl. 16.30. Stjórnandi Inga J. Backman. Nýir félagar velkomnir. Foreldramorgunn miðvikudag kl. 10–12. Fræðsla: Næring- lýðsstarf fyrir 10–12 ára í Álftanesskóla, stofu 104, kl. 17.30. Rúta ekur börn- unum heim. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Kyrrðarstund í kirkjunni kl. 18. Opið hús kl. 17–18.30 fyrir 7–9 ára. Kl. 20–22 æskulýðsfélag yngri félaga. Víðistaðakirkja. Barnastarf fyrir 8–9 ára börn í dag kl 17. Kyrrðar- og fyrirbæna- stund með Taizé-söngvum í dag kl. 18. Hægt er að koma fyrirbænaefnum til sóknarprests eða kirkjuvarðar. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10– 12 ára börn í safnaðarheimilinu Strand- bergi, Vonarhöfn, frá kl. 17–18.30. Landakirkja í Vestmannaeyjum. Kl. 16.30 kirkjuprakkarar fyrir 6–9 ára krakka. Stór og mikill kraftakarl kemur í heimsókn. Kl. 17.30 TTT – kirkjustarf 10–12 ára krakka. Kl. 20 fundur um sorg og viðbrögð við missi. Stutt erindi og spjall um tilfinningar syrgjenda. Keflavíkurkirkja. Kirkjulundur opinn kl. 14–16 með aðgangi í kirkjuna og Kap- ellu vonarinnar eins og virka daga vik- unnar. Gengið inn frá Kirkjuteigi. Starfs- fólk verður á sama tíma í Kirkjulundi. Fermingarundirbúningur í Kirkjulundi: Kl. 14.30–15.10 8.A og B í Holtaskóla. Kl. 15.15–15.55 8. ST í Myllubakkaskóla. Kl. 16–16.40 8. IM Myllubakkaskóla. Grindavíkurkirkja. Foreldramorgunn kl. 10–12. Borgarneskirkja. TTT – tíu–tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17–18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15–19. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar á þriðju- dögum kl. 10–12. Hvammstangakirkja. Æskulýðsfundur í Hrakhólum í kvöld kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir velkomnir. AD KFUK, Holtavegi 28. Fundur í kvöld kl. 20. Hvernig er himinninn? Guðlaugur Gunnarsson fjallar um efnið. Allar konur velkomnar. Safnaðarstarf >  9    /     /  %       ! *     "  !   !       2  $ =#  5'$ % 4   9                & 8  .)+,   .', ' .' )'+,   ,)  )+() )*3.4 * .' )'+,   G5'   )+() '$'34 )(*')*'$'34 )% ! *     "     ! !  2 2 =!     2)*.''@@      2 "   9  '(   #''( 8   %      ?9   @ "  ")' &) ))' +,    ' *2 )++,   34 ) )*+'34 )(*3' )'34 )% 1  "     !/!   '$)  #.'5&      &  . %   % + 9  - %  #''( =,  ++() + :' &'+,   )+'  '=, ' +,   '*)+  ))' +,   ,'))!'$()  )+&!'$+,  % >   9 * % ! 9    /      %   %      ! *     !  ! " > =  2! "  .'& %   )+  *'() =, ))!45'+,   =(  )) *'() - $ & - )'+,   3' )'34 )(*3' )'3' )'34 )% 1    "         " >-" 228 !    ' * HH #.'5&    "   ,  +"   ,      $  .!         9   - %  #&(( :'*)1  )+()   )+ :'*)1() *J, :'*)1() 9'+&! ,)'+,   8  3.4 ):'*)1() *' :'*)1() 3' )'34 )(*3' )3' )'34 )% 1   K28  -  =(  )*4 L@ ( *' )    4 ; !   -  1& 0()% ✝ Karl Sigurðssonfæddist á Húsa- vík 15. apríl 1943. Hann lést á heimili sínu 17. október síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Guðrún Karlsdóttir, f. 29. maí 1917, d. 15. sept. 1999, og Sigurður Gunnarsson skóla- stjóri, f. 10. okt. 1912, d. 23. apríl 1996. Bræður Karls, sem var elstur þriggja bræðra, eru Gunnar, f. 18. des. 1944, og Vilhjálmur, f. 4. júlí 1954. Sambýliskona Karls var Erla Reynisdóttir, þau slitu samvistir. Félagi Karls sl. 15 ár var Elín E. Steinþórsdóttir. Karl lauk landsprófi frá Gagn- fræðaskóla Húsavíkur 1960 og pí- anókennaraprófi frá Tónlistarskóla Reykjavíkur 1967. Allan sinn starfsald- ur stundaði Karl pí- anókennslu, lengst af við Tónlistarskóla Garðabæjar. Karl starfaði ötullega með Guðspekifélagi Íslands og gegndi ýmsum trúnaðar- störfum fyrir félag- ið, var m.a. forseti þess um skeið og rit- stjóri Ganglera, tímarits félagsins. Hann flutti mörg fræðandi erindi á fundum félagsins og lauk þeim ófáum með ljúfum tónum slag- hörpunnar. Útför Karls fer fram frá Lang- holtskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Kveðja frá Tónlistarskóla Garðabæjar Á einum af þessum fögru haust- dögum, þegar náttúran skartar öllu sínu fegursta og litadýrðin er slík að mannfólkið tekur andköf af gleði og hrifningu, fór um okkur í Tón- listarskóla Garðabæjar kaldur næð- ingur. Fegurð himinsins varð á and- artaki að því sem minnti okkur á að ekki er langt í hryssing og myrkur vetrarins og daglegt amstur og yf- irvofandi verkfall, afleiðingar þess og áhrif sem það óhjákvæmilega myndi hafa á líf okkar, gleymdist. Okkur barst sú harmafregn að hann Karl væri allur. Það var hníp- inn hópur samstarfsmanna hans, sumra í áratugi, sem var minntur á að enginn á sér tryggan morgun- dag, hvorki ungur né gamall. Kynni okkar Karls voru því mið- ur alltof stutt en mikið afskaplega voru þau ljúf. Ég stóð í miðju galdrafári sem þeir einir þekkja sem í hafa lent, þegar þessi ljúfling- ur vatt sér inn á skrifstofu mína, faðmaði mig að sér og sagði: Ég er hann Kalli og ég stend með þér. Þetta var upphafið að kærleiks- ríkri vináttu, sem svo sannarlega hefði mátt vara lengur. Hann var fæddur á Húsavík og hóf þar tón- listarnám, en fór síðan unglingur til Reykjavíkur og stundaði fram- haldsnám. Hann talaði oft um það hversu gjarnan hann hefði viljað hefja tónlistarnámið yngri að árum og hve árangur hans hefði þá orðið annar og meiri, hann talaði oft um þann mun sem er á tónlistarnámi þá og nú. Karl var allra kennara lengst starfandi við Tónlistarskóla Garða- bæjar eða frá 1967, þar af um tíma sem yfirkennari, og hann þekkti þar allt út og inn. Hann var svolítið hreykinn af því að hafa fylgt skól- anum svo að segja frá upphafi og að hafa haft þar áhrif. Lét jafnvel að því liggja að hann hefði látið hausa fjúka og aukið hróður þeirra sem hann hafði velþóknun á. Hann var stoltur af skólanum sem hann hafði helgað ævistarf sitt og hann var stoltur af framvindu hans. Hann var góður og natinn kennari og mikið gladdi það hann og okkur öll nú í vor þegar í ljós kom að það var ein- mitt nemandi hans til margra ára sem hæsta einkunn hlaut. Karl var hvers manns hugljúfi ef hann vildi svo vera láta og lifði lífi sínu með reisn. Hann var í nánum tengslum við náttúruna og átti sínar mestu yndisstundir í litla sumarbú- staðnum sínum. Og alltaf var kátína og gleði þegar hann kom með eigin kartöfluppskeru og gaf þeim sem hann hafði velþóknun á. Hann átti við mikla vanheilsu að stríða. Sjúk- dómur, sem því miður hefur ekki mátt tala mikið um, þjáði hann og hindraði í leik og störfum í áratugi. Okkur starfsfólki skólans finnst foreldrar stundum harðir í horn að taka þegar kennarar eiga í hlut. Það er búið að borga og allir vilja fá sitt. Þá er ekki alltaf hugsað um það að tónlistarkennarar eru líka fólk sem verður veikt, á við sín vanda- mál að stríða, eru jafnvel oft ber- skjaldaðri en aðrir fyrir hretum lífs- ins, en standa samt á meðan stætt er, eins og sást á Karli. Hann var félagslyndur og skemmtilegur og tók það nærri sér hve sjúkdómur hans kom oft í veg fyrir að hann gæti átt eðlileg sam- skipti við fólk. Mikil og einlæg var gleðin þegar líðan hans leyfði slík samskipti, og að geta þó stundum eygt von um að fá að lifa því lífi sem honum fannst eftirsóknarvert. Skáldið Gabriel Garcia Márquez segir í litlum greinarstúf sem ný- lega birtist: Þú munt örugglega harma daginn þann þegar þú gafst þér ekki tíma fyrir bros, faðmlag, koss og þú varst of önnum kafinn til að verða við óskum annarra. Karl fór fram á það við mig í haust að hann fengi að byrja hvern vinnudag á því að við föðmuðumst. Það var svo sannarlega auðsótt, en ég vildi að ég hefði notið hvers faðmlags enn betur, hlýjunnar og vináttunnar sem það tjáði og ég vildi að mér hefði tekist að gefa honum meiri styrk. En kannski erum við hrædd við að þröngva okkur um of í líf samferðafólksins. Er jafnvel helgi einkalífsins gagnvart vinnustað orð- in þannig að við látum okkur náung- ann ekki nóg varða? Þær eru marg- ar spurningarnar og ef-in sem koma í hugann á slíkum sorgarstundum sem vonandi hjálpa okkur til að bregðast betur við á lífsleiðinni. Við kennarar, nemendur og starfsfólk Tónlistarskóla Garða- bæjar vottum ættingjum og vinum Karls einlæga samúð um leið og við kveðjum góðan kennara, vin og samstarfsmann. Agnes Löve skólastjóri. KARL SIGURÐSSON  Fleiri minningargreinar um Karl Sigurðsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.