Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 17
SUÐURNES MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 17 AÐALFUNDUR sveitarfélaga á Suðurnesjum, sem haldinn var föstu- dag og laugardag í Reykjanesbæ, samþykkti að skora á stjórnvöld að banna olíuflutninga um Grindavíkur- veg vegna þeirra ógnar sem vatns- bólum Suðurnesja stafar af olíuflutn- ingum á landi. Ályktunin var lögð fram í kjölfar erindis sem Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, flutti á aðalfundinum, en þar kom fram að stærsta vandamál Reyknesinga í umhverfismálum væri veruleg hætta á grunnvatnsmengun, sér í lagi ef ol- ía myndi leka niður í jörðina nálægt vatnsbólum á Svartsengissvæðinu. Það ætti jafnframt við um vatnsból Vogamanna. Umhverfismál voru ofarlega á baugi á aðalfundinum. Stefán Gísla- son, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21, kynnti verkefnið hér á landi og Kjartan Már Kjartansson, formaður stýrihóps Staðardagskrár 21, fjallaði um verkefni í Reykjanesbæ. Sagði Kjartan verkefnið hafa tekist vel, þó þau viðhorf hefðu komið fram að verkefnið væri dýrt og því fylgdi óþarfa „vesen“ og vandræði. Krist- ján Pálsson alþingismaður varpaði þeirri spurningu fram hvort menn væru hugsanlega komnir fram úr sjálfum sér í Staðardagskrá 21 þar sem grænt bókhald og umhverfismál væru hvort sem er á dagskrá sveitar- félaga, samkvæmt lögum, og því gæti verkefnið orðið að óþarfa bákni hjá sveitarstjórnum. Taldi Kristján rétt að beina átakinu meira að skól- um og heimilum. Stefán Gíslason sagði Staðardag- skrá 21 alls ekki bákn heldur væri verkefninu þvert á móti ætlað að samræma aðgerðir sem í gangi væru í umhverfismálum hjá sveitarfélög- um. Kjartan Már benti á að þegar væri hafin vinna við að innleiða verk- efnið í skóla bæjarins og Ólafur Thordersen, bæjarfulltrúi Reykja- nesbæjar, sagði að staða verkefnis- ins væri góð hjá leikskólum bæjarins og reyndar til fyrirmyndar. Of stórt mál fyrir Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja Magnús H. Guðjónsson, fram- kvæmdastjóri HES, fór yfir um- hverfismál sveitarfélaganna á Suð- urnesjum. Í erindinu kom fram að hætta á grunnvatnsmengun væri mikil, sérstaklega varðandi stærsta vatnsbólið í kringum Svartsengis- svæðið og vatnsból Voga. Að sögn Magnúsar yrði afar erfitt viðureign- ar að ráða við mengun sem hlytist af t.d. ef olíubíll færi á hliðina á ákveðn- um kafla á Grindavíkurvegi og olían læki ofan í hraunin og mengaði vatn- ið. Mjög erfitt væri að hefta út- breiðslu olíunnar og ná henni aftur upp vegna aðstæðna í hrauninu. „Þetta er okkar höfuðverkur og ég held að allir geri sér ekki grein fyrir þessu,“ sagði Magnús. Hann sagði að þetta væri of stórt mál fyrir heilbrigðiseftirlitið og stjórnvöld yrðu að koma að málinu. Í umræðum eftir erindið sagðist Magnús tvímælalaust telja að banna ætti olíuflutninga á Grindavíkurvegi með lagasetningu til að koma í veg fyrir hugsanlegt mengunarslys, sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar fyrir vatnsból Suðurnesjamanna. Hörður Guðbrandsson, bæjar- fulltrúi í Grindavík, lagði til að aðal- fundur SSS samþykkti ályktun þar sem skorað væri á að þar til bær stjórnvöld bönnuðu olíuflutninga um Grindavíkurveg, enda væri nú unnt að koma olíunni á áfangastað sjóleið- is eftir hafnarbætur í Grindavík. Samþykkti fundurinn ályktunina og minnti jafnframt á þá ógn sem vatns- bólum Suðurnesja stafaði af olíu- flutningum landleiðina. Villandi umræður um mengun á Nikkelsvæðinu Í erindi framkvæmdastjóra HES kom einnig fram að núverandi sorp- eyðingarstöð væri valdur að mestri loftmengun á svæðinu og mjög brýnt væri að taka nýja stöð í gagnið. Þá sagði Magnús að umræðan um mengun á Nikkelsvæðinu væri oft á tíðum villandi og sagði að þar væri alls ekki um hættulega mengun að ræða. Jafnframt ætti að vera mjög auðvelt að hreinsa svæðið og engin ástæða til að hafa áhyggjur af hættu- legri mengun á þessu svæði. Að- spurður um hávaðamengun af völd- um flugumferðar sagði Magnús of mikinn hávaða vera af flugi í Reykja- nesbæ og miðað við ströngustu regl- ur mætti í raun aðeins byggja austan við nýju Go-Kart-brautina í Reykja- nesbæ. Fjallað um mengunarhættu vatnsbóla Suðurnesja á aðalfundi SSS Olíuflutningar verði bann- aðir á Grindavíkurvegi Ljósmynd/Páll Ketilsson Magnús H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri HES, flutti erindi um umhverfismál sveitarfélaga á Suðurnesjum. Reykjanes PÁLL Pétursson félagsmálaráð- herra hélt erindi á aðalfundi SSS á laugardag. Þar þakkaði hann góð- ar móttökur sem flóttamennirnir fengu í Reykja- nesbæ fyrr á árinu og sagði það gleðilegt hve heimamenn hefðu alls staðar verið jákvæðir í garð þeirra flóttamanna sem hér hefðu fengið hæli á und- anförnum árum. Páll sagði óhjá- kvæmilegt að sinna málefnum út- lendinga vel hér á landi, enda væru þeir m.a. mikilvægt vinnuafl, en hann hefði því miður orðið var við vaxandi andúð eða tortryggni í garð útlendinga hér á landi. Þá sagðist Páll ætla að leggja fram nokkur frumvörp sem varða sveitarstjórnarmál á næstunni. Þar má m.a. nefna frumvarp um breyt- ingu á félagsþjónustulögum sem gefa mun langveikum börnum sama rétt og fötluðum börnum. Einnig ætlar félagsmálaráðherra að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um sveitarstjórnarmál, þar sem opnað verður á þann möguleika að kosið verði í sveitarstjórnir á raf- rænan hátt, þ.e. svokallaðar raf- rænar kosningar. Alvarleg mistök að veita Seðla- bankanum svo mikið frelsi Í ræðu sinni sagði Páll að hann teldi það alvarleg mistök af hálfu ríkisstjórnarinnar að veita Seðla- bankanum svo mikið frelsi sem raun ber vitni. Hann sagði að vaxtastigið sem Seðlabankinn héldi uppi væri stórhættulegt efnahagslífi þjóð- arinnar og spurning hvort að sveit- arfélög og atvinnulífið þyldu slíka vexti. „Ég tel að ríkisstjórnin hafi gert alvarleg mistök með því að veita Seðlabankanum þetta mikla sjálf- stæði. Vald á helstu þáttum efna- hagsmála verður að vera hjá kjörn- um fulltrúum lýðræðisríkis,“ sagði Páll. Opnað fyrir möguleika á rafrænni kosningu Páll Pétursson NOKKUR umræða varð um lög- gæslumál á Suðurnesjum á aðal- fundi SSS og var á fundinum sam- þykkt að mótmæla harðlega fækkun stöðugilda á svæðinu. Í ályktun fundarins segir að fyrir ári hafi legið fyrir að lögreglan teldi sig ekki geta sinnt eðlilegri löggæslu á svæðinu þar sem aukið fjármagn hefði ekki fengist frá hinu opinbera. Þá hafi á þessum tíma komið fram að fækkað hafi verið um nokkur stöðugildi í lög- reglunni á Reykjanesi. „Aðalfundurinn mótmælir harð- lega umræddri fækkun stöðugilda og telur í ljósi upplýsinga um stöðu málsins að auka þurfi fjár- framlög til löggæslu á svæðinu umtalsvert. Ljóst er að embættið getur ekki með nokkru móti sinnt löggæslumálum með þeim hætti að sveitarfélögin á svæðinu geti við unað. Skorað er því á dóms- málaráðherra að taka á umræddu máli hið fyrsta,“ segir í ályktun- inni. Kristján Pálsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði á fundin- um að ekki væri hægt að fullyrða um það fyrirfram að búið væri að skera niður í löggæslumálum á Suðurnesjum, enda hefði ekki ver- ið sýnt fram á að svo væri. Hann sagði samning sem gerður hefði verið við Grindavíkurbæ um lög- gæslu hafa tekist vel og löggæslan þar væri í góðum málum. Þessu mótmælti Hörður Guðbrandsson, bæjarfulltrúi minnihlutans í Grindavík, og sagði það af og frá að löggæsla í Grindavík væri í góð- um málum. Eftir að lögreglustöðin var lögð niður sé ekki lengur um neina grenndargæslu að ræða og reyndir lögreglumenn hafi horfið úr lögreglunni í Grindavík. Þá sagði Hörður að lögreglan væri alltaf síðust á vettvang, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu. Hins vegar hafi gæsla á Grinda- víkurvegi batnað með auknu eft- irliti og hraðamælinum, en Hörður varpaði því framt hvort það væri rétt áhersla þegar fíkniefnavandi herjaði að í bæjarfélaginu. Telja fleiri lögreglubíla vanta á Suðurnes Ómar Jónsson, forseti bæjar- stjórnar Grindavíkur, sagðist lýsa yfir stuðningi við ályktun um aukna löggæslu og sagði ljóst að ekki væri nóg að hafa þrjá lög- reglubíla á svæðinu. Hann sagðist hins vegar telja samning Grinda- víkur um löggæslu til fyrirmyndar og eftirbreytni fyrir önnur sveit- arfélög og betra væri að vinna að bættri löggæslu með slíkum samn- ingum. Sigurður Valur Ásbjarnarson, bæjarstjóri Sandgerðisbæjar, sagði Suðurnesjamenn í mjög slæmum málum hvað löggæslu varðaði og augljóst að fleiri bíla vantaði á svæðið. Að sögn Sigurð- ar sjást aðeins lögreglubílar í Sandgerði við vaktaskipti í lög- reglunni vegna þess að nokkrir lögregluþjónar búi í Sandgerði. Fækkun stöðugilda í lög- reglunni harðlega mótmælt RAGNAR Ingason, 19 ára Njarðvík- ingur, var kosinn herra Suðurnes 2001 á föstudagskvöld fyrir fullu húsi í Festi í Grindavík, en tíu herrar kepptu um titilinn að þessu sinni. Í öðru sæti varð Jón Oddur Sigurðsson, sem jafnframt var kjörinn K-Sport strákurinn og ljós- myndafyrirsæta herra á Suðurnesjum. Í þriðja sæti varð Tómas Guðmundson og Jóhann Freyr Einarsson var kjörinn vinsæl- asti strákurinn. Þeir sem höfnuðu í þremur efstu sætunum fara í keppnina um Herra Ísland 2001, auk þeirra Ingva Þórs Hákonarsonar og Gunnars Arnar Einarsonar sem einnig fara í sömu keppni þetta árið, en keppnin fer fram í Broadway 22. nóvember nk. Ragnar Ingason kosinn herra Suðurnes Grindavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.