Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.2001, Blaðsíða 22
NEYTENDUR 22 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Psyllium Husk Caps FRÁ Fyrir meltinguna, með GMP gæðaöryggi H á g æ ð a fra m le ið sla Apótekin FRÍHÖFNIN VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF KANADÍSKA fiskvinnslufyrirtækið Fishery Products International á Nýfundnalandi festi nýlega kaup á keppinautnum Clearwater Fine Foods á Nova Scotia. Með því varð til langstærsta sjávarútvegsfyrirtæki Kanada, en Sölumiðstöð hraðfrysti- húsanna á 15% í FPI. Þetta gerðist eftir töluverð átök um yfirráðin í FPI, sem stjórnendur Clearwater stóðu meðal annars að ásamt SH. Fjand- samleg yfirtaka þessara aðila, og fleiri, tókst ekki en síðan náðu þeir yf- irhöndinni með kaupum á hlutabréf- um í FPI, steyptu stjórnni og réðu nýja stjórnendur. „Við höfum kynnt samning um að við höfum keypt Clearwater og erum mjög ánægðir með þann áfanga,“ segir hinn nýi framkvæmdastjóri FPI, Derrick Rowe, í samtali við Morgunblaðið. Veltan 65 milljarðar króna „Hann er hluti af markmiðum okk- ar sem eru að auka viðskiptin og við vonum að þessi viðskpti séu þau fyrstu af mörgum, sem við munum kynna á einu eða tveimur næstu ár- um. FPI er fyrir vikið langstærsta sjáv- arútvegsfyrirtæki Kanada og veltan á ári verður ríflega 65 milljarðar króna. Við gerum ráð fyrir að kaupin á Clearwater færi okkur hagnað að upphæð 4,9 milljarðar króna fyrir fjármagnsliði og skatta og að við- bættum áætluðum tekjum FPI verð- ur hagnaðurinn ríflega 6,5 milljarðar króna. Nú er framundan hjá okkur að kynna samrunann, meðal annars fyr- ir Samkeppnisstofnun Kanada. Við höfum einnig skipað sérstaka óháða nefnd til að yfirfara samrunann, en hún leggur síðan niðurstöður sínar fyrir hluthafa og vonandi mun hún mæla með samrunanum. Fari svo verður samruninn lagður fyrir hlut- hafafund í febrúar á næsta ári og tek- ur hann þá afstöðu til samrunans. Á þeim fundi hefur Clearwater ekki leyft að greiða atkvæði, en hlutur þeirra í FPI er 14%. Tveir aðrir stærstu hluthafarnir eru Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna og Sanford Sea- food á Nýja-Sjálandi, bæði fyrirtækin með um 15%. Samtök framleiðenda á frystum fiski á Nýfundnalandi eiga um 10% og um 35% eru í eigu fjár- málastofnana, sem að mestu leyti eru í Kanada. Við vonum hið bezta enda teljum við okkur hafa meirihluta- stuðning við kaupin á Clearwater og tel SH vera í þeim hópi.“ Í hverju felst starfsemin nú? „Starfsemi FPI hefur í raun verið skipt upp í tvo meginþætti. Annars vegar eru fiskveiðar okkar og Clear- water, sem eru að langmestu leyti stundaðar við strendur Kanada, en með Clearwater kemur einnig leyfi til veiða á hörpudiski við Argentínu. Hins vegar er svo fiskvinnsla okkar í Kanada og Bandaríkjunum og alþjóð- leg viðskipti með fisk, bæði kaup og sala. Töluverð tækifæri Við teljum að það séu töluverð tækifæri í sjávarútvegi, bæði veiðum og vinnslu, til að byggja upp verulega stórt fyrirtæki. Fyrirtæki sem hefur meiri aðgang að hráefni og við stefnum einnig að því að fjárfesta í öðrum sjávarútvegsfyrirtækjum og stofna til samvinnu við þau til að afla okkur meira hráefnis og geta þannig aukið umsvif okkar á mörkuðunum. Flestir í þessum atvinnuvegi eru á því að samrunar og hagræðing sé nauðsynleg í sjávarútveginum til þess að fiskvinnslan geti orðið arð- bær keppinautur þeirra sem fram- leiða önnur matvæli, eins og kjöt af fuglum, svínum og nautgripum. Við teljum okkur eiga þarna góða mögu- leika og ætlum okkur að nýta þá til hins ítrasta. Svo virðist sem búast megi við nokkuð stöðugu framboði af botn- fiski. Þrátt fyrir að Atlantshafsþorsk- urinn eigi nú undir högg að sækja, gengur betur með aðrar tegundir, svo útlitið er bara nokkuð gott. Við þurf- um að standa okkur í markaðssetn- ingunni og baráttunni um peninga neytendanna og fá nógu hátt verð fyrir afurðir okkar. Fiskurinn okkar er að langmestu leyti úr veiðum og af- urðirnar því afar náttúrulegar og hollar. Því þarf að leggja áherzlu á mikil gæði og hátt verð fyrir þann fisk sem við tökum úr sjónum.“ Lítil áhrif af hryðjuverkunum Hafa hryðjuverkin í Bandaríkjun- um haft áhrif á viðskiptin hjá ykkur? „Við seljum mest af fiskinum okkr til Bandaríkjanna og við höfum orðið varir við smáslaka í sölunni. Við selj- um afurðir okkar til veitingageirans og stofnana af ýmsu tagi. Það hefur komið okkur á óvart hve lítil áhrif hryðjuverkin hafa haft, til dæmis á veitingahúsin. Það sem skiptir máli nú er hvort áhrifin frá Bandaríkjun- um breiðist út yfir heimsbyggðina. Hingað til höfum við ekki orðið varir við neinn samdrátt í Evrópu eða As- íu,“ segir Derrick Rowe. Vinnsla sjávarafurða hjá FPI er afar fjölbreytt. Hagræðing nauðsynleg Derrick Rowe, forstjóri FPI, vill stórt og öflugt fyrirtæki ALMENNINGUR getur skilað fjórum dekkjum til endurvinnslu- stöðva Sorpu án endurgjalds, sam- kvæmt upplýsingum frá fyrirtæk- inu. Þeir sem skilja gömul dekk eftir hjá hjólbarðaverkstæðum þurfa hins vegar að greiða sérstakt gjald fyrir, þar sem gjaldskrá Sorpu vegna förgunar bíldekkja er 21 króna og 87 aurar fyrir kílóið. Samkvæmt upp- lýsingum frá Sorpu geta dekkja- verkstæði farið með gömul dekk beint til Furu í Hafnarfirði og sleppa þá við að greiða flutnings- gjald, að auki, en Fura hefur búnað til þess að tæta dekk. Þrjú hundruð krónur á dekk Arnar Jónsson, framkvæmda- stjóri Hjólbarðaviðgerðar Vestur- bæjar, kveðst taka 300 krónur á dekk fyrir að senda það í endur- vinnslu. „Þessi þjónusta var við- skiptavinum að kostnaðarlausu, þar til í júlí í sumar, að Sorpa tífaldaði kostnaðinn við förgun dekkja. Þá hættum við að geta sinnt þessu ókeypis. Samkvæmt mínum útreikn- ingum var minn kostnaður við að losa viðskiptavini við gömul dekk 300.000 krónur árið 2000 og ég sá fram á að hann yrði þrjár milljónir með þessu framhaldi. Því ráðlegg ég fólki að fara sjálft með dekkin sín á næstu endurvinnslustöð án endur- gjalds. Ef það er gert falla þau sjálf- krafa undir heimilisúrgang einstak- lings,“ segir Arnar Jónsson. Sá möguleiki er líka fyrir hendi að geyma dekkin sín hjá hjólbarða- verkstæðum og segir Arnar þann kost góðan fyrir þá sem hvorki hafi burði til né áhuga á því að burðast Hægt að skila fjórum dekkjum án endurgjalds Teikning/Andrés SJÓNUM er beint í sífellt meira mæli frá bætiefnum að lækningajurt- um ýmiss konar, þar sem megin- markmiðið er að styrkja ónæmis- varnir líkamans, segir Örn Svavarsson eigandi Heilsuhússins, en nýjasta efnið í þeim flokki er þykkni unnið úr greipaldinkjörnum. Bætiefni og jákvæðir eiginleikar þeirra hafa reyndar verið skoðaðir ofan í kjölinn og nefnir Örn sem dæmi að E-vítamín hafi verið rann- sakað fram og tilbaka í ein tíu ár. Lækningajurtir fyrri tíðar voru að- allega þurrkaðar og malaðar eða settar í upplausn, en nú færist í vöxt að unnin séu þykkni með virkustu efnum jurtanna og stöðluð, til þess að tryggja að áhrifamátturinn sé hinn sami milli skammta. Eitt nýjasta efn- ið sem fólk tekur sér til heilsubótar er þykkni unnið úr kjörnum greipald- ins, sem notað hefur verið um skeið til þess að styrkja ónæmiskerfið, en er tiltölulega nýkomið hingað til lands að Arnar sögn. Margir þættir í nútímanum taldir trufla ónæmiskerfið Hann segir bætiefni úr jurtum og ávöxtum einkum tekin inn í þrenns konar tilgangi. Í fyrsta lagi til hress- ingar, vegna umgangspesta í öðru lagi og vegna magasýkinga og þess háttar í því þriðja. „Efni þessi styrkja ónæmiskerfið, hvort sem sýkingin nefnist kvef eða krabbamein, það er þekkt staðreynd. Ónæmiskerfið glímir við afbrigðilegar frumur allt lífið og því sterkara sem það er, því meiri líkur eru á að það ræki hlutverk sitt vel,“ segir hann. Örn bendir á að í umhverfi okkar sé fjöldi þátta sem líklegt megi telja að dragi úr virkni ónæmiskerfisins. „Þekktar stærðir í því sambandi eru rangt mataræði, mikil neysla matar með aukaefnum ýmiss konar, um- hverfismengun, reykingar og hreyf- ingarleysi. Hreinn sykur og mikið unnin kolvetni eru stórir þættir í al- mennum neysluvenjum og ekki gott til þess að hugsa hversu algengt er að sykri sé bætt saman við matvæli. Einnig er ég hissa á því hversu gjarnt fólk er á að kaupa mikið unnin mat- væli, með tilheyrandi rotvarnar-, lit- ar- og aukaefnum. Að vísu er það um- deilt, en vísbendingar hafa komið fram um að þessir þættir stuðli að myndun margra svokallaðra menn- ingarsjúkdóma,“ segir hann. Fjöldi bætiefna kemur á markað „með hávaða og látum“ en fjarar síð- an út aftur, segir Örn ennfremur, og nefnir Jónsmessurunna sem dæmi, St. John’s Worth, sem í ljós kom að ynni ágætlega á mildu þunglyndi að hans sögn. „Nokkur stór erlend viku- blöð fjölluðu um Jónsmessurunna á 4–5 síðum sem leiddi til algerrar sprengingar. Síðar kom í ljós að þetta efni hefði ýmsar milliverkanir væri það tekið með öðrum lyfjum og þá var það allt í einu talið stórhættulegt. Það má því segja að raunveruleikinn í þessari umræðu fáist helst fram með því að deila með tveimur,“ segir hann. Eitt gramm bindur sem svarar dagskammti í hitaeiningum Eitt söluhæsta bætiefni síðustu ára er Q10, sem Örn segir hafa verið afar vinsælt til þess að byrja með, en hreyfist nú jafnt og þétt. „Ætli sala á Q10 sé ekki um þriðjungur af því sem mest var um þessar mundir,“ segir hann. Nú hefur fengist leyfi frá bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlit- inu að merkja Q10 frá tilteknum framleiðanda með þeirri ábendingu að efnið gagnist vel við óreglulegum hjartslætti og ýmsum hjartsláttar- truflunum. Umrætt fyrirtæki fram- leiðir öll bætiefni sem pakkað er sér- staklega fyrir Heilsuhúsið og seld eru með gulum merkimiðum. „Önnur bætiefni sem notið hafa mikillar hylli eru ólífulaufsþykkni sem byrjaði með látum en er enn að Bætiefni til styrktar ónæmiskerfinu vinsælust Morgunblaðið/Ásdís Bandaríska matvæla- og lyfjaeftirlitið hefur samþykkt að merkja megi Q10 með ábendingu um góð áhrif vegna hjartsláttartruflana. Grenningarefni sem bindur kol- vetni í meltingar- veginum væntan- legt á markað hér
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.