Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 30.10.2001, Qupperneq 36
UMRÆÐAN 36 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Nokkur frábær fyrirtæki 1. Raftækjaversl. Suðurveri er til sölu vegna veikinda eiganda. Verslunin hefur verið starfrækt í húsinu frá því að það var byggt. Vaxandi velta, enda staðsetningin frábær og verður alltaf betri og betri. Sérhæfir sig í skermum og fylgihlutum. Besti tími ársins framundan. Laus strax. Mikil bílaumferð er framhjá allan sólar- hringinn. Frábært fyrir hjón. 2. Bakarí, sem rekið hefur verið með hagnaði undanfarin ár og í stöðugum vexti. Hefur fallegan og góðan sölustað og marga fasta og stóra viðskiptavini. Er á stór-Reykjavíkursvæðinu. 3. Falleg blómabúð í Grafarvogi, lítil og nett en skilar ágætum laun- um. Laus strax og tilbúin undir haustverslunina og jólasöluna. 4. Einn stærsti pöntunarlisti heims. Vel þekktur hér á landi og hægt að hafa í heimahúsi. Hentar vel fyrir heimavinnandi fólk eða með annarri starfsemi. Sýnishorn á staðnum. 5. Nýlega endurnýjuð hársnyrtistofa til sölu í gömlu rótgrónu hverfi. Mikil viðskipti. 5 stólar. 6. Innréttingaverslun til sölu, eldhúsinnréttingar og í baðherbergið. Góð sala, enda með þekkt merki og vandaðar og fallegar vörur. Eigin innflutningur. 7. Útgáfustarfsemi með klassískar, fræðandi barnabækur og nytja- bækur. Sýnishorn á staðnum. 8. Góðar sólbaðstofur á mjög góðum kjörum. 9. Þekkt tískuhús með mörg góð umboð og mikið af fastakúnnum. Er í eigin húsnæði sem einnig er til sölu. Góðir og stórir sýningar- gluggar. Frábær sölutími framundan. Erum með úrval fyrirtækja á skrá hjá okkur á hverjum tíma. Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.         „AÐFÖR að sam- keppni“ er yfirskrift greinar sem Jónas Hag- an framkvæmdastjóri Iceland Refund ritar í Morgunblaðið 19. októ- ber síðastliðinn. Þar kýs hann að geysast fram á ritvöllinn með ásakanir á hendur Samtökum verslunarinnar af tilefni sem samtökin hefðu kosið að halda utan kastljóss fjölmiðlanna. Ekki vegna eigin hags- muna, heldur af tillits- semi við Jónas, sem við höfum átt gott samstarf við um árabil. Málið snýst um að nýverið stofnaði Jónas Hagan ásamt fleirum fyrirtæk- ið Iceland Refund. Starfsemi þess felst í endurgreiðslum á virðisauka- skatti til erlendra ferðamanna, líkt og Global Refund Iceland hefur sinnt síðastliðin fimm ár með góðum ár- angri. Global Refund Iceland er hluti af alþjóðlegu fyrirtæki með starfs- stöðvar í yfir 30 löndum sem nýtur trausts og álits um heim allan. Hefur starfsemin hér á landi gengið mjög vel og er vafalítið hægt að fullyrða að verslun erlendra ferðamanna hér á landi hefur margfaldast eftir tilkomu þess. Þetta er ekki síst að þakka frammi- stöðu Jónasar Hagan sem starfaði hjá Global Refund Iceland þar til í júlí síðastliðnum. Hann tók á sínum tíma að sér að stofna fyrirtækið hér á landi og fékk m.a. til samstarfs Samtök verslunarinnar og Kaupmannasam- tök Íslands. Bæði þessi samtök lögðu kapp á að greiða götu hans og fyr- irtækisins sem mest þau máttu og vinna málinu fylgi hjá stjórnvöldum, en fram að þeim tíma hafði ríkið haft einokun á þessari þjónustu við ferða- menn og var árangurinn fremur dap- ur. Okkar hagsmunir voru augljósir, að auka verslun erlendra ferðamanna á Íslandi í samstarfi við traust alþjóð- legt fyrirtæki. Alvarlegar ásakanir Í grein sinni segir Jónas: „Ótrúleg- asti þáttur þessa máls finnst mér hvernig erlenda fyrirtækið hefur get- að beitt Samtökum verslunarinnar fyrir sig. Fyrirtækið er að 95 prósent hluta í eigu erlendra að- ila en Samtök verslun- arinnar eiga 2,5% og situr fulltrúi samtak- anna í stjórn félagsins. Okkur finnst óeðlilegt að Samtök verslunar- innar, sem hafa það m.a. að markmiði að berjast fyrir sam- keppni, skuli enn halda sínum manni í stjórn og reyna að leggja stein í götu okkar.“ Þetta eru mjög alvar- legar ásakanir bæði á hendur samtökunum og framkvæmdastjóra þeirra þar sem gefið er í skyn að markvisst sé unnið að því að koma í veg fyrir samkeppni í þessari þjón- ustu hér á landi. Slíkt er vitanlega víðs fjarri öllum sannleika og ótrúlegt að Jónas, í þeirri stöðu sem hann er, skuli láta slíkt frá sér á prenti. Spurning um siðferði Allt þar til í júlí síðastliðnum var Jónas forstjóri yfir Global Refund bæði á Íslandi og í Danmörku og naut ótvíræðs trausts stjórnenda og eig- enda fyrirtækisins, sem og Samtaka verslunarinnar, sem frá stofnun hafa átt óverulegan hlut í Global Refund Iceland. Sá eignarhluti var fyrst og fremst tilkominn til þess að staðfesta stuðning við það brautryðjendastarf sem hér var á ferð, enda miklir hags- munir í húfi fyrir íslensk verslunar- fyrirtæki. Í júlí varð hins vegar svo al- varlegur trúnaðarbrestur að segja þurfti Jónasi upp störfum án fyrir- vara. Trúnaðarbresturinn kom þann- ig til að upp komst um áform Jónasar að stofna eigið fyrirtæki í beinni sam- keppni við eigin vinnuveitendur. Í ljós kom að hann var þegar farinn að und- irbúa stofnun slíks fyrirtækis á með- an hann var ennþá starfsmaður og naut fulls trausts Global Refund. Það þarf mikla siðferðislega blindu til að sjá ekki þá feiknarstóru flís sem hér er á ferð. Svona gerir maður ekki. Hvorki hér á landi né annars staðar. Og siðferði af þessu tagi er ekki á markmiðaskrá Samtaka verslunar- innar. Þetta mál snýst ekki um hindr- un á samkeppni. Þvert á móti. Heið- arleg samkeppni er og verður eitt af meginmarkmiðum Samtaka verslun- arinnar. En við hljótum að draga mörkin við eðlilegt viðskiptasiðferði og teljum fullvíst að það geri íslenskir kaupmenn einnig. Jónas Hagan hefur verið starfs- maður Global Refund á sjötta ár. Ljóst er að í gegnum starf sitt og þjálfun hjá Global Refund hefur Jón- as aflað sér viðamikillar þekkingar á íslenskum markaði og þeim aðstæð- um sem þessi starfsemi býr við. Það er á þeim grunni og þeim for- sendum sem Jónas getur nú stofnað sitt eigið fyrirtæki. Við drögum ekki í efa hæfni hans til þess þótt vissulega sé eðlilegt að álykta að styrkur hins alþjóðlega fyrirtækis hljóti að gefa nokkurt forskot þegar kemur að al- þjóðlegri markaðssetningu. Að stórum hluta er þetta sams konar þjónusta, kynning og markaðsstarf og sú sem við höfum af ánægju stutt hann óspart með í gegnum árin í gegnum starf hans hjá Global Ref- und. Þannig hafa Samtök verslunar- innar, í samstarfi við Global Refund Iceland, m.a. staðið fyrir kynningu og fræðslu fyrir starfsmenn og stjórn- endur verslana þar sem áhersla er lögð á markaðssetningu og sölu til er- lendra ferðamanna. Þar sem endra- nær hefur markmið okkar fyrst og fremst verið að efla verslun við er- lendra ferðamenn og styðja þannig hagsmuni okkar eigin aðildarfyrir- tækja í íslenskri verslun. Nei, Jónas. Samtök verslunarinnar eru ekki þátttakendur í neinni aðför að heiðarlegri samkeppni hér á landi og ítrekum enn og aftur að við drög- um mörkin við eðlilegt viðskiptasið- ferði hver sem í hlut á. Samkeppni og siðferði Haukur Þór Hauksson Endurgreiðsla Samtök verslunarinnar, segir Haukur Þór Hauksson, eru ekki þátttakendur í neinni aðför að heiðarlegri samkeppni. Höfundur er formaður Samtaka verslunarinnar – FÍS. „AF gleðipillum RÚV“ er yfirskrift greinar sem Sigur- steinn Másson skrifar í Morgunblaðið sl. föstudag. Þar gerir hann að umtalsefni frétt í Útvarpinu mánudaginn 22. okt., þar sem fjallað er um lyfjakostnað Trygg- ingastofnunar ríkisins. Þar segir Sigur- steinn orðrétt: „Fréttastofa útvarps- ins er hér gengin í lið með DV sem á dæma- lausan hátt hefur gert lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi. Þunglynd- islyfin, geðdeyfðarlyfin eru orðnar gleðipillur.“ Greinarhöfundur legg- ur síðan út af þessu á nær hálfri síðu og kemst að þeirri niðurstöðu að fyrir Fréttastofunni hafi vakað „fyrirlitning, ónærgætni og hroki“. Það er nauðsynlegt að fram komi að í fréttinni var vitnað í aðfaraorð forstjóra TR, Karls Steinars Guðnasonar, þar sem segir: „Tauga- og geðlyf eru stærsti ein- staki lyfjaflokkurinn sem Trygg- ingastofnun niðurgreiðir eða 27,3% af öllum greiddum lyfjum.“ Og síð- ar: „Má sjá að aðeins fjögur lyf, svo- kallaðar „gleðipillur“, nema rúm- lega 10% af öllum lyfjakostnaðinum.“ Síðar í Staðtöl- um almannatrygginga 2000, á bls. 41, er á grafískan hátt gerð grein fyrir lyfjaútgjöldum stofnunarinnar, og þar er þetta orð „gleðipill- ur“ á fjórum stöðum, og lái okkur hver sem vill að við skulum hafa notað þetta orð í fréttapistlinum á mánudaginn. Sigur- steinn Másson ætti frekar að beina orðum sínum til yfirmanna heilbrigðismála en okkar fyrir þessa orðanotkun. Hann kýs hins vegar að beina spjótum sínum að Fréttastofu Útvarps- ins eins og orðið sé upprunnið það- an og að við séum að gera lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi. Þvert á móti höfum við nú að undanförnu í kjöl- far stefnuræðu forsætisráðherra oftsinnis fjallað um vandamál þess- ara sjúklinga til að varpa ljósi á þau. Sigursteinn talar í grein sinni eins og orðið gleðipillur hafi verið notað um öll þunglyndislyf en ekki eingöngu ákveðna gerð þunglynd- islyfja, svokallaða sérhæfða seró- tónín-endurupptökuhemla, sem ganga undir nafninu „gleðipillur“ meðal almennings. Þá gleymir hann alveg að geta þess að við töluðum við virtan geðlækni, Tómas Zoëga, um þessi mál og leituðum skýringa á þessari miklu notkun á dýrari teg- undum í þessum lyfjaflokki, eins og góðri fréttastofu sæmir. Í samtal- inu við Tómas benti hann á að læknar gætu haft mismunandi ástæður fyrir að velja dýrari lyf, meðal annars með tilliti til auka- verkana. Þá benti hann á að mark- aðssetning þessara lyfja væri mikil og þörf væri á að rannsaka þetta nánar. Mér er ekki kunnugt um að aðrir fjölmiðlar hafi fylgt þessu máli eftir á þennan hátt og get ekki séð að Sigursteinn minnist neitt á þetta í grein sinni, sem hann hefði þó átt að gera. Ég vísa því alfarið á bug að Fréttastofa Útvarpsins sé að gera lítið úr þeim þúsundum Íslendinga sem þjást af þunglyndi með því að nota orðið „gleðipilla“ í pistlinum. Þeir sem þjást af þessum sjúkdómi eiga alla okkar samúð, og þeir sem eru í forsvari fyrir þá verða að beina skeytum sínum í réttar áttir, en ekki hengja bakara fyrir smið. Sigursteinn Másson hefði, sem reyndur fréttamaður, ekki átt að hengja RÚV fyrir Tryggingastofn- un, heldur kanna hvað lá að baki þessu orðalagi í fréttapistlinum, áð- ur en hann fór fram á ritvöllinn. Að hengja RÚV fyrir Tryggingastofnun Kári Jónasson Gleðipillur Þeir, sem þjást af þess- um sjúkdómi, eiga alla okkar samúð, segir Kári Jónasson, en þeir, sem eru í forsvari fyrir þá, verða að beina skeytum sínum í réttar áttir. Höfundur er fréttastjóri Útvarpsins. Aðfaraorð forstjóra Tryggingastofnunar, þar sem hann fjallar um lyfjakostnað: „Á bls. 40 er kökurit er sýnir að tauga- og geðlyf eru stærsti ein- staki lyfjaflokkurinn sem Tryggingastofnun niðurgreiðir eða 27,3% af öllum greiddum lyfjum sem afgreidd eru í al- mennum apótekum. Í þessum lyfjaflokki eru mörg lyf, en í nánari greiningu sem kemur fram í Staðtölum má sjá að að- eins fjögur lyf, svokallaðar „gleðipillur“, nema rúmlega 10% af öllum lyfjakostnaðin- um.“ SÍÐASTLIÐIÐ vor samþykkti háskólaráð Háskóla Íslands að leita nýrra leiða við fjármögnun nýbygg- inga á háskólasvæðinu. Í fyrsta sinn stendur til að leita til einkaaðila um fjármögnun ný- bygginga og þar með hefur málflutningur Vöku til margra ára loksins fengið hljóm- grunn meðal ráða- manna háskólans. Einnig var samþykkt að hefja uppbyggingu vísindagarða eða þekk- ingarþorps á svæði sem afmarkast af húsi Íslenskrar erfða- greiningar, náttúrufræðahúsi, stúd- entagörðum og Oddagötu. Undirrit- aður fagnaði þessu framtaki háskólans enda um stórkostlegt tækifæri að ræða til að bæta allt rannsóknarumhverfi landsins. Fyrir síðustu kosningar til stúd- entaráðs var einn af hornsteinum í málflutningi Vöku að bæta þyrfti að- komu atvinnulífsins að háskólanum. Ein leið sem nefnd var í því sambandi var einmitt sú að byggja upp vísinda- garða þar sem atvinnulífið hefði tækifæri til að starfa í grennd við eitt besta vinnuafl landsins, en það eru einmitt stúdentar. Nú hefur þessari hugmynd verið hrint í framkvæmd og er það mikið fagnað- arefni fyrir háskóla- samfélagið. Stefnt er að því að fá einkum fyrir- tæki í hátækniiðnaði og líftækni inn í Vísinda- garðana sem líklega verða um 50.000 fm og því ljóst að um stór- kostlegt tækifæri er að ræða til að búa til eins konar miðju vísinda- starfsemi í landinu. Þó er nauðsynlegt að ráða- menn háskólans haldi rétt á spöðunum og verði ekki undir í þeirri samkeppni sem nú hef- ur myndast á þessum markaði. Heildarskipulag háskólasvæðis Þrátt fyrir að nú hafi verið tekin ákvörðun um að hefja byggingu Vís- indagarðanna er enn beðið eftir sam- þykki Reykjavíkurborgar, en gera þarf breytingar á deiliskipulagi svæðisins auk þess sem nauðsynlegt er að ráðast í miklar endurbætur á Miklubraut og Suðurgötu. Aðkoma að svæðinu er gríðarlega erfið eins og hún er í dag og verður enn erfiðari þegar nokkur þúsund manns í viðbót þurfa að komast að svæðinu til vinnu sinnar. Líklegt má telja að á háskóla- svæðinu öllu munu starfa daglega um 15-20.000 manns innan örfárra ára. Vísindagarðar á háskólasvæðinu Baldvin Þór Bergsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.