Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 49

Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 49
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 49                                                                  !" #  $% &  ' (!"      !"   )     !" * %  ' !  #  +    '  !% ,    - .- /  - " /     %   )            /   0  0  1    / '  % %2 0   1  % 3 4    526 7(% 888% '   '%   Mörkinni 6, 108 Reykjavík, sími 588 5518 Ný sending Ullar- og kasmírkápur Flottir aðskornir heilsársfrakkarIVAN Sokolov er með hálfs vinnings forystu á minningar- mótinu um Jóhann Þóri Jónsson nú þegar mótið er hálfnað. Fyrir helgina var sterkasti skákmaður Dana, Peter Heine Nielsen, efst- ur. Sokolov sneri á hann í fjórðu umferð þegar honum tókst óvænt að spinna mátnet í kringum kóng Heine Nielsen í endatafli. Fyrr í skákinni hafði Heine Nielsen stað- ið prýðilega og ýmsir voru farnir að spá honum sigri, þannig að það var nokkuð súrt í broti fyrir hann að tapa á þennan hátt. Í fimmtu umferð fylgdi Sokolov þessum sigri síðan eftir með því að leggja annan danskan stórmeistara, en að þessu sinni var stórmeistarinn Lars Schandorff fórnarlambið, en hann er fjórði sterkasti skákmað- ur Dana um þessar mundir. Sigur Sokolovs gegn honum var hins vegar sannfærandi og hann er með 4½ vinning af 5, hefur ein- ungis gert jafntefli við Hannes Hlífar. Hannes Hlífar Stefánsson hefur staðið sig best íslensku keppend- anna og er með 3½ vinning í 4.–10. sæti. Hann hefur gert jafntefli í þremur síðustu umferðunum gegn sterkum andstæðingum. Í fjórðu umferð tefldi hann gegn enska stórmeistaranum Murray Chand- ler og í þeirri fimmtu við Peter Heine Nielsen. Sú skák var reynd- ar ansi fjörug og spennandi þrátt fyrir að henni hafi lokið með jafn- tefli og Hannes sýndi að hann bar enga virðingu fyrir andstæðingn- um þegar hann fórnaði riddara í 25. leik og náði í kjölfarið að fanga svörtu drottninguna fyrir hrók, riddara og peð. Hannes fékk þó ekki nægilegt frumkvæði og skák- inni lyktaði með jafntefli eins og áður sagði. Sá keppandi sem skákáhuga- menn munu hafa auga með í næstu umferðum er Arnar Gunn- arsson. Hann hefur verið að vinna sig upp töfluna í síðustu umferð- um og er nú jafn Hannesi að vinn- ingum. Arnar hefur sýnt það að undanförnu að hann er til alls lík- legur þegar hann nær sér á strik, en á það mun reyna í næstu um- ferðum þegar hann fer að mæta sterkustu mönnum mótsins. Þegar litið er á stöðu íslensku keppendanna eftir helgina má segja að í heildina tekið sé hún ekki ólík því sem var fyrir helgina. Nú eru sex íslenskir skákmenn meðal 16 efstu manna á mótinu, en voru sjö fyrir helgina. Að vísu hafa orðið nokkur mannaskipti í íslensku forystusveitinni. Það vakti t.d. athygli að Dagur Arn- grímsson, sem er einungis 14 ára, tapaði sinni fyrstu skák í fimmtu umferð. Fram að því hafði hann m.a. gert jafntefli við tvo stór- meistara og sigrað einn alþjóðleg- an meistara. Það var norski al- þjóðlegi meistarinn Leif Erlend Johannesen (2.429), sem náði að leggja Dag, en Dagur hefur örugglega ekki sagt sitt síðasta orð í þessu móti og því full ástæða til að fylgjast vel með honum. Staðan á mótinu eftir fimm um- ferðir: 1. Ivan Sokolov 4½ v. 2.–3. Jan H Timman, Jaan Ehlvest 4 v. 4.–10. Hannes H. Stefánsson, Lars Schandorff, Peter Heine Nielsen, Arnar Gunnarsson, Tomi Nyback, Leif Erlend Johannes- sen, Jonny Hector 3½ v. 11.–16. Murray G. Chandler, Helgi Ólafsson, Henrik Danielsen, Stefán Kristjánsson, Ingvar Ás- mundsson, Ingvar Þór Jóhannes- son 3 v. 17.–25. Dagur Arngrímsson, Jón Viktor Gunnarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Gíslason, Róbert Harðarson, Björn Þor- finnsson, Friðrik Ólafsson, Davíð Kjartansson, Guðmundur Pálma- son 2½ v. 26.–35. Magnús Örn Úlfarsson, Halldór Halldórsson, Áskell Ö. Kárason, Bragi Þorfinnsson, Pall A. Thorarinsson, Tómas Björns- son, Guðmundur Kjartansson, Björn Þorsteinsson, Kristján Eð- varðsson, Sigurður P. Steindórs- son 2 v. o.s.frv. Teflt er í ráðhúsi Reykjavíkur og eru áhorfendur velkomnir. Teflt er daglega og umferðir hefj- ast klukkan 17. Sokolov tekur foryst- una á minningarmótinu um Jóhann Þóri SKÁK R á ð h ú s R e y k j a v í k u r 23.10.–1.11. 2001 Daði Örn Jónsson MINNINGARMÓT UM JÓHANN ÞÓRI JÓNSSON Minningarmót Jóhanns Þóris. Fimmta umferð 1 Ivan Sokolov - Lars Schandorff 1-0 2 Jaan Ehlvest - Murray G. Chandler 1-0 3 Hannes H. Stefánss. - Peter H. Nielsen ½-½ 4 Jan H. Timman - Helgi Ólafss. 1-0 5 Jonny Hector - Jón Viktor Gunnarss. 1-0 6 Stefán Kristjánss. - Henrik Danielsen ½-½ 7 Friðrik Ólafss. - Arnar Gunnarss. 0-1 8 Róbert Harðars. - Tomi Nyback 0-1 9 Leif E. Johannessen - Dagur Arngrímss. 1-0 10 Björn Þorfinnss. - Þröstur Þórhallss. ½-½ 11 Ingvar Ásmundss. - Páll A. Þórarinss. 1-0 12 Magn. Ö. Úlfarss. - Ingvar Þ. Jóhanness. 0-1 13 Davíð Kjartanss. - Bragi Þorfinnss. ½-½ 14 Guðm. Gíslas. - Jón Árni Halldórss. 1-0 15 Halldór Halldórss. - Áskell Ö. Káras. ½-½ 16 Guðm. Pálmas. - Lenka Ptacnikova 1-0 17 Sig. P. Steindórss. - Tómas Björnss. ½-½ 18 Gudjón H. Valgarðss. - Björn Þorsteinss. 0-1 19 Sævar Bjarnas. - Guðmundur Kjartanss. 0-1 20 Kristján Eðvarðss. - Olavur Simonsen 1-0 21 Gylfi Þórhallss. - Hrannar Baldurss. 1-0 FRÉTTIR Félagsfundur um Downs-heilkenni FÉLAG áhugfólks um Downs-heil- kenni heldur félagsfund í dag, þriðjudaginn 30. október, kl. 20, í húsi Landssamtakanna Þroska- hjálpar, Suðurlandsbraut 22. Sigurður Rúnar Sæmundsson og Magnús J. Kristinsson barnatann- læknar fræða gesti um tannheilsu og tannvernd barna. Að loknum fyrir- lestri verður spjallað yfir kaffibolla, segir í fréttatilkynningu. Fræðslufundur um Grænland DAGSKRÁ á vegum Grænlensk-ís- lenska félagsins Kalak í sal Norræna hússins verður í kvöld, þriðjudags- kvöldið 30. október, kl. 20. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörns- son, mun segja frá Þjóðhildarkirkju í Brattahlíð og Róbert Schmidt mun segja í máli og myndum frá Kaj- akferð um Kulusuk-svæðið á Austur- Grænlandi. Aðgangur er ókeypis og eru allir velkomnir. Kynning á lífupplýsingafræði ARNALDUR Gylfason kynnir gögn, aðferðir og lausnir á sviði lífupplýs- ingafræði, þriðjudaginn 30. október kl. 16.15 – 18 í húsi Íslenskrar erfða- greiningar að Lynghálsi 1. Fjallað verður um notkun strengjasamanburðar og reiknirit sem notuð eru til þess. Skoðað verð- ur hvaða aðferðir aðgerðarannsókna eru notaðar á þessu sviði og sérstak- lega farið í notkun kvikrar bestunar í lífupplýsingafræði. Allir eru velkomnir. HÁTÍÐIN „Við vorum ung í Kópa- vogi 1950–1970“ verður haldin í Fé- lagsheimili Kópavogs laugardaginn 3. nóvember nk., en með breyttum formerkjum, því nú eru afkomendur fyrrnefndra Kópavogsbúa sérstak- lega boðnir velkomnir með pabba og mömmu. Að öðru leyti eru allir vel- komnir. Húsið verður opnað kl. 21 og leik- ur Gunnar Páll Ingólfsson fyrir gesti. Eftir það munu Lúdó og Stef- án leika fyrir dansi til kl. 3. Aðgöngu- miðar verða seldir í Café Catalínu, Hamraborg 11, frá og með laugar- deginum 27. október. Athugið, ekki tekið við greiðslukortum. Verð að- göngumiða 1.500 kr. Afkomendur boðnir velkomnir á Kópavogsgleði LÖGREGLAN í Reykjavík lýsir eft- ir vitnum að umferðaróhappi sem átti sér stað á gatnamótum Kringlu- mýrarbrautar og Sæbrautar að kvöldi 28. október 2001 um kl. 21.15. Ljósrauðri Hyundai-fólksbifreið var ekið vestur Sæbraut en dökk- rauðri Isuzu-jeppabifreið var ekið eftir Kringlumýrarbraut og beygt til vinstri inn á Sæbrautina til vesturs. Ágreiningur er milli ökumanna um stöðu umferðarljósanna. Lýst eftir vitnum Kynning á flokkunarlista fyrir landupplýsingar KYNNINGARFUNDUR verður haldinn á vegum LÍSU-samtakanna og Landmælinga Íslands á Hótel Sögu, Ársal, miðvikudaginn 31. októ- ber kl. 12.45–16. Fundurinn er hald- inn í samráði við Tækninefnd LÍSU og Fagráð í upplýsingatækni. Kynnt verður vinna við samræmdan flokk- unarlista um skráningu atriða í land- upplýsingakerfi. Farið verður yfir stöðu verkefnis, vinnuferli og sam- starfsaðilar kynna þá yfirflokka sem þeir hafa umsjón með. Erindi flytja: Guðbjörg Sigurðardóttir og Jófríður Guðmundsdóttir. Fundarstjóri verð- ur Magnús Már Magnússon. Skráning á skrifstofu LÍSU: lisa- @aknet.is. Ókeypis fyrir LÍSU-fé- laga og 1.000 kr. fyrir aðra, segir í fréttatilkynningu Kaffibar á Eiðistorgi ESPRESSOBARINN í Blómastof- unni Eiðistorgi á Seltjarnarnesi var opnaður nýlega. Á Espressobarnum verður aðaláhersla lögð á kaffi, en einnig verður boðið upp á aðra heita og kalda drykki ásamt léttu meðlæti. Breytingar hafa verið gerðar á húsnæði Blómastofunnar, en hún býður áfram upp á íslensk og sér- innflutt blóm og gjafavöru, meðal annars eigin innflutning frá Mar- okkó og nytjalist ungra skandinav- ískra hönnuða. Espressobarinn og Blómastofan Eiðistorgi eru opin daglega frá kl. 10 til 21. UNDANÚRSLIT í heimsmeist- aramótinu í brids hefjast í dag í París en keppnin um Bermúdaskálina og Feneyjabikarinn hófst fyrir rúmri viku. Þrjár Evrópusveitir tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum í opna flokknum: Norðmenn, Ítalar og Pól- verjar, en fjórða sveitin er B-sveit Bandaríkjanna. Í kvennaflokki komust einnig þrjár Evrópusveitir í undanúrslit, Austurríkismenn, Frakkar og Þjóð- verjar, auk B-sveitar Bandaríkjanna. Í opnum flokki unnu Pólverjar öruggan sigur á Indverjum, 279:105. B-sveit Bandaríkjanna vann einnig Frakka nokkuð örugglega, 276:178, en í bandarísku sveitinni spila m.a. Alan Sontag og Peter Weischel sem síðast spiluðu saman árið 1983 og urðu þá heimsmeistarar. Norðmenn unnu Indónesa 297:215,5. Þá unnu Ítalar A-sveit Bandaríkjanna, 262:146. Í undanúrslitunum spila saman annars vegar Norðmenn og Ítalar og hins vegar Pólverjar og Bandaríkja- menn í opnum flokki og Þjóðverjar og Austurríkismenn annars vegar og Frakkar og Bandaríkin hins vegar í kvennaflokki. Leikur Evrópumeistara Ítala og A-sveitar Bandaríkjanna var lengi vel mjög spennandi. Ítalar náðu for- skoti í upphafi en Bandaríkjamenn jöfnuðu metin þegar fjórum lotum af sex var lokið. Fimmta 16 spila lotan endaði hins vegar 57-0 fyrir Ítala og þar með voru úrslitin ráðin. Núver- andi heimsmeistarar eru því úr leik. Þetta spil er úr leik Ítala og Bandaríkjamanna og er athyglisvert fyrir áhugamenn um sagntækni: Vestur gefur, enginn á hættu Norður ♠ 109842 ♥ ÁK875 ♦ 6 ♣D7 Vestur Austur ♠ G65 ♠ ÁKD7 ♥ G ♥ 6 ♦ ÁD10853 ♦ K94 ♣954 ♣Á10832 Suður ♠ 3 ♥ D109432 ♦ G72 ♣KG6 Við annað borðið sátu Ítalarnir Giorgio Duboin og Norberto Bocchi AV og Bandaríkjamennirnir Jeff Meckstroth og Eric Rodwell NS: VESTUR NORÐUR AUSTUR SUÐUR Duboin Meckstr. Bocchi Rodwell Pass Pass 1 lauf 1 hjarta 3 tíglar 4 tíglar 4 hjörtu pass 5 tíglar Pass Pass Pass Það er athyglisvert að Duboin í vestur skyldi ekki opna á einhverri veikri tígulsögn; á íslensku bridsmóti myndi enginn maður segja pass með vesturspilin. En sagnir þróuðust heppilega fyrir AV og 5 tíglar unnust auðveldlega, 400 til Ítalíu. Við hitt borðið sátu Bob Hamman og Paul Soloway AV fyrir Bandarík- in og Ítalarnir Lorenzo Lauria og Alfredo Versace sátu NS: VESTUR NORÐUR AUSTUR SUÐUR Hamman Lauria Soloway Versace 3 tíglar 4 tíglar 4 grönd 5 lauf pass 5 hjörtu/// Hamman valdi að opna á hindrun- arsögn og Lauria lét eins og hann ætti að minnsta kosti 8 slaga hendi með hálitina. Ítalarnir sögðu svo sannfærandi að Soloway þorði ekki að dobla 5 hjörtu sem fóru aðeins einn niður, 50 til Bandaríkjamanna en 8 impar til Ítalíu. Keppnin um Bermúdaskálina Þrjár Evrópu- sveitir í undanúrslit Guðm. Sv. Hermannsson BRIDS P a r í s Heimsmeistaramótið í brids er haldið í París dagana 21. október til 3. nóvember. Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðunni www.bridge.gr.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.