Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 54

Morgunblaðið - 30.10.2001, Page 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ SÍMI 564 0000 - www.smarabio.is5 hágæða bíósalir Sýnd kl. 3.30, 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali Miðasala opnar kl. 15 Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.15. Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10. Stórstjörnurnar Julia Roberts, Billy Crystal, Catherine Zeta-Jones og John Cusack fara hér á kostum í stórskemmtilegri rómantískri gamanmynd. Frá framleiðendum Big Daddy kemur drepfyndin gamanmynd um klikkaðar kær- ustur og vitlausa vini! Hvað gera bestu vinir Silvermans þegar kærastan er að eyðileggja ævinlangan vinskap? Þeir ræna henni að sjálfsögðu!!! Þú deyrð úr hlátri! Varúð!! Klikkuð kærasta! Glæsileg leysigeislasýning á undan myndinni.  E.P.Ó. Kvikmyndir.com  Empire SV Mbl  DV  Rás 2 Hausverkur Sýnd kl. 5.10, 8 og 10.50. Þetta byrjaði sem saklaus hrekkur. Nú eru þau fórnarlömbin... Jo y Ri de bo lir og de rh úf ur íb oð i!* *á m eð an bi rg ði r en da st FO RS ÝN D ÍK VÖ LD KL .2 0. 00 CRY FREEDOM (1987)  Hróp leikstjórans Richard Attenboroughs á frelsi svarta meirihlutans í S-Afríku heyrast nokkuð vel í fyrri helmingi mynd- arinnar en verður veikara þegar ljóst er að allur seinni hlutinn snýst um flótta Kevin Klines, sem leikur frjálslynda blaðamanninn Donald Woods, út úr landinu. Myndin hefur allar réttu meining- arnar í frásögn af vináttu blaða- mannsins og blökkumannaleið- togans Steve Bikos, sem er frábærlega leikinn af Wash- ington, en það sem átti að verða áróðursmynd verður rétt bærileg spennumynd. Stundum glittir í stórfenglega frásagnaraðferð Attenboroughs í hópatriðunum og einnig blasir við átakanleg og grimmileg lýsing á miskunn- arlausu kerfi mannvonsku og níð- ingsskapar. Þá er myndin líka býsna sterk. Rís hæst í túlkun Washingtons. GLORY (1989)  Þó litaðir hermenn hafi löngum verið vinsælt sláturfé í fremstu víglínum bandarískra herja, hefur fátt verið gert til að halda nafni þeirra á lofti. Hér kveður við annan tón. Glory er um fyrstu herdeildina skipaða þel- dökkum liðsmönnum og hetjudáð- ir hennar í einni af úrslitastyrj- öldum Þrælastríðsins. Hetjuballaða af gamla skólanum, þrungin karlmennsku, hugprýði, stolti, heiðri og hollustu. Með hjálp stórbrotinna leikara, tón- skálds, búninga- og leik- tjaldahönnuða og kvikmynda- stjóra hefur hinn lítt reyndi Edward Zwick gert athyglisverð- ustu stríðsmynd síðari ára, þar sem hvert stemmningsatriðið rek- ur annað. Washington er ekkert minna en stórkostlegur í Ósk- arsverðlaunahlutverkinu. Matt- hew Broderick og Morgan Freeman eru einnig afbragðs- góðir í traustum leikhópi. Mynd sem allir verða að sjá, þó hún missi örlítið af reisn sinni á skján- um. HURRICANE (1999) ½ Hollywood hefur orð á sér fyrir að fara offari er hún tek- ur á viðkvæmum þjóðfélags- málum. Í myndinni um boxarann Carter (sem Dylan sönglaði um að hefði getað orðið heimsmeistari), fær hún tækifæri sem Norman Jewison og félagar nýta til hins ýtrasta. Áberandi kaflaskipt, hefst á óþarflega svart/hvítu óréttlæti, gegnsýrðu kynþátta- fordómum, ofbeldi og óréttlæti. Skiptir hinsvegar gjörsamlega um gír þegar lögmennirnir, með piltinn Lesra (Vicellous Reon Shannon), koma til skjalanna og blása lífsvon í brjóst Carters. Eft- ir vafasaman málflutning gerist Hurricane einhver tilfinningarík- asta mynd síðari ára, þar sem ber hæst ósvikið samband Lesra og boxarans sem þeir túlka óviðjafn- anlega, stórleikarinn Washington og nýliðinn Shannon. Samleikur þeirra kemur við hjartað. Í NÓVEMBER verður frumsýnd spennumyndin Training Day, nýj- asta mynd leikarans Denzels Wash- ington. Þar fær hann tækifæri til að sýna á sér óvenjulega hlið þar sem persónan sem hann leikur er ósvikið illmenni af verstu gerð; Alonzo, gjör- spilltur, orðum hlaðinn yfirmaður í eiturlyfjalögreglu Los Angeles. Myndin gerist á einum degi, þeim fyrsta í lífi nýliðans Jake (Ethan Hawke), sem fær sína fyrstu þjálfun hjá Alonzo, sem hyggst notfæra sér reynsluleysi nýgræðingsins í sínum ógeðfelldu hagnaðaráætlunum. Einsog hans er von og vísa dregur Washington óþokkann fullskapaðan framúr erminni og vinnur einn leik- sigurinn til viðbótar. Sem kunnugt er hefur leikarinn oftar valið hlut- verk ærlegri manna, enda ber hann af sér óvenjulegan og góðan þokka. Sjálfsagt er Washington orðinn þreyttur á slíkum hlutverkum og langar að útvíkka sviðið. Tekst það betur en stéttarbróður hans, Kevin Costner, sem á slæman dag í illingja- hlutverkinu í 3000 Miles to Grace- land. Washington er greinilega al- hliða leikari, sem hefur að líkindum aldrei verið vinsælli en nú. Washington fæddist í New York fylki 1954, sonur leiðtoga í Hvíta- sunnusöfnuðinum og hárgreiðslu- konu. Í sjónvarpsþætti, sem sýndur var fyrir nokkrum árum, greindi Washington frá því að mjóu hefði munað að hann lenti á vafasamari lífsleið, líkt og margir æskufélagar hans, er foreldrar hans skildu. Þá var Washington um fermingu, en móðir hans sleppti aldrei af honum hendinni og lauk piltur B.A. gráðu í blaðamennsku frá Fordham-háskól- anum árið 1977. Um svipað leyti vaknaði áhugi hans á leiklist. Hélt beint til San Fransisco að námi loknu. Þar tók við árs seta við Am- erican Conservatory Theatre, og nokkur hlutverk buðust í sjónvarps- myndum. Frumraun á tjaldinu var háð í gamanmyndinni Carbon Copy (’81), síðan lá leiðin í sjónvarpsþætt- ina St. Elsewhere. Þar fór hann með aðalhlutverkið í sex ár, þessi stóri, stæðilegi og kynþokkafulli leikari vakti verðskuldaða athygli og kvik- myndaverin fóru að gefa honum nán- ari gaum. Washington hlaut Obie- verðlaunin fyrir frammistöðu sína á Broadway, í leikritinu A Soldier’s Story (’84), og hreif mann í kvik- myndagerð Normans Jewison. 1987 gerði hann magnaða hluti sem blökkumannaleiðtoginn Steve Biko, í Cry Freedom, stórmynd Richards Attenborough. Firnagóð túlkun færði leikaranum fyrstu óskarsverð- launatilnefninguna. Tveimur árum síðar hlaut hann sjálf verðlaunin, fyrir framúrskarandi tilþrif sem fyrrverandi þræll, síðar hermaður í einu herdeild blökkumanna í þræla- stríðinu í Glory, meistaraverki Edw- ards Zwick. Nú var Washington kominn í úr- valsdeildina og gat valið úr hlutverk- um, þau voru jafnólík að gerð og gæðum. The Mighty Quinn (’89), var óvenju vond mistök, sem hann bætti upp í hlutverki trompetleikara í Mo’ Better Blues (’90), fyrstu mynd hans undir stjórn Spikes Lee. Richochet (’91), er versta myndin á ferlinum, en ári síðar sýndi hann stórleik í Mal- colm X, mynd Lees um byltingarfor- ingjann, og uppskar óskarstilnefn- ingu. Þá fór hann mynduglega með hlutverk lögfræðings eyðnisjúk- lingsins Toms Hanks í Philadelphiu, tilgerðarlegri Hollywoodvellu um mannlegan harmleik. Næst átti Washington góðan dag í Bruckhei- mer spennutryllinum Crimson Tide (‘94), þar sem hann tekur völdin af kjarnorkukafbátsforingjanum og stríðshauknum Gene Hackman. The Devil In a Blue Dress (’95), er eft- irminnileg fyrir mögnuð leiktjöld og muni, nákvæma endursköpun Los Angeles á fjórða áratugnum, en fátt annað. Courage Under Fire (’96), var hetjuóður úr Flóastríðinu og The Siege (’98), var á svipuðum nótum, í öðru umhverfi: átök FBI og arab- ískra hryðjuverkamanna í New York. Sjálfsagt þykir einhverjum sú mynd draga upp ranga og samúðar- fulla mynd af óþjóðalýðnum, eftir at- burðina 11. september. Mörgum fannst miður að Wash- ington ynni ekki til Óskarsverð- launanna fyrir ótrúlega góða frammistöðu í titilhlutverki Hurric- ane (’99). Leikarinn æfði hnefaleika í heilt ár áður en hann hóf leik í mynd Jewisons, um hinn ógæfusama box- ara. Enn tók við hetjuhlutverk, byggt á raunverulegri persónu, í hafnaboltamyndinni Remember the Titans (’00). Þá hefur leikaranum, líkt og mörgum aðdáendum hans, þótt nóg komið, og setti sig í stell- ingar ódámsins í Training Day (’01). Næst fáum við að sjá til Wash- ingtons í John Q, nýjustu mynd Nicks Cassavetes. DENZEL WASHINGTON Þeir voru margir sem töldu að Washington hefði átt að fá Óskarinn fyrir túlkun sína á Rubin „Fellibyl“ Carter. Stjörnurkvikmyndanna eftir Sæbjörn Valdimarsson Denzel Washington þótti flottur í óði Spikes Lees til djassins, Mo’ Better Blues. Í nýju myndinni, Train- ing Day, sýnir Denzel Washington á sér nýja hlið óþokkans og hefur hlotið lof fyrir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.