Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 43

Morgunblaðið - 30.10.2001, Side 43
Morgunblaðið/Ásdís BAKARÍIÐ Brauðbarinn hefur opnað í Holtasmára 1, Kópavogi. Eigendur bakarísins eru Lárus Ólafsson og Claudía kona hans. Þar verður brauð og annað bakk- elsi á boðstólum, einnig er hægt að fá súpu og salat í hádeginu. Áhersla verður lögð á smurt brauð. Opið er mánudaga til föstudaga kl. 8–18, og laugardaga kl. 8–17. Nýtt bak- arí í Holta- smára FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 30. OKTÓBER 2001 43 Námskeið um vefjagigt GIGTARFÉLAG Íslands heldur námskeið um að lifa með vefjagigt miðvikudaginn 31. október kl. 19.30 í húsnæði félagsins í Ármúla 5, annarri hæð. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið. Á nám- skeiðinu verður farið í þætti sem tengjast því að lifa með vefjagigt. Fjallað verður um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, að- lögun að breyttum aðstæðum og tilfinningalega og samfélagslega þætti. Leiðbeinendur verða Arnór Víkingsson og Árni Jón Geirsson, gigtarsérfræðingar, Sólveig Hlöð- versdóttir, sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir, iðjuþjálfi, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir, félagsráð- gjafar. Skráning er á skrifstofu fé- lagsins. Sorgarhópur í safnaðar- heimilinu í Garði BJARMI, hópur um sorg og sorg- arferli á Suðurnesjum, verður með kynningarfund í safnaðarheimilinu Sæborgu í Garði í kvöld, þriðju- daginn 30. október kl. 20. Þetta verður lokaður hópur, þar sem fólki gefst kostur á því að vinna úr tilfinningum sínum og reynslu með fræðslu, umræðu og gagnkvæmum stuðningi, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðgangur í hópinn er tak- markaður við 8–10 manns, en kynningarfundurinn er öllum op- inn. Handleiðslu hópsins annast sr. Björn Sveinn Björnsson og sr. Sig- fús Ingvason. Fyrirlestur um hagnýta um- hverfisfagurfræði FINNSKI heimspekingurinn Yrjö Sepanmaa frá Háskólanum í Jo- ensuu talar um „Hagnýta umhverf- isfagurfræði“ í boði Siðfræðistofun- ar og Hugvísindastofnunar miðvikudaginn 31. október. Fyrir- lesturinn verður haldinn í Lögbergi, stofu 101 og hefst kl. 12. Hann verð- ur fluttur á ensku. „Viðfangsefni umhverfisfagurfræðinnar er fegurð náttúru og umhverfis; eðli þessarar fegurðar og hvernig við förum að því að njóta hennar. Tilgangur hag- nýtrar umhverfisfagurfræði er að leggja grunn að praktískum aðgerð- um. Hagnýt umhverfisfagurfræði getur t.a.m. komið iðnhönnuðum, skipuleggjendum borga og bæja og landslagsarkitektum að gagni, auk þeirra aðila sem vinna að náttúru- og umhverfisvernd,“ segir í tilkynn- ingu. Opið hús hjá Heimahlynningu HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir aðstandendur í kvöld, þriðjudaginn 30. október, kl. 20–22 í húsi Krabbameinsfélags Ís- lands, Skógarhlíð 8. Sr. Gunnar Matthíasson sjúkrahúsprestur á Landspítala í Fossvogi ræðir um sorg og sorgarviðbrögð. Kaffiveit- ingar. Íbúafundur í Grafarvogi MIÐGARÐUR, fjölskylduþjónust- an í Grafarvogi, og Borgarskipulag halda opinn kynningarfund fyrir íbúa í Rimahverfi þriðjudaginn 30. október kl. 20 í Rimaskóla. Á fundinum verður tillaga að deiliskipulagi á fyrrum lóð Lands- símans í Gufunesi kynnt. Skipu- lagshöfundar kynna tillöguna og formaður skipulags- og byggingar- nefndar verður á fundinum ásamt fulltrúa Borgarskipulags og Borg- arverkfræðings, segir í tilkynn- ingu. Fræðslukvöld í Víðistaðaskóla FÉLAGSMIÐSTÖÐIN Vitinn, Foreldrafélag Víðistaðaskóla og Víðistaðaskóli halda sameiginlegt fræðslukvöld fyrir foreldra nem- enda í íþróttahúsi Víðistaðaskóla í kvöld, þriðjudagskvöldið 30. októ- ber, kl. 19. Frummælendur verða Geir Bjarnason, Ragnheiður Þór- dís, Þorgeir Ólafsson og Einar Gylfi Jónsson. Opnar umræður, kaffi og veitingar. Markmið þessa fræðslu- fundar er að styrkja samstarf for- eldra og félagsmiðstöðvarinnar og fá svör og/eða ráð við spurningum og vangaveltum um málefni sem snúa að börnum og unglingum. Samhliða fræðslukvöldinu verður aðalfundur Foreldrafélags Víði- staðaskóla, segir í fréttatilkynn- ingu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.