Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ sem af er þessu ári hafa 30 ný lyf, með virk og áður óþekkt efni hér á landi, verið markaðssett samkvæmt upplýsingum frá Lyfjastofnun. Það eru 67% fleiri lyf en allt árið í fyrra þegar 18 ný lyf fóru á markað og árið það áður, 1999, var fjöldi markaðs- settra nýrra lyfja 25. Fleiri lyf af þessu tagi hafa fengið markaðsleyfi en ekki farið í notkun af ýmsum ástæðum. Lyfjastofnun fylgist sér- staklega með notkun lyfjanna þar sem þau hafa ekki þekkst hér á landi áður. Að sögn Rannveigar Gunnarsdótt- ur, forstjóra Lyfjastofnunar, hefur framboð á lyfjum hér á landi aukist eftir að EES-löndin tóku í ársbyrjun 2000 upp samstarf um hvaða lyf fengju markaðsleyfi og hver ekki. Samstarfið sýnir að lyfin fara fyrr á markað en áður og þrátt fyrir leyf- isveitingar er ekki sjálfgefið að þau fari strax í notkun eða sölu. Eins og kom fram í Morgunblaðinu í vikunni hafa heilbrigðisyfirvöld í Noregi áhyggjur af mikilli fjölgun nýrra lyfja þar í landi eftir gildistöku EES-samningsins. Hugsanlegar aukaverkanir af sömu lyfjum síðar meir valda Norðmönnum einnig áhyggjum. Rannveig segist skilja áhyggjur frænda okkar í Noregi. Ástæða sé til að hafa svipaðar áhyggjur hér á landi þar sem lyfin séu mikilvirkari en áð- ur. Hún segir samanburð á fjölda nýrra lyfja milli þessara landa hins vegar ekki að fullu marktækan sökum stærðarmunar á mörkuðunum. „Talsverður munur var á Íslandi og Noregi hér áður þar sem Norðmenn voru mjög íhaldssamir á skráningu nýrra lyfja. Þeir höfnuðu nýju lyfi á þeim forsendum að ekki væri þörf fyrir það á þeirra markaði. Eftir að EES-samningurinn tók gildi var ekki hægt að hafna umsókn um markaðs- leyfi með þeim rökum. Fleiri lyf eru líka sett á markað hjá þeim þar sem þeirra markaður er stærri. Saman- burður á fjölda lyfja milli landa er heldur ekki raunhæfur því í okkar til- felli er ekki um algjörlega ný virk efni að ræða á markaði heldur eru þetta ný efni hér á landi eða ný lyf með virk- um efnum sem hafa verið á markaði annars staðar,“ segir Rannveig. Hún segir að í fyrirhuguðum gagnagrunni á vegum heilbrigðis- ráðuneytisins sé gert ráð fyrir skrán- ingu á notkun lyfja sem tengist með- ferð. Í Noregi hefur ráðuneyti heilbrigðismála lagt til svipað, þ.e. að safnað verði saman í einn gagnabanka allri afgreiðslu á lyfseðilsskyldum lyfjum. „Það er alveg ljóst að ný mikilvirk lyf gera mikið gagn og valda stundum byltingu í meðferð sjúkdóma eða sjúkdómseinkenna. Um leið eru þau vandmeðfarin og valda aukaverkun- um eins og flestöll lyf gera í mismikl- um eða misalvarlegum mæli. Auka- verkanir eru sumar mjög sjaldgæfar og koma ekki fram fyrr en eftir að lyf er markaðssett, jafnvel mörgum ár- um síðar, þannig að yfirvöldum getur verið vandi á höndum að halda utan um samhengi lyfjanotkunar og auka- verkunar. Ný lyf eru undir sérstöku eftirliti fyrstu fimm árin á markaði með tilliti til aukaverkana. Því seinna sem þau koma á markað hér á landi því betur eru aukaverkanir þeirra ljósar þar sem sjaldgæfar aukaverk- anir koma oft ekki fram fyrr en byrj- að er að nota lyfið,“ segir Rannveig. Lyfjastofnun veitir fleiri leyfi fyrir ný lyf í ár en í fyrra Markaðssetning orðin 67% meiri en allt síðasta ár Ástæða til að hafa áhyggjur af auka- verkunum mikilvirkra lyfja, segir forstjóri Lyfjastofnunar Í VIKUNNI var tveimur fartölvum nemenda og fleiru stolið úr Verzl- unarskóla Íslands. Á heimasíðu nem- endafélags skólans eru þrjár myndir sem teknar eru úr öryggismynda- vélakerfi skólans. Á heimasíðunni segir m.a.: „Það leiðindaatvik hefur gerst innan veggja Verzlunarskólans að nokkrar fartölvur hafa misfarist. Ekki er vit- að með vissu hvort um stuld sé að ræða eða hvort einhver aðili hafi ein- faldlega tekið vitlausa fartölvu í mis- gripum.“ Þá er ekki vitað hvort ein- hverjir þeirra sem eru á myndunum tengjast málinu. Þjófnaðurinn var kærður til lög- reglu miðvikudaginn 31. október. Tölvupóstur gengur nú manna á milli þar sem þjófnaði á tveimur far- tölvum og skólatösku er lýst og með póstinum fylgja sömu myndir og eru á heimasíðu Verzlunarskólans. Þar er fullyrt að einn þeirra sem sést á myndinni sé þjófurinn. Munum vinna svona áfram Þorvarður Elíasson, skólastjóri Verzlunarskólans, sagði í samtali við Morgunblaðið að stjórnendur skól- ans hefðu engan slíkan tölvupóst sent. Hann kannaðist hins vegar við að eftirlitsmyndavélakerfið hefði tekið mynd af manni sem þeir teldu „að hefði tekið þarna gripinn“. Ekki væri vitað hvort hann væri sá seki. Þorvarður segir að mjög mörgum nemendum hafi verið sýndar mynd- irnar úr öryggismyndavélakerfinu og spurðir hvort þeir þekki þann sem þar er á ferðinni. Aðspurður hvort það sé ekki lög- reglunnar að rannsaka afbrot segir Þorvarðar að málið hafi verið kært til lögreglu. „Við ætlum ekki að bíða endalaust án þess að aðhafast nokk- uð sjálfir,“ segir Þorvarður. „Það er allt í lagi að þú vitir að það hefur ver- ið stolið áður í Verzlunarskólanum og það vorum við sem fundum þann sem þá stal. Við sendum lögreglunni nafn og heimilisfang og lögreglan fór í kjölfarið á því og sótti þýfið og við fengum það aftur. Þannig höfum við unnið og munum vinna áfram.“ Viðkvæmar persónuupplýsingar Sigrún Jóhannesdóttir, forstjóri Persónuverndar, segir að myndir af mönnum sem grunaðir eru um refsi- vert athæfi séu í eðli sínu viðkvæmar persónuupplýsingar. „Ef menn vilja vinna með viðkvæmar persónuupp- lýsingar verða þeir að uppfylla þau skilyrði sem lögin setja fyrir slíkri vinnslu. Þeir sem hafa þarna sett myndir í dreifingu verða í rauninni að skýra hvaða lagaheimild þeir telja sig hafa haft til að gera þetta.“ Geti þeir það ekki hljóti dreifing við- kvæmra persónuupplýsinga að telj- ast ólögleg. Sigrún segist þó ekki geta tjáð sig um þetta mál enda geti það komið til kasta Persónuverndar. Aðspurður hvaða lagaheimild Verzlunarskólinn hafi fyrir því að dreifa myndunum segir Þorvarður að lög landsins geri ráð fyrir því að það sem sé ekki bannað sé heimilað. Ómar Smári Ármannsson aðstoð- aryfirlögregluþjónn segir að yfirleitt fái aðeins þeir lögreglumenn sem rannsaki tiltekin mál að sjá myndir úr öryggismyndavélakerfum. Séu líkur til þess að hægt sé að bera kennsl á viðkomandi er vitnum sýnd myndin. Vitnunum eru þá sýndar myndir af mörgum einstaklingum og athugað hvort þeir þekki hinn grunaða úr fjöldanum. Fartölvum stolið úr Verzlunarskóla Íslands í vikunni Myndum úr öryggismynda- vélakerfi dreift til nemenda Með Morgunblaðinu í dag fylgir blað frá Íslandssíma, blaðinu verður dreift um höf- uðborgarsvæðið. ÞAÐ er líkast því að heyrúllurnar fylli Súgandafjörðinn. Bændur í Birkihlíð og Botni voru að flytja heim heyrúllur, en auk heimahag- anna heyja þeir m.a. í Önundar- firði. Rúllurnar voru orðnar eitt- hvað á annað þúsund þegar Svavar Birkisson bóndi kannaði stæðuna. Morgunblaðið/RAX Vetrarforð- inn kannaður TOLLAR á innflutt grænmeti lögðust af um mánaðamótin, samkvæmt ákvæðum samn- ings um Evrópska efnahags- svæðið, EES, og gildir reglu- gerð um það til 15. mars næstkomandi. Um er að ræða tómata, agúrku, papriku og salöt af ýmsu tagi. Iceberg- salat hefur reyndar ekki bor- ið tolla um nokkurt skeið samkvæmt annarri reglugerð sem tók gildi sl. sumar. Guðmundur Sigþórsson, ráðuneytisstjóri í landbúnað- arráðuneytinu, sagðist í sam- tali við Morgunblaðið reikna með að innflutt grænmeti mundi lækka í verslunum á næstunni. Fram til 1. nóv- ember sl. giltu 15% verðtollur og 99 króna magntollur á hvert kíló af tómötum og ag- úrkum og 7,5% verðtollur og 99 króna magntollur á papr- iku. Engir tollar á grænmeti til vors INGA Jóna Þórðardóttir, oddviti minnihlutans í borgarstjórn, segir borgarstjóra hafa blandað kerfis- breytingum á rekstrarfyrirkomu- lagi tónlistarskóla inn í umræður um kjaradeilur tónlistarkennara og hafi ummælin orðið tilefni deilna í borgarstjórn. „Ég mótmæli því að menn noti þessar kjardeilur og lausn þeirra til að fylgja eftir því markmiði sem augljóslega hefur verið hjá R-listanum að færa allt tónlistarnám inn í grunnskólana sjálfa. Við sjálfstæðismenn erum eindregið þeirrar skoðunar að það eigi að standa vörð um sjálfstæði tónlistarskóla og það eigi að gera samninga við þá um fornám tónlist- arkennslu en allt hefðbundið tón- listarnám á að vera í höndum sjálf- stæðra tónlistarskóla,“ segir Inga Jóna. Hún leggur áherslu á að efla eigi tónmenntakennslu í grunnskól- anum en ekki að yfirtaka þá starf- semi sem tónlistarskólarnir hafa sinnt í gegnum árin. Sjálfstæði tónlistar- skóla
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.