Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 33 stjórnarskrárbreytingum átt sér stað og lítið hef- ur borið á umræðum um þörfina á slíku fyrr en nú, að Halldór Ásgrímsson tekur málið upp. Það er út af fyrir sig umhugsunarefni, hversu litla at- hygli þetta álitamál fékk hér á landi fram að því að samningaviðræðurnar um EES hófust, í ljósi þess að árum saman höfðu slíkar umræður farið fram í hinum norrænu ríkjunum. Noregur, Dan- mörk og Svíþjóð hafa öll sett í stjórnarskrá sína ákvæði, mismunandi víðtæk þó, um heimild til framsals ríkisvalds til alþjóðastofnana. Danir urðu fyrstir til slíks árið 1953, Norðmenn næstir árið 1962 og þá Svíar árið 1965, en þeir hafa breytt þessum ákvæðum stjórnarskrárinnar nokkrum sinnum síðan. Í þessum ákvæðum er gert ráð fyrir að framsal valds skuli samþykkja með auknum meirihluta á þingi og/eða með þjóð- aratkvæðagreiðslu. Í Finnlandi heimilar stjórn- arskráin að gerðar séu „undantekningar“ frá henni án þess að sjálfri stjórnarskránni sé breytt, en þá þarf að samþykkja undantekninguna með sambærilegum hætti og stjórnlög. Raunar var þeirri spurningu velt upp á sínum tíma hvort heimildarákvæði af þessu tagi væri yf- irleitt nauðsynlegt í íslenzku stjórnarskránni, jafnvel þótt um víðtækt valdaframsal yrði að ræða. Þannig segir í áðurnefndu áliti fjórmenn- inganefndarinnar um EES, þar sem fjallað er um túlkun á „stjórnvöldum“ í 2. grein stjórnarskrár- innar: „Ekki er tekið fram, að þetta skuli vera al- íslenzk stjórnvöld og hugsanlegt er að alþjóða- stofnanir séu stjórnvöld eftir 2. grein. Það er með öðrum orðum til skoðunar, hvort í 2. gr. stjórn- arskrárinnar felist heimild til að ákveða með lög- um að þættir framkvæmdavaldsins skuli vera í höndum alþjóðastofnana. Þegar haft er í huga hve mikilvægt alþjóðasamstarf er á okkar dögum fyrir Íslendinga sem aðra, er þessi hugsun ekki fráleit. Þar við bætist að unnt er að færa rök fyrir því að skýra beri íslenzk stjórnskipunarlög í sam- ræmi við gildandi þjóðarrétt á hverjum tíma.“ Fjórmenningarnir töldu þetta hins vegar ekki duga: „Við lögskýringar verður oft að taka þann kost, sem er öruggur og af þeim sökum teljum við ekki unnt að byggja niðurstöður okkar varðandi framkvæmdavaldið og 2. gr. stjórnarskrárinnar á því, að á grundvelli hennar megi fela alþjóða- stofnunum framkvæmdavaldið í ótilteknum mæli.“ Hvað útheimtir einsleitt efna- hagssvæði? En hversu langt hefur t.d. EES-samningur- inn og túlkun hans þróazt? Má gera ráð fyrir að bein réttar- áhrif, forgangur EES- reglna umfram landslög og skaðabótaskylda, sem Halldór Ásgrímsson nefndi í ræðu sinni sem til var vitnað hér í upphafi, geti talizt hlutar samningsins í dag þótt það væri ekki fyrirséð í upphafi? Ljóst er að lögfræðinga greinir á um þetta. Reyndar eru menn nú sammála um að með ráðgefandi áliti sínu í máli Erlu Maríu Svein- björnsdóttur gegn íslenzka ríkinu hafi EFTA- dómstóllinn slegið því föstu að EFTA-ríki geti orðið skaðabótaskyld gagnvart fyrirtækjum og einstaklingum ef reglur EES eru ekki innleiddar í landsrétt á réttan hátt. Reglan um skaðabóta- skyldu er byggð á dómi Evrópudómstólsins í svo- kölluðu Francovich-máli, en hann olli á sínum tíma talsverðu fjaðrafoki innan ESB. Hæstirétt- ur Íslands hefur hins vegar staðfest regluna með dómi sínum í máli Erlu Maríu. Virtir fræðimenn á borð við Leif Sevón, finnska dómarann við Evrópudómstólinn, telja að markmið EES-samningsins um einsleitt efna- hagssvæði gangi ennþá lengra og feli einnig í sér meginreglurnar um forgang Evrópuréttar og bein réttaráhrif. Í grein, sem Sevón og Martin Johansson aðstoðarmaður hans skrifuðu í Euro- pean Law Review fyrir tveimur árum, komast þeir að þeirri niðurstöðu að til þess að ná mark- miðinu um einsleitt efnahagssvæði – m.ö.o. að EES-samningurinn geti lifað áfram – verði að gera ráð fyrir að þessar tvær meginreglur Evr- ópuréttarins séu hluti hans. Í grein í nýútkomnu afmælisriti Sigurðar Lín- dals, Líndælu, andmælir Davíð Þór Björgvinsson þessum niðurstöðum Sevóns og Johanssons og segir að í EES-samninginn vanti að verulegu leyti þá yfirþjóðlegu þætti Evrópusambandsins, sem þessar reglur séu byggðar á. Sú niðurstaða að reglurnar séu hluti EES sé líka ósennileg vegna þess að Ísland og Noregur gætu tæpast fullnægt slíkri skuldbindingu, yrði hún talin fyrir hendi, án þess að breyta stjórnarskrám sínum. „Telja verður ósennilegt að EFTA-dómstóllinn komist að þeirri niðurstöðu að reglurnar séu hluti samningsins og skapi þar með fyrirsjáanlega erf- ið stjórnskipuleg vandkvæði í samningsríkjun- um,“ segir Davíð Þór. Hann telur jafnframt að ýmis „mildari form“ beinna réttaráhrifa kunni að verða talin hluti EES-samningsins, þannig að mögulegt verði að „þróa EES-réttinn þannig að réttarvernd einstaklinga og aðila í atvinnurekstri verði sambærileg við þá vernd sem þeir njóta á grundvelli EB-réttar, þótt reglurnar um bein réttaráhrif og forgangsáhrif yrðu ekki taldar hluti EES-samningsins.“ Athugasemd Davíðs Þórs um EFTA-dómstól- inn kann að vera rétt svo langt sem hún nær. Vafalaust leika dómarar við EFTA-dómstólinn sér ekki að því að búa til stjórnskipunarvanda í ríkjunum, sem skipuðu þá í dóminn. En getur komið að því að EFTA-dómstóllinn verði einfald- lega undir þeim þrýstingi af hálfu Evrópusam- bandsins að viðhalda einsleitni efnahagssvæðis- ins, að hann neyðist til að stíga slíkt skref? Á ráðstefnunni, þar sem Halldór Ásgrímsson flutti ræðu þá sem til var vitnað í upphafi Reykjavík- urbréfs, talaði einnig Sven Norberg, einn af æðstu mönnum samkeppnismála hjá fram- kvæmdastjórn ESB og fyrrverandi dómari við EFTA-dómstólinn. Hann reifaði þar fyrirhugað- ar breytingar á samkeppnisreglum sambandsins, sem m.a. fælu í sér verulega útvíkkun á beinum réttaráhrifum samkeppnisreglna. Í frásögn Morgunblaðsins af ræðu Norbergs sagði m.a: „Norberg sagði að eðlilegt væri, í þágu einsleits efnahagssvæðis, að EFTA-ríkin innleiddu hinar nýju samkeppnisreglur, en slíkt myndi reyna mjög á EFTA-stoð EES-samningsins. Í EES- viðræðunum hefði samkeppniskafli samningsins verið mikið lykilatriði og Evrópusambandið lagt ríka áherzlu á að stofnanir EFTA-ríkjanna gætu framfylgt ákvæðum hans. Hann vitnaði í þrjá ný- lega dóma Evrópudómstólsins, sem hann sagði alla styrkja mjög bein réttaráhrif samkeppnis- reglna. Hann velti hins vegar upp þeirri spurn- ingu hvort EFTA-stoðin væri nú nægilega sterk og vel búin til að halda uppi sama eftirliti og aga meðal samkeppnisyfirvalda og dómstóla í EFTA- ríkjunum og framkvæmdastjórn ESB gerði. „Þessar endurbætur á samkeppnislöggjöfinni gætu orðið hinn raunverulegi prófsteinn á EFTA-stoðina. Spurningin er: Verða EFTA-rík- in nægilega hugrökk til þess að reka af sér það slyðruorð að þau séu hikandi í Evrópusamstarf- inu?“ sagði Norberg.“ Þessi ummæli hátt setts embættismanns hjá ESB verða varla skilin öðruvísi en svo að til þess að viðhalda einsleitu efnahagssvæði verði EFTA- ríkin að láta regluna um bein réttaráhrif yfir sig ganga að einhverju leyti. Breytt inntak fullveldis Það má ljóst vera að þær umræður, sem Halldór Ásgrímsson hefur nú vakið til lífs- ins, eru þarfar og gagnlegar. Fáir draga lengur í efa þann ávinning, sem Ísland hefur haft af samn- ingnum um Evrópskt efnahagssvæði og af Schengen-samstarfinu. Þróist þetta samstarf á þann veg, að það teljist ósamrýmanlegt stjórn- arskrá Íslands, ættu Íslendingar þá að segja sig úr því? Eða eru gildari rök fyrir því að eðlilegt sé að breyta stjórnarskránni til að heimila það valdaframsal, sem um er að ræða, í ljósi þess að samstarfið er okkur mikils virði og í þágu ís- lenzkra hagsmuna? Þetta eru mikilvægar spurn- ingar, sem á að sjálfsögðu ekki að láta lögfræð- ingum einum eftir að svara, heldur þarf að ræða þær á vettvangi stjórnmálanna. Í slíkum umræðum koma án efa upp þau sjón- armið að slík breyting heimilaði afsal á fullveld- inu, sem Íslendingar börðust fyrir og fengu hinn fyrsta desember 1918. Hins vegar verður ekki horft fram hjá því að inntak fullveldishugtaksins er annað nú en árið 1918. Ef horft er á málið út frá lagalegu sjónarmiði, er almennt viðurkennt að ríki haldi fullveldi sínu þótt það framselji ýmsa þætti ríkisvaldsins til alþjóðlegra stofnana, að því gefnu að slíkt sé gert af fúsum og frjálsum vilja og í samræmi við stjórnlög ríkisins. Þá kemur hins vegar að hinni pólitísku hlið málsins: Erum við reiðubúin að setja slík heimild- arákvæði í stjórnlögin? Í hefðbundnum, pólitísk- um skilningi, sem er víðtækari en sá lagalegi, er ríki fullvalda ef innlend stjórnvöld hafa raunveru- leg áhrif á innri mál ríkisins, geta farið sínu fram án tillits til þess sem gerist utan landamæra þess og engar utanaðkomandi hömlur eru á þau lagð- ar. Ef slík skilgreining er notuð, má hins vegar í raun og sann segja að ekkert ríki hafi fullt vald yfir málum sínum nú á dögum vegna þeirrar þró- unar í viðskiptum, samgöngum, hernaðartækni, umhverfismálum og á fleiri sviðum, sem kennd hefur verið við hnattvæðingu. Ákvarðanir stjórn- valda í einstökum ríkjum verða ævinlega háðar utanaðkomandi þáttum af þessu tagi. Hins vegar hafa ríki bundizt ýmiss konar samtökum til að vega upp á móti þeim missi áhrifa, sem alþjóðleg þróun hefur í för með sér. Ríki hafa framselt hluta af því valdi, sem þau áður höfðu, til alþjóða- stofnana sem eru í stakk búnar að takast á við ýmis þau viðfangsefni, sem tengjast hnattvæð- ingunni, en þau hafa á móti áhrif á ákvarðanir þessara alþjóðastofnana. Það er óþarfi að einblína á EES eða Schengen í þessu sambandi; sviðið er miklu víðara og nær m.a. til mannréttindamála, umhverfismála, ör- yggis- og varnarmála og alþjóðaviðskipta. Spyrja má hvort stjórnlög, sem gera á engan hátt ráð fyrir þessari þróun, henti nútímalegu ríki sem vill gera sig gildandi á alþjóðavettvangi og tryggja hagsmuni sína sem bezt með því að nýta kosti al- þjóðlegs samstarfs. Hér verður ekki kveðið upp úr um það hvort og þá hvaða breytingar kann að vera nauðsynlegt að gera á stjórnarskrá Íslands til að taka mið af þessum nýja raunveruleika, en svo mikið er víst að það er full ástæða til að ýt- arlegar umræður fari fram um þetta mikilvæga mál og fagnaðarefni að Halldór Ásgrímsson hef- ur haft frumkvæði að slíku. Morgunblaðið/Kristinn Í Hafnarfirði. Fáir draga lengur í efa þann ávinning, sem Ísland hefur haft af samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði og af Schengen-samstarf- inu. Þróist þetta samstarf á þann veg, að það teljist ósamrýmanlegt stjórnarskrá Ís- lands, ættu Íslend- ingar þá að segja sig úr því? Eða eru gild- ari rök fyrir því að eðlilegt sé að breyta stjórnarskránni til að heimila það valdaframsal, sem um er að ræða, í ljósi þess að sam- starfið er okkur mikils virði og í þágu íslenzkra hagsmuna? Þetta eru mikilvægar spurningar, sem á að sjálfsögðu ekki að láta lögfræð- ingum einum eftir að svara, heldur þarf að ræða þær á vettvangi stjórnmál- anna. Laugardagur 3. nóvember
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.