Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÞEGAR ég vaknaði í morgun (föstudaginn 19. okt.) blasti við mér heljarinnar grein um blóðbanka okkar Íslendinga. Ég hafði lengi hugsað mér að láta gott af mér leiða og gefa blóð og þar sem ég fann smá tíma aflögu dreif ég mig af stað og inn í Blóðbankann. Ég var ekki fyrr kominn inn en lítill pési var settur í hendurnar á mér þar sem útlistað var hverjir ættu ekki að gefa blóð og þá féllust mér hendur. Karlmaður sem haft hefur samfarir við annan karlmann fær ekki að gefa blóð, stóð skýrt og greinilega! Ég lét ekki bugast og kláraði umsóknina og fékk síðan að tala við hjúkrunarfræðing, því ég trúði varla mínum eigin augum. Hún sagði mér að því miður væri það þannig að hommar væru í meiri áhættuhópi vegna kynsjúkdóma og þess vegna mætti ég alls ekki gefa blóð. Hún þakkaði góðan hug og ég hvarf á braut. Bæði reiði og sorg eru mér efst í huga þessa stundina. Í fyrsta skipti á ævinni hafði ég orðið fyrir for- dómum vegna kynhneigðar minnar og það sagt beint í andlitið á mér. Að koma út úr skápnum er enda- laus ótti við höfnun og hræðsla við að manni verði ekki tekið eins og hverjum öðrum einstaklingi. Sá ótti hefur alveg verið ástæðulaus gagn- vart öllum í mínu lífi, þangað til í morgun. Hommar á Íslandi stunda öruggt kynlíf og er útbreiðsla kynsjúk- dóma (þar á meðal HIV-veirunnar) á meðal þeirra á miklu undanhaldi. Ég leyfi mér að vitna í vefsíðu Sam- takanna ’78 (samtokin78.is): „Þegar fyrst var vart við sjúk- dóminn (eyðni) fyrir tæpum 20 ár- um voru hommar í meirihluta þeirra sem smituðust. En með því að stunda öruggt kynlíf hefur mjög dregið úr útbreiðslu HIV-veirunnar meðal þeirra. Á Íslandi eru það einkum gagnkynhneigðar konur sem núna greinast með veiruna“!! Ég skora hér með á yfirmenn Blóðbankans að endurskoða þessa afstöðu sína gagnvart hommum á Íslandi. Að setja alla homma síð- ustu 20 ára undir sama hatt er ekk- ert nema örgustu fordómar. Tími er til kominn að skilja við drauga for- tíðarinnar og líta á staðreyndir dagsins í dag svo allir þegnar lands okkar geti látið gott af sér leiða í þágu þjóðarinnar, jafnvel þó þeir tilheyri e.t.v. minnihlutahóp sam- kynhneigðra. BJARNI SNÆBJÖRNSSON, nemi við Háskóla Íslands. Blóðgjöf ekki fyrir homma! Frá Bjarna Snæbjörnssyni: LÆGSTA mögulega flugfar með Flugleiðum og SAS frá Keflavík (KEF) til Bangkok (BKK) í Taílandi (15 tíma flug, ein millilending) og til baka aftur kostar ca. kr. 98.700. Með SAS frá Brussel í Belgíu til Bangkok (14 tíma flug, ein millilend- ing) og til baka kostar ca. kr. 60.000 (BEF: 26.770). Með Eva Airways frá Seattle í USA til Bangkok (16 tíma flug, ein millilending) og til baka kostar ca. kr. 65.000 (USD 650). Miðabreyting kostar ekkert hjá Eva Airways (service) en hjá Flugleiðum ca. kr. 15.000 (USD 150). Flugleiðir nauða í ferðamannin- um að greiða flugfargjaldið mörgum mánuðum fyrir brottför, en hjá hin- um flugfélögunum greiðir hann mið- ann með ca. þriggja vikna fyrirvara. Hér er eitthvað meira en lítið að. Flugmiðinn frá Íslandi er ca. 58% dýrari miðað við sama flugtíma. Í sumar var hækkun hjá Flugleið- um vegna gengisbreytinga og núna nýlega vegna hryðjuverkanna í USA, samtals rúm 11%. Einhvern veginn læðist að mér sá grunur að hvert tækifæri sé notað til afsök- unar á hækkunum. Þó að gengið styrkist eða eldsneytisverð lækki, þá skeður ekkert í hina áttina. Flugfélagið GO hættir flugi til og frá Íslandi núna í lok október. Fram að þeim tíma var hægt að panta á netinu flug KEF-LON-KEF fyrir kr. 15.550 og með Aeroflot LON- BKK-LON fyrir ca. kr. 46.800 (USD 468) eða samtals kr. 62.350 fyrir allt að þriggja mánaða dvöl. Þetta verð- lag er í samræmi við ofangreind dæmi. Eftir að GO hættir að fljúga hingað þarf að greiða fyrir þriggja mánaða miða KEF-LON-KEF ca. kr. 60.000, sem er 285% meira en með GO. Talað er um að SAS sé með dýr- ustu fargjöld í Skandinavíu. Af hverju leita Flugleiðir ekki sam- starfs með framhaldsflug frá Evr- ópu við önnur flugfélög í ríkari mæli? Er ekki hugsanlegt, ef far- gjöld frá Íslandi til Evrópu yrðu lækkuð verulega, að sætanýtingin mundi vega það upp og kannski meira til? Jafnvel að hægt væri að auka sætaframboð verulega sem leiddi af sér færri uppsagnir starfs- fólks. Það er ekki sjálfgefið að hækkun fargjalda gefi af sér meiri veltu (Break Even Point). Heimildir: Ferðafélagar, www.go- fly.com, www.icelandair.is, www.- carlsonwagonlit.com, www.travelo- city.com. Ég vænti þess að upplýsinga- fulltrúi Flugleiða, Guðjón Arn- grímsson, tjái sig um ofanritað á sama vettvangi. GÍSLI ÓSKARSSON, Hæðargarði 19a, Reykjavík. Fargjöld Flugleiða Frá Gísla Óskarssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.