Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 22
isávarp, ályktun eða langa barátturæðu hafði Eðvarð það alltaf fyrir sið að lesa orð sín af blöð- um. Guðmundur var hins vegar ekki að flækja málin með slíkum formlegheitum, heldur páraði í mesta lagi nokkur orð á blað sér til halds og trausts, en lét annars nægja að segja það sem andinn blés honum í brjóst hverju sinni. Eðvarð var vís til að skrifa mörg uppköst að ræðum sín- um, henda nokkrum útgáfum og byrja upp á nýtt þangað til hann var orðinn ánægður, en Guðmundur skrifaði í mesta lagi eina útgáfu og lét þar við sitja. Ég veit reyndar til þess að Guð- mundur naut oft liðsinnis eiginkonu sinnar við skrifin, enda hef ég hvorki fyrr né síðar kynnst samhentari hjónum. Beggja þessara manna minnist ég sem af- burða ræðumanna, orð þeirra skiptu máli. Ég neita því ekki að oft fann ég til vanmáttar gagn- vart öflugum málflutningi þeirra, enda þótt ég teldi mig ekki hafa ástæðu til minnimáttar- kenndar á öðrum sviðum. Þegar að ræðulistinni kom stóð ég þessum mönnum tveimur talsvert að baki. Ég er ekkert feiminn við að viðurkenna það. Engum blöðum er um það að fletta, að báðir skópu þeir sér glæstan sess í sögu Verkamanna- félagsins Dagsbrúnar og um leið íslenskrar verkalýðshreyfingar. Mér var heiður að því að vinna með slíkum mönnum.“ Spjallað við spegilinn Halldór gerir í bókinni Fram í sviðsljósið af mikilli einlægni og hugrekki baráttu sína við Bakkus og víkur sögunni að árinu 1995: „Ég man vel eftir þessum degi. Laugardag- inn 8. apríl var veður með besta móti, en í íbúð- inni minni í Furugrundinni var ekki jafnbjart um að litast. Ég var rétt risinn úr rekkju og grúttimbraður. Það voru svo sem ekki ný tíðindi, en eitt er að vera þunnur eftir gleðskap kvöldið og nóttina áður. En ég hafði verið stanslaust að í nokkra daga. Notað frídagana á sérlega uppbyggilegan hátt, lokað mig inni í íbúðinni í gegndarlausri sjálfsvorkunn og drukkið. Þar sem ég stóð held- ur illa til reika á náttsloppnum blöstu við mér hálftómar gosflöskur, ólesin dagblöð og óhreyfður póstur. Og sex vodkaflöskur, hvorki meira né minna. Galtómar. Nú var að takast á við afleiðingarnar. Það var ekki skemmtileg tilhugsun. Þegar ég fór inn á baðherbergi, skrúfaði frá vatnskrananum og vætti andlitið hressilega, leit ég sem snöggvast í spegilinn og dauðbrá. Það var ekki glæsilegur Halldór Björnsson sem blasti við mér og í fyrsta sinn á ævinni tók ég upp á því að spjalla við spegilinn. Ég fann að svona gengi þetta ekki lengur og sagði það við spegilmyndina af sjálfum mér. Svona ætlaði ég ekki að eyða síðustu árum ævinnar – gamall, þreyttur og einmana áfeng- issjúklingur. Kosið var til Alþingis þennan dag. Í fjölmiðlum mátti skilja að ekki væru miklar líkur á því að Viðeyjarstjórn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks héldi velli. Ekki voru aðeins áhöld um hvort flokkarnir næðu í sameiningu meirihluta atkvæða, heldur var samvinnan und- ir það síðasta víst ekki upp á marga fiska og ágreiningsefni fremur leyst í fjölmiðlum en í bakherbergjum. Heldur hafði slest upp á vinskapinn milli Dav- íðs og Jóns Baldvins. Ég fór í sturtu, klæddi mig í betri fötin og hélt á kjörstað. Hins vegar fór ég ekki heim eftir það, heldur ók Nýbýlaveginn, Breiðholtsbraut- ina og upp Ártúnsbrekkuna. Ferðinni var heitið á sjúkrahúsið Vog. Ég hafði tekið ákvörðun innra með mér og henni varð ekki haggað. Ég efaðist ekki eitt andartak á leiðinni upp eftir, enda stefndi ég ef- laust í glötun með þessu áframhaldi.“ Tíu dagar sem gjörbreyttu mínu lífi „Ég dvaldist í tíu daga á Vogi og naut að- hlynningar og aðstoðar frábærs starfsfólks SÁÁ. Þótt ég hafi lifað lengi held ég að fullyrða megi að engir tíu dagar hafi breytt jafnmiklu í mínu lífi og þessir dagar í apríl. Þeir lögðu grunninn að þeirri gjörbreyttu stefnu sem líf mitt tók í kjölfarið og luku um leið upp dyrunum að mér sjálfum, kostum mínum og göllum. Ég lærði að þekkja sjálfan mig. Kannski ekki seinna vænna eftir nær sjö áratuga vist hér á jörðu! Ég hef stundum velt því fyrir mér eftir með- ferðina hversu voldugu hlutverki samtök eins og SÁÁ gegna í íslensku samfélagi. Áratugum saman stóð íslensk alþýða oft ráðþrota gagnvart því böli sem áfengið skapaði á heimilum, vinnu- stöðum og jafnvel á förnum vegi. Vissulega var reynt af hálfu heilbrigðisyfirvalda að stemma stigu við þessum vanda, en svo virtist þó sem einhvern herslumun vantaði. Að almenningur tæki höndum saman, viðurkenndi vandann og sameinaðist síðan í að taka á honum fordóma- laust og af festu. Sá herslumunur vannst með stofnun Sam- taka áhugafólks um áfengisvandann, SÁÁ.“ „Seint á áttunda áratugnum varð sú bylting í viðhorfi landsmanna til áfengisvandans sem dugði til að ryðja brautina fyrir þá sem hingað til höfðu barist eigin baráttu gegn þessum vá- gesti í skugga fordóma, atvinnumissis og sann- kallaðra fjölskylduharmleikja. Stofnun SÁÁ vakti mikla athygli og fékk þann stórhuga með- byr að öllum mátti vera ljóst hversu víðfeðmur vandinn var í raun og veru. Áfengissýkin spyr nefnilega hvorki um stétt né ættir, efnahag né aðrar aðstæður. Hún læsir klónum í einstak- lingana, hrífur fjölskyldurnar með á ýmsan hátt og ógnar atvinnuöryggi og afkomu heimilanna. Í Dagsbrún varð okkur snemma ljóst hversu þungar þær búsifjar voru sem Bakkus var fær um að valda. Ég þekkti það af eigin raun og svo var um fleiri. Eðvarð hafði aldrei átt í vandræð- um með brennivín og Guðmundur var einnig laus við þetta vandamál. Það kom honum oft vel í öllu amstrinu, ekki síst í kringum stjórnmálin þar sem segja má að freistingarnar séu á hverju strái. Af þessum sökum vakti stofnun SÁÁ strax mikinn áhuga okkar og við hvöttum forystu- menn þeirra áfram. Dagsbrún varð fyrst allra stéttarfélaga til að greiða úr sjúkrasjóðum fyrir áfengismeðferð, en sú regla þykir sjálfsögð núna. En fyrir þetta mættum við miklu aðkasti, það var í öðrum félögum talið sígilt dæmi um óeðlilega fyrirgreiðslu. Sá árangur sem meðferð á vegum SÁÁ skil- aði okkar félagsmönnum var hins vegar slíkur að aldrei hvarflaði að okkur að láta undan ytri þrýstingi. Við sáum félaga okkar mæta endur- nýjaða og styrka til vinnu, sáum fjölskyldur þeirra blómstra á nýjan leik. Það nægði okkur fyllilega til þess að hvika hvergi frá okkar stefnu. Síðar varð hún mörgum fordæmi, sem betur fer. Stuðningur Dagsbrúnar við starfsemi Sam- taka áhugafólks um áfengisvandann hefur síðan verið með ýmsu móti og í gegnum tíðina hafa fleiri aðilar komið að baráttunni gegn áfeng- isbölinu með góðum árangri. Síðar hafa fleiri svonefnd hörð fíkniefni valdið alvarlegum skaða, ekki síst meðal unga fólksins, og íslensk verkalýðshreyfing hefur reynt eftir megni að styðja við bakið á þeim sem vilja hjálpa þeim sem eru tilbúnir að leita sér aðstoðar. Mér hefur lengi fundist ríkisvaldið þurfa að koma með myndarlegri hætti að baráttunni gegn áfeng- issýki og eiturlyfjafíkn. En það er alls ekki nóg að benda aðeins á stjórnvöld, hér verða allir að taka höndum saman, einnig allur almenningur, rétt eins og gert var á sínum tíma með stofnun SÁÁ. Ég hef sjálfur reynsluna af því að ganga gegnum meðferð á vegum SÁÁ og get borið vitni því merka uppbyggingarstarfi sem unnið er á vegum þeirra samtaka. Vitanlega eru margir þeirra sem leita á náðir meðferðarstofn- ana komnir í ansi mikla þröng í lífinu og eiga sér ekki margra kosta völ. Samt er ætíð erfitt að taka þá ákvörðun að fara í meðferð og takast síðan á við hversdagsleikann að henni lokinni.“ Þú klæðir ekki af þér andlega vanlíðan „Börnin mín reyndust mér ákaflega vel á þessum tímamótum þótt tíðindin kæmu þeim greinilega í opna skjöldu. Vissulega höfðu þau haft sínar áhyggjur af líferni mínu, en ég er ekki viss um að þau hafi vitað á hversu alvarlegt stig neysla mín var komin. Þess vegna held ég að þau hafi ekki áttað sig strax á því hversu með- ferðin breytti miklu fyrir mig. Þau sögðu oft í gamni að ég gæti falið lífernið með því að fara í sund og klæða mig upp og þá væri ekki annað að sjá en að ég hefði einungis drukkið mjólk um dagana. Það má kannski til sanns vegar færa. En þú klæðir ekki af þér andlega vanlíðan. Það þarf að takast á við hana og það gerir enginn nema manns innri maður. Guðmundur J. reyndist mér sérstaklega vel. Hann mat það mikils að ég skyldi sjálfur hafa tekið þá ákvörðun að hætta að drekka og studdi mig fyrstu dagana og vikurnar á eftir með ráð- um og dáð. Sjálfur fann ég strax ótrúlegan mun. Síðar velti ég því oft fyrir mér hversu heilsan var hætt komin í öllu þessu rugli, en fyrstu dagana eftir meðferðina gekk ég í gegnum sannkallað afeitr- unartímabil og fann hvernig áfengið var hægt og rólega að hverfa úr líkamanum. Maður gerir sér ekki grein fyrir því, en ég er viss um að ým- iss konar krankleiki sem herjar á fólk á rætur sínar að rekja til neyslu áfengis. Alls kyns lík- amleg vanlíðan tengist drykkjunni á einn eða annan hátt, jafnvel þótt nokkrir dagar séu um liðnir.“ Hef notið þess að hafa breytt því til betri vegar sem ég gat breytt „Ég hef ekki bragðað dropa síðan og langar ekki til þess. Þessa ákvörðun tók ég og sé ekki eftir því. Jafnljóst er hins vegar að ég ætla ekki að prédika yfir öðrum um áfengisneyslu. Slíkt dettur mér ekki í hug og tel raunar að hver og einn verði að þekkja sinn vitjunartíma í þeim efnum. Ég geri mér grein fyrir því, að þótt ég sé hættur að drekka, þá verður áfengi enn selt hér á landi og fólk mun halda áfram að neyta þess. Og sumir fara illa með vín en aðrir ekki. Af þess- um sökum á ég jafnan til áfengi á heimili mínu. Mér finnst gaman að geta veitt góðum gestum vínsopa þegar þannig ber undir, en tel mig ekki í hættu sjálfan af þessum sökum. Sumir segja eflaust að með þessu sé ég að leika mér að eldinum. Ég held að það sé ekki rétt. Geti ég ekki haft stjórn á mér með þessum hætti hefði ekki unnist mikið með meðferðinni. Ég fer oft með svonefnda æðruleysisbæn þegar þannig stendur á hjá sálartetrinu. Það er ýmislegt í lífinu sem maður fær ekki breytt og verður því að sætta sig við. En svo er einnig ým- islegt sem maður fær breytt. Ég hef notið þess að hafa breytt því til betri vegar sem ég gat breytt. Það er stundum sagt að menn frelsist á ein- hverju augnabliki í lífinu, sjái ljósið með einum eða öðrum hætti. Ég er sannfærður um að þótt ég hafi hvorki frelsast né séð ljósið í orðsins fyllstu merkingu, þá varð þessi ákvörðun mín fyrir framan spegilinn á kosningadaginn 1995 til þess að leysa úr læðingi þann innri mann sem ég hafði að geyma. Ég fann þetta ekki síst í auknu sjálfsöryggi. Smám saman hafði það brotnað niður með ár- unum og fyrir því voru ýmsar ástæður. Sam- skiptin á skrifstofunni voru oft erfið, ekki síst við Guðmund, og einnig fór skilnaður okkar hjóna illa í mig. Óheilbrigt líferni í kjölfarið bætti ekki úr skák, en nú fann ég skyndilega sterka og jákvæða sveiflu upp á við. Ég hafði aftur öðlast þann kraft sem áður bjó í mér og kom meiru í verk á skrifstofunni en í annan tíma. Mér leið geysilega vel og í fyrsta sinn um nokkurt skeið fann ég til hamingju innra með mér. Ég sá fyrir mér rólegri daga fram undan, enda hafði ég reynt með markvissum hætti að draga mig út úr ýmsum þeim nefndum og stjórnum sem ég hafði átt sæti í gegnum árin. Mér fannst eðlilegt að búa mig undir að draga saman seglin. Og ég sá vitaskuld fyrir mér að Guðmundur myndi gera slíkt hið sama. Framtíðin ætlaði mér svo sannarlega annað.“ Úr einkasafni Björn Ketilsson og Ólöf Árnadóttir ásamt börnum sínum. F.v. Halldór, Stella, Ragna og Árni. Úr einkasafni Með eiginkonu sinni, Kristínu Grímsdóttur. Þau skildu eftir þrjátíu ára hjónaband. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir heilsaði upp á Halldór á sjö- tugsafmæli hans 1998. Úr einkasafni Morgunblaðið/Einar FalurGuðmundur J. Guð- mundsson, formaður Dagsbrúnar, og Halldór Björnsson, varafor- maður félagsins, yf- irgefa höfuðstöðvar VSÍ í Garðastræti eftir samningafund 1986. Með Davíð Oddssyni forsætisráðherra vegna kjarasamninga í byrjun árs 2001. Morgunblaðið/Jim Smart Bókin Fram í sviðsljósið, endurminningar Hall- dórs G. Björnssonar, kemur út hjá bókaútgáf- unni Máli og menningu. Hún er 268 bls. að lengd. 22 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.