Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 54
FÓLK Í FRÉTTUM 54 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ÞAR á bæ hefur sú hefð verið á að Papagenó, sem Ólafur Kjartan Sig- urðarson túlkar af stakri snilld, kynn- ir krökkunum ævintýri þessarar sein- ustu óperu sem Mozart samdi, auk þess að kynna þeim höfundinn lítil- lega. Það eru áhugasamir krakkar sem gleypa í sig undraheiminn sem óperu- húsið hefur að geyma, og ekki er verra að Papagenó er ótrúlega hreint furðulegur og fyndinn náungi. Með framtíðina í huga „Okkur í Óperunni finnst afar mik- ilvægt að auka við áhorfendahóp Ís- lensku óperunnar, ekki síst með framtíðina í huga,“ segir óperusöngv- arinn Ólafur Kjartan. „Það eru ekki margar óperur sérstaklega vel til þessa fallnar að kynna óperulistina fyrir börnum, en Töfraflautan hefur verið þar í fararbroddi, ásamt nokkr- um öðrum vel völdum. Óperan er ekk- ert stytt sérstaklega, oft er gerð þannig barnaútgáfa af henni, en á móti settum við upp þessar kynningar sem eru á undan fimmsýningunum á sunnudögum og það hefur gefist mjög vel. Við stiklum á stóru í ævintýrinu Töfraflautunni, því það eru atriði í henni sem eru ekki auðskiljanleg fyrir yngstu áhorfendurna. Eins með tón- listina sjálfa, því það er heilmikið til þess að taka eftir, þó ekki nema það væri lagið Hann Tumi fer á fætur sem börnin hafa haft gaman að hlusta eft- ir. Síðan hef ég verið að kynna óp- eruna almennt, formið þegar leikrit og tónlistin fara saman í einn pott með leiktjöldum, búningum og öllu, hversu mikið ævintýri þetta er. – Taka krakkarnir þátt í sýning- unni? „Þau taka ekki beinan þátt í sýn- ingunni en við höfum æft okkur að syngja Tuma, og við höfum búið til lít- inn prakkaleik í kringum það í anda Papagenó, þannig að þegar melódían kemur þá prakkarast þau eitthvað í foreldrum sínum. Það hjálpar að halda fólki vakandi og eykur á spennuna. Ég hef líka notað svolítið glannalegan bravóleik. Við höfum æft okkur að öskra bravó, einsog fólk ger- ir í útlendum óperuhúsum þar sem Papagenó langar óskaplega að syngja í einhvern tímann. Þetta hefur skapað mjög skemmtilega stemmningu í lok sýningar þegar krakkanir fara í keppni hver getur öskrað hæst bravó. Þetta eru ágætar aðferðir til að hjálpa þeim yngstu að halda athygli í gegn- um sýninguna, en hún er þriggja tíma löng.“ – Sitja þau stillt í sætunum? „Stillt og ekki stillt, þau hafa notið þess í hljóði og með hljóðum sem ég tel mjög æskilegt og mjög gaman því þetta er ópera til að hafa gaman af hvernig svo sem fólk fer að því. Um það leyti sem Töfraflautan verður til, var fólk ekki alltaf prúðbúið og stillt í salnum. Það er ágætt að endurvekja þá stemmningu með Töfraflautunni.“ Börn eru söngelsk – Óperuformið hentar börnum sem skemmtun? „Já, ekki spurning. Börn eru söng- elsk, þau byrja að syngja um leið og þau opna munninn. Leikhúsið hefur, og þ.a.l óperan, alls ekki misst töfrana þrátt fyrir allt, sjónvarpið og videóaf- þreyinguna, það er alltaf sami gald- urinn að ganga inn í leikhús.“ – Og það er bara ein sýning eftir? „Já, sunnudaginn 11. nóvember sem er síðasta sérsniðna barna- og fjölskyldusýningin þar sem boðið er upp á þessa kynningu.“ – Verður eitthvert framhald á? „Það verður framhald á því hjá Ís- lensku óperunni að höfða til barna. T.d fer ný barnaópera á fjalirnar hjá okkur eftir Lárus Grímsson og Mess- íönu Tómasdóttur í tengslum við Tón- list fyrir alla. Vonandi kemst Töfra- flautan sem fyrst á svið aftur.“ Sannur furðufugl – Og finnst krökkunum Papagenó skemmtilegur? „Papagenó er búinn að vera mjög ánægður með þessar sýningar. Hann hefur fengið mjög sterk og skemmti- leg viðbrögð. Enda er hann rauði þráðurinn í sýningunni fyrir börnin. Mitt í alvörunni stingur hann upp hausnum, og hagar sér einsog sönn- um furðufugli sæmir.“ – En finnst Papagenó krakkarnir skemmtilegir? „Alveg gríðarlega. Papagenó finnst ekkert skemtilegra en að syngja fyrir börn og syngja með börnum.“ Alltaf sami galdurinn Besti vinur barnanna í menningarheiminum er Papagenó, sá einlægi og skemmtilegi sprellikarl úr Töfraflautu Mozarts sem nú er verið að sýna í Íslensku óperunni. Morgunblaðið/Kristinn Ingvarsson Papagenó með vinunum sínum skemmtilegu, börnunum í Óperunni. hilo@mbl.is Hann Tumi fer á fætur í Íslensku óperunni                     !""" #$%&'()'%*+&&,-*+$&,. FJANDMAÐUR FÓLKSINS e. Henrik Ibsen í leikgerð Arthur Miller Fö 9. nóv. kl. 20 FRUMSÝNING UPPSELT Lau 17. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI BLÍÐFINNUR e. Þorvald Þorsteinsson í leikgerð Hörpu Arnardóttur Í dag kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 14 - ÖRFÁ SÆTI Su 11. nóv. kl. 14 - UPPSELT KRISTNIHALD UNDIR JÖKLI e. Halldór Laxness Lau 10. nóv kl. 20 - UPPSELT Su 18. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Lau 24. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI MEÐ VÍFIÐ Í LÚKUNUM e. Ray Cooney Su. 11. nóv. kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fi. 15. nóv. kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fö 16. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI Fö 23. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN HAUST 2001 - 3 NÝ ÍSLENSK VERK "Da", eftir Láru Stefánsdóttur Milli heima, eftir Katrínu Hall Plan B, eftir Ólöfu Ingólfsdóttur Fö 9. nóv kl. 20 - LAUS SÆTI BEÐIÐ EFTIR GODOT e. Samuel Beckett Í kvöld kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Lau 10. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI PÍKUSÖGUR e. Eve Ensler Lau 10.nóv kl. 20 - UPPSELT Su 11. nóv kl. 20 - ÖRFÁ SÆTI Fi 15. nóv kl. 20 - NOKKUR SÆTI Fö 16. nóv kl. 20 - UPPSELT DAUÐADANSINN eftir August Strindberg í samvinnu við Strindberghópinn Fi 8. nóv. kl. 20 - LAUS SÆTI Stóra svið 3. hæðin Nýja sviðið Litla sviðið Miðasala: 568 8000 Miðasalan er opin kl. 13-18 og fram að sýningu sýningardaga. Sími miðasölu opnar kl. 10 virka daga. Fax 5680383 midasala@borgarleikhus.is Morðsaga - enginn má fara úr húsinu! Laugardag 10. nóv. kl. 20.00 Sunnudag 11. nóv. kl. 20.00 Miðapantanir: s. 554 1985 eða midasala@kopleik.is Leikfélag Kópavogs e. Tom Stoppard                                                                 ! "   ###   $ BÍÓTÓNLE Hljómsveitarstjóri: Frank Strobel Sinfónían Háskólabíó við Hagatorg Sími 545 2500 sinfonia@sinfonia.is www.sinfonia.is AÐALSTYRKTARAÐILI SINFÓNÍUNNAR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN Kvikmyndatónleikar Sinfóníunnar í Háskólabíói eru einn vinsælasti þáttur starfsársins og upplifunin við að njóta samspils hljómsveitar og þöguls meistaraverksins er einstök. Í ár eru tvö stórvirki kvikmyndasögunnar á boðstólum: Beitiskipið Pótemkín eftir Eisenstein og Sirkus Chaplins. Hinn ódauðlegi Charlie Chaplin samdi tónlistina við Sirkus en Sjostakovitsj samdi tónlistina við Beitiskipið Pótemkín. Beitiskipið Pótemkín: Fimmtudaginn 8. nóvember kl. 19:30. Miðaverð: 2.200 kr. Sirkus: Laugardaginn 10. nóvember kl. 15:00. Miðaverð: 1.800 kr. en 900 kr. fyrir börn 12 ára og yngri. Styrktaraðilar: Goethe-Zentrum Menntamálaráðuneytið                                  !  "  #$ %     & ' (  !   %       ! " #$%&' &( ) *    + ! " ) !' * +   ,  ,   - ./ 0 121  ,    3 ./ 0 445 6   7 -  8 $.9  ' : & #$   Í HLAÐVARPANUM Veröldin er vasaklútur ICELANDIC TAKE AWAY THEATRE Leikstjóri: Neil Haigh, Leikmynd og búninga- hönnun Katrín Þorvaldsdóttir. 7. sýn. þri. 6. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 8. sýn. þri. 13. nóv. kl. 21 - Tveir fyrir einn 9. sýn. fim. 15. nóv. kl. 21 Ath. Takmarkaður sýningafjöldi EVA -bersögull sjálfsvarnareinleikur fim. 8. nóv. kl. 21 - örfá sæti laus %&'()(*(+)+%(,,-./0/ !###   %1    *(2))34&     567)34&     *(2))34&      *(2))34& (4 89       !      "  #$ % #$&$  $' $#$(!    "   #$ ) ,--:;//
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.