Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 25
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 25 KVENFÉLAG Kristskirkju stend- ur fyrir basar, happdrætti og kaffi- sölu í safnaðarheimili kirkjunnar við Landakot í dag, sunnudag, kl. 14. Allir boðnir hjartanlega velkomnir. Basar kvenfélags Kristskirkju UNNIÐ er að innköllun á Freeland- er-jeppum hér á landi en kvartanir hafa borist Land Rover-verksmiðj- unum vegna galla í handbremsulæs- ingum og læsingum í sætisbökum. Einnig er um að ræða galla í örygg- isboxi í nokkrum Freelander-jepp- um af 2002 árgerð. „Ég hef trú á því að það séu all- margir bílar hér á landi sem gætu verið með bilun í handbremsu,“ segir Atli Vilhjálmsson, þjónustustjóri B&L, en tekur fram að engar kvart- anir hafi borist umboðinu hér á landi enn sem komið er. Engin slys hafa hlotist af völdum þessara galla svo vitað sé en þegar bilanir koma fram í 3-4% af framleiðslunni innkalla Land Rover-verksmiðjurnar bíla með við- komandi framleiðslunúmer af örygg- isástæðum. Upplýsingar um það um hvaða framleiðslunúmer er að ræða í þessu tilfelli hafa enn ekki borist en eigeindum mun verða tilkynnt með ábyrgðapósti hvort bifreiðir þeirra verða innkallaðar. Innköllun vegna bilana í Freelander HÉRAÐSDÓMUR Suðurlands hef- ur svipt 19 ára pilt ökuleyfi í 4 mán- uði og dæmt hann til greiðslu 80 þús- und króna sektar fyrir hraðakstur á Suðurlandsvegi í haust. Pilturinn ók á 175 km hraða vestur Suðurlands- veg á vegarkafla móts við Arnarstaði í Hraungerðishreppi, þar sem leyfð- ur hámarkshraði er 90 km á klst. Hraði bifreiðarinnar var mældur með ratsjá lögreglunnar og sætti ökumaður ákæru sýlsumannsins á Selfossi fyrir háttsemina. Hann ját- aði brot sitt skýlaust. Ingveldur Þ. Einarsdóttir héraðs- dómari kvað upp dóminn. 80 þús. í sekt og 4 mánaða svipting fyrir ofsaakstur BÆJARFULLTRÚAR Kópavogs- listans gagnrýna verksamninga sem Kópavogsbær hefur gert við Klæðn- ingu ehf., fyrirtæki Gunnars I. Birg- issonar, alþingismanns og formanns bæjarráðs Kópavogs. Í fréttatil- kynningu frá bæjarfulltrúunum segja þeir að fram komi í skriflegum svörum við árlegum fyrirspurnum um útboðsmál að Klæðning hafi unn- ið verk fyrir Kópavogskaupstað fyrir rúmar 15 milljónir kr. á síðasta ári og alls fyrir 60 milljónir á árunum 1997–2000. Flestir samningar hafi verið gerðir án útboðs. Gunnar vísar gagnrýni bæjar- fulltrúanna algerlega á bug í samtali við Morgunblaðið og segir fyrirtækið í raun fá mjög lítinn hluta verka sem unnin eru á vegum bæjarins. Á síð- asta ári hafi jarðvinna á vegum Kópavogs numið um hálfum millj- arði króna en þar af hafi Klæðning unnið ýmis smáverk fyrir samtals 15 milljónir. Fyrirtækið hafi þannig fengið aðeins um 2–3% af öllum jarð- vinnuverkum á vegum bæjarins. Gunnar segir að um árvisst upp- hlaup sé að ræða og persónulegt skítkast í sinn garð. Tilgangur bæj- arfulltrúanna sé að þyrla upp póli- tísku moldviðri í örvæntingarfullri tilraun til að sverta sig og fyrirtækið og reyna að gera það tortryggilegt. Gunnar segist einnig furða sig á Morgunblaðinu að taka þetta upp. ,,Fyrirtæki mitt er með heimilisfesti í Kópavogi og ég er auðvitað að vinna þar, því þar er mestur uppgangurinn og mest að gera. Að sjálfsögðu er leitað til míns fyrirtækis eins og ann- arra og það er þá jafnvel samið á grundvelli tilboðs sem ég lagði fram árið áður. En ég fæ minnst af þess- um verkum og hef oft kvartað yfir því. Það er frekar þannig að maður líði fyrir það að vera í bæjarstjórn,“ segir hann. Verksamningar Kópavogsbæjar Formaður bæjarráðs vísar ásökunum á bug Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkar og vatnsvarnarlög á:  þök  þaksvalir  steyptar  rennur  ný og gömul hús Góð þjónusta og fagleg ábyrgð undanfarin 20 ár - unnið við öll veðurskilyrði - sjá heimasíðu www.fagtun.is FAGTÚN Brautarholti 8 • sími 562 1370 Jólabasar kvennadeildar R-RKÍ verður haldinn í húsi Rauða kross Íslands, Efstaleiti 9, í dag sunnudaginn 4. nóvember frá kl. 14.00—17.00. Á boðstólum verða fallegir handunnir munir er tengjast jólunum og heimabakaðar góm-sætar kökur. Kaffisala. Verið velkomin. Nefndin. mbl.isFRÉTTIR ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.