Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 27
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 27 NÝ íslensk stuttmynd var frum- sýnd sl. miðvikudagskvöld með pomp og pragt í A-sal Háskólabíós. Leik- stjóri er Sigurður Kaiser en hann skrifaði jafnframt handrit ásamt Birni Helgasyni. Þótt um nokkurs konar frumraun leikstjórans sé að ræða er öll umgjörð um myndina fag- leg mjög. Stutt- og heimildamynda- sjóður kvikmyndasjóðs og Menning- arsjóður útvarpsstöðva og hafa m.a. lagt fjármagn til myndarinnar, enda er hún alveg laus við þann „heima- tilbúna“ brag sem einkennir svo margar stuttmyndir sem unnar eru af áhuga og vanefnum. Auk þess að skarta Friðriki Þór Friðrikssyni sem framleiðanda myndarinnar, hafa þeir Sigurður og Björn fengið sterkan hóp fagmenntaðra leikara í stærri og smærri hlutverk. En allur þessi íburður breytir hins vegar engu um það að kvikmyndin hefur ákaflega fátt fram að færa, sem ber einhvern vott um listrænan frumleika, og þar með listrænt innsæi. Handrit myndarinnar er byggt á samnefndri smásögu frá árinu 1926 eftir Kristmann Guðmundsson rithöf- und. Sagan á sér stað á geðsjúkrahæli og fylgir fyrst og fremst eftir tveimur persónum, ungri stúlku sem vistuð er á hælinu (Nanna Kristín Magnúsdótt- ir) og gæslumanni á miðjum aldri (Egill Ólafsson). Hvort um sig lifa þau í hugarheimi þrár og löngunar, og flakkar sjónarhorn frásagnarinnar – eða myndavélaraugans, milli þessara tveggja hugarheima, eða þráhyggja í óræðu rými geðsjúkrahússins. Þó svo að greina megi ásetning um að vinna með einhvers konar grunn- hugmyndar um þrá og vitundar- og sjónahornaflakk – þar sem ágæt tón- list Jóns Ólafssonar kemur í stað orða, drukknar sá listræni ásetningur í klisjukenndum og stirðbusalegum útfærslum. Á þetta jafnt við um fram- ferði persóna, og það á við um svið- setningar og sjónræn áhrifameðul sem mikið er lagt upp úr. Allt er þetta eitthvað sem maður hefur séð of oft og of víða. Glæsiatriðin á ströndinni fögru eru til dæmis nokkuð sem sést gæti í hvaða jeppaauglýsingu sem er. Vandinn er ekki að láta hlutina líta vel út, heldur að hafa næmi fyrir sjón- rænni miðlun á nýjan, ferskan hátt. Stirðbusaheitunum, sem gera það sem á að vera listrænt aðeins tilgerð- arlegt, kenni ég reynsluleysi í leik- stjórn um. Þetta reynsluleysi birtist hvað skýrast í því hversu illa hið ágæta leikaralið myndarinnar nýtist. Hlutverk leikaranna er fyrst og fremst það að hreyfast fram og aftur, eða sýna stöðluð svipbrigði. Egill Ólafsson þenur nasavængi og Nanna Kristín Magnúsdóttir, sú ágæta leik- kona, kiprar fyrst og fremst varir og er stillt upp sem sjónrænu augnayndi fyrir myndavélaraugað. Stuttmynd- inni Krossgötum mætti því fyrst og fremst lýsa sem snoturri umgjörð í leit að listrænu innihaldi. Í leit að listrænu innihaldi KVIKMYNDIR H á s k ó l a b í ó Stuttmynd. Leikstjóri: Sigurður Kaiser. Handritshöfundar: Siguður Kaiser og Björn Helgason. Tónlist: Jón Ólafsson. Aðalhlutverk: Egill Ólafsson, Nanna Kristín Magnúsdóttir, Hilmir Snær Guðna- son, Gunnar Helgason, Víkingur Kristjánsson, Gísli Pétur Hinriks- son og Lilja Arnardóttir. Sýning- artími: U.þ.b. 30 mín. Pardus Pict- ures, Íslenska kvikmynda- samsteypan, 2001. KROSSGÖTUR  1/2 Heiða Jóhannsdótt ir „Kvikmyndin hefur ákaflega fátt fram að færa, sem ber einhvern vott um listrænan frumleika, og þar með listrænt innsæi.“ Austurstræti 17, 4. hæð, 101 Reykjavík, sími 562 0400, fax 562 6564, netfang: prima@heimsklubbur.is, heimasíða: http://www.heimsklubbur.is Útnefnd í alþjóðasamtökin EXCELLENCE IN TRAVEL NETWORK fyrir frábærar ferðir NÁMSKEIÐ Í FARARSTJÓRN ERLENDIS Langar þig að taka að þér leiðsögn ferðamanna erlendis? Verkefnið getur verið spennandi, skemmtilegt og lærdóms- ríkt fyrir þá sem valda því og kunna á því tökin. Fyrir tilhlutan HEIMSKLÚBBSINS-PRÍMU verður efnt til slíks námsskeiðs, þar sem INGÓLFUR GUÐBRANDSSON, forstjóri verður aðalleiðbeinandi, en hann á að baki langan feril sem skipuleggjandi ferðlaga, einstakur leiðsögumaður og fararstjóri, sem býr yfir mikilli ferðareynslu og þekkingu á heiminum. Ingólfur skipuleggur bóklegt og verklegt náms- skeið og kennir ásamt gestafyrirlesurum á námskeiði, sem fram fer í Safnaðarsal Háteigskirkju kl. 20—22, 4 þriðju- dagskvöld í febrúar, 4x2 st. og tvo laugardaga síðdegis í mars, 2x4 st. — samtals 16 stundir. Fjöldi verður takmark- aður við 20 virka þátttakendur, sem hafa góða almenna menntun, s.s. stúdentspróf og einhverja háskólamenntun og ágæta kunnáttu í 1-2 erlendum málum, ensku, þýsku, frönsku, spænsku eða ítölsku. Farið verður yfir öll grund- vallaratriði, sem fararstjórn krefst, og hver einstakur nem- andi velur sér ferðasvið, sem hann lýkur með stuttri ritgerð. Þeir sem ljúka námskeiðinu og verkefnum þess fá í lokin skriflega viðurkenningu. Auk þeirrar fagþekkingar, sem námsskeiðið stefnir að með virkum þátttakendum, verður allt að 20 manns boðið að vera áheyrendur gegn hálfu gjaldi og geta með því öðlast mikils- verða þekkingu á ferðalögum með þann tilgang að verða betri ferðamenn og njóta ferða sinna betur. Innritun á námskeiðið er hafin í síma 56 20 400 á skrifstofutíma  KRISTJÁN Guðmundsson er um um listamanninn Kristján Guð- mundsson. Í bókinni er að finna myndir af fjölmörgum verka Krist- jáns en textann rita Ólafur Gíslason, Sólveig Nikulásdóttir og Ólafur Jónsson, sem jafnframt er ritstjóri bókarinnar. Ensk þýðing er eftir Bernard Scudder. Kristján er sjálfmenntaður í myndlist og hafa verk hans vakið umtal í gegnum tíðina. Hann er með- al helstu frumkvöðla nútímalistar hér á landi. Á seinni árum hefur list hans notið vaxandi virðingar, verk hans hafa verið sýnd víða um lönd og honum hafa hlotnast margháttaðar viðurkenningar. Um þessar mundir stendur yfir yfirlitssýning á verkum Kristjáns í Listasafni Reykjavíkur. Bókin kemur út í 100 tölusettum eintökum og samhliða henni vegg- spjald í tíu eintökum. Útgefandi er Mál og menning og Listasafn Reykjavíkur. Bókin er 320 bls., prentuð í Prentsmiðjunni Odda hf. Verð: 6.990 kr.  SAGA og minni er eftir Einar Laxness cand.mag., gefin út í tilefni af 70 ára afmæli hans. Þar eru fimm- tán ritgerðir frá fjörutíu ára tíma- bili, þær elztu frá árinu 1962, en yngstu frá síðustu árum. Þær hafa allar verið endur- skoðaðar og sum- ar auknar all- verulega. Ritgerðirnar eru um sagnfræðileg efni og frásagnir um ýmsa menn, sem höfundur kynntist náið og greinir frá með ívafi endurminn- inga. Í ritinu eru m.a. ritgerðir um Kópavogsfundinn og erfðahyll- inguna 1662, Skaftárelda og móðu- harðindin 1783 og Þingvallafundinn 1873. Í síðasta hluta bókarinnar rit- ar höfundurinn um líf og starf fólks, sem hann hafði persónuleg kynni af, m.a. Jón Helgason prófessor í Kaup- mannahöfn, Lúðvík Kristjánsson og Helgu Proppé. Að lokum er ritgerð, sem ber heitið Að lifa og leika, ógleymanlegur vinur – Jónas Thor- stensen frá Þingvöllum. Útgefandi er Sögufélagið en Ein- ar er fyrrverandi forseti þess. Ritið er 352 bls. Einar Laxness  KRÆSINGAR og kjörþyngd – Lífstíðarlausn fyrir kolvetnafíkla er eftir dr. Richard Hellar og dr. Rachel F. Heller í þýðingu Sigurlínu Davíðsdóttur. Í bókinni er útskýrt hvers vegna fólk fitnar þrátt fyrir að það borði hugsanlega eingöngu „hollan mat“. Kennt er hverning fólk getur stjórn- að matarlystinni og haldið insúl- ínstyrk blóðsins í jafnvægi án þess að hætta að borða það sem því þykir best. Ennfremur eru í bókinni 200 uppskriftir að réttum úr jurta- og dýraríkinu. Útgefandi er Íslenska bókaútgáf- an. Bókin er 432 bls., prentuð í Lett- landi. Verð kr. 4.980 kr. Nýjar bækur  Syndir sæfara – Ævintýralegt lífshlaup Lúkasar Kárasonar. Í bók sinni lýsir Lúkas lífi sínu allt frá því hann er ungur drengur á Ströndum þar til hann kemur aftur á æskuslóðirnar áratugum síðar eftir að hafa dvalið og starfað í fjarlægum heimsálfum.Lúkas lýsir kjörum fjöl- skyldu sinnar í æsku sem oft á tíðum voru bág. Hafið er örlagavaldur í lífi hans. Stóran hluta ævinnar starfaði hann í Afríku og Asíu við þróunar- hjálp þar sem ekki er allt sem sýnist. Útgefandi Íslenska bókaútgáfan Bókin er 432 bls., prentuð í Lett- landi. Verð kr. 4.480 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.