Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Helga Rán Sig-urðardóttir fæddist 9. ágúst 1979. Hún lést af slys- förum föstudaginn 26. október síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Sigurður Frið- riksson, f. 27. ágúst 1951, frá Keflavík, og Sigríður María Pét- ursdóttir, f. 1. feb. 1950, úr Reykjavík. Systkini Helgu Ránar eru Linda Björk, f. 1. mars 1973, og Pétur, f. 19. júní 1977. Hálf- bróðir Helgu Ránar er Ragnar Sigurðsson, f. 26. apríl 1972. Helga Rán fæddist á Sjúkrahúsi Patreksfjarðar og ólst upp á Tálknafirði til 15 ára aldurs er hún fluttist til Reykjavíkur með foreldrum sínum. Helga Rán lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Ís- lands vorið 1999. Hún stundaði ýmis þjónustu- og versl- unarstörf með námi, m.a. á veitingastaðn- um Laugaási og starfaði í útibúi Landsbankans við Miklubraut. Sumarið 1999 vann hún í veiðihúsi við Kjarrá og eftir það á Verð- bréfastofunni þar sem hún vann í eitt og hálft ár. Helga Rán hafði hafið nám við Háskóla Íslands í við- skiptafræði er hún lést. Útför Helgu Ránar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, mánu- daginn 5. nóvember, og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Kveðja frá móður, föður og öðrum ástvinum: Nú ertu leidd, mín ljúfa, lystigarð Drottins í, þar áttu hvíld að hafa hörmunga’ og rauna frí, við Guð þú mátt nú mæla, miklu fegri en sól, unan og eilíf sæla er þín hjá lambsins stól. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Elsku Helga mín, þá er komið að kveðjustund, okkur sem eftir lifum finnst ekki tímabært að ung stúlka í blóma lífsins sé kölluð burt. Vegir guðs eru órannsakanlegir, og trú okkar er sú að hann hafi ætlað þér betra hlutverk á himnum og hafi nú tekið þig í sinn móðurfaðm, þar sem eilífur friður og fögnuður ríkir. Þú varst fallegt barn, glæsileg ung kona, hafðir menntað þig og lífið brosti við þér. Þú varst yndisleg. Amma þín þakkar þér fyrir allan þann kærleika og ást, sem þú veittir henni. Alltaf gafstu þér tíma til að heim- sækja hana á Grund, spjalla og lesa fyrir hana og færa henni góðgæti. Þið amma þín áttuð það sameiginlegt að fæðast báðar á Patreksfirði og alast upp í Tálknafirði. Amma var borin tíu daga gömul yfir fjallið í faðmi fóstra síns, lítil hnoðra um há- vetur í desember, þar sem fóstran beið með útbreiddan faðminn. En tímar hafa breyst mikið síðan, pabbi þinn sótti þig og móður þína á bílnum sínum. Tálknafjörður er yndislegur, báðar móðursystur þínar, Eygló og Lóló, uxu þar úr grasi og móðir þín dvaldi þar í mörg sumur ung stúlka, allar vorum við hjá yndislegu fólki. Enda er alltaf talað um að fara heim, þegar þangað er haldið. Þú ólst upp við mikinn kærleika og ást ásamt systkinum þínum. Það var ekkert sparað í þeim efnum. Elsku Sirrý dóttir mín, og systir okkar, Siggi minn, systkini og aðrir aðstandendur. Missir ykkar er mik- ill. Þið eigið góðar minningar um yndislega dóttur og systur. Þær munu verma hjarta ykkar um ókomna tíð. Guð styðji ykkur og styrki ogt haldi sinni almáttugu verndarhendi yfir ykkur. Þitt líf var guðleg geislarós sem gaf oss ljós og frið. Og þú varst okkar yndi og ljós þótt ættir stutta bið. Það vorar bak við hamra og hel þótt haustið komi fljótt. Í friði Drottins farðu vel, við finnumst, góða nótt. (Guðrún frá Melgerði.) Vertu kært kvödd, Guð blessi þig. Þín elskandi amma, Þórunn Eggertsdóttir, móðursystur og fjölskyldur þeirra. Elsku Helga mín. Hjartað í mér brást þegar ég frétti að þú værir dá- in. Þú sem varst svo ung og stór- glæsileg og áttir alla framtíðina fyrir þér. Ég kynntist þér fyrir fjórum árum þegar ég kom inn í fjölskylduna þína og þó að fjögur ár séu ekki langur tími á ég þó ótal góðar minningar um þig. Þú varst alltaf að segja mér sög- ur af Pétri bróður þínum þegar hann var lítill og þér fannst þær alltaf jafn fyndnar. Alltaf varstu líka tilbúin að skutla okkur Pétri hvert sem var og skipti þá engu máli hvað klukkan var. Ég man þegar ég, þú og Pétur fór- um á skíði saman í Skálafell. Einu áhyggjurnar sem þú hafðir voru hvort flíspeysan passaði ekki örugg- lega við DKNY-buxurnar því það skipti þig miklu máli að líta vel út og vera glæsileg. Eftir á hlógum við svo oft saman að þessu. Þú varst alltaf í þínu fínasta pússi og alls staðar þar sem þú komst tókst þér að heilla alla með glæsileika þínum og skemmti- legri framkomu. En núna bið ég Guð um að varðveita þig og passa og ég veit að þér líður vel núna. Elsku Helga. Ég mun sakna þín og ætíð geyma minningu um þig í hjarta mínu. Malena Birna Baldursdóttir. Helga Rán kom inn í fjölskyldu mína nú í vor þegar Benni sonur minn kynnti hana stoltur fyrir okk- ur. Hún var glæsileg, greind, hlý og opin stúlka. Óvænt tókst hún á við móðurhlut- verkið í sumar þegar Arnar kom í heimsókn til pabba síns og þrátt fyr- ir ungan aldur stóð hún sig með sóma og sýndi honum hlýju og skiln- ing. Hann er þakklátur henni fyrir það. Helga Rán hafði háleit framtíðar- áform sem örugglega hefðu ræst við réttar aðstæður ef örlögin hefðu ekki gripið svo harkalega í taumana og er ég þakklát í dag fyrir að hafa fengið að halda utan um hana og kysst dag- inn fyrir slysið. Einnig finn ég mig knúna fyrir hönd Benna, sem ekki getur ennþá tjáð sig, til að þakka henni fyrir þá miklu ást sem hún gaf og ég veit að var gagnkvæm. Fjölskyldu Helgu Ránar, því góða fólki, vil ég biðja góðan Guð að veita huggun og styrk. Birna Dís og fjölskylda. Á sólbjörtum og fallegum haust- degi þegar lauf trjánna falla og blóm- in leggjast í vetrardvala, þá er í einni andrá nýútsprungin falleg rós felld á vori lífs síns.Við sjóndeildarhringinn er leið sem liðast upp til himins og öllum er látin í té. Elsku Helga frænka. Þér hefur verið fylgt á leið- arenda í þessu jarðlífi. Já, heim, það- an sem þú komst í þennan heim okk- ar og þangað sem þú varst aftur leidd, á móti hlýjum náðarfaðmi þeirra sem bíða þín við enda þess- arar leiðar. Það sem við geymum í hjarta okkar eru allar ljúfu og fal- legu minningarnar um þig. Minning- arnar bæði gamlar og nýjar. Þær stundir þegar við heimsóttum öll Pétur afa. Við frændsystkinin, ung að árum, ærsluðumst í heyinu sem var í þurrki úti á túni og gamli mað- urinn ekki alltaf ánægður með allan fyrirganginn. Einnig þær stundir sem við öll áttum saman þegar við heimsóttum ykkur fjölskylduna vestur í Tálknafjörðinn og þið okkur hér fyrir sunnan. Þó við hefðum kannski ekki hist eins mikið og við hefðum óskað okkur voru alltaf fastir punktar hjá okkur.Við hittumst hver jól, aðra hátíðisdaga og þegar önnur efni stóðu til. Þegar við bræðurnir fórum út að skemmta okkur áttum við það til að rekast á þig og voru þá ætíð fagnaðarfundir og þú alltaf sama flotta stjarnan, geislandi af lífs- gleði. Það var ekki fyrir svo ýkja löngu að við hittumst, þá varstu á leiðinni til Parísar daginn eftir. Þú brostir þínu fallega brosi þegar við sögðum þér hversu mikið við öfund- uðum þig. Það bros munum við ávallt muna. Síðan varstu farin. Vertu sæl, Helga Rán, og megi ljósið þitt skína skærast allra stjarna á himinfesting- unni. Dóttir, í dýrðar hendi Drottins, mín, sofðu vært, hann, sem þér huggun sendi, hann elskar þig svo kært. Þú lifðir góðum Guði, í Guði sofnaðir þú, í eilífum andarfriði ætíð sæl lifðu nú. (Hallgr. Pét.) Guð blessi og varðveiti minningu þína. Kæra Sirrý, Siggi, Linda, Pétur og Malena. Við sendum ykkur og öðrum ættingjum og vinum innileg- ustu samúðarkveðjur okkar. Guðleifur, Páll og Kristján Svan Kristjánssynir. Dauðinn er alltaf þungbær en aldrei eins og þegar ung kona er fyr- irvaralaust kölluð á brott. Í fyrstu trúði ég ekki þegar Pétur vinur minn hringdi í mig og sagði mér að Helga systir sín væri látin. Ekki voru nema nokkrir dagar frá því við Helga hitt- umst síðar þegar ég var í heimsókn í Blesugrófinni. Aldrei gat mig grunað að leiðir okkar lægju ekki aftur sam- an. Ég kynntist Helgu í gegnum Pét- ur bróður hennar þegar hann fluttist til Reykjavíkur en við vorum saman í skóla – báðir landsbyggðarmenn úr rótgrónum sjávarplássum. Nokkr- um árum síðar tók fjölskylda Péturs sig upp og fluttist suður og bjó sér heimili þar sem ég var alltaf aufúsu- gestur, jafnvel í sunnudagslærið. Þeir sem hafa gengið í gegnum sorgina þekkja hve erfitt það er að sætta sig við þegar fólk í blóma lífs- ins fellur frá. Fólk tekur á sorginni á mismunandi hátt og reynist hún mörgum erfið. En eftir stendur minningin um góða manneskju. Þeg- ar sorgin er þungbærust skiptir miklu að rifja upp allar góðu stund- irnar sem við höfum átt. Ég veit að það eru erfiðir tímar í Blesugrófinni en minningarnar um Helgu gera öll- um léttbærara að komast í gegnum þetta. Þeir sem þekktu Helgu minnast hennar sem lífsglaðrar konu sem vildi gáska og kátínu í kringum sig. Lífsgleði var henni í blóð borin. Lognmolla var ekki til í orðabók Helgu. Ég hafði stundum mjög gam- an af því að stríða henni þótt allt hafi verið á léttum nótum. Sjaldan varð henni svaravant og ég stóð orðlaus eftir gagnsókn. Helga hafði einstak- lega gott lag á að fá sitt fram enda ákveðin og ef það dugði ekki setti hún upp fallega brosið en það stóðst enginn. Hún var afskaplega falleg stúlka og geislaði af henni. Nú er Helga farin og við munum ekki sjá hana aftur. En þrátt fyrir að Helga muni lifa í minningunni verður sérkennilegt að fara í Blesugrófina og heyra hvorki hláturinn né fá tæki- færi til að skjóta eitthvað á hana í þeirri von að hún verði ekki á undan. Sigurði, Sigríði, Lindu og Pétri votta ég mína dýpstu samúð. Megi Guð lina sorg ykkar og þjáningar þannig að það birti aftur yfir lífinu um síðir. Einar Sigurðsson. Elsku Helga mín. Það haustar hratt að í sálu minni. Ég hef ekki enn gert mér grein fyrir því að þú sért farin frá mér. Ég sit að vísu og rita orð á blað en það er svo skelfilega óraunverulegt. Ég býst við að þú komir til mín og skammir mig fyrir óreiðuna inni í stofu og gerir góðlát- lega að gamni þínu, því þannig varst þú, allt í röð og reglu – allt fínt og pússað hjá þér. Ég reyni að líkja eftir því en oft tekst mér verr en ég gjarn- an vildi. Hvernig er hægt að sættast við þau grimmu örlög að missa æsku- vinkonu sína? Vinkonu sem fór með manni í gegnum æskuna – allt frá fyrstu dögum okkar. Við vorum á fæðingardeildinni á sama tíma, við vorum skírðar saman, við fermd- umst saman og við slitum barnsskón- um saman. Við urðum pæjur saman og puntuðum okkur fyrir framan spegla – við áttum alger leyndó sam- an, allt það fallega og saklausa, sem stelpur einar geta skilið. Heima á Tálknafirði var vettvangur margra hamingjudaga, bæði í skólanum hjá foreldrum þínum og í búðinni hjá mömmu og pabba, margt planað og pælt. Það var þá sem við byrjuðum að kalla hvor aðra „frekustu ljónynj- urnar“, geðsveiflurnar risu og hnigu en alltaf var fljótt úr okkur og end- uðum ætíð í fanginu á hvor annarri, fullkomlega sáttar. Ég flutti til Reykjavíkur tveimur árum á undan þér og þá gengum við hvor í sinn skólann. Þá minnkaði samveran eins og gengur – þú með þínum vinum – ég með mínum. Við kíktum þó auð- vitað inn hvor hjá annarri svona óreglulega, sérstaklega þegar okkur vantaði „spes-tíma“. Eitt gerðum við þó alltaf, þegar við „áttum afmæli“ þá fórum við út að borða, auðvitað „grand“, eins og við einar getum. Þá var spjallað um liðna daga og dúllað hvor við aðra, bæði í mat og drykk, ógleymanlegar stundir, dýrmætur sjóður. Við munum auðvitað eignast framtíð, þegar ég fer þær brautir sem þú núna ferð. Þá vona ég að við tökum upp þráðinn og gerum eitt- hvað „alveg spes“. Þangað til mun ég sakna þín, elsku besta Helga mín. Þetta er svo óréttlátt fyrir mig – hvað þá mömmu þína og pabba, syst- ur þína og bróður. Unun var augum mínum ávallt að lítá á þig, með ungdóms ástum þínum ætíð þú gladdir mig rétt yndis-elskulig, auðsveip, af hjarta hlýðug, í harðri sótt vel liðug, sem jafnan sýndi sig. Næm, skynsöm, ljúf í lyndi lífs meðan varstu hér, eftirlæti og yndi ætíð hafðı́ eg af þér, í minni muntu mér; því mun eg þig með tárum þreyja af huga sárum, heim til þess héðan fer. (Hallgr. Pét.) Ég verð að reyna að sættast við orðinn hlut og takast á við morgun- daginn. Þakka þér fyrir allt sem við áttum saman og ég bið Guð um að búa þér stað í samræmi við sálu þína – það mun dásamlegur staður, fagur og ferskur. Elsku besta vinkona, vertu sæl á þínum leiðum. Við hitt- umst á ný, þá verður þú búin að búa mér stað og starf, því eina skýringin sem ég hef á þessu öllu saman, er að Guð þurfti endilega á þér að halda strax, til „spes“ starfa öðrum til heilla. Elsku Siggi, Sirrý, Linda, Pétur og Hafsteinn litli, sorg ykkar er bít- andi og sár. Verið þakklát fyrir þá fegurð sem þið nutuð og syrgið með hjartanu, án biturðar. Þín syrgjandi vinkona, Hrönn Karitas. Á mánudag verður borin til hinstu hvíldar ung og glæsileg stúlka sem lést í blóma lísins. Helga Rán var ein af þessum manneskjum sem skemmtilegt var að hafa í kringum sig. Það var því mikill fengur fyrir starfsfólk Verðbréfastofunnar þegar hún hóf störf þar haustið 1999, þá ný- útskrifuð úr Verslunarskólanum. Það kom fljótt á daginn að hún var fljót að tileinka sér góð vinnubrögð í verðbréfaumhverfinu. Málin voru af- greidd skjótt og af nákvæmni, eins og vera ber í þessum rekstri. Ekki spillti fyrir að Helga hafði mikinn áhuga á öllu sem snerti verðbréf og löngun til að læra meira í þeim fræð- um. Helga var hrífandi stúlka, ávallt snyrtileg til fara, smekkvís og bauð af sér góðan þokka. Hún var einstak- lega jákvæð og í góðra vina hópi var hún hrókur alls fagnaðar. Framtakssemi hennar var við- brugðið og fljótlega var hún farin að hafa veg og vanda af samkomum starfsfólks. Helga var formaður nefndar sem sá um árshátíð Verð- bréfastofunnar sem haldin var á Ak- ureyri síðastliðið vor, með ratleik, skíðaferð og ýmsu öðru fjölbreyttu og skemmtilegu ívafi. Hún var pott- urinn og pannan í því að fram- kvæmdin tókst með miklum glæsi- brag. Helga hætti störfum í sumar hjá Verðbréfastofunni og ákvað að fara í Háskóla Reykjavíkur til að mennta sig betur og ætlaði að koma tvíefld aftur til starfa á verðbréfamarkaðn- um. Hörmulegt slys batt enda á allar framtíðarfyrirætlanir. Helga hélt góðu sambandi við okkur og aðeins tveimur dögum fyrir slysið kom hún í heimsókn, hress og kát að vanda, með ýmis plön á prjónunum eins og venjulega. Það er þungbært að verða að sjá á eftir svo efnilegri manneskju í blóma lífsins; hæfileikaríkri konu sem hafði ótal tækifæri til að gera stóra hluti og ætíð stráði birtu og gleði í kringum sig. Helgu Ránar verður sárt saknað í okkar litla hópi. Við þökkum fyrir góðar og skemmtilegar samveru- stundir og biðjum Guð að blessa hana. Fjölskyldu Helgu sendum við innilegar samúðarkveðjur. F.h. starfsfólks Verðbréfastofunn- ar hf. Jafet S. Ólafsson. Það var í haustbyrjun 1995 að við stóðum nokkrar nýjar vinkonur fyrir utan Verzlunarskóla Íslands og lét- um okkur þá þegar dreyma um vorið sem virtist svo óralangt í burtu. Það var fyrsti skóladagur og mikil vinna framundan. Ein af stúlkunum í hópn- um var Helga Rán. Mín kynni af þessari ungu stúlku með dökka síða hárið bundið í fléttu og vel máluðu augun bakvið gleraugun hófust þann dag. Það var upphafið að vináttu okkar. Helga var mjög skýr og klár stelpa, það var alltaf svo gaman að vera í kringum hana og hún hafði skemmtilegar skoðanir á hlutunum. Það var ekki laust við það að við vin- konurnar veltum því oft fyrir okkur hvernig Helga færi eiginlega að því að sofna í þýskutímum sem og fleiri tímum en fá alltaf fínar einkunnir. Hún bara brosti og sagði ekki neitt, eins og hún ætti eitthvert leyniráð varðandi svefn og lærdóm. Á þeim tíma var Helga mín alger sælkeri ... elskaði að sitja á kaffihúsum og gæla við bragðlaukana. Fljótlega varð ég eins og hún og sátum við ófáar og ógleymanlegar stundir á kaffihúsum Kringlunnar. Við vorum mikið sam- an eftir skóla og gátum spjallað um heima og geima lengi, lengi. Eitt af því sem mér fannst svo frábært við hana Helgu var það að eftir skóla þá þurfti hún alltaf að leggja sig. Hún HELGA RÁN SIGURÐARDÓTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprentuninni. Senda má greinar til blaðsins í bréfsíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höf- undar/sendanda fylgi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 2.200slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.