Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Kristinn ÍGREINARGERÐ, sem Val-húsaskóli lagði fram í Héraðs-dómi Reykjavíkur, er farið fram á að máli Höllu verði vísað frá dómi í heild eða hluta, en til vara að skólinn verði sýknaður. Í greinargerðinni kemur fram að við upphaf skólagöngu Höllu í Val- húsaskóla var útbúin einstaklings- áætlun fyrir hana sem miðaðist við fötlun hennar og ráðnir voru tveir sérkennarar. Á ýmsu hafi gengið með kennsluna. Halla hafi engin samskipti átt við aðra nemendur, þeir hafi verið hræddir við hana og hún átt það til að sýna af sér ofbeldisfulla hegðan. Í greinargerðinni kemur fram að Höllu var vísað úr skóla 1. febrúar á síðasta ári, en menntamálaráðuneytið felldi þá ákvörðun úr gildi í sept- ember það ár. Þá var Halla aftur tek- in inn í skólann. Í októberbyrjun sagði umsjónarmaður Höllu upp störfum og taldi skólinn sig því ekki geta haft hana áfram. Auglýsing eftir sérkennurum bar ekki árangur og skólastjóri og skólanefnd tilkynntu í lok október að ekki væri hægt að taka við Höllu Ómarsdóttur þar sem eng- inn kennari fengist til þess að sinna hennar þörfum. Jafnframt var skorað á foreldra að samþykkja sér- kennsluúrræði fyrir hana. Einnig voru ítrekuð tilmæli þess efnis að Halla yrði send í greiningu hjá Grein- ingarstöð ríkisins. Stefnendur leita lögfræðiálits Valhúsaskóli byggir kröfu um frá- vísun málsins á því að kröfugerð og málatilbúnaður stefnenda fullnægi ekki þeirri grundvallarreglu íslensks réttarfars að þau hafi lögvarða hags- muni af því að fá dóm um kröfur sín- ar. Í raun séu stefnendur að leita álits dómsins á lagalegu atriði. Búið sé að finna stefnanda Höllu annað skóla- úrræði, í sérdeild Réttarholtsskóla, og standi Seltjarnarneskaupstaður straum af þeim kostnaði. Frávísun er einnig byggð á því að í málið sé hlaðið gögnum sem á engan hátt tengist þeim ágreiningi er málið fjalli um og skorti þannig verulega á, að lýsing á málsatvikum og máls- ástæðum sé gagnorð og svo skýr eins og vera ber, samkvæmt lögum um meðferð einkamála. Málatilbúnaðurinn samrýmist auk þess ekki meginreglunni í lögum um meðferð einkamála um munnlegan málflutning, heldur teljist skriflegur málflutningur. Valhúsaskóli bendir á að neitun á skólavist hafi ekki byggst á ákvörðun skólastjóra, heldur hafi skólanum verið ómögulegt að sinna kennslu- skyldu þar sem sérkennari fékkst ekki til starfa. Af hálfu skólans er einnig byggt á því í málinu, að ekki sé hægt að sinna menntunarþörf Höllu í almennum grunnskóla. Hún teljist fatlaður ein- staklingur í skilningi laga um málefni fatlaðra og fari um rétt hennar sam- kvæmt þeim lögum. Samkvæmt lög- unum hafi forráðamenn fatlaðra ein- staklinga aðgang að Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins með það í huga að greina þarfir hinna fötluðu þannig að hægt sé að veita þeim þá þjónustu sem þeim henti best. Í máli þessu liggi fyrir að foreldrar Höllu hafi ekki sinnt ítrekuðum tilmælum skóla- nefndar og barnaverndarnefndar um að láta greina hana. Því liggi ekki fyr- ir mat á þörfum hennar. Valhúsaskóli bendir á að sam- kvæmt lögum um málefni fatlaðra skuli þeir eiga rétt á allri almennri þjónustu sveitarfélaga, en reynist þjónustuþörf hins fatlaða vera meiri en svo að henni verði fullnægt innan almennrar þjónustu skuli hinn fatlaði fá þjónustu samkvæmt lögum um málefni fatlaðra. Samkvæmt grunn- skólalögum eigi fötluð börn rétt á kennslu innan heimaskóla grunn- skóla eins og frekast sé kostur. Þann- ig hafi löggjafinn sett fram þá stefnu- mörkun að freista skuli að veita fötluðum einstaklingum kennslu í al- mennum grunnskólum innan um aðra ófatlaða nemendur. Í þessu máli liggi hins vegar fyrir vitnisburðir og stað- festingar kennara og sérfræðinga þess efnis að ekki sé hægt að sinna menntunarþörf Höllu innan almenna grunnskólans og að hún þurfi á sér- kennslu utan almenns grunnskóla að halda. Valhúsaskóli byggir því mál sitt á að staðið hafi verið málefnalega að þeirri ákvörðun að taka ekki við Höllu í skólann. Sú ákvörðun hafi fyrst og fremst verið tekin með þarfir Höllu í huga en ekki þarfir foreldra hennar. „Svo virðist sem foreldrar stefnanda setji þarfir sínar og lang- anir ofar þörfum dóttur sinnar. Þann- ig hafa þau ítrekað neitað því að Greiningarstöð ríkisins mæli þarfir dóttur þeirra. Þannig er því hafnað að brotinn hafi verið réttur á stefn- anda Höllu skv. 7. gr. laga um málefni fatlaðra nr. 59/1922. Því er einnig hafnað að brotinn hafi verið á henni réttur skv. 37. gr. laga um grunn- skóla nr. 66/1995,“ segir í grein- argerðinni. Mótmælir fullyrðingum um einelti og ofbeldi Skólinn hafnar því einnig að hann hafi brotið gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, enda sé Höllu veittur sami réttur og öðrum ein- staklingum sem eins er ástatt um. Valhúsaskóli mótmælir harðlega öllum málsástæðum sem byggjast á því að um einelti og ofbeldi í garð Höllu hafi verið að ræða er harðlega mótmælt. Vísar skólinn til þess að starfsmenn barnaverndarnefndar Seltjarnarness hafi kannað ásak- anirnar og hafi ekki talið ástæðu til frekari aðgerða. Greinargerð Valhúsaskóla vegna máls Höllu Þarf sérkennslu, ekki almennan grunnskóla HALLA Ómarsdóttir ersextán ára og fötluð afvöldum sjúkdómsinsTuberous Sclerosis.Vegna hans er hún þroskaheft, flogaveik og með ein- kenni einhverfu. Foreldar Höllu, þau Ingibjörg Atladóttir Þormar og Óm- ar Sigurvin Jónsson, hafa nú höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur, sem verður úthlutað til dómara í byrj- un nóvember, á hendur bæjarstjóra Seltjarnarnesbæjar, formanni skóla- nefndar Seltjarnarnesbæjar og skólastjóra Valhúsaskóla. Ástæðuna má rekja til eindreginna óska for- eldra um að Halla stundi nám í heimaskóla á forsendum skóla án að- greiningar og mikilla erfiðleika sem hafa fylgt skólagöngu Höllu í almenn- um skóla. Málshöfðun þessi á sér margra ára aðdraganda. Málið er prófmál þar sem slíkt mál hefur aldr- ei áður farið fyrir dómstóla á Íslandi. Í kröfugerð stefnenda, foreldra Höllu, segir að þau fari fram á þær dómkröfur að ógilt verði með dómi ákvörðun skólastjóra Valhúsaskóla og skólanefndar Seltjarnarness frá 31. október í fyrra um að Valhúsa- skóli geti ekki veitt dóttur þeirra við- töku í skólann. Einnig að ógilt verði með dómi ákvörðun skólastjóra Val- húsaskóla frá 30. ágúst í fyrra um að láta tímabundna brottvikningu Höllu frá 1. febrúar í fyrra standa þrátt fyr- ir að nýtt skólaár væri byrjað. Stefndi greiði auk þess málskostnað. Þegar Morgunblaðið hafði sam- band við Sigurgeir Sigurðsson, bæj- arstjóra Seltjarnarness, sagði hann að túlkun á 37. grein grunnskólalag- anna vekti upp spurningar en vildi að öðru leyti ekkert tjá sig um málið að svo stöddu. Frumskilyrði að Halla færi í almennan skóla Foreldrar Höllu hafa frá upphafi viljað að hún lifði sem eðlilegustu lífi þrátt fyrir fötlun sína og telja hana eiga rétt til þess sbr. m.a. jafnræð- isreglu stjórnarskrárinnar og grunn- skólalög. Í grunnskólalögum segir að sveitarfélögum sé skylt að halda skóla fyrir öll börn og unglinga á aldr- inum 6 til 16 ára. „Í grunnskólalög- unum tel ég einnig koma skýrt fram að einungis forráðamenn barns geti sótt um skólavist fyrir það í sérskóla,“ segir Ingibjörg Atladóttir, móðir Höllu, og bætir við að þetta sé meðal þess sem liggi til grundvallar próf- máli dóttur hennar. Halla hóf að sögn Ingibjargar skólagöngu sína í almennum leik- skóla á Seltjarnarnesi og naut þar nauðsynlegs viðbótarstuðnings vegna fötlunar sinnar. Þegar kom að því að hún átti að byrja í grunnskóla tilkynntu þau skólayfirvöldum á Sel- tjarnarnesi, með árs fyrirvara þau áform sín að Halla stundaði nám í al- mennum skóla og gerðu þeim strax ljóst að þau óskuðu eftir að Halla stundaði alla skólagöngu sína í al- mennum skóla. Ingibjörg segir góða samvinnu hafa verið við skólayfirvöld um undirbúninginn en námið hófst síðan í Mýrarhúsaskóla haustið 1991. Innt eftir hvernig grunnskóla- ganga Höllu hafi verið segir Ingi- björg að framan af hafi hún gengið vel. „Strax frá upphafi urðum við þó vör við að ýmsir foreldrar bekkjar- systkina hennar og starfsmenn væru óánægðir með að fatlað barn væri í bekknum og almennt í skólanum,“ segir Ingibjörg og kveður ástandið hafi sífellt versnað og að Halla hafi verið lögð í einelti af bekkjarfélögum, foreldrum þeirra og kennurum. „Börnin hættu smám saman að heilsa Höllu úti á götu, þau voru vön að koma glaðleg og segja „halló Halla“ en allt í einu fóru þau að senda henni illt augnaráð, hrópa á eftir henni „oj“ og baula. Foreldrar bönn- uðu börnunum að bjóða Höllu í af- mæli, bekkjarkennari rak hana úr hlutverki sínu í jólaleikriti að ósk ein- hverra barnanna og foreldra þeirra og þegar Halla hafði misst allt hárið af völdum flogalyfja hótuðu einhverj- ir foreldranna að börnin þeirra kæmu ekki í skólann þyrftu þau að sitja hjá Höllu því þeim fyndist hún „ógeðs- leg“. Í framhaldi færði bekkjarkenn- ari borð Höllu afsíðis. Ein móðirin teiknaði og dreifði bekkjarmynd þar sem fötlun Höllu var sýnd á neikvæð- an hátt og börnin sem næst henni sátu voru sýnd þannig að þau fóru ekki leynt með óánægju sína,“ segir Ingibjörg. „Sumir foreldranna, og einn þeirra kennari við skólann, bundust samtökum gegn okkur. Þeir héldu fund til að skipuleggja aðgerðir til að losna við okkur og börnin fylgdu fyrirmyndunum í aðgerðum sínum. Þau börn sem ekki vildu taka þátt í eineltinu urðu fyrir aðkasti.“ Ingibjörg telur að meginástæða þess að dóttur þeirra var ekki veitt viðtaka í Valhúsaskóla sé fötlun henn- ar og fordómar vegna fötlunar henn- ar. Spurð út í ljótu lýsingarorðin sem hafa fallið í garð dóttur hennar bæði af starfsmönnum og kennurum segir hún að það veki furðu við lestur um- sagna sem Halla fékk frá þeim um skólagöngu sína í Valhúsaskóla að þar er ekki úttekt á því hvernig tókst að uppfylla markmiðin í einstaklings- námskrá Höllu, heldur séu þar niðr- andi lýsingar á birtingarformi fötlun- ar hennar. „Ekki er hikað við að nota lýsingarorð eins og „ógeðsleg“. Þarna var líka að finna neikvæðar umsagnir um okkur foreldrana,“ segir hún. Hefur flúið til Reykjavíkur Aðspurð hvers vegna þau hjónin hafi ákveðið að fara með þetta fyrir dóm segir hún að þau séu ekki að berjast fyrir því að setja dóttur sína aftur í Valhúsaskóla. „Því þar var hún, barnið sem ekki getur sagt frá heima, beitt líkamlegu ofbeldi án þess að þeir tuttugu starfsmenn sem voru til vitnis gerðu við það neinar athuga- semdir og svo varð endanlega ljóst af móttökum skólans síðasta haust, sem voru slíkar að þær eru ekki bjóðandi neinu barni, að Höllu yrði ekki fram- ar líft í skólanum. Ég lít svo á að Seltjarnarnesbær skuldi mér eitt og hálft ár af þessum tíu árum sem Halla átti rétt á í grunn- skóla. Halla er búin að fá skólavist í Reykjavík og má eiginlega segja að hún hafi flúið til Reykjavíkur ásamt yngri bróður sínum, sem er þremur árum yngri og ófatlaður. Læknir hef- ur staðfest að langvarandi veikindi hans síðasta vetur mátti rekja til van- líðunar í Valhúsaskóla. Þegar Halla hafði verið hrakin burtu andaði enn köldu gegn honum,“ segir Ingibjörg. „Það er frumskilyrði að fá það stað- P R Ó F M Á L Á T Ú L K U N 3 7 . G R E I N A R G R U N N S K Ó L A L A G A Hvort er valdið foreldra eða skólayfirvalda? Hatrömm barátta hefur staðið undanfarin ár milli Höllu Ómarsdóttur og fjölskyldu hennar og Seltjarnarnesbæjar. Fjölskyldan hefur nú höfðað mál fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur vegna erfiðleika Höllu á grunnskólagöngu. Hún er þroskaheft en hefur sótt almenn- an skóla. Um er að ræða prófmál. Ingibjörg segir fordóma í garð fötlunar Höllu ráða mestu um að henni var ekki veitt v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.