Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.11.2001, Blaðsíða 42
FRÉTTIR 42 SUNNUDAGUR 4. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ                                             ! " #  $       %      #    &    ' ( (  )   ! *    +, +                         !   " """ Rúmgóð og vel skipulögð 4ra–5 herb. endaíbúð á tveimur hæðum í nýlegu fjöleignahúsi. 3 svefnherb. 2 stofur. Parket og flísar. Góðar mahóní-innréttingar. Áhv. 6,1 millj. Verð 15,7 millj. Ásta og Kristinn bjóða ykkur velkomin milli kl. 15–17 í dag. OPIÐ HÚS í dag frá kl. 15–17 í FÍFULIND 11, Kópavogi, 3. hæð ÁLFTAHÓLAR – ÚTSÝNI Rúmgóð 4ra herbergja íbúð á 6. hæð í lyftuhúsi með frábæru útsýni. Suðursvalir. 3 svefnherb. Góð stofa/borðstofa. Parket. Stærð 110 fm. Verð 12.450 þús. Góð staðsetning. Stutt í þjónustu. 1804 Lautasmári 3, íbúð 0102 - 120 fm - laus Opið á Valhöll í dag frá kl. 11-13 www.valholl.is - Opið virka daga frá kl. 9 - 17.30 og sunnud. frá kl. 11 - 13 Ný glæsil. 120 fm íb. á 1. hæð m. 20 fm herb. í kj. Glæsil. inn- rétt. Parket. Gengið er út á vandaða verönd í suður með skjólgirðingu. Áhvílandi 6 millj. húsbréf. Í þessu húsi er séð um alla sameign. Jón og Signý taka á móti áhugasömum frá kl. 15- 17 í dag, sunnudag. V. 14,5 m. Íbúðin er laus strax. 7487 BORGIR Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033 F A S T E I G N A S A L A Sýnum í dag þrjú raðhús í Lerkiási í nýja Hraunsholtshverfinu í Garðabæ. Húsin eru af stærðinni 141 til 147 fm, á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsin afhendast fullbúin að utan undir málningu, lóðin jöfnuð og að innan eru þau fokheld. Rúmgóð hús á rólegum stað. Verð 13,5 til 14,7 milljónir. OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14-16 LERKIÁS 1-3-5 - GARÐABÆ Tilbúin til afhendingar GSM 896 8232 OPIÐ HÚS Í DAG FRÁ KL. 14 - 17 FOLDASMÁRI 1 - KÓP. Sigurður og Hafdís sýna íbúð sína sem er glæsileg efri sérhæð á albesta staðnum í Kópavogi. Íbúðin er 132 fm og bílskúrinn 28 fm, samtals 160 fm. Í íbúðinni eru 3 svefnherbergi með góðum skápum. Parket og flísar á gólf- um. Fallegar innréttingar. Suðursvalir með frábæru útsýni. Ef þið eruð að leita að hæð, þá skoðið þessa. Glæsileg íbúð á Klapparstíg 7 Til sölu er mjög glæsileg 78 fm íbúð á 1. hæð. Góð sérgeymsla í kjallara og sameiginlegt þvottahús á sömu hæð og íbúðin. Stæði í bílageymslu fylgir. Gengið beint út í garð. Blokkin, sem er byggð árið 1999, er álklædd að utan. Fallegar og vandaðar innréttingar. Gegnheilt parket. Flísar á baði. Granítflís- ar í forstofu. Áhv. 8,6 m. í húsbréfum. Verð 14 m. Upplýsingar í síma 899 6985, Hildur Sólveig Pétursdóttir. FÍSOS, Félag íslenskra safna og safnmanna boðar til almenns fund- ar um varðveislu menningarminja, þriðjudagur 6. nóvember, kl. 20 í Grófarhúsi Tryggvagötu 15, Reykjarvíkurtorgi. Tilefni fundarins er framtíð menningarminja í miðbænum, einkum mannvistarleifa frá tíð landnámsmanns Reykjavíkur. Frummælendur: Guðjón Friðriks- son, Guðný Gerður Gunnarsdóttir, Árni Þór Sigurðsson, Ragnar Atli Guðmundsson, Anna Margrét Guð- jónsdóttir, Margrét Hallgrímsdótt- ir, Orri Vésteinsson, Sigurjón Baldur Hafsteinsson. Fundurinn er öllum opinn og er aðgangur ókeypis. Framtíð menn- ingarminja í miðbænum FYRIRLESTUR verður haldinn í Foreldrahúsinu í Vonarstræti 4b mánudaginn 5. nóvember kl. 20.30. Fjallað verður um samsettar fjöl- skyldur. Hvaða vonir og væntingar höfum við, hvaða gildrum festum við okkur í og hvernig líður fullorðnum og börnum í samsettu fjölskyldu- kerfi. Einnig verður rætt hvað er til ráða þegar upp koma árekstrar í samskiptum innan fjölskyldu og ut- an. Fyrirlesari er Þórkatla Aðal- steinsdóttir sálfræðingur. Fyrirlestur í Foreldrahúsinu TÓNLISTARMAÐURINN Þórar- inn Hannesson mun flytja lög af ný- útkomnum geisladisk sínum, „Má ég kitla þig?“ á veitingahúsinu Vídalín þriðjudaginn 6. nóvember kl. 22. Honum til fulltingis verða Kristinn Kristjánsson á bassa, Pétur Valgarð Pétursson á gítar og Gunnar Þor- steinsson á trommur. Aðgangur er ókeypis og aldurstakmark 18 ár, seg- ir í fréttatilkynningu. Tónlist á Vídalín Í TILEFNI af komu Waris Dirie frá Sómalíu hingað til lands efnir UNIFEM á Íslandi til opins fundar í Hátíðasal Háskóla Íslands mánu- daginn 5. nóvember kl. 12.10. Waris Dirie mun fjalla um hvern- ig milljónir stúlkna um allan heim líða óbærilegar kvalir enn í dag vegna umskurðar og segja frá bar- áttu sinni gegn þessum tilgangs- lausu pyntingum. Öllum er heimill ókeypis aðgangur. Waris Dirie er fædd inn í hirð- ingjafjölskyldu í Sómalíu og eins og flestar stúlkur þar var hún um- skorin 5 ára gömul. Þegar átti að gifta hana kornunga sextugum manni strauk hún að heiman og komst við illan leik til London. Síð- an hefur líf hennar verið ævintýri líkast og nú er hún ein þekktasta fyrirsæta heims, segir í fréttatil- kynningu. Fyrirlestur um baráttuna gegn umskurði GUNNAR Karlsson sagnfræðingur heldur fyrirlestur þriðjudaginn 6. nóvember kl. 12.05–13.05 í stóra sal Norræna hússins í hádegisfundaröð Sagnfræðingafélags Íslands sem hann nefnir „Hvenær urðu Íslend- ingar pólitísk þjóð?“. „Gunnar Karlsson er prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur einkum fengist við rann- sóknir á íslenskri stjórnmálasögu miðalda og 19. aldar og endurnýjun námsbóka og annarra yfirlitsrita um Íslandssögu,“ segir í fréttatilkynn- ingu. Fundurinn er öllum opinn. Fyrirlestur um pólitík GUÐMUNDUR Páll Ólafsson nátt- úrufræðingur kennir á námskeiði um Kárahnjúka og Kringilsárrana hjá Endurmenntun HÍ, fjögur kvöld í nóvember. Námskeiðið hefst mánudaginn 5. nóvember. Hann tekur þátttakendur með sér í myndrænt ferðalag um stórbrotna náttúru þessa svæðis sem svo mjög hefur verið í umræðunni vegna virkjunaráforma, segir í fréttatilkynningu. Fræðsla um Kárahnjúka og Kringilsárrana SIGRÚN Stefánsdóttir, forstöðu- maður upplýsingaskrifstofu Norð- urlandaráðs, kennir á námskeiðinu Samskipti við fjölmiðla hjá Endur- menntunarstofnun HÍ hinn 8. nóv- ember. Þar verður farið yfir starfshætti á fjölmiðlum, fjölmiðlatengsl og grundvallaratriði í smíði fréttatil- kynninga. Einnig mun hún leið- beina um framkomu í sjónvarpi og hvernig undirbúa skuli viðtöl í ljós- vakamiðlum, dagblöðum og tímarit- um. Listin að búa til góðan útvarpsþátt Sigríður Pétursdóttir dagskrár- gerðarmaður kennir á námskeiðinu Listin að búa til góðan útvarpsþátt og hefst það 8. nóvember. Fjallað verður um styrk útvarpsmiðilsins, helstu tegundir útvarpsþátta og uppbyggingu þeirra. Þá verður kennt að skrifa áheyrilegan texta, farið í upptökutækni, hljóðmyndir og hljóðblöndun og mikilvæg atriði í raddbeitingu og viðtalstækni. Námskeiðið er opið öllu áhugafólki um þáttagerð fyrir útvarp, segir í fréttatilkynningu. Námskeið um fjölmiðla FASTEIGNIR mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.